Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
01
PNUNARMYND þess-
i arar kvikmyndahátíðar
nýjasta mynd Kam-
inskis, Þjóðverjar. Há-
tíðin, sem stendur yfir til 26. júní
er haldin í samvinnu sendiráðs
Póllands fyrir Island sem er í
Ósló, Kvikmyndasafns íslands,
pólsku kvikmyndasamtakanna og
pólska kvikmyndasjóðsins. Atta
kvikmyndir frá síðustu 20 árum
verða á hátíðinni, þar af fjórar
eldri kvikmyndir Krzysztofs
Kieslowskis; Ahugamaðurinn, Til-
viljun, Án enda og Stutt mynd um
ást, ný mynd, Þeysireið, eftir
Krzyzstof Zanussi, Sólúr eftir
Andrzej Kondratiuk og kvik-
myndin Ástarsögur eftir Jerzy
Stuhr, fyrrum samverkamann
Kieslowskis. Um þessar mundir
er unnið að endurbótum á hús-
næði Bæjarbíós þangað sem
Kvikmyndasafn Reykjavíkur hef-
ur flutt starfsemi sína og stefnt er
að því að taka aftur upp kvik-
myndasýningar í húsinu með
áherslu á klassískar mynd-
ir.
Pólverjar hafa lengi verið
með öflugri kvikmynda-
gerðarmönnum í Evrópu og
á hverju ári eru gerðar um
20 kvikmyndir í fullri lengd,
20 sjónvarpsmyndir auk
fjölda teiknimynda og
heimildarmynda. Akkilles-
arhæll kvikmyndalistarinn-
ar er sá mikli kostnaður
sem henni fylgir, og eins og
Zbigniew Kaminski bendir
á þá skiptir oft engu máli
hvort um er að ræða list-
rænar eða markaðsvænni
kvikmyndir, og auðvitað
reynist talsvert þægilegra
að nálgast fjármagn fyrir
þær síðarnefndu.
Á meðan kommúnistar
réðu í landinu voru pólskar
kvikmyndir eingöngu fjár-
magnaðar af ríkinu en með
lýðræðislegum umbótum
dróg úr ríkisstyrkjum þó að
pólski kvikmyndasjóðurinn
leggi enn um 30% fjármagns til
hverrar myndar, sem verður að
teljast umtalsvert þar sem um svo
margar kvikmyndir er að ræða ár-
lega. Á móti koma svo oftast styrk-
ir frá ríkissjónvarpinu og einka-
reknum sjónvarpsstöðvum. Ta-
deusz Scibor-Rylski segir pólska
kvikmyndagerðarmenn einnig leita
í aukna mæli til erlendra aðila við
fjármögnun mynda sinna. Þar er
einkum um tvær leiðir að ræða;
Evrópumarkaður og Bandaríkja-
markaður. Kieslowski er dæmi um
kvikmyndagerðarmann sem leitaði
fjái-mögnunar í Evrópu, einkum
Frakklandi, og í sjóði Evrópusam-
bandsins, Euroimage, þar sem
styrkveitingar eru skilyrtar við
Þjóðverjar eftir
Kaminski opnun-
armynd á pólskri
kvikmyndahátíð
Hér á landi er staddur pólskur kvikmynda-
leikstjóri, Zbigniew Kaminski, ásamt
yfírmanni pólska kvikmyndasjóðsins,
Tadeusz Scibor-Rylski, og er tilefnið pólsk
kvikmyndahátíð sem hefst í Bæjarbíói
í Hafnarfirði í kvöld.
Morgunblaðið/Arnaldur
PÓLSKI kvikmyndaleikstjórinn Zbigniew Kaminski. Nýjasta kvikmynd hans, Þjóð-
verjar, er opnunarmynd pólskrar kvikmyndahátíðar sem hefst í Bæjarbíói í Hafn-
arfirði í kvöld.
þátttöku þriggja Evrópulanda í
hverri mynd.
Zbigniew Kaminski kaus hins
vegar að setjast að í Bandaríkjun-
um eftir ársdvöl í Þýskalandi þeg-
ar hann yfírgaf heimaland sitt ár-
ið 1981. „Á þeim tíma var mikil
hætta á að herlög yrðu sett í land-
inu auk þess sem mér þótti tími til
kominn að breyta til og reyna fyr-
ir mér annars staðar," segir
Zbigniew. „Þegar lýðræði var
komið á í Póllandi árið 1989 og
ástandið fór batnandi hafði ég
hins vegar komið undir mig fótun-
um í Los Angeles óg kaus því að
búa þar áfram og koma á sam-
vinnu milli Bandaríkjanna og Pól-
lands um kvikmyndagerð.“
Zbigniew Kaminski lauk námi
frá kvikmyndaskólanum í Lods
árið 1971 þar sem margir þekktir
leikstjórar á borð við Roman Pol-
anski hafa einnig hlotið sína
menntun. Hann hefur unnið til
verðlauna á kvikmyndahátíðum í
Locarno, Berlín og Houston og
skrifað handritið að kvikmynd
samstarfsmanns síns, Andrzej
Wajda, Þernurnar í Wilko, sem
tilnefnd var til Óskarsverðlauna
sem besta erlenda myndin árið
1980.
