Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason JOHANNES Gijsen biskup söng messu í tilefni dagsins. F.v. eru sr. Sean, prestur í Stykkishnlmi, systir Renée, Johannes biskup og systir Jolianna. Morgunblaðið/Anna Ingólfs Gleði og góðæri í Kofaborg Egilsstöðum - Það ríkir gleði og mikil athafnasemi í Kofa- borg á Egilsstöðum. Borgin er siung og íbúamir glaðbeitt fólk af yngri kynslóðinni. Borgin er sjálfstæð og hefur ekki sameinast öðrum sveitar- félögum, heldur sameinuðust íbúar um að kjósa sér borgar- stjóra, Iögreglustjóra og velja góða þegna til þess að gegna embættum sem nauðsynleg em í hverri borg. Borg þessi reis á nokkrum dögum og enn em lausar lóðir og enn er keppst við að smiða. Svo er að sjálfsögðu verslað með varn- ing ýmiskonar og að sjálf- sögðu með nauðsynlegar veit- ingar svo sem popp og djús. Haldið upp á hálfrar aldar klausturheit Stykkishólmi - Það var hátíðisdag- ur hjá systrunum við St. Fransis- kusspítalann í Stykkishólmi sunnu- daginn 14. júní, er þess var minnst að liðin eru 50 ár frá því að tvær systur unnu klausturheit. Það var í mars 1948 að systir Jo- hanna Terpstra vann sitt heit. Hún er fædd í Amsterdam 16. maí 1928. Kom til Stykkishólms 1. mars 1964 og hefur starfað við sjúkrahúsið síð- an, eða í 34 ár. Systir Renee Lonton er fædd í Belgíu 23. október 1925 og vann sitt heit 23 ára gömul 13. júní 1948. Heitið er unnið eftir sex mán- aða reynslutíma. Síðan er það aftur unnið eftir tvö ár og í síðasta skipti að þremur árum liðnum. Systir Renee kom til Stykkishólms í sept- ember 1952 og hefur starfað þar í 46 ár. Tímamótanna var minnst í messu í kirkju systranna kl. 14.30. Þar voru mættir um 100 gestir bæði Hólmarar og gestir lengra að komn- ir. Þarna voru þrjú systkin systur Johönnu, sem búsett eru í Hollandi og komu til Islands af þessu tilefni. Þar messaði katólski biskupinn á íslandi, sr. Jóhannes Gijsen og þátt í messunni tóku katólsku prestamir sr. Testrut og sr. Sean McTierman, sem starfar með söfnuðinum í Stykkishólmi. Félagar úr kirkjukór Stykkishólms aðstoðuðu systurnar við sönginn. Að lokinni messu var boðið í kaffísamsæti á sjúkrahúsinu til að halda upp á þessi tímamót í lífi systranna. Hólmarar senda systr- unum innilegar hamingjuóskir og þakka þeim fómfúst og mikið starf sem þær hafa lagt fram til að þjóna sínum meðbræðmm. * Iþróttamað- ur Austra á Eskifirði FJÓRIR íþróttamenn komu til álita við val á íþróttamanni Austra á Eskifirði fyrir árið 1997 og varð María Hjálmarsdóttir frjálsíþróttakona fyrir valinu, en hún stóð sig mjög vel á þeim mót- um sem hún tók þátt í. Aðrír vom þau Davíð Þór Magnússon knattspyrnumaður, Tinna Alvisdóttir skíðakona og Ingunn Eir Andrésdóttir sund- kona sem einnig vom útnefnd Iþróttamenn Austra. Ungt fólk í Grindavík Grindavík - Samstarfsnefnd Gmnn- skóla Grindavíkur, Grindavflau'- kirkju, félagsmálaráðs, lögreglunnar og íþrótta- og æskulýðsnefndar stóð nýlega fyrir fundi um samanburð á unglingum í Grindavík og annars staðar. Jón Gunnar frá Rannsókna- stofnun uppeldis og menntamála (RUM) hóf máls eftir að Halldór Ingvarsson félagsmálafulltrúi hafði sett fundinn. Jón sýndi fundarmönn- um glærur sem sýndu samanburð á milli landshluta