Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 48
.^8 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1998
......
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Mót niðja
' MÓT þetta var haldið í hásumar-
blíðu í Reykholti í Borgarfírði helg-
ina 6. og 7. júní sl. Þátttakendur
voru um 100 talsins, niðjar á öllum
aldri og makar þeirra. Mótið undir-
bjuggu með frábærum hætti fjórir
niðjar af þriðja ættlið, þær Auður
dóttir Torfa, Svava dóttir Guðrún-
ar, Kristín dóttir Aslaugar og Ást-
dís dóttir Erlu. Þær höfðu látið
Mót niðja Þorsteins
Agústssonar trésmiðs
^ frá Torfufelli í Eyja-
firði og Guðrúnar Her-
mannsdóttur frá
Fremstuhúsum í Dýra-
fírði var haldið 6. og 7.
júní í Reykholti í Borg-
arfirði. Hermann Þor-
steinsson segir hér frá
niðjamótinu.
__ ^era vandað hefti, en á forsíðu þess
eru myndir af forföður og -móður
og börnum þeirra sex, þrír synir og
þrjár dætur. Fremst í heftinu er
dagskrá þessa fyrsta niðjamóts
ættarinnar og síðan greinargott
niðjatal, allt til hinna yngstu 1 árs
sprota. Fyrir
„frænkuráðið“ setti
Kristín þetta mót
með nokkrum orð-
um og síðan tók við
veislustjórn laugar-
dagskvöldið Agúst
**"-konur Guðrúnai- og
bróðir Svövu, en
hann er búsettur á
Isafirði og hafði
„heyjað“ vel á
Vestfjörðum fyrir
skemmtilega og
stórfróðlega frá-
sögn, sem hann
flutti af Vesturætt-
inni. Frásögn af
Norðurfólkinu kom
í hlut Hermanns,
sonar ættföðurins.
Hann sagði m.a.
frá aldargömlu at-
viki, sem háöldruð,
eyfirsk látin vinkona hans, Sigrún í
•‘t’Höfða, hafði sagt honum frá, er þau
voru innilokuð í borginni Amman í
Jórdaníu á dögum sex daga stríðs-
ins og biðu þess að losna úr prís-
undinni. Hún hafði séð og heyrt af
hinum ásjálega og efnilega tré-
smíðanema, Þorsteini, sem var við
nám hjá þekktum meistara í Eyja-
firði, sem sett hafði unga, myndar-
lega dóttur sína til að vera þjónusta
Þorsteins hins unga, halda klæðum
hans hreinum og gera við sokka-
plögg hans. Vel fór á með þeim
tveim um skeið eða þar til henni
varð það á að stoppa í ullarsokka
hans með bandi af röngum lit. Það
kunni hinn vandláti og vandvirki
trésmíðanemi ekki að meta og af-
sagði frekari þjónustu meistara-
dótturinnar. Aður hafði hann m.a.
verið með við að ljúka smíði hinnar
fögru Grundarkirkju í Eyjafirði, en
tréverk hennar allt, bæði úti og
inni, lofar vissulega enn þann dag í
dag þá, er það unnu. Var það tilvilj-
un eða handleiðsla, að sonur Þor-
steins kirkjusmiðs varð til þess síð-
ar um áratugi, sem ólaunaður sjálf-
boðaliði, að leiða aðra kirkjusmiði
við að fullgera fyrir vígslu þjóðar-
helgidóminn fagra á hæðinni í
hjarta höfuðborgarinnar, minning-
arkirkju Hallgríms Péturssonar?
Amman hans dýi'firska kunni Pass-
íusálma Hallgríms „afturábak og
áfram“, að sögn Torfa smiðs, sonar
hennar. Þessi umsögn vakti unga
ömmudrenginn snemma til um-
hugsunar um þessa merkilegu
sálma og höfund þeirra, sem amm-
an „sterkgreinda, hagmælta og
beinskeytta í tilsvörum", eins og
hún er umtöluð í mótsgögnunum
nú, kunni svo gjörla.
Hún hafði sérstakar mætur á
þessum dóttursyni, sem hún nefndi
„fallegan sinn“, er hún umfaðmaði
hann meðan bæði lifðu. Þessi
eyfirsku og dýrfirsku áhrif virðast
hafa verið fyrirhuguð til góðs fyrir
marga. Jón Sig-
urðsson og Ingi-
björg kona hans
eignuðust ekki
böm, en allir Is-
lendingar voru
sagðir börn þeirra,
vegna þess sem
þau unnu í þágu
þeirra. Þótt ólíku
sé saman að jafna,
þá er nokkur
skyldleiki með því
sem nefndur
smiðssonur og
Ingibjörg kona
hans, en þau eign-
uðust ekki af-
kvæmi, unnu sam-
an, en um áratugi
lögðu þau hönd á
þann þolinmæðis-
plóg, sem ruddi
braut helgidóms-
ins, sem allir íslendingar eiga og
þjónar nú svo mikilvægu hlutverki í
daglegu lífi okkar, öllum til bless-
unar og Guði til dýrðar. Samtímis
unnu þau um áratugi sem drifkraft-
ur við undirbúning endurnýjaðrar
íslenskrar Biblíu-útgáfu, sem út
kom árið 1981. Honum tókst að
stilla saman þann hóp fræðimanna,
sem vann að þessu verki og hún var
prófarkalesari, sem sérstakt orð fór
af. Þessi verk, ásamt öðru fleiru,
voru börnin þeirra sem þau glödd-
Ættarmót
Qvðrúnar Hermaoastfatr^
fotslánslígiístssanar
© d
*X-‘JCfja aj) Rcylchold
s- °g- 7. júnflí>9s
FORSÍÐA heftisins, sem
getið er í greininni.
