Morgunblaðið - 17.05.1998, Page 2
2 D SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLAR
NEBUS - vetnisvagn
Daimler-Benz
Strætisvagnar og þétt borgarumferðin líður hljóðlaust göturnar,
loftið er hreint og menn farnir að sækjast eftir því að vera í mið-
borginni. Ut um „púströrin“ seytlar ómenguð vatnsgufa.
ÚT ÚR „púströrinu" kemur ómengað vatn.
NEBUS verkefni Daimler-Benz,
(new electric bus), miðar að þróun
nýrra orkugjafa til þess að draga
úr mengun og lækka orkukostnað.
Fyrsti vagninn var frumkynntur
íyrir einu ári og eru slíkir tilrauna-
vagnar nú í notkun í Chicago og
innan tíðar einnig í Vancouver.
Efnarafalar, sem meðhöndla
vetni sem orkugjafa, þykja henta
einkar vel í almenningssamgöngu-
tæki. Efnarafallinn breytir vetni í
raforku án þess að menga um-
hverfið og rafmótorinn er auk þess
hljóðlátur í samanburði við
sprengihreyfilinn.
Timi efnarafala
að renna upp
NEBUS vagninn er ávöxtur af
samstarfi Daimler-Benz og dóttur-
fyrirtækisins EvoBus sem á síð-
ustu fjórum árum hefur framleitt
150 strætisvagna sem framleiða
vetni úr jarðgasi. Tæknin að baki
vetnisbílnum var hins vegar þróuð
í samstarfi við kanadíska fyrirtæk-
ið Ballard Power, en fjórðungur
þess fyrirtækis er í eigu Daimler-
Benz. í framhaldi af samstarfinu
var fyrirtækið Fuel Cell Engines
GmbH stofnað. Því er ætlað að
framleiða efnarafala og drifbúnað
sem byggir á þeim og selja um all-
an heim í framtíðinni.
Nú hillir undir það að mati sér-
fræðinga að efnarafaiar verði fysi-
legur kostur fyrir allar samgöngur.
Fyrir aðeins einum áratug kostuðu
efnarafalar tíu sinnum meira en
þeir gera í dag og nú hafa margir
bílaframleiðendur hafið rannsóknir
á þessari tækni.
Hvað er efnarafall?
NEBUS vagn Daimler-Benz er
byggður á venjulegum Mercedes-
Benz 04050N strætisvagni. Hann
er 2,5 m á breidd, 3,5 m á hæð, 12
m langur og vegur 14 tonn. Hann
tekur 58 farþega, 34 í sæti og 24
standandi. Þetta er lággólfsvagn,
VETNISVAGN Daimler-Benz er í engu frábrugðinn venjulegum vögnum í útliti að því undanskildu að þakið er hærra til að rýma tankana.
(engin þrep upp í hann) og inn-
gangan aðeins í 32-34 sm hæð.
í stað sprengihreyfils verða bílar
Daimler-Benz búnir hlaða af efna-
rafölum. Efnarafali er samsettur
úr tveimur málmþynnum sem lagð-
ar eru saman. Hvor um sig er
þynnri en geisladiskur. í málm-
þynnunum eru rásir sem aðskildar
eru með þunnum himnum. Vetni
rennur um vissar rásir og loft leik-
ur um aðrar. Þegar vetnið og súr-
efnið mætast verða rafefnafræðileg
efnahvörf og til verður rafmagn og
vatn. Rafmagnið sem verður til er
notað til að knýja ökutækið. Vatnið
hverfur út um „púströrið" í formi
vatnsgufu.
I strætisvagni Daimler-Benz eru
tíu hlaðar af efnarafólum og í
hverjum hlaða eru 150 efnarafalar.
Samtals framleiða hlaðarnir 250
kW orku og 720 V spennu.
Vetnið er geymt á sjö tönkum á
þaki vagnsins sem gerðir eru úr áli
og glertrefjaefni. Vetnið er geymt
við 300 bara þrýsting.
