Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 10
"V 10 B ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ þetta undir lokin. Þá hlýtur að fel- ast í þessu yfirlýsing um að fólki hafi líkað vel okkar störf. Menn vissu það fljótlega að hvort framboð , um sig væri komið með þrjá menn og að tæpt stæði með þann fjórða,“ segir Öm. Þá tók Öm fram að þar sem Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri hefði skipað baráttusætið hefði það haft verulega þýðingu í sigrinum. Hann segist hafa orðið var við óánægju með sameiginlegt framboð R-listans og vafalítið hafi eitthvað af stuðningsmönnum flokkanna sem að því stóðu skilað sér til Sjálf- stæðisflokksins. „Svo var vafalítið einhver óánægja í gangi hjá okkar fólki en ég veit ekki hvort það hefur mikið skilað sér yfir til R-listans eða hvort það fólk hefur skilað auðu eða setið heima.“ Valdimar Guð- mundsson R-lista Baráttan snerist ekki um málefni c VALDIMAR Guðmundsson, oddviti R-listans í Bolungarvík, sagði niður- stöður kosninganna vonbrigði. R- listinn hefði stefnt að því að ná meirihluta en það hefði ekki tekist. „Kosningamar snemst ekki um málefni, heidur bara eina persónu, bæjarstjórann, og hann náði inn. Nú tekur við áframhaldandi vinna í þeim málefnum sem við héldum fram í kosningabaráttunni. Við munum starfa af heilindum í minni- hlutanum eins og við höfum gert hingað til. Við verðum öflug þar, enda vön að vera í minnihluta. Við verðum bara að bíta í það súra epli að hafa lent í minnihluta en höldum okkar striki,“ sagði Valdimar. Hann sagðist vilja þakka kjó- sendum R-listans og því fólki sem hefði unnið með listanum og lagt mikið á sig. ísafjörður Birna Lárusdóttir D-lista Ung og fersk forysta BIRNA Lárusdóttir, oddviti D-lista á ísafirði, er mjög ánægð með úrslit kosninganna. „Við fengum fjóra menn og bættum verulega við okk- ur fylgi frá því í síðustu kosningum eða um tæplega 6%. Við fognum því vissulega og teljum það sýna að við eigum breiðan hóp fylgismanna í bænum. Hitt er ekkert leyndarmál að við stefndum á fimm bæjarfull- trúa. I baráttusætinu var Þorsteinn '•* Jóhannesson og hann er ekki inni, því miður. Við töldum að það hefði verið hreinlegast að ná hreinum meirihluta en við sættum okkur við úrslit kosninganna og erum byrjuð að vinna í framhaldinu," segir Birna en sjálfstæðismenn funduðu með framsóknarmönnum um myndun meirihluta strax á sunnudag. Aðspurð um ástæðu góðrar út- komu Sjálfstæðisflokksins segist hún vona að fylgismenn listans hafi áttað sig á því nýja sem í boði var. „Við færum fram mjög ferska og unga forystu og ég tel það ekki síst okkur til framdráttar að við erum þrjár konur í þremur efstu sætun- um. Ég dreg þá ályktun að það hafi höfðað til breiðs hóps kjósenda. Á listanum er ungt fólk sem hefur kannski ekki mikið komið að sveit- arstjórnarmálum til þessa, svo er í okkar röðum mjög reynt fólk og þetta er afskaplega góð blanda,“ * segir Bima. BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Bryndís Friðgeirs- dóttir K-lista Fólk vill öflugt félags- hyggjuafl BRYNDÍS Friðgeirsdóttir, oddviti K-lista, er ánægð með úrslit kosn- inganna og segist skynja þau sem skilaboð frá kjósendum um að þeir vilji stóran öflugan félagshyggju- flokk. „Þótt við hefðum