■
ALDURSFORSETI niðjanna og höfundur greinarinnar í hátíðarbún-
ingi og vinkonur hans tvær.
VEISLUSTJÓRINN Ágúst gleður frændliðið.
SPORTVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 23 S: 551 5599
LAGERSALAN
ust yfir. Þessa er getið vegna þess,
að þessi smiðssonur er sá eini í sex
systkina hópnum sem ekki lætur
eftir sig önnur „börn“ en þau er
nefnd voru. En á niðjamótinu nú
glöddust saman um 100 manns og
höfðu þó ekki allir niðjarnir tæki-
færi til að vera með að þessu sinni.
Ef nú meistaradóttirin og þjón-
usta trésmíðanemans forðum hefði
vandað sig betur, þá hefði niðja-
mótið nú haft annað útlit og yfir-
bragð, aleyfirskt, en önnur
„blanda“ var sem sagt fyrirhuguð,
til góðs. Smiðurinn ungi tók sig
fljótt upp eftir aðskilnaðinn og hélt
suður til Reykjavíkur og gerðist
liðsmaður hins þekkta trésmíða-
verkstæðis Jón Halldórsson & co.
við Skólavörðustíg. A þess vegum
vann hann m.a. að innra tréverki
stórhýsa Landsbankans og Eim-
skipafélagsins, en það tréverk allt
hefur staðist tímans tönn og ber
fagurkerum vitni. Hjá Jóni Hall-
dórssyni & co. kynntist Þorsteinn
m.a. tveim dýrfirskum trésmiðum
frá Fremstuhúsum í Dýrafirði,
Torfa og Hermanni, afa hins vin-
sæla og glaðsinna Hemma Gunn,
en systir þeirra, Guðrún, var þá í
þjónustu á efri hæð verkstæðis-
hússins, hjá einum af eigendum fyr-
irtækisins, Bjarna frá Galtafelli,
bróður Einars Jónssonar mynd-
höggvara. Þar fóstraði hún m.a. son
Bjarna og konu hans, Hörð, síðar
húsameistara ríkisins, er um langt
skeið annaðist arkitektaþjónustu
Hallgiímskirkju, eftir lát höfundar
hennar, Guðjóns Samúelssonar,
prófessors. Þarna við Skólavörðu-
stíginn lágu leiðir hins eyfirska
Þorsteins og hinnar dýrfirsku Guð-
rúnar fyrst saman, sem leiddi til
hjónabands 3.10. 1914. Þau eignuð-
ust sex börn: Torfa, f. 1915, d. 1975,
Guðrúnu, f. 1917, d. 1998, Áslaugu,
f. 1919, d. 1995, Hermann, f. 1921,
Ágúst, f. 1925 og Eriu, f. 1927. A
niðjamótinu í Reykholti var það
ekki síst yngsta kynslóðin, sem var
gleðigjafinn með listdansi, einsöng
og píanóleik, auk þess sem allir
voru þátttakendur í hinni ljúfu
sönglist, sem hljómaði þarna á hinu
foma setri Snorra Sturlusonar
langt fram eftir kvöldi og á hinni
björtu sumarnótt blönduðu margir
geði fram undir morgun og knýttu
og treystu niðja-böndin.
Á sunnudagsmorgninum naut
hópurinn góðrar helgistundar í
hinni nýju og fögru Reykholts-
kirkju með staðarprestinum, sr.
Geir Waage, prófessor. Þar lagðist
allt á eitt til að gera þá stund bless-
aða og eftirminnilega. Síðdegis var
svo samverunni slitið utanhúss á
hinum sólbaðaða Reykholtsstað.
Svava, fyrsta barnabarn Þorsteins
og Guðrúnar, ávarpaði hópinn og
þakkaði samvemna, en hún hafði á
veislukvöldinu minnst bæði afans
og ömmunnar með kærleiksi-íkum
hætti, en hún fæddist í þeirra hús-
um og lifði þar sín fyrstu 1-2 ár.
Hermann þakkaði í lokin frænkun-
um fjórum frábæran undirbúning
og stjórnun þessa fyrsta niðjamóts
ættarinnar, sem bar svo ríkulegan
ávöxt. Þær hyggjast virkja næstu
kynslóð til undirbúnings móts að
nýju á því merkisári 2000. Sam-
tengt í sólböðuðum hring söng
frændliðið síðan tvo af gömlu góðu
söngvunum okkar. Og svo auðvitað
kossar og knús í lokin áður en hald-
ið var af stað í heimahaga í ýmsum
áttum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Míkiá úrvd af
fiilleguni
púmfatnaái
SkólnOrfiuitig 21 SimiSSI 4050 Rcyktavtk.