Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 8

Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórkostlegt að fá Keikó tílEyja iiillllir-;. HOPPAÐU nú bara út í hr. Keikó, við skulum sjá um farangurinn. Sölumaður á fasteignasölu hafði milljónir af eldri hjónum Tryggingafélag og vinnuveitandi sýknuð HERAÐSDOMUR Reykjavíkur sýknaði á þriðjudag Sjóvá-Almenn- ar tryggingar hf. og löggiltan fast- eignasala af kröfum hjóna á sjö- tugsaldri um greiðslu fjár sem þau töpuðu í hendur sölumanns sem vann hjá fasteignasalanum. Ráðstafaði helmingi í þágu hjónanna Sölumaðurinn var 12. febrúar sl. dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í auðgunarskyni blekkt hjónin til að afhenda sér tæplega 11 milljónir í trausti þess að hann kæmi fram fyrir hönd fasteignasöl- unnar sem hann vann hjá. Þau töldu að hann myndi ávaxta féð í skamm- an tíma vegna væntanlegra íbúðar- kaupa þeirra en þau seldu hús í Kópavogi, keyptu og seldu íbúð í Reykjavík og keyptu íbúð í Kópa- vogi í gegnum fasteignasöluna. Hann var dæmdur fyrir að hafa tek- ið við fénu, vitandi að hann væri ófær um að endurgreiða það. Af þessum tæpu 11 milljónum var 5,2 milljónum króna ráðstafað í þágu hjónanna og gerðu þau kröfu um endurgreiðslu þess sem á vantaði. Hjónin töldu að í viðskiptum sín- um við fasteignasöluna hafí þau orð- ið fyrir tjóni sem rekja mætti beint til athafna starfsmanns hennar sem hinn löggilti fasteignasali bar ábyrgð á, sem löggiltur fasteigna- sali og ábyrgðarmaður á starfshátt- um fasteignasölunnar, hvort sem er með vísan til laga um fasteigna-, íyrirtækja- og skipasölu eða reglna skaðabótaréttarins um húsbónda- ábyrgð. Þar með falli tjónið undir almenna skilmála fyrir starfsá- byrgðartryggingu fasteignasala en fasteignasalan hafði keypt slíka tryggingu af Sjóvá-Almennum hf. Móttaka fjárins utan starfssviðs fasteignamiðlunar í dóminum er raláð að í skilmál- um áðumefndrar tryggingar segi að vátryggt sé gegn bótaskyldu er falli á vátryggingartaka sem fasteigna- sala, þegar þriðji maður verði íyrir almennu fjártjóni sem rakið verði til vátryggingartaka sjálfs eða starfs- manns hans. Dómurinn kemst að þeimi niður- stöðu að móttaka sölumannsins á fé hjónanna til ávöxtunar hafi ekki fallið undir lögmælt og hefðbundið hlutverk fasteignamiðlunar og ekki hafí verið leitt í ljós að hinum lög- gilta fasteignasala hafi verið eða mátt vera kunnugt um hana. Hátt- semin hafi því ekki fallið undir ábyrgð hans sem löggilts fasteigna- sala og þar með ekki heldur undir starfsábyrgðartryggingu hans hjá Sjóvá-Almennum hf. Málskostnaður var látinn niður falla en ríkissjóður látinn greiða gjafsóknarkostnað hjónanna, þar með talda þóknun lögmanns þeirra, Ásgeirs Björnssonar hdl., 350 þús. krónur. Löggilta fasteignasalanum og tryggingafélaginu var stefnt saman. Verjandi þeirra var Jakob R. Möller hrl. Dóminn kvað upp Sigurður Hallur Stefánsson héraðs- dómari. Norræm ráðstefna um heyrnarfræði Framfarir í gerð heyrnartækja fyrir heyrnarlausa IDAG, fóstudag, hefst norræn ráðstefna um heyrnarfræði í Borg- arleikhúsinu. Einar Sindrason, yfirlæknir Heyrnar- og talmeina- stöðvar Islands, er for- maður ráðstefnunnar og undirbúningsnefndar hennar. „Fyrsta norræna ráð- stefnan um heymarfræði var haldin í Gautaborg árið 1962 á vegum Nor- disk Audiologisk Selskap (NAS). Ég sótti slíka ráð- stefnu í Noregi árið 1986, en þá var nokkur tími lið- inn frá því Islendingur hafði mætt á slíka ráð- stefnu. Þar barst í tal að halda ráðstefnu hér á landi en það hefur tekið tíma að koma þvi heim og saman. Félag háls-, nef- Einar Sindrason og eymalækna, sem fyrir Islands hönd átti aðild að samtökunum, treysti sér ekki til að taka þátt í skipulagningunni. Stjóm NAS stakk þá upp á að við sem vinnum við heymarfræði stofnuðum félag út frá þessu norræna félagi, sem við gerðum. Það félag, Islenska heymarfræðafélagið, hefur staðið að skipulagningu ráðstefnunnar með hjálp norrænu samtakanna. í þvi félagi em