Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 C 5p
KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA
Stórleikur á Skaganum
Fjórir leikir eru á dagskrá efstu
deildar karla í kvöld og með
þeim lýkur fyrstu umferð, en ís-
landsmótið hófst í gærkvöldi með
leik Þróttar og Islandsmeistara
ÍBV.
A Akranesi munu heimamenn
taka á móti bikarmeisturum Kefl-
víkinga, Grindvíkingar taka á móti
nýliðum ÍR úr Breiðholti, KR-ingar
fá Valsmenn í heimsókn í Frosta-
skjólið og loks eigast Leiftur og
Fram við i Ólafsfirði. Allir leikirnir
verða leiknir á grasi, eftir því sem
best er vitað og hefjast kl. 20.
Morgunblaðið fékk Pétur Orms-
lev, þjálfara 1. deildar liðs FH, til að
spá í spilin fyrir leiki kvöldsins.
Prófraun fyrir Kefivíkinga
„Hér er um afar athyglisverðan
leik að ræða. Skagamönnum er spáð
góðu gengi í sumar og reynslan ætti
að fleyta þeim langt, eins og
endranær. Keflvíkingar eru
auðvitað bikarmeistarar og
nýkrýndir meistarar meistaranna,
eftir mjög sannfærandi sigur á ÍBV
á dþgunum.
Ég held að þetta verði heilmikil
prófraun fyrir Keflvíkinga, þeir
byrjuðu síðasta tímabil geysilega
vel og spurningin er hvernig þeim
tekst að undirbúa sig fyrir þessa
erfiðu byrjun. Skagamenn eru með
úrvals mannskap og ég hallast að
því, að um markaleik verði að ræða.
Heimavöllurinn ræður þó líklega
úrslitum.“
Þýðingarmíkill leikur
í Grindavík
„Þessi leikur gæti reynst mjög
þýðingarmikill þegar upp verður
staðið, enda má búast við að bæði
lið muni berjast við botninn í sumar.
Grindvíkingar hafa átt í erfiðleik-
um í vorleikjunum, og verið allt
annað en sannfærandi. Hins vegar
hafa þeir sýnt það á undanförnum
árum með baráttu og seiglu, að
enginn skyldi afskrifa þá í barátt-
unni.
ÍR-ingar munu eflaust koma
spenntir til leiks, enda nýliðar í
deildinni og hafa allt að vinna.
Reynsluleysið verður þeim hins
vegar líklega að falli í þessum leik
og ég býst við næsta öruggum
heimasigi-i.“
Spennandi að fylgjast
með Eiði Smára
„Ég held að KR-ingar muni vinna
þennan leik nokkuð þægilega. Vals-
menn voru geysilega frískir í fyrstu
vorleikjunum, en síðan fannst mér
þeir ekki sannfærandi gegn Fram í
úrslitum Reykjavíkurmótsins. Þar
kom vel í ljós, að þá vantar tilfinn-
anlega markaskorara og það mun
há þeim í sumar.
KR-ingar eru sterkir og pressan
er minni á þeim nú en oftast áður.
Þeir hafa verið að taka inn nýja
menn og verður forvitnilegt að sjá
hvernig þeir koma út. Spennandi
verður að sjá hvort Eiður Smári
Guðjohnsen muni koma eitthvað
við sögu. Ef hann nær sér á strik,
ráða fáir við hann og mín tilfinning
er sú, að hann eigi eftir að krækja í
mörg stig fyrir KR í sumar.“
Miklar breytingar hjá Leiftri
„Heimamenn í Leiftri eru með
mjög breytt lið frá því í fyrra og ég
hef ekki séð mikið til þeirra á undir-
búningstímabilinu. Þeir verða lík-
lega í einhverjum vandræðum í
sumar, enda tekur ávallt tíma að
stilla mannskapinn saman, sérstak-
lega þegar um jafn rosalegar breyt-
ingar er að ræða og hjá þeim milli
ára.
