Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Búnaðarbankinn vill blása nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn
■
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ fundi Búnaðarbankans í Iðnó í gær.
Stefnt að traustari verð-
myndun og minni áhættu
BÚNAÐARBANKINN hefur lýst
yfir að hann muni héðan í frá setja
fram 1 milljónar króna kaup- og
sölutilboð á hverjum degi í 10 af 15
stærstu fyrirtækjum á Verðbréfa-
þingi íslands. Með þessu vill hann
minnka áhættu fjárfesta við kaup
og sölu hlutabréfa, þar sem oft hef-
ur reynst erfitt að selja eða kaupa
háar fjárhæðir án þess að gengi
breytist mikið. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem Búnaðar-
bankinn hélt í gær.
Munu lækka söluþóknun
vegna hlutabréfa
Þá stefnir bankinn að því að til-
boð verði endumýjuð innan 10
mínútna frá því að viðskipti eiga
sér stað. Keppst verður að því að
munur á kaup- og sölugengi verði
ekki meiri en 3%, en hámarksmun-
ur verði 5%.
Bankinn mun lækka söluþóknun
vegna viðskipta með hlutabréf á
Aðallista Verðbréfaþings íslands
úr 3% í 1%, en tekin verður upp 1%
kaupþóknun. Söluþóknun vegna
annarra hlutabréfa verður 1,5% og
kaupþóknun 1,5%. Lágmarksþókn-
un verður 5.000 krónur.
Andri Sveinsson verðbréfamiðl-
ari hjá Búnaðarbankanum segir að
bankinn vonist til að í kjölfar þess-
ara aðgerða birti til á íslenskum
hlutabréfamarkaði. „Veltan á
skuldabréfamarkaðnum þrefaldað-
ist á síðasta ári með innleiðingu
markflokkakerfisins og öflugri við-
skiptavakt Búnaðarbankans. Bún-
aðarbankinn hefur verið leiðandi á
skuldabréfamarkaði með öflugri
viðskiptavakt sinni og var bankinn
þátttakandi í tæplega 50% við-
skipta á síðasta ári. Vegna þess
veltusamdráttar sem orðið hefiar á
hlutabréfamarkaði teljum við þörf
á að efla markaðinn og þessar að-
gerðir miða að því að minnka selj-
anleikaáhættu, treysta verðmynd-
un og gera hlutabréf þannig áhuga-
verðari kost fyrir fjárfesta," segir
hann.
Minni velta í ár
Andri bætir við að veltusam-
dráttur á hlutabréfamarkaðnum
það sem af er árinu miðað við sama
tíma í fyrra sé hvorki meiri né
minni en 45%. í fyrra hafi veltan
verið 7 milljarðar á þessum tíma,
samanborið við 3,8 milijarða í ár.
Að blaðamannafundinum lokn-
um var haldinn fundur þar sem
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
og Brynjólfs Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóri Granda hf. héldu
ræður. Geir fjallaði um ríkisfjármál
og verðbréfamarkað og kom m.a.
fram í máli hans að á síðasta ári
hefði ríkissjóður verið rekinn með
1,2 milljarða króna afgangi á
greiðslugrunni. Það væri í fyrsta
sinn síðan 1984 sem hagnaður væri
á rekstri ríkissjóðs.
Brynjólfur bar fram þá ósk til
fjármálaráðherra að stjómvöld
örvuðu hlutbréfamarkaðinn með
skattaívilnunum. Hann sagði
vandamál íslenska hlutabréfa-
markaðarins m.a. vera smæð hans
og að viðskipti með smáar fjárhæð-
ir lægju að baki miklum verðbreyt-
ingum á hlutabréfum.
Shell lok-
ar hreins-
unarstöð á
Englandi
Astralski fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch
Vill færa út kví-
arnar í Þýzkalandi
London. Reuters.
ROYAL Dutch/Shell hefur lokað
lítilli hreinsunarstöð á austurströnd
Englands og lokunin ber vott um
bölsýni vegna umframgetu í grein-
inni í Evrópu.
