Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 13

Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 13 FRÉTTIR Heimsókn Bjarna Tryggvasonar Mikið vísindastarf unnið í tengslum við geimferðir Spurningar um líf úti í geimnum, mengun á jörðinni og hættu sem stafar af loftstein- um voru meðal þess sem gestir lögðu fyrir Bjarna Tryggvason geimfara á fundi opn- um almenningi sem var haldinn í gær og ---------------7------------------ Þjóðræknifélag Islendinga stóð fyrir. „ÉG SÉ ekkert sem mælir gegn Iífí í öðrum stjarnkerfum,“ svar- aði Bjarni Tryggvason áhuga- sömum spyrli sem mættur vær til að fylgjast með fyrirlestri Bjarna Tryggvasonar geimfara, sem haldinn var á vegum Þjóð- ræknifélags íslendinga á Hótel Loftleiðum í gær. Bjarni lýsti í fyrirlestrinum för sinni út í geiminn og undirbúningi henn- ar. Hann útlistaði þá þjálfun sem geimfarar þurfa að ganga í gegnum áður en raunveruleik- inn tekur við og geimskutlunni er virkilega skotið út í loftið. í máli Bjarna kom fram að undir- búningurinn hafi skilað sér vel en það hafí samt verið hálf ótrú- legt að vera loks skotið á loft. „Alagið á likamann er gífurlegt frá því að okkur er skotið á loft og þar til við komumst á braut umhverfís jörðu.“ Bjarni fjallaði í fyrirlestrinum einnig um þá vinnu sem innt er af hendi um borð og hvernig af- rakstur hennar mun nýtast við áframhaldandi rannsóknir á jörðu niðri. Með fyrirlestrinum sýndi Bjarni myndir sem voru teknar úti í geimnum af jörð- inni, m.a. af íslandi, og sagði Bjarni við það tækifæri að hann væri líklega sá sem hefði séð mest af íslandi af þeim sem væru á staðnum, þrátt fyrir að þetta væri fyrsta ferð hans til landsins í fjörutiu ár. „Við geim- farar höfum tækifæri til að sjá jörðina frá sjónarhóli sem eng- inn annar á kost á að sjá. Það er líka mjög sérstakt að fara svona hratt í kringum jörðina en hringferðin tók um níutíu mínút- ur. Þvi' missti ég oft af því að sjá heimaslóðir mínar í Kanada áð- ur en ég áttaði mig á því að ég þurfti að fara frá rannsóknar- vinnunni hér um bil þegar við vorum yfír Hawaii til að missa ekki af Kanada." Að loknum fyrirlestri gafst tækifæri til spurninga og voru fjölmargir sem nýttu sér það. M.a. var Bjarni spurður álits á hættu þeirri sem stafar af loft- steinum og sagði Bjarni að verið væri að vinna í því að fínna leið- ir til að stýra þeim frá jörðu. Bjarni áréttaði raunar í umræð- unum þau fjölmörgu verkefni og rannsóknir í tengslum við geim- ferðir sem verið væri að vinna að. „Maðurinn hefur haft ótrú- leg áhrif á jörðina og það sér maður hvergi betur en úr geimnum, við höfðum m.a. þau verkefni að taka myndir af svæðum eins og Kína og Indónesíu en þau lönd voru yfir- leitt hulin mengunarskýi," sagði Bjarni. „Möguleikar sem geimferðir gefa vísindum og rannsóknum á jörðinni eru gífurlega miklir," Morgunblaðið/Jón Svavarsson BJARNI Tryggvason og fjölskylda hans fylgdust með hátíðahöldum vegna þjóðhátíðardagsins á Austurvelli. Morgunblaðið/Þorkell FJÖLSKYLDAN á Þingvöllum að kvöldi þjóðhátíð- ardags ásamt Heimi Steinssyni þjóðgarðsverði á Þingvöllum og Davíð Oddssyni forsætisráðherra. BJARNI og börn hans færðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra Reykjavíkur myndir sem tengjast fór Bjarna út í geiminn. sagði Bjarni einnig í umræðun- um. Þá lýsti hann yfir áhuga á að taka upp samstarf við Háskóla íslands og sagði að þjóðir hefðu í dag það val að taka annaðhvort þátt í rannsóknum sem fara fram í tengslum við geimferðir eða að standa hjá og missa af tækifær- inu. Þéttskipuð dagskrá á þjóðhátíðardegi Auk fyrirlestursins fyrir al- mennning hélt Bjarni fræðileg- an fyrirlestur í Háskóla Islands í gær. Bjarni hélt heldur ekki kyrru fyrir á þjóðhátíðardaginn en hann og fjölskylda hans fóru víða 17. júní. Þau fylgdust með hátíðahöldum á Austurvelli fyr- ir hádegi. Klukkan tólf tók Ingi- björg Sólrún Gísladóttir á móti þeim í Ráðhúsinu og bauð vel- komin til landsins. Margir Reykvíkingar notuðu tækifærið til að sjá Bjarna og hlusta á ávarp hans. Um kvöldið hélt fjölskyldan til kvöldverðar á Þingvöllum í boði forsætisráð- herra. Stefna Dana og Bandarfkjamanna í málum frumbyggja Báðar þjóðir byggðu á svipuðum hugmyndum Ráðstefna um sögu norðurslóða sett í gær RÁÐSTEFNA um sögu norður- slóða á vegum Sagnfræðistofn- unar Háskóla íslands, utanríkis- ráðuneytisins og Stofnunar Vil- hjálms Stefánssonar