Framarar eru með skemmtilegt
lið, en um leið brothætt. Þannig
munu þeir líklega verða fremur
sveiflukenndir í sumar. Þeir eru
reynslunni ríkari eftir síðasta
tímabil og er spáð fjórða sæti í
deildinni. Þeir hafa fengið Baldur
Bjarnason til liðs við sig og hann
getur gefið liðinu nýja möguleika,
nái hann sér á strik. Ég hallast að
útisigri Framara í þessum leik, en
munurinn verður eflaust ekki mik-
ill.“
Sýnt í fréttum á
báðum stöðvum
[áðar sjónvarpsstöðvarnar,
Stöð 2 og Ríkissjónvarpið,
sýndu kafla úr leik Þróttar og IBV
í efstu deild karla í knattspyrnu,
Landssímadeildinni, í seinni frétta-
tímum sínum í gærkvöldi, þrátt
fyrir að ekki hafa enn náðst samn-
ingar um sýningar frá leikjum við
þýska fyrirtækið UFA, sem keypti
réttinn af Knattspymusambandi
Islands.
„Okkar afstaða er sú að séu
viðburðir opnir öllum almenningi
getum við sýnt fréttamyndir frá
þeim. Við teljum að ekki sé hægt
að taka þann rétt af okkur,“ sagði
Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri
RÚV, í gærkvöldi. Auk þess að
kaupa rétt til beinna útsendinga
frá leikjum keypti UFA einnig rétt
til svokallaðra fréttamynda af KSÍ
- en slíkt kallast allt að þriggja
mínútna myndefni frá hverjum at-
burði. „Stofnunin tekur þessa af-
stöðu og það er engan bilbug á
okkur að finna,“ sagði Ingólfur.
Guðjón Guðmundsson, íþrótta-
fréttamaður á Stöð 2, sem var við
vinnu á Laugardalsvelli í
gærkvöldi, tók í sama streng. „Við
ætlum að þjóna íslenskum áhorf-
endum eins vel og við getum; sýna
mörkin úr leiknum og viðtöl," sagði
Guðjón.
Hreinn Hringsson gerði tvö mörk
í fyrsta leik sínum fyrir Þrótt
Gefur mér
aukið sjálfs
traust
Hreinn Hringsson var hetja Þrótt-
ara í gær og gerði tvö af þremur
mörkum liðsins gegn IBV. „Það er
gaman að skora tvö
ValurB mörk í fyrsta leik
Jónatansson með nýju liði. Það er
skrífar gott að byrja svona
vel og gefur manni
aukið sjálfstraust í framhaldinu,"
sagði Hreinn sem lék áður með Þór
frá Akureyri.
Hreinn sagðist nokkuð ánægður
með leikinn, en sárt að hafa ekki unn-
ið úr því sem komið var. „Ég er
ánægður með baráttuna í liðinu en
það var slæmt að fá þetta mark á
okkur í lokin, en það var ekkert hægt
að gera við þessu jöfnunarmarki Sig-
urvins. Það hefði verið gaman að
vinna Islandsmeistarana í fyrsta leik
af því að við vorum svo nálægt því.
Við höfum það að leiðarljósi að við
gefumst aldrei upp. Þar sem við erum
nýliðar í deildinni þurfum við að berj-
ast á fullu allar níutíu mínúturnar og
það gerðum við í þessum leik,“ sagði
Hreinn.
Þið ætlið væntanlega að halda
áfram á sömu braut og halda sætinu í
deildinni?
„Við ætlum okkur miklu meira en
það. Við ætlum að vinna þessa deild
og ekkert annað.“
Willum Þór Þórsson, þjálfari Þrótt-
ar, var að vonum ánægður með sína
menn. „Þetta var virkilega góður leik-
ur hjá báðum liðum. Leikmenn höfðu
áræði og það er jákvætt. Ég er
ánægður með mína stráka, nema að
ég hefði viljað fá öll þrjú stigin. Það
tók okkur smá tíma í byrjun að kom-
ast inn í leikinn en í síðari hálfleik
vorum við betri. Það eitt veit ég, að
það er mikil og góð stemmning til í
þessum hópi og hann gefst aldrei
upp,“ sagði Willum.
„Leikurinn spilaðist eins og ég
bjóst við. Eyjamenn hafa verið
nokkuð fastir í leikaðferðinni, 4-3-3,
og við vorum búnir að undirbúa okk-
ur fyrir það. Baráttan í liðinu var
gríðarleg og það sýnir styrk okkar að
hafa gengið óánægðir af velli eftir
jafntefli á móti íslandsmeisturunum,"
sagði þjálfarinn.
En var nokkuð hægt að gera við
jöfnunarmai-ki ÍBVílokin?
