Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA I I - . KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Amar til Genk? Konur óvel- komnar á sam- komu enskra fótboltamanna Bergkamp og Owen? 1998 FIMMTUDAGUR 2. APRIL BLAÐ TONY Banks, íþróttaniálaráðherra Bretlands og Graham Kelly, æðsti embættismaður Knattspyrnu- sambands Eng-Iands, hyggjast ekki mæta til árlegs hófs samtaka atvinnuknattspyrnumanna þar í landi á sunnudagskvöldið vegna þess að kvenfólki er meinaður aðgangur að samkomunni. Samtök atvinnumanna í knattspyrnu í Englandi (PFA) meina Rachel Anderson, eina kvenkyns um- boðsmanni leikmanna f landinu, aðgang að samkom- uuni - og er henni einungis meinaður aðgangur vegna kynferðis. Kelly yfirgaf samkunduna í fyiTa eftir að f ljós kom að Anderson vai- meinaður að- gangur og mætir ekki nú. „Þetta er andstætt öllu sem venjulega kemur frá PFA. Þetta eru úreltar reglur. Forsvarsmenn [PFA] vita nákvæmlega hver skoðun nn'n er á þessu," sagði Kelly. Banks mætir heldur ekki en talsmaður á skrif- stofu hans sagði: „Haun vill ekki gera mikið mál vegna PFA, en tel- ur að samkoman ætti ekki að vera eingöngu opin karlmönnum.“ Ein milljón fýrir sigur Akveðið hefur verið að norræna meistaramótið í handknattleik karla og kvenna fari fram í fyrsta sinn í vor. Karlakeppnin verður í Gautaborg 23. - 26. apríl, en kvenna- keppnin í Árósum mánuði síðar. Tvö íslensk lið taka þátt í karlakeppn- inni, KA sem deildarmeistari og bik- armeistaramir. íslendingar verða ekki með í kvennakeppninni fyrr en á næsta ári. Ekki liggur endanlega ljóst fyrir hvað lið taka þátt sökum þess að deildarkeppni er ekki alls staðar lokið. Keppt verður í tveim- ur fjögurra liða riðlum og að því loknu leika sigurvegarar riðlanna til úrslita og síðan koll af kolli allt niður í leik um 7. sætið. Veitt verða pen- ingaverðlaun fyrir hvert sæti í mót- inu. Sigurvegarinn fær 10.000 dansk- ar krónur, rúmlega eina milljón ís- lenskra króna. Upphæðin fyrir hvert sæti þar fyrir neðan lækkar stig af stigi allt niður í rúmar 150.000 krón- ur fyrir 8. og síðasta sætið. Ferðir og uppihald fyrir 18 manns úr hverju liði verður greitt af mótshöldurum. Að sögn Steens Johansson, sem hef- ur séð um samskipti fyrir íslands hönd vegna keppninnar, er fjárhags- grundvöllur mótsins tryggður næstu þrjú árin. Til stendur að halda bæði karla- og kvennakeppnina hér á landi árið 2000. Það eru nýstofnuð Samtök 1. deildar liða í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á íslandi sem standa fyrir mótinu en samtökin hafa í samvinnu við Skandinavíska handknattleiks- sambandið unnið að því að koma þessari keppni á. Um tíma leit út fyrir að íslensk félagslið yrðu ekki með, en með samþykkt tillögu Guð- mundar Árna Stefánssonar alþingi- manns á Norðurlandaþingi sl. haust var gata íslensku liðanna gerð greið. Arnar Viðarsson, FH-ingur sem leikið hefur með Lokeren í Belgíu í vetur, segist ekki ætla að framlengja samning sinn við félagið. „Eg gerði tveggja ára samning við Lokeren fyrir þetta tímabil, en það er ákvæði í samningnum sem segir að báðir aðilar geti sagt honum upp eftir ár, eða 15. aprfl. Eg hef ákveð- ið að notfæra mér það og hætta hjá félaginu. Eg kem heim til að taka stúdentspróf og geng til liðs við FH. Síðan