Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sexæringurinn Naddoddur náði
til Fáskrúðsfjarðar
Lokakaflinn
einna erfiðastur
LÍTIÐ vantaði upp á
að færeysku víking-
arnir fjórir næðu að
klára ætlunarverk
sitt, að sigla frá
Færeyjum til Reyðar-
fjarðar á sexæringn-
um Naddoddi, en hin-
ir íslensku norðan-
vindar komu í veg fyr-
ir það.
Þegar Naddoddur
lagði af stað frá Hval-
nesi snemma morguns
17. júní var strekk-
ingsvindur á móti og
ekki hægt að beita
seglum að neinu
marki. Urðu þeir því
að róa fjórða daginn í
röð og nú enn harðar
en áður. „Þetta var
einn erfiðasti kafli
ferðarinnar," sagði
skipstjórinn, Ernst
Emilsson.
Eftir að hafa róið
nær heilan dag komu
þeir loks að Djúpa-
vogi þar sem þeir
fengu sér kaffísopa og
hvfldu um stund.
Róið í 22 tíma
Aftur var haldið af
stað og dró hraðfiski-
bátur þá frá landi
þannig að vindur
stæði ekki beint á
móti bátnum og héldu
þeir síðan áfram að
róa. „Við erum með
hin hefðbundnu vík-
ingasegl og það er ekki eins gott
að beita þeim upp í vindinn og
nútímaseglum. Við komum síðan
til Fáskrúðsfjarðar klukkan fjög-
ur í nótt [fyrrinótt]
eftir að hafa róið nær
stanslaust í 22 tíma.
Síðan höfum við sofíð
og borðað og safnað
kröftum. Hins vegar
þurfa tveir úr áhöfn-
inni að hverfa til
starfa í Færeyjum og
því getum við ekki
farið lengra. Við
munum flytja bátinn
með vörubfl til Seyð-
isfjarðar þaðan sem
hann verður sendur
til Færeyja með Nor-
rænu. Steininn sem
við komum með til
minningar um ferðina
munum við hins veg-
ar gefa Reyðfirðing-
um um helgina."
6 vindstig
En eru það engin
vonbrigði að hafa
ekki komist alla leið?
„Nei, ég get ekki sagt
að við séum vonsvikn-
ir. Við lögðum af stað
þó svo að spáin væri
okkur óhagstæð og
við komumst alla leið
til íslands. Þótt við
höfum ekki náð til
Reyðarfjarðar hefur
ferðin í heild sinni
verið ánægjuleg og
við hefðum litlu viljað
breyta. Það er hægt
að vera vitur eftirá
og kannski voru það
mistök að fara svo
sunnarlega þegar við ákváðum
að stefna í land. Hins vegar voru
um 6 vindstig og töluverður sjó-
gangur og við vorum ekki vissir
„ÞETTA hefur
gengið ágætlega en
við eru þreyttir,“
sagði Iljalgrímur
Kristinsen.
„ERFIÐASTI kafl-
inn var frá Hvalnesi
til Fáskriiðsfjarð-
ar,“ sagði Ernst
Emilsson Petersen
skipstjóri.
Morgunblaðið/Þorkell
AÐFARANÓTT miðvikudags gistu þeir á Hvalnesi en þar er hentugt
bátalægi frá náttúrunnar hendi.
ÞAÐ vantaði lítið upp á að þeir kæmust á fornar slóðir Naddodds vík-
ings á Reyðarfirði.
ÞÆR voru vel siggrónar og blöðróttar hendurnar á fjórmenningun
um eftir fjögurra sólarhringa siglingu.
hvar væri best að koma að landi
milli Hafnar í Homafirði og
Reyðarfjarðar."
Vfldngur um borð
Erast segir að áhöfnin hafí
staðið sig frábærlega en þó hafí
hann aldrei á sínum 20 ára sjó-
mannsferli kynnst manni eins og
Hjalgrími Kristinsen. „Ég hefði
aldrei trúað að það væri til slíkt
heljarmenni sem Hjalgrímur er.
Hann var á við okkur alla þrjá og
ég er ekki viss um að við hefðum
komist alla leið án hans. Úthald
hans var ótrúlegt og ég er viss
um að hann er sterkasti maður
Færeyja, hann gat róið enda-
laust. Það var mikiil kraftur í
hverju árataki sem hann tók. Ég
spurði hann oft hvort hann vildi
ekki hvfla sig en alltaf hélt hann
áfram. Ég var orðinn hræddur
um að hann myndi ofkeyra sig en
það gerðist sem betur fer ekki.“
Hjalgrímur Kristinsen vildi
ekkert gera úr lýsingum skip-
stjórans en var ánægður með
ferðina en þreyttur. „Þetta gekk
ágætlega en við erum allir
þreyttir. Þegar maður er þreytt-
ur fyrir verður þetta erfítt enda
höfum við Iítið sofíð.“ Hann lét
þó vel af vistinni um borð nema
hvað menn hefðu aldrei hvflst al-
mennilega þar sem vaktir við
róðurinn voru stífar. „Núna er
bara hvfld og síðan förum við að
borða góðan mat. Við eram búnir
að vinna stíft síðustu daga. En
við höfum haft það ágætt um
borð og kokkurinn hefur verið
góður," sagði Hjalgrímur við
Morgunblaðið.
