Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið fjallað um flutning háhyrningsins Keiko í Bandaríkjunum 167 sjónvarpsstöðvar sögðu frá flutningi Keikos MIKIL umfjöllun hefur verið um flutning há- hyrningsins Keikos til íslands í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að undanfórnu. Hallur Hallsson, hjá Mönnum og málefnum, ráðgjafaraðila Free Willy Keiko-samtakanna, segir að fréttin hafi verið á 167 bandarískum sjónvarpsstöðvum eftir að tilkynnt var um flutninginn. Klukkan 10:30 í dag er áætlað að Antonov-flutningavél, stærsta flugvél í heimi, lendi á Keflavíkurflugvelli með sjókvína, sem verður heimili Keikos í Vest- mannaeyjum. Ráðgert er að kvíin verði flutt til Vestmannaeyja á morgun. 16 kvikmyndatökuvél- ar verða í sjókvínni og senda beint frá ferðum Keikos um allan heim um Netið. Fjallað var um Keiko og flutning hans í sjón- varpsþættinum Good Morning America sem tug- milljónir Bandaríkjamanna fylgjast með á hverj- um degi. Reiknað er með að hátt í eitt þúsund fjölmiðlamenn komi til Islands til að fylgjast með flutningi Keikos til Vestmannaeyja og hátt í milljarður manna fylgist með málinu í fjölmiðl- um. Nú er unnið að undirbúningi málsins í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík. Byggð verður fræðslumiðstöð á hraunbrúninni gegnt Klettsvík. Þar á almenningur að hafa aðgang að öllum upp- lýsingum um Keiko og á að geta fylgst með hon- um á sjónvarpsskjám. Sextán neðansjávarvélar verða í sjókvínni. Sjónvarpað verður beint um all- an heim um Netið. Skólar í Bandaríkjunum og fræðslumiðstöðvar verða með beintengingu við fræðslumiðstöðina. Byggt verður hús á sjókvínni þar sem verður aðstaða fyrir starfsmenn. sólarhrings vakt verður við sjókvína. Einnig þarf að koma upp aðstöðu fyrir rannsóknarmenn. Keiko með Heijólfí til Eyja? Áætlaður kostnaður vegna undirbúningsins, þar með uppsetningar sjókvíarinnar, er um 200 m. kr. Einnig verður sett af stað fljótlega mjög víðtækt rannsóknarverkefni í samvinnu við Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyjum. Meðal annars verða ferðir hvala og háhyrninga fyrir Suðurlandi rannsakaðar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að dýpkunarframkvæmdum í Klettsvík verði að vera lokið fyrir 10. júlí. Ekki liggi fyrir hvernig Keiko verði fluttur til Vest- mannaeyja. Verði um það að ræða að hann verði fluttur til lands með C17-flugvél, sem er þrisvar sinnum stærri en Hercules-vél, sé ljóst að það þurfi að styrkja flugbrautina í Eyjum. Hugsan- legt er að Keiko verði umskipað um borð í Hercules-vél eða hann fluttur með Herjólfi til Eyja. „Eg held að það geti enginn sagt til um það hvort 5%, 10% eða 50% aukning verði á ferða- mannastraumnum til Eyja. Þeir sem þykjast þekkja til mála segja að aukningin verði meiri en margan grunar. Við segjum bara að þetta sé bón- us fyrir okkur,“ sagði Guðjón. Hann segir að í tengslum við Keiko verði hleypt af stokkunum stærsta rannsóknarverkefni í sögu íslands. „Ég á von á því að þetta verði upphafið að mikiíli rannsóknarsamvinnu milli Is- lendinga og Bandaríkjamanna," sagði Guðjón. Kært vegna skot- elds við skrúðgöngu LÖGREGLUNNI í Reykjavík hefur borist kæra vegna skotelda eða svo- kallaðrar tertu sem virðist hafa sprungið við skrúðgöngu á Skóla- vörðustíg í Reylqavík á 17. júní sl. Að sögn kærandans, Bjöms Jónssonar lögmanns, fylgdi sprengingunni hár hvellur og að lokum