Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1998, Blaðsíða 4
 BLAK Víkingsstúlkur meistarar Kvennalið Víkings tryggði sér ís- landsmeistaratitilinn í Neskaup- stað á laugardaginn þegar að liðið lagði Þrótt í þremur hrinum gegn einni í fjórða úrslitaleik liðanna. Hrinumar enduðu, 9-15, 15-13 ,9-15 og 13-15. Víkingsstúlkur hömpuðu því bæði deildar- og íslandsmeist- aratitlinum þetta árið. Þetta var mikill stemmningsleikur ■þar sem bæði lið sýndu góð tálþrif en Víkingsstúlkur voru sterkari í heild- ina enda kannski ekki við öðru að bú- ast þar sem að allir leikmenn liðsins í byrjunarliðinu hafa leikið með lands- liði Islands í greininni og þar af fimm á smáþjóðaleikunum. Víkingsstúlkur, sem töpuðu í þremur hrinum, í Víkinni í þriðja leik liðanna fundu taktinn strax í fyrstu hrinu og gáfu þá tóninn enda vitað mál að lítt fýsilegt væri að þurfa að fara í fimmta úrslitaleikinn. Fyrsta hrinan vannst nokkuð sannfærandi en í þeirri annarri náði heimaliðið að sýna gestunum að þetta átti ekki eft- ir að verða náðugt en sú hrina vannst með tveggja stiga mun, 15:13. Það var þó sérstakt í annarri hrin- unni að Víkingsstúlkur áttu þrettán misheppnaðar uppgjafir og nánast hefði verið um rán að ræða ef þær hefðu náð að vinna þá hrinu. Hið sama var upp á teningnum í framhaldinu; Víkingsstúlkur voru alltaf skrefinu á undan en heimaliðið nartaði í hæla þeirra þannig að gest- unum gekk illa að hrista Þróttar- stúlkur algerlega af sér. Þriðja hrin- an var jöfh framan en Þróttarstúlkur misstu flugið um miðbikið. I lokahrinunni hefði sigurinn get- FOLK ■ DENNIS Bergkamp, sem var um liðna helgi valinn knattspymumað- ur ársins á leikmönnum í úrvals- deildinni, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji enda feril sinn með Ar- senal. ■ RAY Parlour fékk gult spjald í : undanúrslitaleik Arsenal og Wolves á sunnudaginn og er þetta fimmta spjaldið sem hann fær í vetur. Bæt- ist hann á lista leikmanna Arsenal . verða að taka út leikbann nú á loka- sprettinum um enska meistaratitil- inn. ■ ALAN Ball heldur starfi sínu sem knattspymustjóri hjá Portsmouth þó félagið falli í 2. deild, en staða þess í 1. deild er afar óviss. „Ball hefur unnið frábært starf hjá félag- inu,“ segir Martin Gregory forseti Portsmouth. ■ EMMANUEL Petit og landi hans Patrick Viera hafa fengið grænt ljós frá Aime Jacquet landsliðs- þjálfara Frakka að leika með í úr- shtaleik ensku bikarkeppninnar 16. maí þrátt fyrir að franska landsliðið komi saman og hefji undir búning fyrirHM 11. maí. ■ JASON McAteer verður ekki með Liverpool gegn Manchester United á fostudaginn eins og vonir hafa staðið til um. McAteer hefur ekki fengið nægilega góðan bata eftir fótbrot í lok janúar. að lent hvorum megin sem var en það var meiri seigla í Víkingsliðinu og þar fór fremst í flokki Oddný Er- lendsdóttir sem var gríðarlega öflug í kantskellunum. Hún var jafnframt besti maður liðsins í leiknum og fyr- irliðinn Hildur Grétarsdóttir átti einnig góðar spretti. Sigur Vfldngs- stúlkna var þó fyrst og fremst liðs- heildarinnar sem var mjög sterk og meira afgerandi en hjá Þrótti. Flest- ir leikmenn Vfldngs hafa mikla og langa keppnisreynslu en ungir leik- menn með eldri og reynslumeiri í bland hjá Þrótti. Miglena Apostolova lék best fyrir Þrótt í leiknum en hún fékk gott uppspil út á kantinn enda fékk Sesselja Jónsdóttir uppspilari Þrótt- ar að sama skapi gott framspil til að vinna úr, en ungu stelpumar virkuðu heldur taugaveiklaðar á köflum. Þrátt fyrir að Þróttarar hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir Vfldngum er ljóst að framtíðin