Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skipstjóri og útgerð Sigurðar YE sýknuð í Noregi Lítil viðbrögð í N oregi Morgunblaðið/Arnljot Bringedal DÓMSTÓLL í Bod0 í Hálogalandi í Noregi sýknaði í gær Kristbjörn Árnason, skipstjóra á Sigurði VE, og ísfélag Vestmannaeyja af ákæru um ólöglegar veiðar við Jan Mayen. Pá eru Kristbirni og útgerðinni dæmdar greiðslur vegna máls- kostnaðar. í gær var engin við- brögð að hafa í Noregi og var nær ekkert fjallað um málið í fjölmiðl- um. Af samtölum við blaðamenn þar í landi má þó merkja að margir fagna því að íslendingarnir skyldu vera sýknaðir, þar sem dómurinn í fyrra þótti afar harður og jafnvel óréttlátur. Forsendur dómsins verða ekki birtar fyrr en í dag, föstudag. Dómstóllinn úrskurðaði í gær að útgerðin þarf ekki að greiða 375.000 kr. norskar, né málskostnað upp á um 10.000 kr. norskar, samtals tæp- lega fjórar milljónir ísl. kr. Þá sleppur Kristbjörn við að greiða 45.000 kr. norskar, um 400.000 kr. ísl. í sekt og málskostnað til norska ríkisins. Islendingamir fá greiddan máls- kostnað, útgjöld vegna ferða og lög- manna, en ferðakostnaður er yfir hálf milljón ísl. kr., að því er segir í blaðinu Nordlands framtid, sem gefið er út í Bodo. Kristbjörn er sýknaður af ákæru um að hafa trassað að tilkynna sig til Fiskistofu er hann sigldi inn í og út úr norskri fiskveiðilögsögu við Jan Mayen í lok maí og byrjun júní á síðasta ári. Pá er hann sýknaður af ákæru um brot á iögum um að skipstjóri eigi að halda veiðidag- bók. Norska strandgæslan færði togarann til hafnar og var Krist- bjöm dæmdur til að greiða tæp- KRISTBJÖRN Ámason, skip- stjóri á Sigurði VE, sagði að þessi niðurstaða norska áfrýjun- arréttarins væri mjög gleðileg, hann væri mjög ánægður yfir að þetta skyldi hafa endað svona. „Þetta fór eins og við reiknuðum með. Við gerðum það sem okkur bar að gera, en höfðum ekki full- nægjandi upplýsingar," sagði Kristbjöm. Hann sagðist vera mjög ánægður með að Norðmenn skyldu hafa fengist til að taka þessa stefnu í málinu, því það væri búið að vera nógu erfitt og leiðinlegt til þessa. Önnur niður- staða en þessi hefði ekki verið á rökum reist. „Maður getur farið að taka gleði sína aftur,“ sagði Kristbjöm. Hann sagði að hann myndi aldrei gleyma þessu og málið myndi fylgja honum. Það hefði þó verið hálfú verra hefði niður- staðan verið á hinn veginn. Aðspurður hvort hann ætti von á einhverjum eftirmálum, sagðist hann síður halda það. Hins vegar hefði hann lítið frétt DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-. herra segir niðurstöðu áfrýjunar- dóms í máli Sigurðar VE vera skynsamlega en niðurstaða svo kallaðs „heimadóms" í fyrra hafi verið ákaflega undarleg þegar dæmt var gegn öllum líkum. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Ég lýsti mikilli óánægju með dóminn á sínum tíma og taldi hann mjög skrítinn, svo ekki sé meira sagt. Þessi dómur vekur ánægju lega 300.000 kr. ísl. í sekt og ísfé- lagið til að greiða kostnað vegna flutningsins, um 3,6 milljónir, og tæpar 150.000 kr. ísl. í málskostn- að. af málinu annað en það að út- gerð og skipstjóri hefðu verið sýknuð. Það ætti eftir að ræða niðurstöðuna, en hann teldi ein- hver eftirmál frekar ólíkleg. Kristbjörn sagði að það væri ákveðin h'fsreynsla að fara í gegnum svona mál. Að hans mati væri ástæðan fyrír því að þetta mál hefði rísið að ekki hefðu fengist nægilega