púðurreykur og pappírsrusl. Brunagöt komu á úlpu eiginkonu hans og taskan hennar sviðnaði, auk þess sem fjögurra ára dóttur hans var mjög brugðið. „Kon- an fann fyrir miklu höggi á bakið og hita,“ segir hann meðal annars þegar hann lýsir atburðinum. Hann telur með ólíkindum að ekká skuli hafa far- ið verr og finnst þetta furðulegt „skemmtiatriði" á þjóðhátíðardaginn. Svo virðist sem tertan hafi verið hluti af leiksýningu götuleikhússins Zirkus Ziemsen. Talsmaður götu- leikhússins, Markús H. Guðmunds- son, einn af aðstandendum 17. júní hátíðarhaldanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tertan hefði verið höfð í afgirtum garði við Skólavörðustíg og að þegar hún hafi sprungið hafi hluti hennar, af ein- hverjum ástæðmn, skotist út úr garðinum í fólk sem var í skrúð- göngunni. Hann sagði ennfremur að við undirbúning hátíðarhaldanna hafi verið búið að prófa sams konar tertur, en svo virðist sem þessi terta hafi „klikkað“ af einhverjum ástæð- um. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Lukku- Láki lánlaus HVOLPURINN Lukku-Láki reyndist ekki standa undir nafni þegar hann varð fyrir því óhappi nýlega að detta úr fangi eig- anda síns og nið- ur á gólf. Lukku- Láki fótbrotnaði í fallinu og bíður þess nú í gips- spelku að gróa sára sinna. Landafundanefnd fær 335,5 milljónir króna til ýmissa verkefna Tækifæri til kynningarátaks FORSÆTISRÁÐHERRA, utan- ríkisráðherra og Landafundanefnd boðuðu fjölmiðla á sinn fund í gær til að kynna störf nefndarinnar og áform um hátíðarhöld árið 2000. Ráðherrarnir lögðu báðir áherslu á mikilvægi þess að nýta vel það tækifæri sem gefst til kynningar á landinu, menningu þess og at- vinnuvegum í tengslum við árþús- undaskiptin. Forsætisráðherra sagði að þjóðir heims gerðu sér dagamun þegar nýtt árþúsund gengi í garð og vegna smæðar ís- lensku þjóðarinnar hefði verið hætt við því að hátíðarhöld hennar vektu litla athygli ef ekki kæmi til tvenns konar sérstaða hennar. Hún felst í því að árið 2000 verður bæði minnst 1000 ára afmælis kristni- töku og hinna miklu landafunda fólks, sem fæddist hér á landi, sem lesa má um í heimildum varðveitt- um á lifandi tungu þeirrar þjóðar sem enn byggir hér land. Davíð Oddsson sagði þessar staðreyndir viðurkenndar vestanhafs og þar ríkti skilningur á því að tímamót- unum bæri að fagna og minnast þeirra sérstaklega. í Landafundanefnd sitja Sigurð- ur Helgason forstjóri, sem er for- maður hennar, Anna Soffía Hauks- dóttir prófessor, Atli Ásmundsson, blaðafulltrúi utanríkisráðherra, Komelíus Sigmundsson forsetarit- ari og Steindór Guðmundsson for- stjóri. Framkvæmdastjóri nefndar- innar er Einar Benediktsson. Sigurður Helgason sagði að nefndin hefði náð góðu sambandi við starfsmenn Hvíta hússins og þar hefði orðið vart mikils áhuga á verk- efninu. Þá sagði Sigurður að sam- band hefði verið haft við Grænlend- inga og Vestur-íslendinga í Kanada um þátttöku í ýmsum atburðum. Einar Benediktsson sagði m.a. þá staðreynd að íslendingar fognuðu árið 2000 tveimur merkum afmæl- um vekja eftirtekt og hrifningu vestanhafs. Þýðingarmikið væri fyr- ir hagsmuni þjóðarinnar og meðvit- und að nýta tækifærið til öflugs kynningarátaks auk þess sem þarna gæfust möguleikar á að styrkja við- skiptalega hagsmuni. Áhersla á gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis Landafundanefnd skilaði tillögum til ríkisstjómarinnar um