Færeyingarnir dvelja nú hjá
ættingjum á Seyðisfírði en tveir
þeirra munu halda af landi brott
á morgun. Ernst Emilsson Peter-
sen skipstóri mun þó ferðast um
landið næstu daga en hann mun
fylgja Naddoddi með Norrænu
að viku liðinni.
Bátafélagið Tjaldrið á víkinga-
skipið Naddodd. í Tjaldri eru um
100 manns en auk Naddodds eiga
þeir 10 gamla færeyska báta auk
pakkhúss sem þeir fengu að gjöf
frá N.J. Mortensen og eru þeir að
breyta því í minjasafn og gistiað-
stöðu.
Nýjar upplýsingar um áhrif Komintern á íslenska Sósialistaflokkinn
„Leiðréttuu andstöðu
sósíalista við her-
stöðvabeiðnina 1941
DAGBÓKARFÆRSLUR Georgi
Dimitrovs, yfirmanns Komintems,
Alþjóðasambands kommúnista,
sýna að íslenskir sósíalistar tóku við
leiðbeiningum frá Komintern og
arftaka þess, Alþjóðaupplýsinga-
deild miðstjórnar sovéska kommún-
istaflokksins, varðandi afstöðuna til
herstöðvabeiðna Bandaríkjamanna,
bæði árið 1941 og 1945. Þetta kem-
ur fram í fyrirlestri búlgarska sagn-
fræðingsins Jordans Baev á ráð-
stefnunni um Norðurlöndin og
kalda stríðið, sem haldin verður í
Reykjavík í næstu viku og stendur
dagana 24. til 25. júní.
I dagbókinni segir að 13. júlí 1941
hafi Molotov, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, haft samband við
Dimitrov vegna mótmæla íslenskra
sósíalista gegn herverndarsamningi
Bandaríkjamanna, sem gekk gegn
nýrri stefnu Sovétmanna eftir inn-
rás Þjóðverja. Dimitrov svaraði fyr-
irspurn Molotovs þannig að stjóm-
endur íslenska kommúnistaflokks-
ins hefðu verið handteknir skömmu
áður og því hefðu mótmælin ekki
komið frá ábyrgum aðilum í hreyf-
ingunni.
Fyrirmæli frá Komintera með
milligöngu breskra kommúnista
Dimitrov skrifar ennfremur að
eftir samtalið við Molotov hafi hann
sent „bresku félögunum" skeyti þar
sem stefna íslenskra kómmúnista
var „leiðrétt".
Þór Whitehead prófessor segir í
samtali við Morgunblaðið að þessi
færsla komi heim og saman við upp-
lýsingar sem hann hafi fundið um
samstarf Sósíalistaflokksins og
breskra kommúnista í hemámsliði
Breta hér á landi.
Fram kemur í grein Þórs í tíma-
ritinu Eimreiðinni frá árinu 1973
um samskipti Bandaríkjamanna við
íslenska stjómmálaflokka á stríðs-
ámnum, að eftir undirritun her-
vemdarsamningsins hafi samskipt-
in við Sósíalistaflokkinn orðið mjög
vinsamleg. Sendiherra Bandaríkj-
anna sagði meðal annars í skýrslu
til utanríkisráðuneytisins árið 1942
að málgagn sósíalista hafi „löngum
verið innilegasta stuðningsblað lýð-
ræðis og bandamanna á Islandi".
Einar leitar eftir ráðum
Dimitrovs
Seinni færslan í dagbók
Dimitrovs er frá 25. október 1945.
Þar segir hann frá heimsókn Einars
Olgeirssonar, formanns Sósíalista-
flokksins, sem þá var staddur í
Moskvu sem fulltrúi í viðskipta-
nefnd íslendinga. Dimitrov skrifar
að Einar hafi óskað eftir ráðgjöf
varðandi viðbrögð flokksins og rík-
isstjómarinnar við herstöðvabeiðn-
um Bandaríkjamanna sem ógnuðu
sjálfstæði Islendinga og um ákveðin
flokksmál. Ekki kemur fram hvert
svar Dimitrovs var.