„Það eina sem var hægt að gera til
að koma í veg fyrir það var að brjóta
ekki á leikmanninum. Þeirra eini
möguleiki var að fá eitthvað færi í
þessum dúr til að skora. Það má þvi
segja að það hafi verið klaufalegt hjá
okkur að gefa þessa aukaspymu, en
það er alltaf hægt að vera vitur eftir
á.“
Amór Guðjohnsen
á skotskónum
ARNÓR Guðjohnsen kom félögum sinum í
Örebro á bragðið f 4:0 sigri á Gautaborg í 7.
umferð sænsku úrvalsdeildariimar á sunnu-
daginn. Var þetta fyrsti sigur Örebro í deild-
inni í vor og við sigurinn lyftist það upp úr
neðsta sæti deildarinnar, hefur nú 6 stig.
Arnór gerði mark sitt á 16. mínútu, en skipti
síðan út af sjö mínútum fyrir leikslok.
Malmö FF vann stórsigur á Halmstad í
gærkvöldi, 5:0. Sverrir Sverrisson lék með
Malmö, en náði ekki að skora. Ólafur Örn
Bjarnason kom inná sem varamaður á 85. mín.
Stefán Þórðarson lék með Öster, sem tapaði í
Elfsborg 2:1.
Vastra Frölunda, sem er á toppnum í
Svíþjóð með 15 stig, vann Hácken úti 1:0. Hels-
ingör og Norrköping eru með 12 stig, Örgryte
er með 11, Efsborg 10. Hammarby, sem er
með 9 stig, leikur í kvöld.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞJÓÐVERJINN Jens Paeeslack gat gert
það sem hann vildi eftir hálftíma leik
og var ekkí í vandræðum með að skalla
í net Þróttara.
Páll Guðlaugsson,
þjálfari Leifturs:
Sjö er
happa-
talan mín
Nú er gaman, mótið að byrja, völlurinn
sá besti á landinu um þessar mundir
og hillir loksins undir að allur mannskap-
urinn komist í höfn,“ sagði Páll Guðlaugs-
son þjálfari Leiftursmanna, aðspurður um
hvernig honum litist á úivalsdeildina í
knattspyi-nu, sem hófst í gærkvöldi og
kemst í fullan gang í kvöld með síðustu
fjónim leikjum 1. umferðar.
Páll tók við Leiftursliðinu sl. haust eftir
að hafa þjálfað knattspyrnumenn í
Færeyjum um margra ára skeið með góð-
um árangri. Miklar breytingai- hafa orðið
á liðinu síðan í fyrra, vel á annan tug leik-
manna hefur róið á önnur mið og fjöldi
leikmanna komið í þeiiTa stað, þar á
meðal tveir Færeyingar, einn Ní-
geríumaður og einn Skoti. Páll segir að
erfiðlega hafi gengið að ná öllum þessum
mannskap saman. „Það hefur verið heil-
mikið basl. Nokkrir hafa verið við vinnu
hér á Ólafsfirði, einhverjir við nám á Ak-
ureyri og í Reykjavík og svo leika menn
líka erlendis. Enn eru ekki allir komnir,
Baldur Bragason er enn staddur í Grikk-
landi, þar sem hann hefur leikið í vetur og
svo er Uni Arge ekki væntanlegur ft-á
Danmörku fyrr en á fimmtudag.“
Páll segist vera hæfilega bjartsýnn á
tímabilið, liðið hafi leikið ágætlega í deild-
arbikarnum, þrátt fyrir að hafa aðeins
verið með tólf leikmanna hóp. „Ég er hins
vegar ekki með of miklar væntingar í
bjTjun; einhvern tíma tekur fyrir okkur
að stilla strengina saman og finna rétta
taktinn. Framarar verða erflðir í kvöld,
þeir eru með sterkt lið og frábæran
þjálfara. Okkar kostur er hins vegar sá,
að ég er eini maðurinn sem þekki styrk
liðsins, við erum kannski nokkuð óþekkt
stærð og við gætum því hugsanlega náð
að koma einhverjum á óvart.“
Páll segir spá forráðamanna, fyrirliða
og þjálfara liðanna ekki hafa komið sér á
óvart. „Ég er sáttur við að okkur sé spáð
sjöunda sætinu, enda hefur sjö alltaf verið
happatalan mín. Eyjamenn og Skaga-
menn verða sterkir, þótt þessi lið hafi ekki
verið sérlega sannfærandi nú í vor, en ég
gæti trúað því að KR og Fram verði
spútníklið mótsins, bæði liðin hafa góða
leikmenn, sem geta spilað skemmtilega
knattspyrnu. Ég hef sömuleiðis fulla trú á
mínum mönnum, við eigum önigglega eft-
ir að koma mörgum skemmtilega á óvart,“
sagði Páll Guðlaugsson.
