Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Stefnir í mjög alvarlegt ástand á barnadeildum spítalanna Óvíst að tjóni verði afstýrt MJÖG alvarlegt ástand blasir við á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og Barnaspítalanum Hringnum ef svo fer sem horfír að meirihluti hjúkrunarfræðinga hætti störfum um næstu mánaðamót. Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir ákveðin hættumerki uppi um að ekki verði hægt að sinna öllu því sem þarf til að forðast tjón. Jóhannes segir að starfsemin hafi verið skipulögð að svo miklu leyti sem hægt sé að skipuleggja hana með svo fáum hjúkrunarfræð- ingum við störf. A barnadeildinni séu 28 rúm sem hafi að jafnaði verið fullnýtt. „Þetta kemur sýnilega harkalega niður á böm- unum. Við sjáum ekki hvemig þetta á að ganga jafnvel þótt það sé skipulagt á einhvem hátt. Það verður afar lítil starfsemi á bamadeildinni og gangurinn verður lokaður. Á lyflækningasviði verður eingöngu hægt að halda opnum einum gangi. Þar verða þeir sem hafa svo brýnan for- gang að þeir verði að koma inn á sjúkrahúsið, þar með talin bömin. Væntanlega verður notaður gangur hjartadeildar og þar verður ekki hægt að skipta upp milli almennra lyflækninga, hjarta- lækninga eða bamalækninga. Þetta verður svo langt undir þörfum að maður getur eiginlega ekki séð fyrir hvemig þetta mun ganga,“ sagði Jó- hannes. Einnig er hugsanlegt að einn gangur til við- bótar verði opinn þar sem sjúklingar verða und- ir lækniseftirliti án hjúkranar. „Auðvitað verður allt reynt til að koma í veg fyrir það að börnin verði beinlínis í lífshættu en ég verð samt að segja að það era uppi ákveðin hættumerld um að ekki verði hægt að sinna öllu því sem þarf til að forðast tjón. Þetta er mjög al- varleg staða,“ segir Jóhannes. Eingöngu haldið uppi bráðaþjónustu Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Bamaspítala Hringsins, segir að það stefni í mjög slæmt ástand á spítalanum. Eingöngu verði haldið uppi bráðaþjónustu en engu að síður er ljóst að mönnun verður slæm og fyrirsjáanlegir séu erf- iðleikar einvörðungu vegna bráðaþjónustunnar. Undir það falla allar innlagnir alvarlega veikra bama, vökudeild, sem er gjörgæsla nýbura og fyrirbura, og aðrar aðgerðir og meðferðir sem ekki er hægt að fresta. Hætt verður að framkvæma allar aðgerðir sem ekki era bráðnauðsynlegar. Undir það falla t.d. aðgerðir vegna meðfæddra galla, eins og á þvagfæram, aðgerðir vegna klofins góms eða beinaaðgerðir, ásamt öðra. Einnig verða allar biðlistainnlagnir stöðvaðar, t.d. vegna þroska- vandamála, sýkinga, lungnavandamála og fleiri þátta. Erfiðasta ástand innan sjúkrahúsanna frá upphafi Ásgeir segir að læknar geti að mjög takmörk- uðu leyti gengið inn í störf hjúkranarfræðinga. „Ég tel að þetta geti orðið mjög erfitt og jafn- framt mjög alvarlegt ástand,“ sagði Ásgeir. Hann segir að ef það gangi eftir að hjúkran- arfræðingar hætti störfum um mánaðamótin skapist líklega alvarlegasta ástand innan sjúkrahúsanna frá upphafi. Háskóli Islands Aldrei fleiri brautskráðir ALDREI hafa fleiri verið braut- skráðir frá Háskóla Islands en við athöfn í Laugardalshöll hinn , 17. júní þegar 577 kandídatar voru brautskráðir og 62 að auki hlutu starfsréttindi frá félagsvís- | indadeild. _ ' „Meginhlutverk Háskóla Is- lands er og á að vera að ala upp þroskaða og sjálfstæða einstaklinga sem eru reiðubún- ir að leggja sjálfa sig að veði í þeim verkefnum sem þeir takast á hendur - hver sem þau eru. Uppeldishlutverk Há- | skóla íslands er fólgið í því að rækta með öllu starfsfólki