Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 4
KNATTSPYRNA / MEISTARADEILDIN Meistararnir lágu í kvöldkyrrðinni Evrópumeistarar Borussia Dort- mund sóttu ekki gull í greipar Real Madrid í gærkvöldi þegar liðin mættust í fyrri viðureign sinni í undanúrslitum Meistaradeildaiinnar. Hin íræga þýska seigla kom fyrir lítið því Spánveijar voru miklu betri og sigur þeirra, 2:0, var sanngjarn. Flest bendir því til þess að það verði Ju- ventus og Real Madrid sem leika til úrslita í ár; óskaleikur margra. Leikurinn tafðist í 75 mínútur vegna þess að annað markið brotnaði og eftir að mistókst að gera við það var náð í mark af æfingasvæði liðsins hinum megin í borginni. 100.000 áhorfendur létu töfina ekkert á sig fá og skemmtu sér konunglega. Femando Morientes sýndi svo ekki verður um villst hversu snjall leik- maður hann er í síðustu viku þegar hann lék sinn fyrsta landsleik, og -gerði tvö mörk. Hann gerði fyrra mark Real á 24. mín. eftir fyrirgjöfRo- bertos Carlos. Vöm Dortmund sakn- aði greinilega mjög Jiirgens Kohlers sem lék ekki með sökum meiðsla og hvað eftir annað vantaði dýpt í hana þannig að eldfljótir sóknar- og miðju- menn Real sluppu í gegn. Ekki tókst að skora á ný fyrr en á 68. mínútu er Christian Karembeu fékk frábæra sendingu frá Morientes, innfyrii- flata vöm þýskra og skoraði af öryggi. „Það er fínt að vinna 2:0 og ég er mjög bjartsýnn fyrir seinni leikinn. Hins vegar vara ég menn við að slá \ því föstu að við séum komnir í úrslit, við eigum enn eftir að leika í 90 mínút- ' ur áður en það verður,“ sagði Jupp Heynckes, hinn þýski þjálfari Real. Aðspurður um töfina sagði hann: „Þetta hlýtur að vera lengsta töf sem orðið hefur á upphafsspymu leiks í Evrópukeppninni, ég man ekki eftir leik sem hefur tafist svona lengi. Það má hins vegar segja að við séum í æf- ingu því við lentum í mikilli töf á leik á Reuters ALESSANDRO Del Piero gerðí þrjú mörk og hér fagnar hann öðru markinu, sem hann skoraði úr vítaspyrnu nokkrum sekúndum áður en flautað var til leikhlés. Angelo Di Livio fagnar félaga sínum. Juve kafsigldi lið Mónakó Mallorku þar sem fljóðljósin biluðu tvívegis.“ Flestir áhorfendur skemmtu sér konunglega þrátt fyrir töfina, en það er misjafn sauður í mörgu fé. Nokkur hópur stuðningsmanna Real reyndi að æsa þýska áhorfendur með því að nota ýmis tákn nasista. Heynckes þarf einnig að hafa áhyggjur af Jú- góslavanum Predrag Mijatovic sem meiddist í síðari hálfleik er hann lenti harkalega á sjónvarpstökuvél utan vallar, og fyrirliðinn Manuel Sanchis verður í leikbanni í síðari leiknum. Dortmund mun einnig sakna leik- manna í síðari leiknum þvi bæði vam- armaðurinn Julio Cesar og sóknar- maðurinn Heiko Herrlich verða í leik- banni og sömu sögu er að segja af Steffan Freund. ,Auðvitað er slæmt að missa þrjá leikmenn í bann, en við erum með stóran hóp leikmanna," sagði Nevio Scala, þjálfari Dortmund og sagðist bjartsýnn. Hann vildi ekki kenna töfinni um hvemig lið hans lék, sagði hana erfiða báðum liðum. „Það hvarflaði aldrei að mér að krefjast þess að leiknum yrði frestað. Mér var alveg sama hvort við byijuðum klukk- an tólf á miðnætti eða um nóttina. Hundrað þúsund áhorfendur biðu á vellinum og þá fer maður ekki heim,“ sagði Scala. Juventus sigraði í gærkvöldi franska liðið Mónakó 4:1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu. ítölsku meistar- amir fóru á kostum og sóknarmað- urinn Alessandro Del Piero átti frá- bæran leik og kom við sögu í öllum fimm mörkunum. Með sigrinum má nærri slá því föstu að Juventus sé komið áfram í keppninni, sérstak- lega þegar orð Jean Tigana, þjálf- ara Mónakó, eftir fyrri leik liðsins við Manchester United, sem lauk með markalausu jafntefli í Mónakó. „Við komumst áfram því við eram miklu betri á útivelli,“ sagði þjálfar- inn þá. Del Piero kom Juve yfir á 33. mínútu með stórkostlegu marki úr aukaspymu rétt utan vítateigs, sendi knöttinn yfir vamarvegginn og efst í markhomið. Fram að leik- hléi var mikið jjör í leiknum og bæði lið léku vel. Á 45. mínútu jöfnuðu Frakkar eftir að leikmenn Juventus höfðu skallað frá eftir nokkuð þunga sókn gestanna. Portúgalinn Francisco Da Costa, sem hafði kom- ið inná sem varamaður fimm mínút- um áður, náði til knattarins og skaut að marld, boltinn fór í Del Pi- ero og þaðan í markið. En Adam var ekki lengi í paradís. Leikmenn Juve byrjuðu á miðju, Filippo Inzaghi og Zidane prjónuðu sig skemmtilega í gegnum vöm gestanna, sem vora enn að fagna jöfnunarmarkinu, og Zidane var felldur. Ur vítaspymunni skoraði Del Piero af öryggi og hljóp fagn- andi