Þar með hefur tveimur hreins-
unarstöðvum verið lokað í Bret-
landi á einu ári vegna offramboðs á
olíuafurðum í Evrópu.
Shell kennir um aukinni notkun
jarðgass í orkuframleiðslu og upp-
hitun húsa, auknum innflutningi
frá Austur-Evrópu og spameytn-
ari bifreiðahreyflum.
Fyrirtækið segir að horfur í
greininni hafi verið slæmar í Vest-
ur-Evrópu og í nokkur ár og enn sé
ekki sýnilegt að úr muni rætast.
Umframgeta nálægt
100 milljónum tonna á ári
Afköst hreinsunarstöðvarinnar
Shell Haven voru 100.000 tunnur á
dag og afköst í greininni í Bretlandi
minnka um aðeins 5% við lokun
stöðvarinnar. Chevron lokaði
hreinsunarstöð sinni Wales Gulf Oil
um mitt ár í fyrra.
Umframgeta ESB-landa um
þessar mundir er 70-100 milljónir
tonna af hráolíu á ári, eða sem svar-
ar afköstum 9-13 olíuhreinsunar-
stöðva að sögn Shell.
Köln. Reuters.
RUPERT MURDOCH, hinn ástr-
alsk-bandaríski fjölmiðlabarón,
hefur gert Þjóðverjum heyrin-
kunnugt að hann vilji færa út kví-
amar á öðram stærsta sjónvarps-
markaði heims, í Þýzkalandi.
Murdoch lýsti þeim ásetningi sín-
um í viðskiptaferð í Þýzkalandi að
ráðast í hundraða milljóna dollara
fjárfestingar til að víkka út þýzka
rás sína, Vox.
Murdoch gaf sér tíma til að ræða
við Gerhard Sehröder, kanzlaraefni
sósíaldemókrata, í boði með ráða-
mönnum í fjölmiðlaiðnaði í Schloss-
hotel Lerbach, landareign frá 14.
öld nálægt Köln.
Murdoch virðist reyna að afla
sér stuðnings sósíaldeókrata, sem
eru nátengdir Bertelsmann.
Þýskur markaður
lokaður
Murdoch sagði í aðalræðu á fjöl-
miðlaráðstefnu í Köln að erfitt væri
fyrir erlenda aðila að komast inn á
þýzkan markað vegna þess að inn-
lend fyrirtæki hefðu hemil á þýzka
markaðnum.
„Einu fjölmiðlaítök okkar í
Þýzkalandi til þessa er 49% hlutur
í Vox, sem er lítilræði miðað við þá
hagsmuni, sem eiga fulltrúa hér í
dag,“ sagði hann.
Murdoch fagnaði úrskurði fram-
kvæmdastjórnar ESB, sem kom í
veg fyrir stafrænt áskriftarbanda-
lag sjónvarpsrisans Bertelsmanns
og bæverska auðmannsins Leo
Kirch, en benti á að áskriftarsjón-
varp þeirra, Premiere, gæti einnig
orðið ógnun.
Murdoch hvatti framkvæmda-
stjórnina til að tryggja að Premi-
ere yrði stafrænn sjónvarpsvett-
vangur, opinn öllum sjónvarpsrek-
endum á þýzkum markaði.
Helzta áhugamál Murdochs í
Þýzkalandi er að bjarga Vox úr
sjálfheldu vegna þess að Bertels-
mann, sem á 24,9% í stöðinni, hef-
ur komið í veg fyrir fyrirætlanir
um aukin umsvif af ótta við að Vox
geti ógnað RTL-rás Bertels-
manns.
„Okkur er það mikið kappsmál að
auka starfsemina í Þýzkalandi,"
sagði Murdoch fréttamönnum. „Við
viljum gera Vox að virku afli hér.
Við þurfum stuðning annarra hlut-
hafa og vinnum að því að tryggja
hann.“
Murdoch vill bæta fréttir og
annað efni Vox til að auka hlutdeild
stöðvarinnar á markaðnum í 10%
úr 3% nú.