var sett í gær í hátíðarsal Háskólans. Ráðstefnan mun standa í þrjá daga og munu fyrirlesarar frá ellefu löndum ræða margvísleg málefni sem tengjast byggð á norðurslóðum. Helgi Þorláksson, prófessor og forstöðumaður Sagnfræði- stofnunar, setti ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Meðal annarra ræðumanna var Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sem ræddi um mikilvægi þess að fræðimenn frá löndum á norðurslóðum bæra saman bækur sínar. Á tímum kalda stríðsins hefði hemaðarlegt mikilvægi heimskautasvæðisins aukist til mikilla muna og nú væri auðveldara en áður fyrir fræðimenn að skiptast á upplýs- ingum og vinna að sameiginleg- um rannsóknum. Ingi Sigurðsson prófessor undirbjó ráðstefnuna ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytis- ins. INDÍÁNAR í Bandaríkjunum hafa á undanfómum ámm kvartað mjög yf- ir stefnu bandarískra stjórnvalda í sinn garð, viskídrykkja og aðrir mis- hollir fylgifiskar vestrænnar menn- ingar sem indíánar tóku upp eftir að þeir kynntust siðum hvíta mannsins eru til marks um hversu vel tókst að fylgja eftir þeirri stefnu bandarískra stjórnvalda að innlima frumbyggj- ana í hina bandarísku þjóð. Að sögn Ole Marquardts, sem kennir við há- skólann í Nuuk á Grænlandi, líta eskimóar á Grænlandi danska stjórnarherra allt öðrum augum og kunna þeim nokkrar þakkir fyrir að hafa kynnt fyrir sér ýmsan nútíma- munað, svo sem sjónvarpið, timbur- hús, kaffi og sykur og annað þess háttar. I fyrirlestri sínum á ráðstefnunni í Reykjavík ber Marquardt stefnu bandarískra stjórnvalda saman við stefnu danskra stjórnvalda í málefn- um eskimóa á Grænlandi á nítjándu öld. Segir hann að í upphafi þess tímabils sem um ræðir hafi stjórn- völd bæði í Danmörku og Bandaríkj- unum haft uppi svipaðar hugmyndir um nauðsyn þess að fá frumbyggja til að taka opnum örmum siðum hvíta mannsins. Eftir aldamótin 1800 segir Marquardt að bandarísk stjórnvöld undir leiðsögn Thomas Jeffersons hafi sæst á stefnu sem fól í sér að indíánar yrðu með tíð og tíma að- lagaðir vestrænum háttum, ekki yrði reynt að þrengja aðlögun uppá þá í einni svipan. Hins vegar segir Marquardt að engum vafa hafi ver- ið undirorpið að indíánar yrðu að aðlagast hinum nýju siðum. Sú stefna átti ekki rætur í illkvittni, að mati Marquardts. „Mikilvægt er að átta sig á að bandarísk stjórnvöld mótuðu stefnu sína í málefnum indíána í góðri trú. Þau töldu að með því að láta indíána taka upp vestræna siði og menningu væru þau í raun að bjarga þeim frá glötun.“ Einnig töldu stjórnvöld að indíánar myndu verða fyrir vestræn- um áhrifum hvort eð væri og að betra væri því að miðstýra þeirri þróun. Stjórn Dana mannúðleg Stefna danski-a stjómvalda í garð eskimóa tók stakkaskiptum um miðja nítjándu öldina, að sögn Marquardts en hún var reyndar alltaf fremur varkár því Danir óttuð- ust að of mikil vestræn áhrif myndu fjarlægja „styrk“ eskimóa þ.e. þá eiginleika sem þeir þörfnuðust til að elta seli í kajökum o.s.frv. „En þrátt fyrir óttann um að eskimóar „linuð- ust“ trúðu Danir þvi að þá mætti sið- væða.“ Frá um 1850 reyndu Bandaríkja- menn mjög að „ameríkanisera" indíána, færa þá úr teppum í buxur ef svo mætti að orði komast, „og buxurnar urðu að hafa vasa og vasamir urðu að innihalda banda- ríska dollara". Á sama tíma snera Danir alveg baki við slíkum mai'k- miðum á Grænlandi. „Danir reyndu þá að vernda menningu eskimóa og jafnvel snúa við hjólum siðvæðingar á Grænlandi. Ein ástæða þessa voru áhrif tiltekinna manna, þ.e. Dana, sem búsettir vora á Grænlandi og voru meðal fárra heimildarmanna danskra stjórnvalda um aðstæður á Grænlandi. Þessir menn töldu hættu á að hættir eskimóanna hyrfu alfarið ef um frekari menningaráhrif yrði að ræða.“ Aðspurður sagði Marquardt Dani hafa litið á Færeyinga og Islend- inga sem „siðaðar“ þjóðir en annað hafi gegnt um eskimóa. Hitt væri staðreynd að dönsk stjórnvöld reyndu frá því um miðja nítjándu öld ekki að kæfa menningu eskimó- anna, ekki fremur en þjóðernis- vakningu íslendinga á sama tíma- bili, heldur einkenndust stjórnar- hættir þeirra af mannúð. Eftir seinni heimsstyrjöld tóku þeir þó að reyna að laga Grænlendinga að háttum Dana á meðan Bandaríkja- menn fóru í fyrsta sinn eftir 1930 að viðurkenna rétt indíána til að eiga sína menningu og siði í friði,“ sagði Marquardt að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.