viljað vera stærri þá erum við með fjóra menn eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Næsta skref er að ná meirihluta. Ef framsókn hefði verið með okkur, eins og við buðum þeim í upphafi þá hefðum við náð honum,“ segir Bryndís. Hún segir auða seðla vekja at- hygli, þeir séu fleiri en áður og fleiri en annars staðar á landinu. „Ég held að þeir komi til af því að marg- ir óánægðir sjálfstæðismenn hafi frekar skilað auðu en að veðja á aðra flokka. Þetta er afleiðingin af því þegar Sjálfstæðisflokkurinn sprakk á síðasta kjörtímabili." Skagafjörður Gísli Gunnarsson D-lista Stórsigur D-listans „ÉG ER mjög ánægður með niður- stöður kosninganna. Við stefndum að því að ná fjórum mönnum en náðum fimm þannig að við höfum unnið stórsigur hér,“ sagði Gísli Gunnarsson, oddviti sjálfstæðis- manna í Skagafirði. „Skoðanakönnun Gallup sagði að við værum með þrjá inni sem dró heldur úr bjartsýni okkar, en samt reiknuðum við alltaf með fjórum mönnum. Það sem gerðist var að fylgið fylgdi ekki pólitískum línum, það virtist vera miklu víðara en það, bæði hér á Sauðárkróki og einnig í sveitunum um kring. Það má einnig segja að fylgi svokallaðs K-lista, sem bauð fram í síðustu kosningum en ekki núna, hafi komið yfir til okkar. Myndun meirihluta hefur ekki verið kláruð, en við munum síðan ráða bæjarstjóra, og er verið að skoða þau mál. Snorri Bjöm Sig- urðsson hefur verið bæjarstjóri og verður áfram fyrst í stað en annað er óráðið,“ sagði Gísli að lokum og bætti við að flokkurinn væri mjög ánægður og þakklátur þeim sem studdu hann og kusu. Herdís Á. Sæmund- ardóttir B-lista „Sátt við okkar hlut“ „ÉG ER ákaflega sátt við okkar hlut, í skoðanakönnun sem gerð var í vikunni fengum við um 34% fylgi og héldum því. Við stefndum að því að fá fjóra og fengum þá, þannig að hvað okkur varðar þá held ég að við séum sátt við okkar hlut,“ sagði Herdís Á. Sæmundardóttir oddviti B-listans í Skagafirði um úrslit kosninganna. „Kosningamar fóm samt ekki eins og ég bjóst við, úrslitin komu ekki beinlínis á óvart en þó gerðust ýmsir hlutir á lokasprettinum sem maður sá ekki fyrir, eins og til dæmis það hve stór hluti Skaga- fjarðarlistans fór yfir til íhaldsins. Við megum hins vegar vera sátt við okkar hlut því við emm klár á því að Unglingalistinn tók frá okkur og kannski Skagafjarðarlistinn eitt- hvað líka. Hvað okkur varðar er þetta mjög raunhæf og ágæt niður- staða en hrun Skagafjarðarlistans kom mér einna helst á óvart,“ sagði Herdís. Ingibjörg H. Hafstað S-lista Erum nýtt afl - höld- um ótrauð áfram „ÞETTA era viss vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Ingibjörg H. Hafstað, oddviti Skagafjarðarlistans, um úr- slit kosninganna í Skagafirði. „Við fengum góða stöðu í Gallup- könnun sem var gerð stuttu fyrir kosningar sem sýndi að við fengjum þrjá menn inn, en svo virðist sem flokksmaskínur hinna flokkanna hafi farið af stað og við höfum ekk- ert slíkt á bak við okkur þannig að svo fór sem fór,“ sagði Ingibjörg, en Skagafjarðarlistinn fékk tvo menn kjöma á móti fimm mönnum Sjálf- stæðisflokks og fjórum mönnum Framsóknarflokks. „Þótt við hefðum kosið að fá fleiri menn inn þá höldum við ótrauð áfram og erum síður en svo búin að vera. Við eram nýtt afl í nýju sveit- arfélagi og eram bjartsýn á fram- haldið,“ sagði Ingibjörg. Siglufjörður Haukur Ómarsson D-lista Náðum takmark- inu „VIÐBRÖGÐ okkar við kosningun- um era ákaflega góð og við eram mjög ánægð með árangurinn," sagði Haukur Ómarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Siglufjarðar- kaupstað. „Við höfðum tvo menn fyrir kosningar og fengum fjóra núna þannig að það er 100% aukn- ing í fjölda bæjarfulltrúa og getum við ekki verið annað en ánægð með það.