Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
I
?
I
)
!
I
}
I
i
)
V
i
>
>
i
i
I
>
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
i
i
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 55'
FRÉTTIR
BÚIST er við miklum Qölda kvenna í hlaup ISÍ um allt land.
+ Sigríður Jóna
Albertsdóttir
fæddist í Reykjavík
25. janúar 1973.
Hún lést í Reykja-
vík 9. júní síðastlið-
inn. Móðir hennar
er Guðrún Sóley
Karlsdóttir, f. 11.9.
1950, frá ísafirði, d.
19.2. 1998. Stjúp-
faðir hennar er
Hannes Sigurðsson,
f. 31.12. 1943 í
Reykjavík. Faðir
hennar er Albert
Stefánsson, f. 9.4.
1949. Stjúpmóðir Vigdís
Björnsdóttir, f. 9.12. 1951 á
Blönduósi. Hálfsystkin sam-
mæðra er Guðmundur Svan-
Hún Sigga Lóa okkar með fallega
brosið sitt er farin í faðm ömmu Lóu
og mömmu, en þær létust báðar fyrir
stuttu. Hugur minn fer á flakk og ég
minnist góðu gömlu æskudaganna á
ísafirði. Þá lékum við oft saman
margir krakkar innan af vegi, eins
og sagt var. í þeim hópi var Sóley
móðir Siggu Lóu, mikill ærslabelgur,
klár og köld. Eftir að skóla lauk og
ég fór til náms í Reykjavík hitti ég
ekki Sóleyju fyrr en á Landspítalan-
um ‘72. Þá lá hún langt komin á leið
með Siggu Lóu, mátti ekki þetta eða
hitt vegna mikilla veikinda sem hún
bjó við. Lífsganga Sóleyjar var erfið,
heilsuleysi og barátta við óvin sem
oft vill taka völdin. Haustið ‘74
kynntist hún Dísa vinkona mín
manni sínum Alberti og viti menn,
hann átti litla gullfallega stúlku,
Siggu Lóu. Já, heimurinn er stund-
um lítill, síðan hef ég þekkt og fylgst
með lífsgöngu þessarar greindu og
þrautseigu stúlku.
En ég held að það sé ekki á neinn
hallað þótt sagt sé þvílík harmasaga.
Það virðist nefnilega hafa komið á
daginn að í farteski þessarai’ ungu
stúlku út í lífið var eitthvað sem
gerði hana rótlausa. Sigga Lóa kom
átta ára til föður síns og stúpu í
nokkrar vikur og einnig bjó hún hjá
þeim milli 10 og 12 ára aldurs, auk
þess eitt sumar sem unglingur.
Sigga Lóa átti síðustu árin við
heilsuleysi að stríða vegna bflslyss
og líkamsárásar sem hún varð fyrir.
Lyf áttu að bæta skaðann, en sumt
er það sem lyf geta ekki læknað.
Mesta birtan í lífí hennar voru börn-
in tvö, Daníel og Nína litla.
Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín,
því frostið var napurt.
Hún hneigði til foldar hin bh'ðu blöðin sín
við banastríð dapurt
En guð hana í dauðanum hneigði sér
að hjarta
og himindýrð tindraði um krónuna bjarta.
Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró.
(Guðm. Guðm.)
Elsku Sigga Lóa, þín er sárt sakn-
að. Megi Guð vaka með þér yfir litlu
ljósgeislunum þínum. Ég bið góðan
Guð að styrkja Albert og Dísu og
fjölskyldu þeirra, Hannes og Ollu,
sem öll gáfu henni mikið í lífinu.
Megi Guð gefa að þið fáið að njóta
Daníels og Nínu litlu.
Með saknaðarkveðju,
Bjarney.
Nú ertu leidd, mín Ijúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði, >
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgr. Pét)
Með þessum orðum kveð ég þig,
elsku Sigga Lóa mín, og þakka þér
bergsson, f. 7.12.
1969. Hálfsystkin
samfeðra eru
Svala, f. 23.12.
1967, Björn, f. 9.12.
1978, Ragnar, f.