er stefnan að fara aftur út því ég er með þrjú tilboð upp á vasann; frá Genk og Lilleström í Noregi og síðan hefur Lokeren einnig gert mér nýtt tilboð," sagði Amar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir að samskipti sín við forseta Lokeren og stjórnina hafi ekki verið upp á það besta og þvi hafí hann ekki áhuga á að vera þar lengur. „Eins og staðan er í dag er Genk besti kosturinn, enda leikur liðið í Evrópukeppninni næsta tíma- bil. Ég hef haft mjög gott af veru minni hér í Belgíu. Hef spilað marga leiki og náð að sýna mig og sanna,“ sagði Amar, sem er nýorð- inn tvítugur. Þess má geta að Arnar er sonur Viðars Halldórssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða úr FH. 75 mínútna töf LEIKUR Real Madrid og Borussia Dortmund - fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu - hófst ekki fyrr en 75 mínútum á eftir áætlun í Madríd í gærkvöldi. Ástæðan var óvenjuleg: annað markið á vellinum brotnaði skömmu áður en flauta átti til leiks! Stög vom milli marks og girðingar þeirrar sem ætluð er til að halda áhorfend- um utan vallar. Þeir hristu girðinguna hins vegar heldur hressilega, þannig að stögin slitnuðu með fyrr- greindum afleiðingum, auk þess sem hluti girðingar- innar slóst í áhorfendaskarann og slösuðust nokkrar vegna þessa. Enginn þó alvarlega að því talið er. ■ Leikirnir / C4 Auk þess sem knattspyrnustjói'i ársins er ætíð útnefndur á um- ræddri hátíð er knattspyrnumað- ur ársins heiðraður svo og efnileg- asti leikmaðurinn í ensku úrvals- deildinni. Það eru leikmenn sjálfir sem kjósa, nöfn þeirra stigahæstu eru ætíð birt með nokkurra daga fyrirvara og það hefur nú verið gert. Þeir sem koma til greina sem knattspyrnumenn ái-sins eru eftirtaldir: Dennis Bergkamp, hol- lenski framherjinn lijá Arsenal - en þess má geta að hann er af ýmsum sérfræðingum talinn lang hklegastur til að hreppa þennan eftirsótta titil - David Beckhain, miðvallarleikmaður hjá Manchest- er United; félagi hans í liði Eng- landsmeistaranna, Andy Cole, sem er framheiji; Dion Dublin, varnar- eða sóknarmaður lijá Coventry; John Hartson, framlieiji hjá West Ham; og Liverpool-maðurinn ungi, Michael Owen, sem er fram- herji. í ftokki þeirra efnilegustu eru þessir tilnefndir: Michael Owen frá Liverpool - sem þykir nánast öruggur með að verða fyrir valinu - Rio Ferdinand, varnarmaðurimi sterki hjá West Ham; Kevin Ðavies, framherji Sout- hampton; Nicky Butt, miðvallarleikmaður Manchest- er United; félagi hans, Paul Scholes, sem einnig er miðvallarleikmaður; John Hartson, framheiji West Ham; og Darren Huckerby, framheiji frá Coventry. Tveir eru því útnefndir í báðum flokkum, Owen og Hartson. Það vekur nokkra athygli hveijir eru tilnefndir og starfsmenn Coventry kættust manna mest að þessu sinni. „Hér minnist þess enginn hvenær leik- maður Coventry var síðast útnefndur til einhvers konar viðurkenningar. Ég fer alla jafna ekki á þessa samkomu en er ákveðinn í að mæta núna,“ sagði Gordon Strachan, knattspyrnustjóri félagsins. „Héð- an ætlaði euginn að fara en eftir að við fengum þess- ar fregnir pöntuðum við borð fyrir átján manns!“ sagði Strachan. HANDKNATTLEIKUR: ÁRNIINDRIÐASON SPÁIR VAL OG FH SÆTI í ÚRSLITUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.