sínu, f kennurum sem nemendum, I frjálsa, fræðilega hugsun til að takast á við öll viðfangsefni með opinni, gagnrýninni um- ræðu,“ sagði Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, m.a í ræðu sinni. Bókanir á borgarstjórnarfundi vegna fjarveru borgarfulltrúa Borgarstj órinn kraf- inn um skýringar VIÐ upphaf fyrsta fundar borgar- stjómar Reykjavíkur í gær kvaddi Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálf- stæðismanna, sér hljóðs utan dag- skrár og sagði ástæðuna þá að hún hefði kynnt sér „rækilega útsenda dagskrá og séð á henni að mál sem kom upp strax að loknum borgar- stjómarkosningum er ekki tekið hér á dagskrá íyrsta fundar nýkjörinnar borgarstjómar. Þar er ég að vísa í þann einstæða atburð er nýkjörinn borgarfulltrúi R-listans, Hrannar B. Arnarsson, lýsti því yfir í fjölmiðlum tveimur dögum eftir borgarstjómar- kosningar að hann hefði ákveðið að taka ekki sæti í borgarstjóm að sinni,“ sagði borgarfulltrúinn. Inga Jóna Þórðardóttir sagði hann engar efnislegar skýringar hafa gefið og hljóti borgarstjóm Reykjavíkur því að kalla eftir þeim. Sagði hún ekkert liggja fyrir fundinum með formlegum hætti hvort borgarfull- trúinn stæði við þá ákvörðun; Ijóst væri hins vegar að fundinn sæti vara- borgarfulltrúi sem skipaði 13. sæti R- listans. Það væri andstætt sveitar- stjómarlögum og að varamenn ættu að taka sæti eftir þeirri röð sem þeir skipuðu á listanum. Inga Jóna sagði að það væri alkunna að mál umrædds borgarfulltrúa hefðu verið til með- ferðar hjá skattyfirvöldum og lagði fram bókun, þar sem segir m.a.: „í kosningabaráttunni lýsti borg- arstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, því yfir að mál þessa frambjóð- anda R-listans væri til meðferðar hjá skattayfirvöldum og hefði hún kynnt sér niðurstöður skýrslu skattrann- sóknastjóra. Að loknum kosningum var Ijóst að einn af hverjum fjórum kjósendum R-listans kaus að strika út nafn frambjóðenda sem er eins- dæmi í sögu borgarinnar. Nú á þessum fyrsta fundi nýkjör- innar borgarstjómar liggur ekkert fyrir um þá ákvörðun nefnds borgar- fulltrúa R-listans um að taka ekki sæti í borgarstjórn. Borgarstjóm Reykjavíkur hlýtur að gera þá kröfu að borgarstjóri geri efnislega grein fyrir ástæðum ákvörðunarinnar. Ótímabær umhyggja Það hefur sömuleiðis komið fram í fjölmiðlum að ætlunin sé að vara- borgarfulltrúi í 13. sæti listans taki sæti Hrannars í borgarstjóm. Sam- kvæmt nýsamþykktum sveitarstjóm- arlögum er þetta ekki heimilt. Að framboði R-listans stendur Reykja- víkurlistinn, eins og fram hefur kom- ið hjá yfirkjörstjóm. Krefjast verður þess að varamenn taki sæti í borgar- stjóm í samræmi við ákvæði laga.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri lagði í framhaldi af þessu fram eftirfarandi bókun: „Umhyggja sjálfstæðismanna fyrir málefnum Reykjavíkurlistans er vissulega þakkarverð en ótímabær. Fyrir ligg- ur að Hrannar B. Amarsson hefur óskað eftir leyfi um sinn frá störfum sínum sem borgarfulltrúi. Bréf þessa efhis mun verða lagt fyrir nýkjörið borgarráð n.k. þriðjudag og tekið þar til umfjöllunar eins og eðlilegt er. Um lögskýringar sjálfstæðis- manna verður ekki fjallað efnislega í stuttri bókun, en bent á að engin breyting var gerð á ákvæðum sveit- arstjórnarlaga varðandi varamenn í sveitarstjórn. Engin eðlisbreyting varð heldur á Reykjavíkurlistanum í síðustu kosningum og hann er hér eftir sem hingað til kosningabanda- lag Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Kvennalista og óflokksbundinna stuðningsmanna." Morgunblaðið/Jón Svavarsaon