tfl búningsherbergja. Juventus herti tökin eftir hlé og uppskar aðra vítaspyrnu er Inzag- hi var felldur að mati dómarans. Del Piero fullkomnaði þrennuna frá vítapunktinum og hefur gert 20 mörk í Evrópukeppninni, þar af níu í ár. Hann er einnig marka- hæstur á Italíu og gerði tvö mörk fyrir Juve er liðið lagði AC Milan um helgina, bæði eftir föst leikatriði og margir era famir að líkja aukaspymum hans við það sem Frakkinn Michel Platini, önn- ur hetja Juventus, gerði þegar hann var uppá sitt besta. Hinn 23 ára sóknarmaður átti eft- ir að koma meira við sögu því undir lok leiksins skipti hann um hlutverk við Zidane og átti sendingu á hann inní vítateig og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi 500. mark Juvent- us í Evrópukeppni. „Vendipunkturinn var síðasta mínútan í fyrri hálfleik. Þeir náðu að jafna og við síðan að komast yfir áður en þeir náðu að snúa sér við. Það hlýtur að hafa verið leiðinlegt íyrir leikmenn Mónakó að fara til búningsklefans í hálfleik," sagði Gi- anluca Pessotto, vamarmaður Ju- ventus eftir leikinn. Það má segja að reynslan og hefð- in hafi komið við sögu í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Juve hafi sigrað 4:1 var leikurinn alls ekki svo ýkja ójafn, en franska liðið hefur aldrei sigrað í Evrópukeppni en Juve hef- ur krækt í alla þrjá titlana. Frönsku meistaramir hafa þrívegis mætt ítölskum liðum í undanúrslitum og alltaf tapað en Juve hefur sjö sinn- um mætt frönskum liðum í Evrópu- keppninni og alltaf komist áfram. Marcello Lippi virðist á góðri leið með að koma félaginu í úrslit þriðja árið í röð. Leikurinn í gærkvöldi var 43. leikur Juve í röð í Evrópukeppn- inni síðan þeir léku fyrst til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa árið 1995. Atli að ná sér eftir brjósklos ATLI Helgason, knattspyrnu- maður úr Val, hefur ekkert getað æft í vetur vegna btjóskloss í hálsi. Hann missti af þremur síðustu leikjunum með Val síðasta tímabil vegna þessa, en gekkst síðan undir aðgerð í janúar. Hann segir jafnmiklar líkur á því að hann geti leikið í sumar eins og ekki. „Ég á að fara í læknisskoð- un í næstu viku og þá fæ ég úr því skorið hvemig aðgerðin hefur heppnast og hvort ég get byijað að æfa. Ég er ekki búinn að gefa upp alla von, að minnsta kosti er ég ekki tilbú- imi að gefa yfirlýsingu um að ég sé hættur í fótbolta," sagði Atli. FOLK ■ MARC Degryse, leikmaður PSV Eindhoven, sagði í gær að hann myndi skrifa undir tveggja ára samning við belgíska félagið Ghent eftir þetta tímabil. Hann er 32 ára belgískur landsliðsmaður og fór til PSV frá Sheffíeld Wednesday fyrir tveimur áram. Hann lék áður með Club Brugge og Anderlecht í Belg- íu. ■ LUIS Enríque, landsliðsmaður Spánveija sem leikur með Barcelona, er eftirsóttur hjá ítölsk- um félagsliðum. Lazio, AC Milan og Juventus era öll sögð tilbúin að greiða 2,3 milljarða króna fyrir hann samkvæmt heimildum spænska blaðsins E1 Mundo. Luis Enrique er með samning við Barcelona til ársins 2001. ■ TIM Flowers, markvörður Black- bum og enska landsliðsins, meidd- ist í leik liðsins við Barnsley á þriðjudagskvöldið. Hann lenti illa á annarri öxlinni eftir að hafa slegið knöttinn frá marki eftir homspyrnu og togaði það illa að búist er við að hann missi af HM í sumar. ■ ERNST Dokupil, þjálfari Rapid Vín, var sagt upp sem þjálfara liðs- ins eftir 5:0 tap fyrir LASK frá Linz um síðustu helgi. Þetta er stærsta tap félagsins síðan 1983. Dokupil fer þó ekki frá félaginu því hann fær starf „njósnara“. ■ NORBERT Meier hefur verið sagt upp sem þjálfara Borussia Mönchengladbach. Við starfi hans tekur Friedel Rausch, sem var þjálfari LASK frá Linz í Austurríki. Rausch er þriðji þjálfarinn hjá Gladbach á þessari leiktíð. Meier kom til félagsins í desember eftir að Hannes Bongartz var rekinn. Liðið er nú í næst neðsta sæti deildarinn- ar. ■ PETR Kouba, landsliðsmarkvörð- ur Tékka, verður ekki áfram í her- búðum Kaiserslautem næsta tíma- bil að sögn forseta félagsins. Hann meiddist í hné í fyrra og hefur ekki spilað einn einasta leik síðan hann kom til liðsins frá Deprotivo Cor- una í júní. Andreas Reinke hefur verið í marki Kaiserslautern í vetur og staðið sig mjög vel. Hann er með samning til ársins 2000. ■ HERBERT Weber, fyrrum lands- liðsþjálfari Austurríkis, er hættur sem þjálfari hjá SV Salzburg. Slavko Kovacic, aðstoðarþjálfari liðsins, tekur við þar til annar verð- ur ráðinn. Salzburg, sem var meist- ari í fyrra, er nú í sjötta sæti 10 stigum á eftir Sturm Graz sem er efst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.