Þór segir að áður hafi komið fram
upplýsingar um að tengsl Kom-
intern og íslenskra sósíalista hafi
haldið áfram eftir að Kommúnista-
flokkur Islands, sem var meðlimur í
Komintem, var lagður niður árið
1938. Þær er að finna í skýrslu frá
árinu 1940 sem Jón Ólafsson sagn-
fræðingur fann í skjalasafni Al-
þjóðasambandsins. í henni segir frá
viðræðum Kristins E. Andréssonar,
eins af forystumönnum Sósíalista-
flokksins, við forráðamenn norður-
landadeildar Kominterns og fýrir-
mælum sem hann bar heim til Is-
lands til kommúnískra flokksfélaga
sinna um afstöðuna til stríðsins.
Sósíalistar tvístígandi áður en
nýja „línan“ barst
Þór segir um fyrri dagbókar-
færslu Dimitrovs að hún sýni að svo
skammt hafi verið liðið frá því að
Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin
þar til Bandaríkjamenn komu til ís-
lands að íslenskir sósíalistar hafi
ekki haft á öðm að byggja en gömlu
„Iínunni" frá Komintern. „En það
kemur fram í alþingisumræðum að
þeir eru tvístígandi og óvissir um
afstöðu þar sem þeir hafa ekki feng-
ið önnur fyrirmæli. Það hefur oft
vakið furðu manna að sósíalistar
skuli hafa greitt atkvæði gegn her-
stöðvabeiðni Bandaríkjamanna, en
reyndar kemur fram í þingumræð-
unni að þeir gerðu það í raun ekki
nema að hálfu, því þeir lýstu sig í
raun ekki andvíga henni, en heimt-
uðu að Sovétríkin yrðu aðili að
samningnum. Nýju heimildirnar
staðfesta það að þeir voru ekki enn-
þá búnir að taka við nýju línunni en
að það voru gerðar ráðstafanir til að
þeir meðtækju hana. Eftir að hún
var fengin breytti Sósíalistaflokkur-
inn algerlega um afstöðu til styrj-
aldarinnar og hélt henni næstu
misserin á eftir.“
Bandaríkjamenn lögðu formlega
fram beiðni um herstöðvar á íslandi
1. október 1945. í bók Vals Ingi-
mundarsonar sagnfræðings, „I eld-
línu kalda stríðsins" segir að Einar
Olgeirsson, sem staddur var í
Moskvu, hafi fengið staðfestingu á
þessum fregnum 23. október, eða
tveimur dögum fyrir fundinn með
Dimitrov. Hann sendi strax skeyti
til Brynjólfs þar sem hann kvaðst
treysta því, að tilmælum Banda-
ríkjamanna yrði vísað á bug. Einar
hugðist strax halda heim til íslands,
en tafðist vegna lélegra flugsam-
gangna. Forystumenn Sósíalista-
flokksins frestuðu þá flokksfundi
sínum til þess að geta haft hann
með í ráðum. Tíminn hélt því þá
fram að sósíalistar væru að bíða fyr-
irmæla frá Moskvu.
Svar Dimitrovs vantar
Þór segir að Sovétmenn hafi ekki
haft í frammi veruleg mótmæli við
herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna
á Islandi haustið 1945, en þeir hafi
talið að íslendingar myndu láta
undan kröfunni.
„Því miður kemur ekki fram í
dagbókinni hvert svar Dimitrovs
var við beiðni Einars um ráð en ég
tel nokkrar líkur á því að Sovét-
stjórnin hafi hugsað sér að gera ein-
hvers konar samning við Banda-
ríkjamenn um herstöðvar á Norður-
löndum. Þeir hefðu þá notfært sér
herstöðvabeiðni þeirra á Islandi,
hefði hún náðst fram, til þess að
gera kröfur á aðra, og fá hugsan-
lega samþykki Bandaríkjamanna
fyrir þeim kröfum. Um þetta leyti
gerðu þeir meðal annars ki’öfur á
hendur Norðmönnum, um land-
svæði norður við íshaf. Þeir voru
einnig með her á Borgundarhólmi
og óttast var að þeir myndu gera
einhverjar kröfur þar. „
Þór segir að jafnvel þótt Sovét-
menn hafi haft í huga slíka samn-
inga við Bandaríkjamenn hafi þeir
trúlega sagt Einari að beita sér
gegn herstöðvabeiðninni. „Mótmæli
íslenskra sósíalista hefðu í sjálfu sér
ekki breytt neinu um stöðu Sovét-
manna gagnvart Bandaríkjamönn-
um í þessu máli. Svo mikið er víst að
sósíalistar tóku mjög afdráttarlausa
afstöðu gegn beiðninni."