PÁLL Skúlason háskólarektor brautskráði 577 kandídata og veitti 62 nemendum úr félagsvísindadeild starfsréttindi við athöfn í Laugar- dalshöll hinn 17. júm'. Maður dæmdur í Hæstarétti fyrir að stinga tvær stúlkur Dómur mildaður í sex ára fangelsi \ \ I > Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500 t/*m « *««r Kjorm gjof til vina erlendis Hér er fjallað um þær 23 tegundir hvala sem sést hafa við fslandsstrendur og helstu einkennum þeirra lýst í máli og myndum. Glæsilega myndskreytt og litprentuð. FORLAGIÐ HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm yfir rúmlega fertugum manni, Tryggva Sigfússyni, sem dæmdur hafði verið af Héraðsdómi Reykja- víkur í sjö ára fangelsi fyrir líkams- árás og tilraun til manndráps í Hafharstræti í Reykjavík aðfara- nótt sunnudagsins 21. september sl. Maðurinn stakk tvær stúlkur með hnífi og hlaut önnur þeirra lífs- hættulega blæðingu af. Hæstiréttur dæmdi manninn í sex ára fangelsi. í dóminum segir að málið sé risið af atburðum sem urðu í Hafnar- stræti og Pósthússtræti í Reykjavík áðumefnda nótt. Tryggvi og mágur hans, sem báðir voru drakknir, hófu afskipti af rifrildi ungs pars og sprattu af því átök milli þeirra og unga mannsins. í byrjun átakanna dró ungi maðurinn upp hníf, sem síðar barst í hendur Tryggva. Hann beitti hnífnum gegn stúlkunni eftir að hún hafði horfið frá átakastaðn- um stutta stund og komið aftur til að liðsinna unga manninum. Lagið olli grunnu sári og reyndist ekki hafa lífshættu í för með sér. Eftir að átökin hófust kom á stað- inn annað ungt par á leið eftir Hafn- arstræti í leit að leigubíl. Stúlkan spurði hvað gengi á og beitti Tryggvi þá hnífnum gegn henni. Hnífurinn gekk inn í hjartað og olli lífshættulegri blæðingu. Tryggvi tók á rás austur Hafnar- stræti að miðborgarstöð lögreglunn- ar og kom þangað rétt á eftir seinna parinu. Allmargir vegfarendur fylgdu á eftir. Lögreglumenn höfðu nýlokið við að hleypa parinu inn þeg- ar Tryggvi leitaði inngöngu. Hann hafði hnífinn í hendinni en sleppti honum í dyrum stöðvarinnar. Tryggvi bar að hann hefði ekki verið að elta parið heldur hafi hann viljað leita skjóls á lögreglustöðinni undan átökunum og þeim mannsöfnuði sem að hefði drifið. Stakk af ásettu ráði Fram kemur að Tryggvi hafi frá upphafi borið að hann geti ekki gert sér skýra grein fyrir atburðum næt- urinnar vegna ölvunar og geðshrær- ingar. Hann gat ekki staðfest að hafa stungið stúlkumar og neitaði ein- dregið að hafa gert það af ásetningi. Talið er sannað að Tryggvi hafi beint I hnífnum að fyrri stúlkunni af ásettu L ráði og að tilefnislausu. Honum hafi í mátt vera ljóst að hnífnum var beint I á hættuiegan stað en ósannað að hann hafi viljað ráða stúlkunni bana. Talið er sannað að Tryggvi hafi rekið hnífinn í síðari stúlkuna af ásettu ráði. Laginu var beint að brjósti hennar og hlaut Tryggvi að sjá fyrir að bani gæti af því hlotist. Algjört óhappaverk Fyrir Hæstarétt var lagt fram vottorð Kristófers Þorleifssonar, i sérfræðings í geðlækningum við ' geðdeild Landspítalans. Hann segir m.a. að Tryggvi hafi áður fyllst ofsa- kvíða við erfíðar aðstæður og að ekki sé óeðlilegt að álykta að slíkt hafi gerst þegar hann lenti í útistöð- um í Hafnarstræti. Þannig hafi grip- ið hann ofsahræðsla auk þess sem dómgreind hans hafi verið skert vegna ofurölvunar. Eftir kynni sín I af Tryggva telur Kristófer ekki líkur á að Tryggvi muni brjóta af sér á ný i og líta megi á gerðir hans í Hafnar- ' stræti sem algjört óhappaverk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.