Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Seðlabankar Bandaríkjanna og Japans styrkja stöðu jensins
Gengi japanskra
verðbréfa snarhækkar
eftir íhlutunina
Tókýó. Reuters.
GENGI japanskra verðbréfa
hækkaði um 4,39% í gær eftir að
seðlabankar Bandaríkjanna og
Japans keyptu jen fyrir milljarða
Bandaríkjadollara til . að styrkja
japanska gjaldmiðilinn.
Leiðtogar ríkja Austur-Asíu
fögnuðu íhlutun seðlabankanna,
sem eru taldir hafa keypt jen fyr-
ir allt að sex milljarða dollara,
andvirði 432 milljarða króna.
Aætlað er að bandaríski seðla-
bankinn hafi keypt jen fyrir tvo
milljarða dollara, andvirði 140
milljarða króna, og er þetta í
fyrsta sinn í sex ár sem bankinn
grípur til slíkra aðgerða til að
styrkja jenið.
Búist við skattalækkun
Hagfræðingar í Tókýó sögðu þó
að áhrifa gjaldeyrisíhlutunarinnar
myndi ekki gæta lengi ef stjóm
Japans fylgdi henni ekki eftir með
efnahagsumbótum. Fjármálamenn
eru flestir þeirrar skoðunar að jap-
anska stjómin hafi lofað Banda-
ríkjastjóm að gera ráðstafanir til
að blása lífi í efnahaginn og gera
róttækar úrbætur á japanska
bankakerfinu í staðinn fyrir aðstoð
Bandaríkjamanna við að styrkja
jenið.
Fyrir íhlutunina var gengi
dollarans rúm 146 jen og japanski
gjaldmiðillinn hafði ekki verið jafn
veikur í átta ár. Gengi dollarans
var tæp 137 jen í New York eftir
íhlutunina og búist var við að seðla-
banki Japans myndi skerast aftur í
leikinn ef gengi dollarans hækkaði
vemlega aftur.
Hikara Matsunaga, fjármála-
ráðhema Japans, kvaðst ánægður
með viðbrögð markaðanna og
sagði að íhlutun seðlabankanna
hefði haft „afgerandi“ áhrif á
stöðu jensins. Gengi japanskra
ríkisskuldabréfa lækkaði þar sem
íhlutun seðlabankanna kynti undir
vangaveltum um að japanska
stjórnin myndi íhuga varanlega
lækkun á tekjusköttum til að blása
lífi í efnahaginn. Japanska dag-
blaðið Nihon Keizai Shimbun
sagði í gær að stjórnin kynni að
tilkynna skattalækkunina fyrir
kosningar til efri deildar þingsins
12. júlí.
Óvænt
traustsyfirlýsing
Ihlutun bandaríska seðlabank-
ans kom á óvart þar sem Banda-
ríkjastjórn hafði ítrekað sagt að
eina leiðin til að styrkja jenið væri
að koma á efnahagsumbótum í Jap-
an. Stjórnin í Tókýó hafði sætt
gagnrýni fyrir að hafa ekki gert
nóg til að rétta efnahaginn við en
litið var á íhlutun Bandaríkjanna
sem yfirlýsingu um traust á efna-
hagsstefnu japönsku ráðamann-
anna.
Lawrence Summers, aðstoðar-
fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
hélt til Tókýó í gær til að ræða við
embættismenn japanska fjár-
málaráðuneytisins um efnahagsá-
standið í Japan og fjármálakrepp-
una í Austur-Asíuríkjunum. Ráð-
gert er að Summers ræði við
Matsunaga í dag og japanski fjár-
málaráðherrann kvaðst ætla að
útskýra hvernig stjórnin hygðist
taka á vanda bankanna, sem er
helsta hindranin fyrir efnahags-
bata í Japan. Summers ætlar
einnig að sitja fund aðstoðarfjár-
málaráðherra sjö helstu ríkja
heims á morgun.
Gengisfelling ekki
nauðsynleg í Kína
Óttast hafði verið að ef gengi
jensins hækkaði ekki myndi það
valda nýrri hrinu gengisfellinga í
nágrannaríkjunum, einkum í Kína.
Það yrði síðan upphafið að nýrri
erbetraaðvandavalið. Hjaokkui
finnur þú það sem þú leitar að og
þú gerirörugglega.
j-
Marco borö. Beyki. Stækkanlegl Kr. 8.640,-
Didde stólar. Beyki. Kr. 4.500,- stk.
