Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 1
BÆJAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR 1998 ÚRSLITV Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 26. maí 1998 Blað B Kosið í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Björn Blöndal ELLERT Eiríksson, efsti maður á lista sjálfstæðis- laugardag ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ágústu manna og bæjarstjóri í Reykjanesbæ, á kjörstað á Sigurðardóttur, og Guðbjörgu Ósk, dóttur þeirra. Reykjanesbær Ellert Eiríksson D-lista Traust við Sjálfstæðis- flokkinn og meiri- hlutann ELLERT Eiríksson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjanes- bæ, kvaðst síðdegis á sunnudag mjög sáttur og ánægður með sigur flokksins í bæjar- og sveitarstjórn- arkosningunum á laugardag. Sjálf- stæðisflokkurinn bætti við sig níu prósentustiga fylgi frá kosningun- um fyrir fjórum árum og einum manni þannig að hann hefur nú fímm bæjarfulltrúa. „Það er langt síðan við höfum haft jafn hátt hlutfall, 44,9% fylgi,“ sagði hann. „Þetta er reyndar annað skipti sem kosið er í samein- uðu sveitarfélagi, sem áður var Keflavík, Njarðvík og Hafnir, en þetta er samt með því besta sem við höfum fengið.“ Hann sagði að rekja mætti sig- urinn til þess að bæjarbúar hefðu lagt mat á störf meirihlutans og Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili og þetta hefði verið niðurstaðan um leið og tekin hefði verið afstaða til framtíðarsýnar flokksins fyrir næsta kjörtímabil. Að sögn Ellerts lýstu allir flokk- ar yfir þvi að þeir gengju óbundnir til kosninganna, en Sjálfstæðis- flokkurinn hefði í langan tíma átt gott samstarf við Framsóknar- flokkinn, og skipti það áratugum ef Ktið væri til Keflavíkur. Byrjum á viðræðum við Framsóknarflokkinn „Eðli málsins samkvæmt verður náttúrulega framhald á því ef menn ná saman og ég á ekki von á öðru,“ sagði hann. „Við sjálf- stæðismenn höfum rætt í okkar hópi hvaða afstöðu við tækjum ef niðurstaðan yrði þessi og niður- staða okkar er sú að það sé full- komlega réttlætanlegt að byrja á því að ræða við Framsóknarflokk- inn.“ Hann sagði að samstarf meiri- hlutans hefði verið gott eftir að sameinast var og sameiningin hefði tekist vel. „Það gefur til kynna hvað koma skal,“ sagði hann. „Það má líka benda á að Framsóknarflokkurinn heldur sínu og vinnur varnarsigur. Niðurstaðan er þá sú að meiri- hlutaflokkarnir hafa sjö bæjarfull- trúa af ellefu og það má því leiða að þvi getum að úrslitin séu traustsyfírlýsing við Sjálfstæðis- flokk og meirihlutann." Jóhann Geirdal, J-lista Ákveðinn varnarsig- ur fyrir nýtt af I JÓHANN Geirdal, sem leiddi J-lista Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ, sagði að kosningarnar á laugardag hefðu verið góð reynsla fyrir sam- starf Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags. J-listinn kom að fjórum mönn- um í bæjarstjóm, en A-flokkarnir höfðu flmm samanlagt áður. „Það er auðvitað ákveðinn varnar- sigur að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki þann meirihluta, sem honum hafði verið spáð í könnunum," sagði Jóhann á sunnudag. „Við hefðum vissulega viljað sjá meira fylgi, en teljum hins vegar þennan árangur nokkuð góðan.“ Hann sagði að Bæjarmálafélagið væri nýtt afl, sem hefði unnið vel fyr- ir kosningar. Hópurinn væri orðinn samhentur og það væri kannski meg- inárangurinn í þessum kosningum. „Ég sagði þegai' við stofnuðum Bæjarmálafélagið í nóvember eitt- hvað á þá leið að árangurinn af þess- ari tilraun okkar kæmi ekki aðeins til með að mælast í því hvort við fengjum einum bæjarfulltrúanum meira eða minna, heldur hvernig andinn yrði í hópnum og hvemig hann myndi hristast saman í starf- inu,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður um viðbrögð sín við því að A-flokkarnir fengju minna fylgi í samstarfi en hvor í sínu lagi. „I því ljósi er ég mjög ánægður með þetta samstarf og tel að uppskeran geti orðið betri við næsta tækifæri.