Markus Tellenbach, fram-
kvæmdastjóri Vox, kvað stöðina
hafa sýningarrétt á stórmyndum
frá 20th Century Fox eins og Tit-
anic, en ekki geta aflað nógu
margra auglýsinga til að það borg-
aði sig að sýna slíkar myndir.
Miklar auglýsingatekjur
í húfi
Murdoch kveðst hafa í athugun
að blanda sér í stafrænu sjónvarps-
deiluna í Þýzkalandi, en ekki hafa
rætt við Leo Kirch, sem kann að
neyðast til að loka DFl stöð sínni
vegna banns ESB við samruna
DFl og Premiere.
í Þýzkalandi era 34 sjónvarps-
rásir, þar af tvær ríkisreknar
menningarstöðvar, sem era í vexti.
Auglýsingatekjur á þessum mark-
aði vora um átta milljarðar marka í
fyrra og þær fara vaxandi. Bertels-
mann AG og Leo Kirch ráða lögum
og lofum á markaðnum og Mur-
doch virðist einn fárra sem geta
ógnað þeim.
Lagt til að
Köhler
taki við
EBRD
London. Reuters.
ÞJÓÐVERJAR hafa formlega
lagt til að þýzki bankastjórinn
Horst Köhler verði bankastjóri
Viðreisnar- og þróunarbanka
Evrópu, EBRD.
Fjármálaráðherrar Efna-
hagssambandsins samþykktu í
síðustu viku að styðja Köhler
og talið er nær víst að hann
hljóti embættið. Það hefur ver-
ið laust síðan Frakkinn
Jacques de Larosiere dró sig í
hlé í janúar.
Ailir 64 hluthafar EBRD
geta tilnefnt mann í ewmbætt-
ið til 22. júní.
Köhler er 55 ára gamall for-
stöðumaður sambands þýzkra
sparisjóða, sem hefur bæði
starfað í einkageiranum og hjá
ríkinu. Hann var um skeið að-
stoðarfjármálaráðherra.
EBRD í London hefur starf-
að síðan 1991 og fjármagnar og
styrkir þróun í fyrrverandi
kommúnistalöndum.
Hærra verð
á htísnæði í
Bretlandi
London. Reuters.
NOKKUR hækkun á verði
húsnæðis í London og suðaust-
urhluta Englands stuðlaði að
því að meðalverð brezkra fast-
eigna hækkaði um 0,6% á
fýrsta ársfjórðungi að sögn
fatseignamatsdeildar brezka
fjármálaráðuneytisins.
Fjörutíu af hundraði húsa,
sem skiptu um eigendur, vora í
London og Suðaustur-
Englandi. Verðmæti seldra
húsa á þessu svæði nam 53% af
heildarverðmæti þeirra fast-
eigna, sem seldar voru í
Englandi og Wales samkvæmt
i skýrslu fasteignamatsdeildar-
innar.
Ef sala í þessu landshorni er
ekki talin með lækkaði meðal-
verð fasteigna nokkuð annars
staðar á Englandi og í Wales
segir í skýrslunni.
Meðalverð allra fasteigna í
Englandi og Wales hefur
hækkað um 9,4% miðað við
fyrsta ársfjórðung 1997, en á
sama tíma dróst sala saman
um 3,7 af hundraði.
Beðið eftir
Springer-
tilboði
London. Reuters.
BÚIZT er við að þýzka blaða-
útgáfufyrirtækið Axel Sprin-
ger Verlag AG bjóði formlega í
Mirror Group Plc í Bretlandi
fyrir júnílok að sögn Lundúna-
blaðsins The Times.
Samkvæmt frétt blaðsins
vinnur stjórnarformaður
Springer-fyrirtækisins ötul-
lega að lausn málsins og nauð-
synlegs fjár hefur verið aflað.
Hermt er að Springer-fyrir-
tækið reyni að vega og meta
hvaða áhrif það getur haft að
varaforstjóri Miirors, Kelvin
MacKenzie, hefur sagt af sér
og gert tilboð í útvarpsstöðina
Talk Radio.