Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 1
88 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
135. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR19. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Serbar seg;ja fréttaflutning af Kosovodeiluiini vera vestrænan áróður
Clinton
Aðskilnaðar-
sinnum ráðið
frá árásum
Washington, Helsinki, Pristina, London. Reuters.
BANDARÍKIN réðu aðskilnaðar-
sinnum í Frelsisher Kosovo (KLA)
í gær frá því að hefja frekari að-
gerðir gegn hersveitum Serba því
þær yrðu einungis til að gefa
Slobodan Miiosevic, forseta Jú-
góslavíu, nýja afsökun fyrir harka-
legum aðgerðum í Kosovo og gera
deiluna enn erfiðari en nú er.
Sagði James Rubin, talsmaður
utanríkisráðuneytisins bandaríska,
að KLA yrði að hafa í huga að að-
gerðir af þeirra hálfu gætu kostað
saklausa Albani lífið ef Serbíuher
brygðist hart við þeim. Rubin lagði
samt sem áður áherslu á að nú
stæðu öll vopn á Milosevic. „Bolt-
inn er nú hjá Milosevic. Hann þarf
að skapa þær aðstæður sem gera
raunverulegar samningaviðræður
mögulegar.“
Barist á landamærum Kosovo
Javier Solana, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins (NATO),
sagði i gær að NATO myndi gera
sitt til að tryggja áætlun um frið í
Kosovo, sem Boris Jeltsín Rúss-
landsforseti og Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti sömdu um í
Moskvu í vikunni. Sagðist hann þó
hafa orðið fyrir nokkram vonbrigð-
um með að ekki skyldi hafa verið
samið um brottflutning herliða
Serbíu frá Kosovo.
Ráðist var að lögreglustöð í ná-
grenni Pristina í gær og féll einn
serbneskur lögreglumaður í
árásinni sem Serbar kenndu
Kosovo-Albönum um. Jafnframt er
talið að fimm Albanir hafi fallið í
skærum á landamærum Albaníu og
Kosovo í gær. Serbíustjórn gerði
fyrr í gær sitt ýtrasta til þess að
svara gagnrýni, sem sett hefur ver-
ið fram á alþjóðavettvangi, á
harkaleg viðbrögð hennar við að-
skilnaðarsinnum í Kosovohéraði.
Kváðust stjórnvöld tilbúin til við-
ræðna, en Albanir vildu ekki ræða
um frið.
Amnesty ályktar
Rúmlega 300 manns hafa fallið í
átökum i héraðinu frá því í febrúar
sl., er serbneska lögreglan hóf að
beita vopnavaldi gegn byssumönn-
um í Frelsisher Kosovo. Aleksand-
ar Vucic, upplýsingamálaráðherra í
stjórn Serbíu, sagði í gær á frétta-
mannafundi í Pristina, höfuðstað
Kosovo, að fréttaflutningur er-
lendra fjölmiðla af átökunum væri
lítið annað en áróður sem endur-
speglaði viðhorf vestrænna stjórn-
valda og albanska meirihlutans í
héraðinu.
Fjöldi Albana hefur flúið Kosovo
undanfarið og segja þeir serbnesku
öryggislögregluna hafa beitt
harkalegum aðferðum. Mannrétt-
indasamtökin Amnesty Inter-
national gáfu í gær yfirlýsingu þar
sem farið var fram á aðgang að
bænum Deeane í Kosovo en þau
segjast óttast að þar standi herir
Serba fyrir „pyntingum eða þaðan
af verra.“
IMF frestar
greiðslu til Rússa
Moskvu, Washington. Reuters.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF,
tilkynnti í gær að ákveðið hefði
verið að fresta greiðslu um 670
milljóna Bandaríkjadala, sem svar-
ar til 47 milljarða ísl. kr., til Rússa,
vegna þess að þeir hefðu ekki stað-
ið við loforð sín um efnahagsum-
bætur. Sama dag kynnti Zadorov,
íjármálaráðheiTa Rússa, umfangs-
mikinn niðurskurð hjá hinu opin-
bera. Boðaði hann að 60 - 70.000
ríkisstarfsmönnum yrði sagt upp í
árslok og að dregið yrði úr orku-
notkun hins opinbera um 30%. Er
gert ráð fyrir að spara um 42 millj-
arða rúblna í ríkisrekstri, um 480
milljónir ísl. kr.
Talsmenn IMF kváðust búast
við því að málið yrði tekið fyrir í
næstu viku, „til að gera Rússum
kleift að hrinda nauðsynlegum að-
gerðum af stað“. Að því loku
myndu fulltrúar IMF halda til við-
ræðna við rússnesk stjórnvöld.
Hagfræðingar lýstu í gær von-
brigðum sínum með ákvörðun IMF
en á móti kemur að Rússum hefur
tekist að selja ríkisskuldabréf sem
þeir gáfu út fyrir 2,5 milljarða dala,
um 177 milljarða ísl. kr.
Tsjúbajs gerður sérlegur
samningamaður
IMF endurskoðar aðstoð sína
við Rússa árfjórðungslega og búast
margir við því að sjóðurinn muni
veita þeim aukalán á næstunni.