Eidhúsborð oci 4 stólar fctjanusooro oq *+ sioiar tjanusDorö oci 4 sioiar
Marie bcrö. Beykí. StækkanlegL Kr. 11.520,- Möleboið.lÆeyti.Stækkanl.Kr.11520,- Bodagaboiö.rtiílLStækkanlegt.Kr. 8.990,
Jonna stólar. Beyki. Kr. 4.970,- slk. Lxccastólar. Beyki.Kr. 5.180,-stk. Sonjastólar.HvltlKr.6.410,-stk.
dl
mm
1...
HÚSGAGNAHÖLUN
BIkUhöt« 20-112 Rvflc-8:510 8000
KOMDU OG 6K0DADU
OKKAR FRABÆRA URVAL.
Reuters
JAPANSKIR kaupsýslumenn fylgjast með gengi verðbréfa í glugga
verðbréfamiðlunar í Tókýó, en í kauphöllinni þar hækkaði gengið um
meira en 4% í gær, eftir íhlutun bandaríska seðlabankans.
kreppu í Asíu og síðan um allan
heim.
Dai Xianglong, seðlabankastjóri
Kína, fagnaði gjaldeyrisíhlutuninni
í gær og sagði að ekki væri nauð-
synlegt að fella gengi kínverska
gjaldmiðilsins, júansins. Nokkram
dögum áður hafði seðlabankastjór-
inn kynt undir ótta manna við að
gengi júansins yrði fellt með því að
lýsa því yfir að gengislækkun jens-
ins hefði dregið úr útflutningi Kín-
verja og erlendum fjárfestingum í
Kína.
Hagfræðingur við kínverska
seðlaþankann sagði að íhlutun
bankanna væri góð tíðindi fyrir
Kínverja og kvaðst telja að gengi
jensins myndi haldast stöðugt.
Leiðtogar og seðlabankastjórar
annarra Asíuríkja fögnuðu einnig
íhlutuninni og sögðust vona að hún
myndi stuðla að jafnvægi á asísku
fjármálamörkuðunum.
íhlutunin slær vopnin úr hönd-
um hægrisinnaðra þjóðemissinna í
Japan, sem hafa sakað Banda-
ríkjamenn um að hafa valdið efna-
hagsvanda landsins og ekki gert
nóg til að hjálpa Japönum að vinna
sig út úr kreppunni. Þjóðernis-
sinnarnir hafa mótmælt nýlegum
umbótum stjórnarinnar á fjár-
málakerfinu og sagt að þær hafi
aðallega komið bandarískum auð-
jöfrum til góða.
Reuters
Holbrooke tekur við
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
hyggst tilnefna Bill Richardson,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, orkumála-
ráðherra, og Richard Holbrooke,
samningamann Bandaríkja-
stjórnar á Balkanskaga, eftir-
mann Richardsons lyá SÞ. Til-
kynnti forsetinn þetta í gær. Hér
innsigla þeir þrír, Holbrooke,
Ciinton og Richardson ákvörðun-
ina en öldungadeild Bandaríkja-
þings verður að staðfesta skip-
unina í embættin.
Holbrooke er talinn einn aðal-
maðurinn á bak við Dayton-frið-
arsamkomulagið um lok Bosniu-
striðsins. Hann hefur ennfremur
reynt að miðia málum í Kosovo-
deilunni og deilu Grikkja og
Tyrkja á Kýpur.
Hlutverk Richardsons verður
að takast á við verkefni á borð
við samninga og aðgerðir í
tengslum við loftslagsbreytingar
og gróðurhúsaáhrif en Clinton
sagði það verða eitt brýnasta
verkefni bandarískra stjórnvalda
á næstu árum.
Richardson tekur við af
Federico Pena, sem tilkynnti
fyrr á þessu ári að liann hygðist
hætta afskiptum af stjórnmál-
um og hefja störf í einkageir-
anum. Talið er að með skipun
Richardsons sé Clinton að koma
til móts við kröfur spænsku-
mælandi Bandaríkjamanna um
að stjórnmálamaður ættaður
frá Mið- Ameríku fái embættið
en Richardson er hálfur Mexí-
kani.
netinu
eia á FM S57 og
fylgstu mei.