“ „Ég vonaðist eftir þessum úrslit- um en það var kannski svolítið óraunhæft að ná þessu en þetta var það sem við stefndum að. Hér höfðu ekki farið fram neinar skoðana- kannanir þannig að menn renndu svolítið blint í sjóinn með hvemig kosningamar færa. Markmið okkar var hins vegar að hindra það að S- listinn, sameiginlegt framboð vinstri manna, næði meirihluta, eða fimm mönnum, og það gekk eftir,“ sagði Haukur um úrslitin. Guðný Pálsdóttir, S-lista Ánægð með við- brögð Sigl- firðinga „VIÐBRÖGÐ okkar hérna era bara góð, við eram með 44,19% atkvæða á bak við okkur sem þýðir að 460 íbúar Siglufjarðar styðja okkur. Það er í sjálfu sér mikill sigur fyrir okk- ur þar sem við eram nýtt afl hér, sameinað félagshyggjuafl, og erum að bjóða fram saman í fyrsta sinn,“ sagði Guðný Pálsdóttir oddviti Siglufjarðarlistans. „Við fengum fjóra menn kjörna en voram reyndar að vonast til að fá fimm manns inn. Það er þó allt í lagi, við erum með mjög margt fólk á bak við okkur og erum ánægð með þann stuðning sem Siglfirðingar hafa sýnt okkur. Auðvitað vora það viss vonbrigði að hafa ekki náð fimm mönnum inn, því við settum markið það hátt, en við sættum okk- ur við þessi úrslit. Við eram stærsta stjórnmálaaflið hér á Siglufirði og horfum bjartsýn fram á veginn hvernig sem viðræðunum um meirihlutasamstarf lyktar en það er allt í óvissu ennþá,“ sagði Guðný Pálsdóttir oddviti S- listans, og ítrekaði að Siglufjarðar- listinn væri ánægður með viðbrögð Siglfirðinga. Skarphéðinn Guð- mundsson B-lista Vildum fá tvo menn inn „ÞAD vora ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki ná tveimur mönnum, en það vantaði aðeins sjö atkvæði upp á að hann næði kjöri,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, um niður- stöður kosninganna í Siglufjarðar- kaupstað. „Við stefndum á að ná tveimur mönnum inn svo niðurstöðurnar vora ákveðin vonbrigði, þótt við höf- um að vísu bætt við okkur fylgi í prósentum, en það dugði ekki alveg. Okkar maður var inni þangað til farið var að telja utankjörstaðarat- kvæðin, þá datt hún út, en það gat varla munað minna.“ „Hér vora engar skoðanakannan- ir gerðar, en ég er ekki frá því að ef það hefði verið gerð hér skoðanakönnun og fólk hefði séð hvað það vantaði lítið uppá annan mann, þá hefði það lyft okkur því ég tel að kannanir geti haft áhrif,“ sagði Skai-phéðinn að lokum. Anna María Elías- dóttir F-lista Mjög góð útkoma „ÞETTA var mjög góð útkoma,“ sagði Anna María Elíasdóttir, odd- viti F-lista. „Við voram búin að vinna mjög mikið síðustu dagana fyrir kosning- ar,“ sagði hún. „Þetta hafðist svona á lokasprettinum. Við fundum fyrir miklum stuðningi og meðbyr þessa síðustu daga.