læknar, hjúkran- aríræðingar, sérmenntaðir kenn- arar og tæknimenn." - Erþetta ekki ein stærsta r&ð- stefha sem haldin hefur verið á vegum NAS? „Jú, við áttum aldrei von á þessum viðbrögðum en þegar hafa yfir fimm hundrað þátttak- endur Iátið skrá sig og af þeim fjölda eru yfir 90% frá öðram löndurn." - Hvað er heyrnarfræði? „Heymarfræði er ekki sam- þykkt sérgrein en hún byggist á því að meðhöndla og sinna hinum varanlega heyrnardaufa. Heym- arlæknar (audiologar) sjúkdóms- greina, en sé eitthvað hægt að lækna senda þeir fólkið frá sér til háls-, nef- og eymalækna." Hefur mikið breyst í eymasjúk- dómum & síðustu árum? „Miklar breytingar hafa átt sér stað, t.d. í meðferð á eymabólgu og öðram eyrnasjúkdómum. Rör- in sem sett era í eyra þeirra sem þjást af síendurtekinni eyma- bólgu era til dæmis eitt það merkilegasta sem gerst hefur í eymalækningum. Þegar ég var við nám var ekki til eyrnasmásjá hér í Háskólanum og eina lausnin við eymabólgu var að halda bam- inu nauðugu og stinga á hljóð- himnunni. Rörin gjörbylta lífi þeirra sem annars væru með króníska eyrnabólgu, sem m.a. getur leitt til erfiðustu tilfella af heymarleysi, heilabólgu eða andlits- lömunar.“ - Nú er farið að ____________ setja elektróður í kuð- unginn hjá þeim sem eru heyrn- arlausir og þeir fá jafnvel heym- ina aftur? „Já og það era tvímælalaust at- hyglisverðustu framfarirnar í fag- inu. Við höfum þegar sent nokkra íslendinga í slíkar aðgerðir og það hefur gefist vel. Þá eru el- ektróður settar í kuðunginn í eyr- anu og því fleiri elektróður því betra. Heyrnin byggist þó á því að heymartaugin sjálf sé í lagi og við höfum farið varlega í að senda fólk í þetta nema að vel athuguðu máli. Það má geta þess að einn fyrir- lesarinn á ráðstefnunni er Valka Jónsdóttir, en bamið hennar fór í slíka aðgerð. Það var heyrnar- ► Einar Sindrason er fæddur í Reykjavík árið 1942. Að loknu námi í læknisfræði við Háskóla íslands gerðist hann héraðs- læknir og fór síðan í framhalds- nám tíl Danmerkur árið 1971 þar sem hann nam háls-, nef- og eyrnalækningar svo og heyrnar- fræði. Hann ferðaðist um landið á námsárum sínum á vegum Heyrnarhjálpar, því fáir háls-, nef- og eymalæknar voru þá starfandi hér á landi. Árið 1980 tók hann við sem yfírlæknir Heymar- og talmeinastöðvar- innar og hefur gegnt því starfí síðan. ^ Eiginkona Einars er Kristín Árnadóttir þjúkranarfræðingur og eiga þau þrjú börn. Um 8.000 ís- lendingar nota heyrnartæki laust en fékk heyrnina á ný eftir slíka aðgerð.“ - Nota margir heyrnartæki hér á landi? „Um 8.000 íslendingar nota heyrnartæki. Þetta eru einstak- lingar á öllum aldri en þó er rosk- ið fólk í meirihluta." Einar segir að heymarleysi sé engu að síður á undanhaldi, þökk sé fyrirbyggjandi lækningum. „Það sem eftir stendur eiginlega óbreytt er heymardeyfð af völd- um erfða og elli.“ -Er heyrnardeyfð af vöidum hávaða stórt vandamál? „Já, hávaði er langalgengasta orsök heymarskaða en hann er hægt að fyrirbyggja með því að nota eymaskjól, mæla hávaða og síðast en ekki síst fræða fólk um skaðsemi hávaða sem fer yfir 80 desibel.“ Þetta málefni verðui’ tekið ítar- lega fyrir á ráðstefnunni og ýmsir sérfræðingar munu gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna og aðrir tala út frá eigin reynslu.11 - Eitthvað fleira áhugavert sem verður tekið fyrir á ráðstefn- unni? „Já, það er geysilega margt áhugavert sem verður fjallað um og ber til dæmis að nefna nútíma heymartæki, en í þeim málum er þróunin ör. Fyrir nokkrum árum var fólk með tæki í vasa og snúru sem síðan var leidd upp í eyra. Þessi tæki eru ekki til lengur. Nýjustu tækin era eyraagangs- tæki og ef viðkomandi er með litla heymardeyfu komast tækin það langt inn í hlustina að þau sjást ekki.“ Ráðstefnan í Borgarleikhúsinu stendur fram til 21. júní. Viðamik- il sýning verður á ráðstefnunni þar sem tuttugu fyi’irtæki kynna helstu nýjungai- í framleiðslu heyrnartækja og mælitækja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.