“ Jóhann sagði að það ætti eftir að koma í ljós hvort breyting yrði á meirihlutasamstarfi í bæjarstjóm- inni. Sá möguleiki væri í stöðunni og liti Bæjarmálafélagið í því sambandi til Framsóknarflokks. „Samstarf við sjálfstæðismenn kemur ekki til greina á þessu stigi,“ sagði hann. „Við höfum tekið þá ákvörðun að ræða við framsóknar- menn og meðan það er verður ekki tekin ákvörðun um annað.“ Sjálfstæðismenn hafa túlkað úr- slitin sem stuðningsyfirlýsingu við meirihlutann og sagði Jóhann að það væri vissulega rétt að þeir hefðu bætt við sig. „En hins vegar eru það margar aðrar breytur í gangi, til dæmis nýtt afl okkar, þannig að ég held að ekki megi líta á þetta sem of mikla traustsyflrlýsingu." Jóhann vildi að lokum þakka þeim, sem studdu J-listann og störfuðu fyrir framboðið. Skúli Þorbergur Skúlason, B-lista Uppskár- um eins og við sáðum „ÉG ER tiltölulega sáttur við út- komu okkar í kosningunum. Við náð- um að halda inni tveimur bæjarfull- trúum sem við vorum með fyrir, þrátt fyrir það að báðir fyrrverandi bæjarfulltrúar væru ekki í framboði og nýir menn væru í forystusætun- um,“ sagði Skúli Þorbergur Skúla- son, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. „Niðurstöðumar komu mér ekki á óvart, það var geysilega vel unnið innan flokksins og hópurinn sem kom að starfínu var mjög samhentur og ég held við höfum uppskorið eins og við sáðum. Skoðanakannanir voru okkur í óhag, en kosningarnar sýndu að bæjarbúar kunna að meta störf framsóknarflokksins og vildu ekki að okkar hlutur skertist. I dag er mér efst í huga þakklæti til stuðnings- manna, starfsfólks og meðfram- bjóðenda. Kosningabaráttan var til- tölulega friðsamleg og hafði á sér jákvætt yfirbragð þannig að ég held að flestir geti staðið uppi fremur sáttir," sagði Skúli að lokum. Grindavík Hallgrímur Bogason, B-lista í sögulegu hámarki og bætum við okkur HALLGRÍMUR Bogason, oddviti Framsóknarflokks í Grindavík, kvaðst á sunnudag þakka úrslit kosninganna starfi meirihlutans á liðnu kjörtímabili. „Ég er alsæll,“ sagði Hallgrímur. „Við vorum síðast í sögulegu há- marki framsóknarmanna. Nú sitjum við í meirihluta og bætum örlitlu við okkur.“ Framsóknarflokkurinn fékk 32,1% atkvæða árið 1994 og 32,5% nú og er með tvo bæjarfulltrúa. „Mér sýnist á öllu að þetta sé við- urkenning á því að við séum á réttri braut,“ sagði hann. „Það hefur ekki verið tekið á því enn hvemig sam- starfi verður háttað á næsta kjörtímabili, en þetta er vísbending um vilja fólksins. 99% atkvæðafylgis eru óbreytt og aðeins 1% atkvæða færist til. Þannig að ég lít þetta hýru auga.“ Hallgrímur sagði að hann þakkaði úrslitin heildarstefnu flokksins, en ekki áherslu á einstök mál. í kosn- ingabaráttunni hefði stækkun grannskólans fyrir einsetningu og stórframkvæmdir við innsiglinguna verið settar á oddinn. „Þetta á hug okkar allra núna og það er greinilega samhugur meðal bæjarbúa um að leggja á það áherslu,“ sagði hann og bætti við að lokum: „Ég er bara glaður og ánægður og þakka öllu þvi góða fólki, sem studdi okkur,“ Ólafur Guðbjarts- son, D-lista Ekki ánægðir með niður- stöðurnar „VIÐ erum ekki alltof ánægðir með niðurstöður kosninganna, en við héldum okkar hlut þó við hefðum verið að vonast eftir meira fylgi. Það var mikill áróður rekinn héma gegn okkur, en þegar upp er staðið þá held ég að við verðum að sætta okk- ur við þessar niðurstöður í þetta skiptið,“ sagði Ólafur Guðbjartsson oddviti sjálfstæðismanna í Grinda- vík. „Við töpuðum talsverðu fylgi fyrir síðustu kosningar og ætluðum að endurheimta eitthvað af því, en það má eiginlega segja að við höfum staðið í stað þó við höfum fengið 0,6% aukningu á fylgi. Við höfum myndað meirihluta með framsóknai'- mönnum en við urðum fyrir nokkrum vonbrigðum með niður- stöðurnar í heild,“ sagði Ólafur. Hafnarfjörður Magnús Gunnars- son, D-lista Ánægjuleg niöurstaða „ÞETTA er afskaplega ánægjuleg niðurstaða,“ sagði Magnús Gunnars- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Við erum þakklát fyrir þann stuðning, sem bæjarbúar hafa sýnt okkur sjálfstæðismönnum og þá sér- staklega í ljósi þess að flokkurinn SJÁBLS.3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.