Sú tækni er einnig til að vetni er
TILBOÐ OSKAST
í Jeep Cherokee Sport 4x4 árgerð '96
(ekinn 10 þús mílur),
Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4 árgerð '91,
Hyundai Excel GL árgerð '91,
Nissan Stansa Altima (tjónabifreið) árgerð '94
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9, þriðjudaginn 19. maí kl. 12 - 15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
SÉÐ inn í málmþynnu efn-
arafals. Eftir rásunum streymir
vetni og loft sem við efnahvarf
verður að rafmagni og vetni.
unnið úr orkugjöfum úr kolvatns-
efnum eins og bensíni, jarðgasi,
metanóli eða etanóli. Þegar hreint
vetni er notað til efnahvarfsins
verður engin mengun í ferlinu.
Koltvísýringur verður til þegar
vetni er unnið úr orkugjöfum úr
Á ÞAKI vagnsins eru sjö tankar
úr áli og glertrefjaefni sem
geyma vetnið undir þrýstingi.
kolvatnsefnum þó í mun minni
mæli sé en frá hefðbundnum
sprengihreyfli.
250 km ökudrægi
Stærsti vandinn við að vinna
raforku beint úr vetni er geymsla
Dráttarbeisli
Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal
á flestar gerðir bifreiða. Vönduð vara á góðu verði.
Sími 535 9000
vetnisins og hefur hún fram til
þessa verið talin of tæknilega flók-
in til nota í ökutæki. Strætisvagn
Daimler-Benz hefur 250 kílómetra
ökudrægi á fullum tönkum. Akst-
ursvegalengd strætisvagna í evr-
ópskum borgum er yfirleitt á bil-
inu 140-170 km á dag. Vagninn er
með þremur rafmótorum sem
samtals skila nálægt 200 hestöflum
sem er svipað og meðaldísilvagn
skilar. Enginn gírbúnaður er í
vagninum. Daimler-Benz heldur
því fram að stöðug og jöfn hröðun
vagnsins slái jafnvel dísilvögnum
út. Viðbragð frá efnarafólunum er
minna en ein sekúnda frá því öku-
maður stígur á fetilinn og er vagn-
inn því fyllilega samanburðarhæf-
ur á þessu sviði við bestu dísil-
vagnana.
NEBUS vagninn er um 2,5 tonn-
um þyngri en sambærilegur vagn
með bensínvél og 3,5 tonnum
þyngri en sambærilegur dísilvagn.
Vetnistankarnir á þaki vagnsins
vega fullir um 1,9 tonn og er því
þyngdarpunkturinn mun hærra en
í hefðbundnum vögnum. Til þess að
draga úr áhrifum þessarar þyngd-
ar á vagninn í beygjum og holum
hefur Daimler-Benz hannað sér-
stakt fjöðrunarkerfi fyrir NEBUS
vagninn. Höggdeyfar eru búnir
sérstökum nemum sem skynja
halla vagnsins í beygjum og vinna
gegn þunga hans.
Metanól
Daimler-Benz hefur stundað
rannsóknir á efnarafólum í mörg
ár. Seint á níunda áratugnum lágu
fyrir niðurstöður um að metanól
væri sá orkugjafi sem kæmi næst-
ur vetni í efnarafólum. Árið 1991
var ákveðið að rannsaka til hlýtar
þá möguleika sem þar væru fyrir
hendi. Árið 1994 var NECAR I
verkefninu hleypt af stokkunum
með smíði tilraunabíls með met-
anól efnarafal. NECAR II fylgdi
árið 1996, þá NEBUS og loks
NECAR 3. NECAR 3 er tilrauna-
bíll með efnarafal sem byggður er
á Mercedes-Benz A fólksbílnum.
Efnarafallinn framleiðir nægilegt
vetni í sjálfum bílnum úr metanóli
sem geymt er í fljótandi formi.
Kosturinn við þetta er sá að met-
anól er í fljótandi formi og því
hægt að fylla á tank ökutækisins á
venjulegum þjónustustöðvum rétt
eins og um væri að ræða bensín
eða dísilolíu. Daimler-Benz segir
að ekkert sé nú því til fyrirstöðu að
smíða strætisvagna með metanól
efnarafal.