0:1
l ctt ulcui uiai rv
1:1
uicu au öiwia
1-2‘
■ wámms
íiuu iviu ct min
2:2i
3.0
wmm f
3:3!
Þjóðverjinn Jens Pa-
eeslaek sendi boltann inn
fyrir vörn Þróttar þar sem
Steingrímur Jóhannesson náði honum og
skaut að marki. Fjalai- Þorgeirsson varði
en hélt ekki boltanum, Steingrímur fylgdi
á eftir og skoraði af öryggi með vinstri fæti
rétt utan markteigs á 6. mínútu.
Á 11. mínútu send Þor-
steinn Halklórsson inn fyr-
ir vörn ÍBV frá hægri.
Hreinn Hringsson náði boltanum eftir
varnarmistök og átti ekki í vandræðum
með að skora úr vítateignum.
iGunnar Sigurðsson
'sparkaði boltanum út á
ISteingn'm Jóhannesson,
sem var á vinstri kanti. Hann gaf í, lék
nánast upp að endamörkum og gaf síðan
fyrir markið. Þar var Jens Paeeslack einn
og óvaldaður við markteig og skallaði í
markið á 29. mínútu.
iÞorsteinn Halldórsson gaf
fjTÍr mark ÍBV frá hægri
lá 76. mínútu. Páll Einai-s-
son skallaði áfram á Tómas Inga Tómas-
son sem stýrði boltanum með höfðinu í
netið.
jGestur Pálsson tók horn-
spyrnu frá vinstri og gaf
Ifyrir mark ÍBV þar sem
Hreinn Hringsson skallaði í hornið fjær á
82. mínútu.
I íslandsmeistarar Eyja-
jmanna fengu aukaspymu
'rétt utan vítateigs á 90.
mínútu eftir brot á Steingrími. Sigurvin
Ólafsson tók spymuna og setti boltann
með hægri fæti í hornið uppi, hægra megin
við markvörðinn.
Dormagen féll
BAYER Dormagen, lið Héðins Gilssonar og Róberts Sighvats-
sonar, tapaði síðari leiknum við Schutterwald 25:19 á sunnudag-
inn og féll þar með í 2. deild. Dormagen vann fyrri leikinn 24:21
á heimavelli fyrir viku. Scliutterwald tekur þar með sæti í 1.
deild er keppni hefst í haust. Þess má geta á Róbert lék í fyrra
með Schutterwald en færði sig um set er liðið í féll í 2. deild.
Schutterwald hafði yflrhöndina í leiknum, var fimm mörkum
yfir í liálfleik, 12:7. Héðinn Gilsson gerði 6 mörk fyrir Dor-
magen.
A næstu lciktíð leika þrír íslendingar með Dormagen því ný-
lega gerði Daði Hafþórsson tveggja ára samning við félagið.
Fótbolta-
vefur
Morgun-
blaösins
Sex mörk í jafnteflisleik nýliða
Þróttar og meistara Eyjamanna
Byvjunin
lofar gódu
ÞEGAR knattspyrna er annars vegar er varla hægt að biðja um
meira en skemmtilegt spil, góð mörk, baráttu og leikgleði auk
þess sem góða veðrið skemmir aldrei fyrir. Þessi atriði voru að
mörgu leyti til staðar á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar keppni
á íslandsmótinu hófst með fyrsta leik í Landssímadeildinni eins
og efsta deild karla heitir í ár. íslandsmeistarar ÍBV sóttu nýliða
Þróttar heim og náðu meistararnir að tryggja sér stig með jöfn-
unarmarki á síðustu mínútu, en úrslit urðu 3:3 í fjörugum og
spennandi leik.
Fjrsta leik fylgir gjaman öðruvísi
spenna en menn eiga almennt að
venjast, jaftit utan sem innan vallar.