fjárhags- og verkefnaáætlun í maí. Þær hafa verið til umfjöllunar í ríkisstjóminni og hefur hún ákveðið að verja 335,6 milljónum króna til átaks á árþús- undamótum í Vesturheimi. Á þessu ári verður varið 28,1 milljón króna til verkefnisins, 118,7 m.kr. á næsta ári, 175,8 m.kr. árið 2000 og 13 m.kr. árið 2001. Sigling til Vesturheims Samkvæmt upplýsingum frá Landafundanefnd ákvað ríkis- stjómin að einn flokkur verkefna yrði að hafa forgang en það var gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis sem tengist landafundunum. Tekin var ákvörðun um að styrkja 10 til- lögur um 49,3 m.kr. Ónnur verkefni sem ætlunin er að ráðast í eru m.a. sigling víkinga- skipsins íslendings til Vesturheims, hljómleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Islands og stuðningur við marg- miðlunarverkefni á vegum Oz og Gagarin. Botnleðja Tveir sendir heim TVEIR meðlimir hljómsveitar- innar Botnleðju vom sendir heim frá Minneapolis í Banda- ríkjunum á þriðjudag vegna þess að tvær svefntöflur fund- ust í fórum þeirra við tollskoð- un. Svefntöflurnar eru af gerð- inni Rophinol, sem er að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis ein algengasta tegund svefnlyfja sem ávísað er hér á landi. Töfl- umar em aftur á móti bannað- ar í Bandaríkjunum og því vom piltarnir sendir úr landi. Land- læknir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér þætti þetta allt hið undarleg- asta mál, lyfið væri á skrá hér og fengist vandræðalaust af- greitt gegn lyfseðli. Botnleðjumenn vom á leið til Los Angeles, með viðkomu í Minneapolis, þar sem þeir vom stöðvaðir í tollinum og leitað á þeim. Einn þeirra, Haraldur Gíslason, sagði strax sem var að hann væri með eina svefn- töflu á sér og félagi hans, Ragnar Steinsson, sömuleiðis. Haraldur sagði að þeir hefðu ætlað að sofa á leiðinni, en hætt við það. „Við framvísuðum þeim gmnlausir um að það væri bannað að flytja svefnpill- ur inn í Bandaríkin." Með tvær svefnpillur Þeir félagar vom látnir borga 1.000 dollara eða sem svarar um 72.000 íslenskum krónum í sekt. Þar með vora þeir þó ekki lausir allra mála, því þeir vora leiddir til yfir- heyrslu hjá útlendingaeftirlit- inu og síðan sendir með flugvél til Amsterdam og þaðan komu þeir til íslands á þjóðhátíðar- daginn en hinir tveir félagarnir úr hljómsveitinni og aðstoðar- maður þeirra héldu áfram til Los Angeles. Til stendur að hljómsveitin byrji að spila fyrir fulltrúa hljómplötufyrirtækja á mánudag og gera þeir Harald- ur og Ragnar ráð fyrir að vera komnir út fyrir þann tíma. Piltarnir leituðu á náðir bandaríska sendiráðsins í Reykjavík í gær og sóttu um vegabréfsáritun til þess að komast aftur til Bandaríkjanna og hana munu þeir fá í dag. Mike Hammer sendiráðsritari sagði í samtali við Morgunblað- ið að þetta hefði vissulega verið óheppilegt atvik. Hann sagði að umrætt svefnlyf hefði verið bannað í Bandaríkjunum, eftir að það hefði oft komið við sögu í nauðgunarmálum, þar sem fórnarlömbin hefðu verið svæfð, t.d. með því að lyfinu var blandað út í drykki. Hann kvaðst vona að hér væri um einangrað atvik að ræða en kvað ólíklegt að piltarnir fengju sektina endurgreidda. Sérblöð í dag 8 SÍBUit Fatahönnun án alvöru Hvalalosti í þágu vísindanna „Þjóðhátíðarhögg“ Guð- mundar í Bakkakoti / C1 íslensk lið ekki í Evrópu- keppnina í handknattleik/C1 www.mbi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.