Fjölskyldudrama úr síðari
heimsstyrjöld
Kvikmynd Kaminskis á hátíð-
inni, Þjóðverjar, er frá síðasta ári
og er byggð á þekktu samnefndu
leikriti eftir Leon Kruczkowski frá
1941 sem ávann sér fljótlega fast-
an sess innan pólskra leikhúsbók-
mennta. Með aðalhlutverk í mynd-
inni fer sænski leikarinn Per
Oskarsson er hlaut Gullna pálmann
sem besti karlleikari í Cannes árið
1969 fyrir hlutverk sitt í Sulti eftir
sögu Knuts Hamsuns. Þjóðverjar
er fjölskyldudrama sem gerist í
Póllandi á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Fjölskyldan kemur
saman í tilefni afmælis fóðurins og
háskólaprófessor'sins sem Per
Oskarsson leikur og upp koma erf-
iðar siðferðislegar spumingar er
tengjast stríðinu. Innan fjölskyld-
unnar em bæði gallharðir þjóðem-
issinnar og aðrir sem er ríkjandi
ástand lítt þóknanlegt og þegar
gamall fjölskylduvinur af gyðinga-
ættum leitar óvænt næturgistingar
eftir að hafa flúið þrælkunarbúðir
nasista vaknar sú spurning hvort
fjölskyldan muni hjálpa honum.
Nauðugur kostur að
gangast undir lögmál
markaðarins
Zbigniew segir kvik-
myndir sínar ekki pólitísks
eðlis heldur fyrst og fremst
dramatískar og gjarnan
fjölskyldusögur, þó að ekki
verði hjá því komist að lýsa
þjóðfélagslegum bakgmnni
myndanna hverju sinni þar
sem slíkt hafi áhrif á tilfinn-
ingar og örlög persónanna.
Þetta er önnur kvikmyndin
sem Zbigniew gerir á ensku
og segir hann að við þá þró-
un verði einfaldlega ekki
ráðið, allra síst þegar hann
sé kominn í samvinnu við
bandaríska framleiðendur
og dreifendur. „Bandarískir
áhorfendur kæra sig ekki
um sjá textaðar myndir og
því hlýt ég að fylgja lögmál-
um markaðarins og gera
myndir á ensku,“ segir
Zbigniew. En óttast hann
þá ekki að markaðslögmálin
verði listrænum metnaði yfir-
sterkari í myndunum? „Sú hætta
er vissulega fyrir hendi en það er
ekki um annað að ræða. Ef fjár-
sterkir framleiðendur og öflugir
dreifingaraðilar eiga að fást að
myndunum þá verður maður að
ganga að kröfum þeirra, gera
myndir á ensku með þátttöku
bæði bandarískra og pólskra leik-
ara og a.m.k. einu þekktu nafni í
kvikmyndaheiminum sem þeir
geta skreytt auglýsingarnar sínar
með. Og þó að enn sé nokkur
munur á bandarískum og evr-
ópskum markaði hvað þetta varð-
ar þá spái ég því að innan örfárra
ára verði sömu lögmál orðin ríkj-
andi í Evrópu.“
VERK eftir Hörpu.
Harpa sýmr í SPRON
HARPA Björnsdóttir opnar sýn-
ingu í útibúi Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis í Álfabakka
14, Mjódd, sunnudaginn 21. júní
kl. 14-16.
Harpa stundaði nám við
Menntaskólann í Reykjavík, Iðn-
skóla Vestmannaeyja, Háskóla Is-
lands og Myndlista- og handíða-
skóla íslands, en þaðan lauk hún
námi 1982 úr nýlistadeild.
Hún dvaldi við nám og störf á
Irlandi og í Danmörku á árunum
1980-1982 og hefur dvalist á
vinnustofum í Frakklandi, Finn-
landi, Danmörku, Italíu, Irlandi,
Spáni og Bali, en hefur haft fasta
búsetu í Reykjavík.
Harpa hefur haldið 18 einka-
sýningar og tekið þátt í mörgum
samsýningum hér á landi og er-
lendis.
Hún hefur unnið mest að mál-
verki og grafík, en einnig notað
þann efnivið sem hentugur er
hverju sinni.
Sýningunni lýkur 24. október
og verður opin mánudaga til
föstudaga á afgreiðslutíma útibús-
ins, kl. 9.15-16.
Arni Elfar hlaut
starfsstyrk lista-
manna í Garðabæ
VORIÐ 1992 samþykkti bæjar-
stjórn Garðabæjar að fela menn-
ingarmálanefnd Garðabæjar að
gera árlega tillögu til bæjar-
stjórnar um úthlutun starfs-
styrkja til listamanna í Garðabæ.