á unglingum úr könnuninni Ungt fólk 97. Samkvæmt þessari könnun virðast ungmenni í Grindavík verja mun minni tíma með foreldrum sínum og vinna meira með skóla en aðrir jafhaldrar þeirra. Hjálmar Hallgrímsson lögreglu- maður í Grindavík flutti erindi um fíkniefni og sýndi fundarmönnum meðal annars helstu tæki og tól til slíkrar iðju. Þá sagði Hjálmar frá þeim breytingum sem hægt er að sjá í lífsmynstri unglinganna ef þeir eru byrjaðir að neyta ólöglegra fíkniefna. Þá fullvissaði hann fund- armenn um að Grunnskólinn í Gr- indavík væri laus við fíkniefni og reyndar væri bærinn að mestu laus við þessa óværu þó stundum slædd- ust inn í plássið einhverjir af þess- um toga. Fundarmönnum gafst tækifæri til að spyrja framsögu- menn spurninga og nýttu þeir sér það óspart enda margt forvitnilegt sem fram kom í þessum framsögu- erindum. Það var Húgó Þórisson, sálfræð- ingur, sem flutti síðasta erindið og hreif fundarmenn með sér með skemmtilegum pistli m.a. um ung- linga, viðhorf þeirra, líðan, gildis- mat og allt það. Þá ræddi Húgó um feimni fólks við að segja „ég elska þig“ við börnin sín, feimni barnanna við sömu orð og viðbrögð foreldra þegar unglingurinn fer út af beinu brautinni. Þá þarf oft að rjúka upp með reglur ýmsar. Það var greini- legt af viðbrögðum foreldranna sem höfðu fjölmennt á þennan fund að þeir könnuðust við margt í erindinu hjá Húgó. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Morgunblaðið/Sigurgeir EINAR Daníelsson, Kristjón Jónsson og Hildur Nielsen, sem reru úr Bakkafjöru til Eyja á kajökum, í innsiglingunni til Eyja. Morgunblaðið/Benedikt Reru á kajökum til Eyja Vestmannaeyjum - Þrír félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykja- vík reru um síðustu helgi á kajökum frá Landeyjarsandi til Vestmannaeyja. Að sögn Einars Daníelssonar, eins þremenning- anna, er einn félagi þeirra með fyrirtæki sem býður upp á kajakaferðir um Vestfirði og hafa þau kynnst kajakaróðri í gegnum það. Þau hafi því smit- ast af þessari bakteríu og hafí gaman af því að róa um á kajök- unum. Ferðinni hafí reyndar ekki verið heitið til Eyja í upp- hafí. Stefnan hafí verið sett á að róa út í Langasjó en þar sem ekki viðraði til ferðar þangað ákváðu þau að skella sér til Eyja í góða veðrinu sem þar ríkti. Tók rúmlega tvo tíma Þau lögðu af stað úr Bakka- fjöru klukkan tvö aðfaranótt laugardags og segir Einar að vel hafí gengið að komast út úr brimgarðinum sem oft er erfíð- ur viðureignar við Landeyjar- sand. Þau hafí sætt lagi og náð að sneiða milli stærstu aldanna við sandinn. Róðurinn til Eyja tók siðan rúma tvo tíma og sagði hann að frábært hafí ver- ið að sigla inn til Eyja í morg- unsárið í náinni snertingu við sjóinn og bjargfuglana sem á honum kúrðu eða sátu á klettasyllum í innsigling- unni. I Eyjum notuðu þau síðan tímann til að skoða sig um og reru m.a. í kringum Heimaey en einnig fóru þau í skoðunarferð á bát Björgunarfélagsins í Eyj- um. Þegar halda átti til lands á ný á sunnudaginn var kominn kaldi og sagði Einar að þau hafi ákveðið að henda kajökunum um borð í Herjólf og sigla með honum til Þorlákshafnar í stað þess að róa til lands á ný.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.