Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA c 1998 MIDVIKUDAGUR 8. APRIL BLAD Úrslitin hefjast á laugardaginn FYRSTI úrslitaleikur Fram og Vals fer fram i Framhúsinu á laugardaginn og hefur verið settur á klukkan 14. Önnur viðureign liðanna verður á mánudaginn á Hlíðarenda og þriðja sinni hefja liðin leik á miðvikudag eftir viku, 15. apríl. Fjórði leikur er settur á laugardaginn 18. apríl og fímmti leikurinn, komi til hans, verður í Framhúsi mánu- daginn 20. apríl. Konumar byrja á þriðjudaginn Fyrsti leikur Stjömunnar og Hauka í úrslitum kvenna verður á þriðjudaginn í Ásgarði í Garða- bæ. Öðru sinni mætast félögin í íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudag 16. aprfl. Stjaman á heimaleik sunnudaginn 19. aprfl og Haukar hýsa fjórðu viðureign liðanna miðvikudaginn 22. aprfl. Komi til fimmta leiksins fer hann fram í Ásgarði laugardaginn 25. apríl. Morgunblaðið/Einar Falur TEITUR Öriygsson, í miðið, átti mjög góðan leik í gær og hér fagna þeir Páll Kristinsson og Petey Sessoms honum. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRAMARAR fögnuðu gríðarlega eftir sigurínn á FH-ingum í gærkvöldi. Fyrír miðrí mynd er Reynir Þór Reynisson, markvörður iiðsins og hetja, umkringdur áköfum áhangendum liðsins. Var kominn tími á okkur Stöndum sam- an allt til loka „ÞETTA var rosalegur leikur eins og vænta mátti enda var mikið í húfí og þá hittir skratt- inn ömmu sína og menn gerðu sín mistök eins og gengur þeg- ar svo stendur á,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarð- víkinga eftir að lið hans hafði tryggt sér réttinn til að leika til úrslita við KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik með sigri á ná- grönnunum í liði Keflavíkur í gærkvöldi. „Við byrjudum mjög vel en síðan komust Keflvíkingar yfir en sem betur fer náðum við okkur á strik á ný. Okkur lang- aði rosalega til að komast f úr- slitin enda finnst okkur orðið of langt síðan Njarðvík hefur verið í úrslitum, heil tvö ár og tími til kominn að fara þangað aftur. Hver einn og einasti leikmaður skilaði sínu og bar- áttan var rosaleg í mannskapn- um og vörnin var góð lengstum og frábær fyrstu tíu mínúturn- ar. Okkur tókst að halda nokkrum af lykilmönnum þeirra niðri, svo sem Spillers og Guðjóni. Mér líst vel á að mæta KR í úrslitum þó svo ég sé ekkert farinn að hugsa um það. Ætli maður byrji ekki á því seinna í kvöld. Það má ef til vill segja að þar mætist austrið og vestrið, svipað og í Bandaríkjunum, því liðin hafa talsvert ólíkan leikstíl,“ sagði Friðrik Ingi. ■ Okkur langaði / C3 MÉR líðiw vitaskuld stórkost- lega,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari Fram eftir að liðið tryggði sér rétt til að leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, með sigri á FH í æsispennandi, framlengdum leik (24:22) í Framheimilinu í gærkvöldi. „En þetta reyndi hrikalega á taug- amar. Við höfum lent í nokkru basli í vetur, verið nálægt því að verða deildarmeistarar og auðvitað bikar- meistarar. Við vorum að missa sig- urinn úr höndunum í þessum spenn- andi leik.“ Guðmundur sagði erfitt að útskýra þann mun sem var á leik Fram í fyrri hálfleik og þeim seinni. „Það er erfitt að útskýra það. Ef ég vissi svarið, væri ég líklega ekki hér(!) - svo virðist sem menn ætli aðeins að slaka á þegar þeir ná jafh miklu for- skoti og við gerðum. Við gáfum þeim tækifæri með því að reyna ótímabær skot. Orsökin er ákveðið reynslu- leysi. Við vorum einfaldlega ekki jafn grimmir og við ætluðum okkur og lið eins og FH er fljótt að ganga á lagið. En eftir þetta sýndi liðið gríð- arlegan viljastýrk með því að snúa leiknum sér í hag á ný.“ Hvað sagðirðu við leikmenn þína áður en framlengingin hófst, skömmu eftir að þið misnotuðuð vítakast, sem hefði getað fært ykkur sigur? „Ég reyndi bara að stappa stálinu í þá. Ég sagði bara: „Við höldum áfram og stöndum saman allt til loka.“ Það er ekkert annað hægt að gera,“ sagði Guðmundur. Úti að aka „Þetta er rosalega sárt - sérstak- lega þegar dómaramir dæma eins og þeir gerðu nú í lokin. Boltinn fór greinilega í Gunnar Berg í teignum,“ sagði Hálfdán Þórðarson, línumaður FH. Áttí hann þá við vamarfrákast Gunnars Bergs Viktorssonar, leik- manns Fram, eftír skot Sigurjóns Sigurðssonar þegar um mínúta var eftír af framlengingunni. „Sigurgeir [Sveinsson, dómari] fór augljóslega á taugum. Hann var algerlega úti að aka. Það er hræðilegt fyrir félaga hans [Gunnar Viðarsson], sem er góður. Hinn fer alltaf á taugum,“ sagði Hálfdán. „Við urðum bara að gefa allt sem við áttum. Það fór mjög mikil orka í að vinna upp muninn, en við vorum klaufar að gera ekki út um leikinn. Við áttum möguleika á að skora nokkrum sinnum eftir hraðaupp- hlaup, en nýttum okkur það ekki,“ bættí línumaðurinn við. ■ Ótrúlegar sveiflur/C2 HANDBOLTI: HAMELN TAPAR STIGUNUM VEGNA FINNS JÓHANNSSONAR / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.