Eitt af þeim skilyrðum sem sett
hafa verið um styrkveitingu er
að listamaðurinn sé búsettur í
Garðabæ.
Að tillögu menningarmála-
nefndar hefur bæjarstjórn
Garðabæjar samþykkt að veita
Árna Elfar, tónlistar- og mynd-
listarmanni, starfsstyrk úr
menningarsjóði á árinu 1998.
Ingimundur Sigurpálsson bæjar-
stjóri afhenti listamanninum
starfsstyrkinn á þjóðhátíðardag-
inn 17. júní í Vídalínskirkju.
Árni Elfar er fæddur 5. júní
1928 á Akureyri. Árni stundaði
nám við Handíðaskólann 1940 og
Tónlistarskólann í Reykjavík
1954, en er sjálfmenntaður tón-
listar- og myndlistarmaður að
öðru leyti. Árni spilaði með öll-
um helstu dans- og djasshljóm-
sveitum í Reykjavik og víðar,
m.a. í Þýskalandi, Moskvu og
New York, til 1972. Hann lék
jafnframt í Sinfóníuhljómsveit
íslands um 30 ára skeið eða frá
1957-1988. Eftir að Árni hætti
að starfa í dans- og djasshljóm-
sveitum tók hann að rækta
myndlistina fyrir alvöru. Hann
starfar nú við píanóleik og
myndlist.
Eftir Árna liggur fjöldi teikn-
inga og málverka. Hann hefur
sýnt myndverk á sýningum bæði
hér heima og erlendis. Árni hef-
ur myndskreytt fjölda bóka og
blaða. Mörg verk Árna eru í eigu
fyrirtækja og stofnana.
Skólasinfón-
íuhljómsveit
á Islandi
AMERÍSKA skólasinfóníu-
hljómsveitin The Peabody Sin-
fonia frá Baltimore kom til ís-
lands í gær og heldur fyrstu tón-
leika sína 1 Vestmannaeyjum í
kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru
sjötta sinfóma Beethovens,
Ofullgerða sinfónían eftir
Schubert og fiðlukonsert eftir
Bob Sirota. Seinni tónleikamir
verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á
sunnudaginn kl. 17, en þá mun
Léttsveit Kvennakórs Reykja-
víkur undir Jóhönnu Þórhalls-
dóttur taka þátt í tónleikunum.
Stjórnandi sinfóníuhljómsveitai--
innar er Gene Young, en hann
hefur starfað með ýmsum þekkt-
um tónskáldum. Hljómsveitin er
45 manna og er skipuð efnileg-
ustu nemendum The Peabody
Institute. Heimsókn hennar
stendur fram á miðvikudag.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
„ Bæj arlistamað-
ur Mosfellsbæj-
ar 1998“
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir
(Diddú) hlaut hinn 17. júní
starfslaun listamanna úr Lista-
og menning-
arsjóði Mos-
fellsbæjar,
og þar með
heiðursnafn-
bótina „Bæj-
arlistamaður
Mosfellsbæj-
ar 1998“.
Vi ð u r-
kenningin
var afhent í
upphafi há-
tíðarhalda þjóðhátíðardagsins í
Álafosskvosinni. Bjarki Bjarna-
son, formaður Menningamála-
nefndar Mosfellsbæjar, lýsti
kjörinu, og Jónas Sigurðsson
forseti bæjarstjórnar afhenti
viðurkenningarskjalið ásamt
verðlaunagrip, unnum af Ás-
laugu Höskuldsdóttur leirlista-
konu.
í þakkarávarpi sínu sagðist
Diddú vera djúpt snortin og
meta viðurkenninguna mikfis,
ekki síst með tilliti til hversu
margir frábærir listamenn búa
og starfa í Mosfellsbæ.
Síðasta
sýning
„Á sama tíma að ári“
TVÖ ár era í kvöld síðan gaman-
leikritið Á sama tíma að ári var
framsýnt. Fyrsta sýningin var á
Húsavík 1996 en Loftkastalinn
byrjaði sýningai’ verksins með
því að fara í leikferð um landið
og síðan hefur það verið sýnt í
Loftkastalanum.
Þau Sigurður Siguijónsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir sem leika
Georg og Dóru hafa nú leikið það
115 sinnum og fer nú að koma að
endapunktinum á þeirra sam-
staifi.
Síðasta sýning verður í kvöld
kl. 21.
Sýningu
lýkur
Gallerí Geysir
SÝNINGU Miles Holden í Gall-
eríi Geysi lýkur nú um helgina.
Á sýningunni eru bæði fígúratív
og óhlutbundin verk eftir lista-
manninn. Sýningunni lýkur 21.
júní.
Sigrún
Hjálmtýsdóttir