ábyggilegar upplýsingar til að fara eftir. Bæði hefði verið um það að ræða að rangt númer hefði verið gefið upp til að senda í upplýsingar um afla og einnig hefði sam- kvæmt fyriríiggjandi upplýsing- um verið heimilt að nota íslensk- okkar og tiltrú á norsku réttar- kerfí,“ segir Halldór. Davíð segir að fyrri dómur hefði aldrei getað gengið upp: „Við erum afskaplega ánægðir með þennan dóm og ég segi sem lögfræðingur að hin niðurstaðan var algerlega óþolandi og óskiljanleg og gat aldrei gengið upp.“ Hann segir að í fyrra hafi verið dæmt gegn öllum líkum, jafnvel þótt legið hafi fyrir að viðkomandi skipstjómarmenn höfðu gert allt sem hægt var við venjulegar að- SIGURÐUR VE færður til hafnar í Bodö. haldið því fram að þeir hafi sinnt til- kynningaskyldu til norskra yfir- valda en að galli í tölvukerfinu, svokölluðu Inmarsat, hafi komið í veg fyrir að tilkynningarnar hafi komist til skila. í dómnum í fyrra, ar afladagbækur og engin skil- yrði sett í því sambandi. Að hans mati hefðu Norðmenn hlaupið mjög á sig strax í upphafi og ekki bakkað út úr málinu meðan tími var til. „En það var indælt að þetta skyldi fara svona. Mér er það efst í huga núna,“ sagði Kristbjöm að Iokum. Afskaplega ánægðir „Við emm auðvitað afskap- lega ánægðir yfír að vera búnir að vinna þetta mál, einfaldlega vegna þess að við töldum mála- tilbúnaðinn ekki það vel rök- studdan að það hefði átt að fara með málið alla þessa leið,“ sagði stæður. „Þeir komu til skila tiltekn- um upplýsingum um veiði sína og staðsetningu. Það var hvergi hægt að sýna fram á að þeir hefðu reynt að fara með blekkingar. Hins vegar hafði móttökubúnaðurinn ekki gengið upp hjá Norðmönnum og fyrir það voru okkar menn dæmdir. Ég óttaðist það því miður að áfrýj- unardómur í Noregi yrði hálfgerð- ur heimadómur. Þeir eru nú dálítið þekktir fyrir heimadóma þar í , júritíkinni" en sem betur fer varð lögfræðin ofan á,“ segir Davíð. er Kristbjörn var fundinn sekur um að hafa ekki sinnt tilkynninga- skyldu, sagði í dómsorði að hann hefði átt að hafa sérstaka ástæðu til að tryggja að tilkynningin kæmist til skila. Hörður Óskarsson, fjármála- stjóri íshúsfélags Vestmanna- eyja. Hann sagði að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði væru bæði skipstjórinn og útgerðin sýknuð. Þetta væri fullnaðarsigur, því ekki yrði far- ið með málið Iengra, auk þess sem þeir fengju hluta af útlögð- um kostnaði til baka. Hörður sagði að bein útgjöld vegna málsins væru sjálfsagt um tvær milljónir króna, auk alls umstangsins í kringum það. Þá hefði skipið hugsanlega tafist frá veiðum í einhvem tíma í fyrra, því það hefði ekki náð öllum sín- um kvóta. Þá mætti einnig hugsa sér að fyrirtækið hefði orðið fyr- ir einhveijum óbeinum kostnaði, þó erfitt væri að dæma um það. Aðspurður hvort það væri hugsanlegt að fara í skaðabóta- mál eða eitthvað slíkt, sagði hann of snemmt um það að segja, þar sem þeir hefðu ekki enn fengið að sjá forsendur dómsins. Hann teldi það þó frek- ar ólíklegt. Hann segir að ekki sé nokkur vafi á því að norsk stjórnvöld hafi gengið til hins ýtrasta og túlkað lögin með sem vafasömustum hætti gagnvart íslendingum. „Þeir sögðu alltaf við okkur „þetta er bara lögfræði, ekki pólitík", nú segir dómur áfrýjunardómstólsins að þetta hafi ekki verið lögfræði heldur pólitík." Forsætisráðherra segir jafn- framt að lögfræðin hafi orðið ofan á nú þar sem