er þeirra því ungu stelpumar, Hulda Elma Eysteins- dóttir og Eva Dögg Kristinsdóttir, sem em einungis fimmtán ára, em gríðarleg eftii og þær hafa þroskast mikið í vetur. Enginn eins ánægður Enginn var eins ánægður í leiks- lok og þjálfarinn Leifur Harðarson sem einnig þjálfaði „gulldrengina" úr Reykjavflön--Þrótti í vetur. „Ég get ekki annað en verið ánægður með árangurinn í vetur og er í einu orði sagt mjög hamingjusamur - það er ekki hægt að biðja um meira. Ég er búinn að vinna sex titla í vetur en missti af einum svo það er alltaf hægt að bæta sig. Það var nú ekki gengið út frá þegar við byrjuðum að vinna eitt né neitt, en þegar á leið þá sáum við að við áttum möguleika þannig að við getum ekki annað en verið mjög ánægð með árangurinn í vetur og hvemig málin þróuðust." Hæstánægð „Ég er hæstánægð með árangurinn. Þegar við fórum af stað í vetur átt> um við ekki von á því að verða ís- landsraeistarar; ætluðum í upphafi ekki að vera með í deildinni svo að þetta er einstaklega skemmtilegt. Hópurinn er líka mjög samstilltur og við eram mjög reynt lið. Það sem gerði líklega útslagið var að við lögð- um upp með það að hafa gaman af þessu í vetur og það skilaði sér svo sannanrlega,“ sagði Hildur Grétars- dóttir fyrirliði íslands- og deildar- meistara Vfldngs. Morgunblaðið/Ágúst Biöndal ÍSLANDSMEISTARAR Víkings 1998 eftir sigurinn á Þrótti í Nes- kaupstað. Fremst hampar Hildur Grétarsdóttir, fyrirliði bikam- um en frá vinstri eru þær Berglind Þórhallsdóttir, Snjólaug Bjamadóttir, Oddný Erlendsdóttir, Friða Sigurðardóttir, Bima Hailsdóttir og Leifur Harðarson þjálfari. Aftast frá vinstri eru Björg Erlingsdóttir og Björfc Benediktsdóttir. Fimmta sæti á Möltu Islenska blaklandsliðið hafnaði í fimmta sæti á Smáþjóðaleikum Evrópu í blaki sem lauk á Möltu í gær. Liðið vann Andorra 3:2 í leik um fimmta sætið, úrslit í hrinum vora 11:15, 15:9,15:12, 9:15 og 15:7. I fyrradag tapaði liðið fyrir fyrir San Marínó í fimm hrinum og missti þar með af möguleikanum á að leika um bronsverðlaun. Árangur ís- lenska liðsins hefur verið þokkaleg- ur en þrír fyrstu leödmir unnust 3:0, fyrst gegn N-írlandi, síðan gegn Möltu og loks Liechtenstein. A sunnudaginn tapaði Island fyrir Skotum í þremur hrinum en fyrir- fram var búist við því að þeir væra með sterkasta liðið í a-riðíi. Leikur- inn við San Marínó var hörkuleikur og sigur hefði tryggt liðinu leikinn um bronsið en það gekk ekki eftir. Leikurinn við San Marínó tók tvær og hálfa klukkustund en íslenska liðið tapaði tveim fyrstu hrinunum, 15:13 og 16:14, en vann síðan þriðju og fjórðu hrinuna, 15:12 og 15:11. Oddahrinan varð sannkölluð bar- áttuhrina en San Marínó náði að merja sigur, 18:16. Þegar skorið úr hrinunum var gert upp stóðu leikar þannig að lið Islands hafði skorað 73 stig en andstæðingamir 72 stig svo naumt var það. Áki Thoroddsen, miðjuskellurinn úr Þrótti, var fjarri góðu gamni þar sem að hann missteig sig iila daginn áður og var settur í gifs og hafði það sín áhrif á liðsuppstillinguna. HANDKNATTLEIKUR Lakasti kosturinn hjá Júlíusi Við verðum að taka þessu og fara í leikina af krafti," sagði Júlíus Jónasson, handknattleiksmaður með St.Otmar í Sviss, en liðið tapaði síðasta leiknum í deildarkeppninni á útivelli, 29:28, fyrir Wacker Thun. Þar með er Ijóst að St. Otmar mætir meisturum Pfadi Winterthiu- í fjög- urra liða úrslitum úrslitakeppninn- ar. Winterthur hefur undanfarin ár verið með besta liðið þar í landi og sagði Júlíus liðið ekki hafa verið óska mótherja í fyrstu umferð. „Við höfum unnið þá stórt einu sinni í vetur en við höfum einnig tapað stór fyrir þeim, síðast í úrslit- um bikarkeppninnar á dögunum." Fyrsti leikurinn verður í Winterth- ur á fimmtudag og síðan koma þeir í heimsókn til okkar á miðvikudaginn eftir páska.