Morgunblaðið - 19.06.1998, Side 49
í
«
I
«
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Holter-rannsóknir
á Landspítalanum
A 6. ARATUG þess-
arar aldar var nýrri að-
ferð í rannsókhum á
hjartasjúkdómum lýst.
Það gerði bandarískur
læknir að nafni Norm-
an J. Holter. Þessi að-
ferð grundvallaðist á
venjulegum segul-
bandsupptökutækjum
og er hún í daglegu tali
nefnd Holter-rannsókn.
Holter er skráning
hjartarits í langan tíma,
venjulega í einn sólar-
hring, en hægt er að
hafa hana lengri eða
skemmri allt eftir þörf-
um hvers sjúklings. Á
hj artarannsóknardeild
Landspítalans sjá meinatæknar um
Holter-rannsóknir. Skráningin fer
þannig fram að sérstakar hjartalínu-
ritsleiðslur eru festar á sjúklinginn
og síðan tengdar í lítið upptökutæki,
sem hann getur borið með sér hvert
sem hann fer. Sjúklingur heldur
dagbók meðan hann ber Holter-tæk-
ið og skráir þar líðan sína og hvað
hann hefur aðhafst þennan sólar-
hring. Hann getur einnig gefið merki
á segulbandið ef tiltekin sjúkdóms-
einkenni koma fram t.d. aðsvif eða
hj artsláttarkast.
Til þess að Holter skráningin tak-
ist vel þarf að gæta mikillar ná-
kvæmni við ásetningu Holter-tækj-
anna. Upptakan er gerð á segul-
bandsspólu, sem síðan er sett í sér-
staka úrlestrartölvu. Tölvan gerir
síðan nákvæma flokkun á hverju ein-
asta hjartaslagi sem kemur fyrir á
spólunni. Á einum sólarhring getur
að meðaltali verið um að ræða
110.000 hjartaslög. Flokkunin fer
þannig fram að tölvan ákveður eðli-
legt hjartaslag fyrir tiltekinn sjúk-
ling og miðar síðan önnur við það.
Þannig getur hún greint margskonar
óreglu á hjartslætti. Þegar tölvan
hefur lokið flokkuninni fer meina-
tæknir yfir hana og breytir eftir því
sem þörf er á og ber saman einkenni
Hanna S.
Ásvaldsdóttir
sem sjúklingur hefur
skráð í dagbók við það
sem sést í hjartalínuriti.
Til frekari skýringar
má taka eftirfarandi til-
vik: Fullorðinn karl-
maður hefur þjáðst af
svima og nokkrum sinn-
um fallið í yfirlið. Við fá-
um beiðni frá lækni um
að gera Holter-rann-
sókn hjá honum. Við úr-
lestur sjást mörg hlé
(enginn hjartsláttur),
flest stutt í 2-3 sekúnd-
ur, en nokkur lengri í
allt að 5-7 sekúndur og
skýra þau einkenni
sjúklingsins. Að lokinni
vinnu meinatæknis fer
síðan hjartasérfræðingur yfir niður-
stöður og ákveður meðferð fyrir
sjúklinginn t.d. hvort hann þurfi
hjartagangráð.
Á einum sólarhring,
segir Hanna S.
Asvaldsdóttir, eru
hjartaslög um 110 þús-
und að meðaltali.
Holter-rannsóknir hófust á Land-
spítalanum í mars 1980. Það ár voru
gerðar 113 rannsóknir, en árið 1997
voru þær 654. Frá upphafi hefur
Landspítalinn þjónað sjúkrahúsum
og heilsugæslustöðvum utan Reykja-
víkur með því að lána upptökutæki
og sjá um úrlestur. Holter-rannsókn
er nú einnig gerð á blóðþrýstingi.
Sjúklingur gengur þá með blóð-
þrýstingsmæli á sér í sólarhring,
sem mælir og skráir reglulega blóð-
þrýsting sjúklings. Fæst þannig ná-
kvæmt mát á blóðþrýstingssveiflum
sjúklings í daglegu lífi yfir einn sól-
arhring.
Höfundur er meinatæknir.
FÖSTUDAGUR 19. JIJNÍ 1998
draumahús
eiginkona Krisf}áns
Jóhannssonar,
á tímamótum á ftaiiu
einstakt viðhorf
ungrar móður j
fatiaðs drengsa
Dagmar Koeppen getur
sagt þér það
ikið úrval fyrir alla fjölskylduna
to
co
oo
TREK8ÖÖ SPÖRT-------------------------------------
Fyrir krakka (frá 10 ára), unglinga og fullorðna, karia og konur.
Kvenhjólin eru með uppháu stýri og kvenhnakk. 26" dekk,
8 stellstærðir, 21 gír, V-bremsur.
Kr. 25.831.- stgr.
IREK.22Q 24'
Fyrir böm frá 5/6 ára til 9/10 ára,
stráka og stelpur 20" dekk, 6 gírar.
Standari, gírahlrf og keöjuhlíf.
Kr. 22.427,- stgr.
Fyrir böm frá 7/8 ára til tl/12 ára,
stráka og stelpur. 24" dekk, 16
gírar og V-bremsur. Standari,
gírahltf og keðjuhlff
Kr. 23.898,- stgr.
MT.CUB16"
Fyrir böm frá 3/4 ára til 7/8 ára,
straka og stelpur. 16" dekk, lágt
stell, löng sætispípa og fótbremsu-
drif. Hjálpardekk, keðjuhlíf og
bretti.
Kr. 13.943.- stgr.
MT.CUB 12"
Fyrir böm frá 2/3 ára til 6/7 ára,
stráka og stelpur. 12" dekk, lágt
stell, löng sætispípa og fótbremsu-
drif. Hjálpardekk, keðjuhlíf og
bretti.
Kr. 11.881.- stgr.
________Ævilöng ábyrgð á öllum hjólum frá TrwtErjxr á stelli og gaffli
Helstu útsölustaðir: ðrninn Reykjavlk, Hjóliö v/Eiðistorg Seltjarnamesi, Músik og Sport Hafnarfiröi, Stapafell Keflavlk,
Pípó Akranesi, Oliufélag útvegsmanna ísafiröi, Hegri Sauöárkróki, Sportver Akureyri, KÞ Húsavík, Króm & Hvltt Höfn,
Klakkur Vík, Skeljungsbúöin Vestmannaeyjum, Birgir Oddsteinssson Hveragerði, Hjólabær Selfossi.
Opið laugardaga frá 10-16
ÖRNINNU
ALLAR GÖTUR SÍÐAN 1925
+
SKEIFUNNI 11, SÍMI 588-9890
Oll varahluta- og verkstæðisþjónusta.
við fagmanniri - það margborgar sig