stjómmálamennimir fengu hvergi að koma nærri. Staðhæf- ingar gegn staðhæfing- um í Sigurð- armálinu SIGURÐARMÁLIÐ svokallaða byrjaði árla morguns 6.júní á síð- asta árí, er norskir strandgæslu- menn fóru um borð í Sigurð VE úti á rúmsjó og í kjölfarið fylgdu ásak- anir um lögbrot. Skipið var síðan dregið til hafnar í Bodö þar sem réttað var yfir útgerðinni, ísfélagi Vestmannaeyja, og skipstjóranum Kristbirni Árnasyni. Norðmenn bára skipstjóranum á brýn að hafa vanrækt í þrígang að senda lög- boðnar tilkynningar um ferðir skipsins inn og út úr norskri land- helgi. Síðar bættu Norðmenn við ásakanirnar, en frá upphafi and- mæltu bæði útgerð og skipstjóri Sigurðar og íslensk stjórnvöld töku skipsins kröftuglega. Sem fyiT segir var það mál norsku strandgæslunnar að það vantaði þrjár tilkynningar um ferð- ir skipsins inn og út úr landhelg- inni. Dag Isaksen, fréttafulltrái strandgæslunnar sagði skipstökuna í samræmi við stefnubreytingu af hálfu norskra stjórnvalda og ná- kvæmlega ekkert væri athugavert við vinnubrögð gæslunnar sem hefðu í senn verið fagleg og eðlileg. Skipið hefði verið fært til hafnar á venjubundinn hátt til þess að norskt ákæravald gæti fjallað um málið. Kristbjöm neitar Skipstjórinn á Sigurði, Krist- björn Árnason, andmælti sakargift- unum og sagðist hafa sent allar við- komandi tilkynningar. Lagði hann strax fram gögn fyrir tvær þeirra, en fann ekki afrit sem sannað hefði þá þriðju. Á sama tíma mótmæltu íslensk stjórnvöld skipstökunni kröftuglega, Davíð Oddsson sagði Norðmenn hafa farið offari og var þess krafist að skipinu og áhöfninni yrði tafarlaust sleppt. Norðmenn voru ekki á því og bættu skjótt við nýjum ásökunum. Nefnd var til sögunnar fjórða til- kynningin sem vantaði og auk þess voru gerðar athugasemdir við færslu á afladagbók. Því var einnig andmælt af hálfu Islendinga, Kristbjörn sat fastur við sinn keip varðandi tilkynning- arnar og Helgi Agústsson ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu rifjaði ugp ágreining frá árinu áð- ur, milli íslendinga og Norðmanna, um færslur íslenskra skipa í afla- dagbækur sínar. I maí 1997 hefði það mál hins vegar verið til lykta leitt er Fiskistofa hefði tilkynnt Norðmönnum að íslensk skip myndu eftir sem áður færa færslur sínar samkvæmt íslenskum regl- um, en þau gera ekki ráð fyrir jafn mikilli nákvæmni og norsku regl- urnar. Helgi sagði skipið hafa farið að íslenskum reglum og því ekki til saka unnið. Útgerð og skipstjóri höfnuðu dómsáfy upp á rámar 4 milljónir króna, Isfélagið var dæmt til að greiða 3,7 milljónir í sekt, 150.000 króna málskostnað og Kristbjörn skipstjóri var dæmdur til að greiða 300.000 krónur í sekt. Er banka- trygging lá fyrir, var skipinu sleppt úr prísundinni og það sigldi heim á leið. Hér heima voru menn ósáttir við útkomuna, ekki síst þar sem við at- hugun kom í ljós einföld skýring á því að tvær tilkynningar vantaði hjá Sigurði, en faxnúmer norsku fiskistofunnar reyndist hafa verið slegið rangt inn í tölvu Sigurðar. Það sannaðist þannig að tilkynn- ingamar voru sendar, en vegna þessa komust þær ekki á leiðar- enda. Isfélagið áfrýjaði því dómnum í Bodö og nú hefur æðri dómstóll komist að annam niðurstöðu. Skipstjórinn og útgerðin hafa „Maður getur farið að taka gleði sína aftur“ Forsætisráðherra segir niðurstöðu í Sigurðarmálinu skynsamlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.