Morgunblaðið - 17.05.1998, Side 4
4 D SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BÍLAR
AFTURHLUTINN er stuttur og þakið kúpt.
GÍRSTÖNG með álhnúð og álskreyting í mælaborði.
LITLA 1,4 1 vélin er öflug og skemmtileg.
PUMA er svar Ford
við minni gerðum
sportbíla eins og Opel
Tigra, Renault Coupé,
Hyundai Coupé og
fleiri slíkra sem njóta
mikilla vinsælda víða í
■ Evrópu. Petta eru yf-
irleitt bflar sem eru
byggðir á grunnplötu
fjöldasölubfla en með
nýstárlegu og sport-
0 legu útliti en fremur
litlum vélum. Svo er
einnig um Puma, sem kom
fyrst á markað í Evrópu
síðastliðið sumar, en helsti
munurinn er sá að litla 1,4
lítra vélin í Puma er
þrælöflug og ekki skemmir
að bíllinn er sláandi glæsi-
legur. Puma er fyrsti bfll
Ford sem að öllu leyti er
hannaður í tölvu. Hann er
smíðaður í Köln í Þýska-
landi.
Nú er Puma komin til Is-
lands, aðeins eitt eintak, því
miður, og ekki von á fleir-
um fyrr en í desember.
Umboðsaðilinn segir að það
sé ekki heiglum hent að fá
bíla afhenta frá fram-
leiðanda vegna mikillar eft-
irspurnar í Evrópu. Þessi
litli sportbíll, svokallaður
2+2 sæta, er byggður á
sömu grunnplötunni og
Fiesta. En annað eiga þeir
ekki sammerkt utan 1,4
lítra, 16 ventla, Zetec SE
vélina sem nú er einnig fá-
anleg í Fiesta og Escort.
Góð sæti
Þegar talað er um 2+2
sæti er átt við tvö framsæti
og tvö mótuð aftursæti en
ekki hefðbundinn sætis-
bekk þar sem með góðum
vilja þrír geta setið. Það
sitja því aðeins tveir í aftur-
sætum Puma og betra er að
þeir séu ekki mjög hávaxnir
því meðalmaður á hæð rek-
ur sig upp í loftið. Þegar
sest er í framsætin er mað-
ur eins og skorðaður af,
hliðarstuðningur við síðum-
ar er mikill. Þetta er gott
því það er gaman að aka
Puma hratt í beygjum þótt
vitaskuld sé ávallt farið í
einu og öllu að umferðar-
lögum.
Það kom á óvart hve
stórt farangursrýmið er í
þessum litla bfl en erfitt
getur verið að koma þar
fyrir stærri hlutum því opið
er þröngt.
Því var þó eiginlega tekið
með hálfum huga að bfllinn
skyldi „aðeins“ vera með
1,4 lítra vél og hefði margur
maðurinn búist við stærri
vél í svona fallegum bíl. En
allar efasemdir rjúka út í
veður og vind um leið og
tekið er af stað. Bfllinn er
náttúrulega físléttur, 1.035
kg, og er því snarpur og
togið er alveg þokkalegt.
Hann vinnur skemmtilega á
háum snúningi og virðist
stöðugt geta bætt við sig.
Það er í raun merkilegt
hvað hægt er að ná miklu
Morgunblaðið/Ásdís
FORD Puma er sérlega glæsilegur farkostur.
PIIMA
- ökutæki bíla-
áhugamannsms
FARANGURSRÝMIÐ er nokkuð rúmgott en þröngt.
afli út úr svo litlum vélum
og ekki mörg ár síðan lang-
flestar vélar af svipaðri
stærð voru húðlatar.
Sporllegur girkassi
Fimm gíra kassinn er
sportlegur í tvennum skiln-
ingi. Gírstöngin er úr áli,
glæsilegt stflbragð, og ör-
stutt er milli gíra sem flýtir
hröðuninni fyrir þá sem eru
mikið að flýta sér. Fjöðrun-
in er líka sportleg, passlega
stíf og liggur bfllinn fyrir
vikið vel á vegi. En bfllinn
dettur líka ofan í holur á illa
nöguðu vormalbikinu.
Stýrishjólið er lítið og nett
og stýringin létt og
nákvæm.
Bíllinn virðist þokkalega
einangraður. Vegarhljóð er
nokkurt en þó ekkert til að
gera mál út af og bíllinn
virðist alls ekki taka á sig
vind enda hannaður í tölvu
til að kljúfa loftið með sem
minnstri fyrirhöfn.
Maður situr fremur hátt í
Puma í ljósi þess að þetta
er sportbíll. Utsýnið úr
honum er ekki ósvipað og í
Ka. Gluggapóstar taka mik-
ið pláss og gluggar eru litl-
ir. Það er dálítið sérstök til-
finning að sitja í þessum bíl.
Mælaborðið er skreytt með
álklæðningu, mælarnir eru
hvítir og fyrir miðju er
hljómtæki með geislaspil-
ara. Rúðuvindur (rafstýrð-
ar) eru á hurðarsyllunni og
líka rafstýring fyrir
útispegla. Allt mjög fínlegt
og sportlegt, nokkurs konar
sambland af nútímalegum
línum og afturhvarfi til
sportbfla fyrri áratuga.
Vel búinn
Staðalbúnaður í Puma er
allnokkur, þar á meðal tveir
Uknarbelgir, læsivarðir
hemlar, rafdrifnar rúður og
speglar, 15 tommu álfelgur,
190/50 lágdekk og
hljómtæki með geislaspil-
ara. Hann verður aðeins
boðinn í einni búnaðarút-
færslu og því vandalaust
valið fyrir kaupendur. Er-
lendis er Puma einnig
boðinn með 1,7 lítra Vtec
vél, 123 hestafla. 1,4 h'tra
Zetec vélin sem hér er
boðin er 89 hestöfl, vel
spræk og vandséð hvað
menn hafa með öflugri vél
að gera í þennan bfl. Minni
vélin ætti auk þess að vera
neyslugrönn og hagkvæm.
Aætlað verð á bflnum er
1.690.000 krónur sem er
náttúrulega talsvert verð
fyrir ekki stærri bfl með 1,4
Vél: Zetec S, 1.388
rúmsentimetrar, fjórir
strokkar, tveir yfir-
liggjandi knastásar,
16 ventlar, 89 hestöfl
við 5.500 snúninga á
mínútu. 125 Nm tog
við 4.500 snúning á
mínútu. Rafeindastýrð
innsprautun.
Eyðsla: 7,4 lítrar í
blönduðum akstri.
Drifbúnaður: Fram-
drifinn, fimm gíra
handskipting.
Hemlabúnaður: Læsi-
varðir hemlar með
rafeindastýrðri heml-
unarátaksdreifingu,
diskahemlar að fram-
an, tromlur að aftan.
Hámarkshraði: 178
km/klst.
Hröðun: 10,8 sekúnd-
ur úr kyrrstöðu í 96
km hraða.
Lengd: 3,98 m.
Breidd: 1,67 m (án
spegla).
Hæð: 1,34 m.
Eigin þyngd: 1.035
kg.
Hjólbarðar: 190/50
lágdekk.
Hjólhaf: 2,45 m.
Verð: 1.690.000 kr.
(áætlað).
Umboð: Brimborg hf.,
Reykjavfk.
lítra vél en á það ber að líta
að Puma er ekki venjulegur
bfll. Þetta er farartæki
bílaáhugamannsins sem
hefur virkilega gaman af
því að aka. Auk þess er bfll-
inn vel búinn, eins og að of-
an greinir.
Guðjón Guðmundsson.