Míkaíl Zadornov, fjármálaráðherra
Rússa, hefur lýst því yfir að Rúss-
ar muni reyna að tryggja sér lán að
andvirði 10 milljarða dala, rúma
700 milljarða. I því skyni skipaði
Borís Jeltsín Rússlandsforseti,
Anatolí Tsjúbajs, fyrrverandi að-
stoðarforsætisráðherra, sérlegan
samningamann stjórnarinnar við
erlendar fjármálastofnanir.
Tsjúbajs er einn helsti boðberi
einkavæðingar í Rússlandi en afar
umdeildur í heimalandi sínu.
Reuters
MEIRA en hundrað mæður komu saman fyrir framan aðalstöðvar hers
Júgóslavíu í Belgrad í gær til að krefjast þess að synir þeirra sem
gegna herþjóilustu í Kosovo yrðu kallaðir frá óeirðasvæðinu.
'omik
úamunwn
Reuters
vill sættir
við Irani
Washington, Madrid, Teheran. Reuters.
BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, ít>
rekaði í gær vilja sinn til að bæta
samskipti við Iransstjórn. Sagði
Clinton að stjórn sín vildi ná „raun-
verulegum sáttum“ við íslamsríkið og
að slíkar sættir myndu byggjast á
gagnkvæmri vii'ðingu og að íranir
hættu andstöðu við friðarumleitanir í
Mið-Austurlöndum.
Kamal KhaiTazi, utanríkisráðherra
írans, hafði fyrr í gær tekið ræðu Ma-
deleine Albright, utanríkisráðheiTa
Bandaríkjanna, á miðvikudag heldur
fálega og sagt að Bandaríkin yrðu að
láta af „fjandsamlegri stefnu" sinni í
garð Irana áður en vænta mætti
batnandi samskipta landanna
tveggja.
Lið Irans og Bandaríkjanna eiga
að leika á Heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu á sunnudag og vonast
margir til að leikurinn marki þátta-
skil í samskiptum landanna. Þjálfari
írana, Jalal Talebi, vildi hins vegar
ekki ræða pólitískt mikilvægi leiksins
við blaðamenn í gær.
■ Albright vill bæta/26
Mann-
skætt bjarn-
dýr fellt
Helsinki. Morgunblaðið.
TVÖ bjarndýr voru felld í Ru-
okolahti í suðausturhluta Finn-
lands í gær eftir að annað
þeÚTa réðst á skokkandi 42 ára
gamlan mann og drap hann á
miðvikudag. Er þetta í fyrsta
skipti á þessari öld sem bjarn-
dýr hefur drepið mann í Finn-
landi svo vitað sé.
Ekki er leyfilegt að veiða
bjarndýr í Finnlandi þó að fjöldi
þeii'ra sé á annað þúsund. Dýr-
in eru yfirleitt hlédræg og fela
sig er þau verða vör við manna-
ferðir. Er talið að birnan hafi
ráðist á manninn af því að henni
fannst hann ógna húninum.
Það voru 27 vopnaðir menn
og fjöldi hunda sem eltu birnina
um skóglendi eina 2 km frá
þéttbýliskjarna Ruokolahti. Að
sögn veiðimanna var fullorðna
dýrið mjög æst og gerði sig lík-
legt til að ráðast á þá.
Frekari aðgerða Japana beðið
Kosið í
Tékklandi
UNG stúlka lék sér í gær við
strætisvagnaskýli í Prag, höfuð-
borg Tékklands, sem þakið er aug-
lýsingum vegna þingkosninga í
landinu sem fram fara í dag. Gert
er ráð fyrir vinstrisveiflu í kosn-
ingunum en ólíklegt er að niður-
stöður kosninganna bindi enda á
þá óvissu í stjórnmálum landsins
sem ríkt hefur undanfarin misseri.
Skv. skoðanakönnunum standa
Sósíaldemókratar best að vígi en
þeir hafa aldrei átt aðild að ríkis-
stjórn í Tékklandi. í humátt á eftir
þeim fylgdi hægri-miðjuflokkur
Vaclavs Klaus, fyrrverandi forsæt-
isráðherra.
Ihlutun
New York, Tókýó. Reuters.
Á MÖRKUÐUM á Wall Street í
Bandaríkjunum létu menn sér í gær
fátt finnast um íhlutun Bandaríkj-
anna til að styrkja japanska jenið
eftir þann kipp sem gengi jap-
anskra verðbréfa tók fyrst í stað.
Er talið að þar haldi menn að sér
höndum þar til vitað er hvernig
japönsk stjórnvöld fylgja íhlutun-
inni eftir. Ryutaro Hashimoto, for-
sætisráðherra Japans, fagnaði hins
vegar í gær íhlutun Bandaríkjanna
og sagði að Japan myndi nú gera
allt til að rífa efnahag landsins úr
lægðinni sem ríkt hefur undanfarna
mánuði. Lofaði hann úrbótum á
fagnað
skattafyrirkomulagi í Japan og
hröðum aðgerðum til styrktar efna-
hagnum.
Naoto Kan, leiðtogi japönsku
stjórnarandstöðunnar, skammaði
Hashimoto í gær fyrir að hafa
brugðist of seint við efnahagsvanda
landsins. Sagði hann á fundi með
námsmönnum í Waseda-háskóla að
Hashimoto hefði átt að vera ljóst
umfang vandans þegar hann tók við
embætti forsætisráðherra árið 1996
og því væri óskiljanlegt hvers vegna
svo seint hefði verið brugðist við.
■ Gengi japauskra/28