■■■BH Umræða um sjón-
Steinþór varpsmál - hvort
Guðbjartsson sýnt verði frá leikj-
skrifar unum í sumar eða
ekki - hefur magnast með hverjum
deginum að undanfömu og hvort
sem staðan þar hafði áhrif eða ekki
var sett áhorfendamet á heimaleik
hjá Þrótti - 1.847 áhorfendur vora á
vellinum. Og ekki bar á öðra en
áhorfendur hafi skemmt sér ágæt-
lega, þó „flugeldasýningin" í hléi
hafi ef til vill ekki alveg fallið inní
umgjörðina 18. maí.
Til að byrja með var líka spenna
hjá nýliðunum inná vellinum. Þeir
vora ekki tilbúnir áhlaupinu þegar
Steingrímur Jóhannesson gerði
fyrsta markið en sýndu fimm
mínútum síðar að meisturam getur
líka fatast fluguð. Eftir jöfnunar-
mark Hreins Hringssonar vora
Eyjamenn ákveðnari og því kom
annað mark þeirra eftir hálftímaleik
ekki á óvart en meiri athygli vakti
hvað Jens Paeeslack hafði gott næði
áður en hann skoraði. Skömmu síð-
ar fór hann illa að ráði sínu eftir
góðan undirbúning Steingríms og
eftir að sú sókn rann út í sandinn
var eins og slokknaði á Eyjamönn-
um. Það kunnu Þróttarar vel að
meta. Þeir vora miklu ákveðnari í
síðari hálfleiknum og mátti jafnvel
halda að gestirnir væru að bíða eftir
jöfnunarmarkinu. Þeir þurftu ekki
að bíða ýkja lengi, Eyjamaðurinn
Tómas Ingi Tómasson, sem hefur
komið víða við eftir að hann hleypti
heimdraganum, sendi kveðju til
Eyja með skallamarki og Hreinn
endurtók leikinn sex mínútum síðar.
Sigurvin Ólafsson bjargaði heiðri
Islandsmeistaranna með glæsilegu
jöfnunarmarki úr aukaspymu á síð-
ustu mínútu.
Þetta var að mörgu leyti ánægju-
leg kvöldstund. Gleðilegast var að
sjá bros hjá fleiri en einum og fleiri
en tveimur leikmönnum, jafnvel
bros vegna mistaka. Auðvitað verða
menn að taka hlutunum hæfilega
létt og menn í þessum félögum eru
þekktir fyrir að líta frekar á björtu
hliðamar sem er auðvitað hið besta
mál.
Annað ánægjulegt atriði var að
prúðmennskan
var í hávegum
höfð. Ruddaleg
brot sáust ekki.
Menn hugsuðu
um boltann en
ekki mótherj-
ann. Gott mál.
I þriðja lagi
var gaman að
sjá sex góð
mörk. Þó
markalausir
leikir geti oft
verið skemmti-
legir snýst
þessi leikur um
að skora og
áhorfendur
vilja sjá mörk
auk þess sem
þau þykja gott
sjónvarpsefni.
í fjórða lagi sýndu liðin að gera
má ráð fjrir mikilli spennu í sumar.
Þrótturam var spáð fallsæti en
Eyjamönnum íslandsmeistaratitlin-
um og að þessu sinni vora nýliðarn-
ir nær sigri.
Ennfremur má ætla að gaman
verði að fylgjast með þessum liðum
í sumar. Baráttan var aðal Þróttara
og hún á eftir að rejmast þeim mik-
ilvæg á tímabilinu en sterk vörn og
hraðar gagnsóknir verða eflaust
einkennandi íyrir Eyjamenn. Við
sjáum hvað setur.
Engin útvarps-
lýsing til Eyja
EYJAMENN ætluðu að vera með
beina útvarpslýsingu til Vest-
mannaeyja af leik Þróttar og ÍBV á
Laugardalsvelli í gærkvöldi. Kosn-
ingaútvarp Vestmannaeyja hafði
fengið leyfí til að útvarpa beint til
Eyja og hafði pantað símatengingu
frá Landasímanum. En þegar til
kom náðist ekki að tengja því eng-
inn símatengill virkaði í blaða-
mannastúkunni. Það var því ekki
hægt að lýsa leiknum vegna tækn-
iörðugleika.
Menn höfðu á orði að Landssím-
inn hafi sjálfur klúðrað því að hægt
væri að lýsa fyrsta leiknum í Lands-
símadeildinni!