“ Benti hún á að á list- anum væri mikið af nýju og ungu fólki og að það hefði mildð að segja. „Við ætlum að reyna að greiða eins mikið niður af skuldum og við get- um,“ sagði hún. „Við ætlum einnig að reyna að halda uppi okkar íþróttalífi, sem hefur verið mjög blómlegt og viljum við stuðla að því að svo verði áfram.“ Ólafsfjörður Guðbjörn Arngríms- son oddviti Q-lista Átti von á sigri „ÞETTA eru vonbrigði," sagði Guð- björn Arngrímsson, oddviti Ó-lista. „Ég átti von á sigri. Það munar 80 atkvæðum sem er töluvert meira en ég átti von á. Ég reiknaði með að mjótt yrði á milli framboðanna hvoram megin hryggjar sem það lenti.“ Guðbjöm sagðist ekki vita hverju væri um að kenna að svona fór. „Fólkið velur þetta,“ sagði hann. „Fólkið velur frekar þá sem eru á lista Sjálfstæðisflokksins heldur en á okkar lista. Ég er þeirrar skoðun- ar að þetta snúist meira um persón- ur en málefni í þessum kosningum. Staða sveitarfélagsins er þannig að það hefur ekki verið hægt að lofa miklu vegna fjárhagsstöðunnar." Dalvík Svanhildur Árna- dóttir D-lista Vél sátt með nið- urstöðuna „VIÐ eram vel sátt með þessa nið- urstöðu,“ sagði Svanhildur Árna- dóttir, oddviti D-lista. „Við lögðum áherslu á að ná þriðja manninum inn og okkur tókst það.“ Svanhildur sagði að þegar ljóst varð að sameining sveitarfélaganna þriggja yrði að veraleika þá hefðu margir spáð því að Sjálfstæðis- flokkurinn myndi ekki eiga bjarta framtíð í sveitarfélaginu. „Okkar vegur myndi ekki rísa hátt í fram- tíðinni," sagði hún. „Sveitin hefur verið orðuð við Framsóknarflokkinn og vinstra fólk en í raun kom þetta vel út fyrir okkur. Við áttum ekki mörg at- kvæði í sveitinni þó maður viti það ekki nákvæmlega." Sagðist hún telja að léleg kjörsókn, en hún var 83,88%, bitni frekar á sjálfstæðis- mönnum. Katrín Sigurjóns- dóttir B-lista Unnum ágætan sigur „VIÐ teljum okkur hafa unnið ágætan sigur,“ sagði Katrín Sigur- jónsdóttir, oddviti B-lista í bæjar- stjórn Dalvíkur. „Við bættum við okkur fylgi en fulltrúum var fjölgað og era níu í stað sjö áður í bæjarstjórn," sagði hún. „Við eram mjög glöð með þessa niðurstöðu, þar sem við vor- um í meirihluta á síðasta kjörtíma- bili. Okkur finnst þetta vera viður- kenning kjósenda á því að við höf- um staðið okkur vel.“ Katrín sagði að aðhald í fjármál- um væri helsta baráttumálið á nýju kjörtímabili auk þess sem ráðist yrði í byggingu tveggja grannskóla í sveitarfélaginu á Arskógsströnd og á Dalvík. Þá yrði tekið á hitaveit- umálum á Árskógsströnd. Kristján Hjartarson S-lista Eins og við mátti búast „NIÐURSTAÐAN er eins og við mátti búast,“ sagði Kristján Hjart- arson, oddviti S-lista í bæjarstjórn Dalvíkur. „Við hjá S-lista voram að gera okkur vonir um hærra hlutfall og auðvitað vorum við að stefna að þremur mönnum í bæjarstjórn en því miður náðist það ekki,“ sagði hann. „Það eru að byrja þreifingar á myndun meirihluta. Fyrsta skrefið era viðræður okkar við Framsókn- armenn sem hafa leitað til okkar.“ Kristján sagði að áhersla hefði fyrst og fremst verið lögð á að sameining sveitarfélaganna gengi eins vel og hægt væri. Áhersla hefði verið lögð á að fylgja þeim granni, sem lagður var af sameiningarnefndinni. „Það er ekki mikill málefnaágreiningur milli framboðanna," sagði hann. „Það eru áherslupunktar en þeir eru ekki stórfelldir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.