“ Júlíus skoraði 3 mörk og lék allan tímann, jafnt í vöm sem sókn, gegn Wacker Thun. „Við voram yfir rétt í upphafi, en síðan snerist leikurinn þeim í hag. Við vorum tveimur til þremur mörkum undir þar til undir lokin að okkur tókst að minnka for- skotið. Þrátt fyrir góð færi tókst okkur ekki að jafha, enda jafntefli ekki miklu breytt fyrir heildamið- urstöðuna. Til þess að ná þriðja sæti urðum við að vinna.“ Hameln tapar stigunum „ÞETTA er sorgleg niðurstaða en við henni er ekkert að gera,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Hamlen í Þýskalandi, en um helgina kvað æðra dómstig þýska handknattleik- sambandsins fjögur stig af félaginu, stig sem það vann sér inn er Finnur Jóhannsson lék með því í byijun ársins. Fyrir vikið er Hamlen í næstneðsta sæti 1. deildar með 14 stig þegar fjórar umferðir era eftir af deildarkeppninni. Bayer Dor- mageri er í neðsta sæti með 13 stig. Ekki er hægt að vísa málinu til þýska íþróttasambandsins, en möguleiki er á að senda það til al- mennra dómstóla, en að sögn Al- freðs ætlar félagið ekki að gera það. Ástæðan er að málið yrði ekki tekið fyrir þar fyrr en í október. ^Málið lyktar allt af íþróttapóli- tík. Ég er viss um að ef við hefðum unnið þessa leiki gegn minna þekkt- um liðum hefði enginn gert athuga- semd, en þar sem við unnum tvö af þekktari liðum deildarinnar, Gum- mersbach og Essen, þá var farið af stað með mál gegn okkur. Þá var einkennflegt að fyrir neðra dóm- stigi, þar sem við höfðum betur, vora vitnaleiðslur, en fyrir hærra dómstíginu var látíð nægja að kalla eftir skriflegum athugasemdinn. Alfreð sagði sína menn vera síður en svo búna að missa vonina um að halda sætinu í deildinni, en verði staðan eins og nú er í deildinni við leikslok í vor leikur Hameln auka- leik við lið úr 2. deild um sætí í 1. deild. „Til þess að komast hjá þeim leikjum tel ég að við verðum að fá fimm stíg úr síðustu fjórum leikjun- um. Ég tel það vera raunhæft eins og við höfum verið að leika upp á síðkastíð. I okkur er enginn upp- gjafartónn." Hameln á eftir að leika við Flens- borg og Minden heima og fá Wupp- ertal og Niederwurzbach í heim- sókn. Loks varð Kiel bikar- meistari KIEL vann á sunnudaginn þýska bikarinn í handknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins, en þetta var í þriðja sinn sem félagið leikur tíl úr- slita. Kiel vann Konráð Olavson og félaga í Niederwurzbach, 30:15, í úrslitaleik í Hamborg að viðstödd- um 4.200 áhorfendum. Eins og töl- urnar gefa til kynna hafði Kiel yfir- höndina allan tímann og var 11:6 yfir í hálfleik. Konráð var ekki á meðal markaskorara Niederwiirz- bach að þessu sinni. Undanúrslitaleikimir fóru fram á laugardaginn í Hamborg og þar lagði Niederwiirzbach bikarmeist- ara síðasta árs, Lemgo, 29:26, í jöfnum og spennandi leik. Enginn meistarabragur var á leik Kiel í undanúrslitum er það mættí 2. deildarliðinu Schutterwald. Vora liðsmenn Schuttterald yfir í hálf- leik, 14:13, en misstu leikmenn Kiel framúr sér á lokakaflanum, loka- tölur 28:24. Vegna bikarleikjana var aðeins einn leikur í 1. deildinni um helg- ina. Wallau Massenheim sótti Nettelstedt heim og skildu liðin við skiptan hlut, 28:28. Heimamenn voru 17:14 og höfðu frumkvæðið allan síðari hálfleik. Það var rúss- neski línumaðurinn Dímítrí Torgoi- vanov sem jafnaði leikinn fyrir Massenheim 55 sekúndum fyrir leikslok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.