Ajax burstaði
Eindhoven
AJAX tók PSV Eindhoven hreinlega
i kennslustund í knattspyrnu í úr-
slitaleik hollensku bikarkeppninnar,
lokatölur 5:0. Finninn Jari Litmanen
skoraði þrennu og réð vöm PSV
ekkert við hann, en eins og tölurnar
gefa til kynna var hún ekki upp á
marga fiska. Jaap Stam lék sinn
síðasta leik með PSV, en hann hefur
sem kunnugt er gengið til liðs við
Manchester United. Stam vissi ekki
sitt rjúkandi ráð og ekki bætti úr
skák þegar félagi hans í vörninni,
Andre Ooijer, var rekinn af leikvelli
15 nn'n. fjrir leikslok.
opnaður
í GÆR opnaði Morgunblaðið
fótboltavef sem er ný þjónusta
fyrir lesendur Morgunblaðsins á
Netinu. Vefnum er ætlað að
fylgjast með helstu atburðum í
sumar er varða knattspymu.
Byrjað verður á því að fjalla um
Landssímadeildina sem hófst í
gær og í framhaldi af því verða
heimsmeistarakeppninni gerð
svipuð skil, en hún hefst 10. júní
nk.
Hægt verður að komast á
vefinn af Fréttavef Morgun-
blaðsins, með því að fara í val-
gluggann, þar sem stendur
Veldu hér, eða með því að slá
inn slóðina http:/Avww.mbl.is/
boltinn.
Á Fótboltavef Morgunblaðs-
ins er unnt að nálgast á einum
stað fréttir úr boltanum, töl-
fræði þar að lútandi og upplýs-
ingar um lið og leikmenn. Þar
verða einnig aðrar fótboltafi-étt-
ir.
Hér á eftir fer frekari lýsing
á notkun og virkni vefjarins:
Forsíða Fótboltavefjarins er
eins konar inngangur að vefn-
um. Þar má nálgast á einum
stað allar helstu slóðir og
tengla inn á einstakar síður
vefsins. Fyrst um sinn er
aðeins fjallað sérstaklega um
Landssímadeildina. Á for-
síðunni birtast fótboltafréttir,
innlendar sem erlendar. Þar er
einnig hægt að leita að upplýs-
ingum um einstaka leikmenn og
lesa stuttar fréttir af fólkinu í
boltanum.
Á síðu, sem nefnist deildin, er
sérstaklega fjallað um Lands-
símadeildina. Þar er að finna þá
umferð, sem verið er að leika,
eða þá síðustu ef ný er ekld haf-
in. Unnt er að smella á nöfn liða
til þess að fá frekari upplýsing-
ar um þau. Taldar eru upp allar
umferðimar í Landssímadeild-
inni, leikir, tíma- og staðsetn-
ing. Einnig verða færðar inn
markatölur jafnóðum. Meðan á
leikjum stendur birtist sérstak-
ur stöðugluggi, þar sem nýjustu
markatölur bhtast jafnharðan.
Það er einfalt mál að fletta
upp frammistöðu einstakra
leikmanna á tölfræðisíðunni.
Þar er hægt að athuga hverjir
hafa skorað flest mörk, leik-
menn jafnt sem lið, hverjir hafa
fengið flest spjöld, gul og rauð.
Einnig er hægt að athuga
hvaða dómarar gefa flest spjöld
og eins hjá hverjum flest mörk
eru skoruð. Ef smellt er á nafn
leikmanns í einhverjum list-
anna má svo sjá í hvaða leik var
skorað eða fengið spjald og aðr-
ar viðeigandi upplýsingar. Á
vefnum era stuttar lýsingar á
liðum, merki þeirra og leik-
mannaskrá. Einnig er þar tafla
yfir leiki liðanna í
Landssímadeild-
inni nú í sumar.
Hægt er að smella
á nöfn leikmanna
til þess að fá frek-
ari upplýsingar
um þá. Þá er þar
hnappur, sem vís-
ar á síðu um sögu
félagsins og era
þar einnig taldir
upp titlar og afrek
félagsins.
Sögð eru deili á
einstökum leik-
mönnum, mörk
þeirra og spjöld á
tímabilinu tíund-
uð, auk myndar af
þeim.
D Nettcapp: Bottauefui Morgunölafttint