5.1. 1982, og Alda,
f. 5.4. 1983. Börn
Sigríðar Jónu eru
Daníel Freyr Stef-
ánsson, f. 9.11.
1990, og Nína Dögg
Salvarsdóttir, f.
18.10. 1997.
Sigríður Jóna
starfaði mest við
simasölu fyrir
Sjálfsbjörg og fleiri aðila.
Útför Sigríðar Jónu fer fram
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
fyrir öll þau ár sem þú gafst mér
með þér og börnunum þínum.
Þinn stjúpfaðir,
Hannes Sigurðsson.
Við erum orðlaus þegar kemui- að
kveðjustund. Sigríður Jóna kölluð
Sigga Lóa kom inn í líf okkar þegar
hún var tæpra tveggja ára er bróðir
okkar Hannes giftist móður hennar.
Fyrsta árið bjuggu þau í risinu hjá
stjúpafa og stjúpömmu. Þetta litla
kríli var fljótt að aðlagast okkur og
kallaði Hannes frá upphafi pabba og
gerði það fram á síðustu stundu þó
að sambúðin hjá móður hennar og
Hannesi hafi aðeins enst í nokkur ár.
Sigga Lóa var glaðlynt barn og var
stutt í brosið hjá henni. Brosið sem
var svo áberandi fyrstu árin hennar,
því þegar hún var að hjálpa ömmu
við jólabaksturinn aðeins þriggja ára
hljóp hún fram til að þvo sér og vildi
þá svo óheppilega til að hún datt á
vaskinn og missti tvær framtennur.
Við minnumst þess enn er hún fór í
sína fyrstu langferð en það var niður
götuna heima og sagðist hún þá vera
komin til Ameríku.
Sigga Lóa var ávallt hrókur alls
fagnaðar í öllum uppákomum. Er þá
skemmst að minnast í sláturtíðinni
fyrir nokkrum árum að varla gátum
við saumað fyrir hlátri vegna uppá-
tækja hennar. Og það voru margar
góðar stundirnar sem setið var yfir
kaffibollum, skrafað og hlegið dátt.
Hún var góðum gáfum gædd og átti
auðvelt með nám og vildi svo gjarn-
an hafa lært meira, en aðstæður hög-
uðu því þannig að ekkert varð af því.
Sigga Lóa dvaldi í nokkur ái’ hjá
fóður sínum og stjúpmóður á Blöndu-
ósi við gott atlæti. Hún fór síðan aft-
ur til móður sinnar vestur á firði.
Sigga Lóa þurfti snemma að bjarga
sér sjálf. En aldrei missti hún sam-
bandið við okkur og kallaði okkur
jafrían fjölskyldu sina og reyndum við
að standa undir því. Hún var aðeins
sautján ára þegar hún eignaðist son-
inn Daníel Frey. Lífið var ekki alltaf
auðvelt fyrir Siggu Lóu og skiptust á
skin og skúrir. Hún var í sambúð um
tíma og í október sl. eignaðist hún
dótturina Nínu Dögg sem hún sá ekki
sólina fyrir og Daníel Freyr sat oft og
horfði á litlu systur sofa.
En nú sefur mamma og allir erfíð-
leikar hennai’ að baki. Hún lifir
áfram í börnunum sínum tveimur.
Elsku Daníel Freyr og Nína Dögg,
söknuður ykkar er mikill en við vit-
um að mamma ykkar mun ávallt
vaka yfir ykkur. Lífíð verður tóm-
legra án þín en minningin um þig
mun þó alltaf lifa í hjörtum okkar.
Þín verður sárt saknað. Blessuð sé
minning þín.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyinr liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Ósk, Auður, Svavar, Örn, Þor-
steinn, Hjálmar og fjölskyldur.
• Fleiri miimingargreinar um
Sigriði Jónu Aibertsdóttur bíða
hirtingar og munu birtast í hlaðinu
næstu daga.
Kvenna-^
hlaup ÍSÍ
21. júní
„KVENNAHLAUP ÍSÍ verður
haldið í ni'unda sinn 21. júní 1998.
Það var fyrst haldið í tengslum
við fþróttahátíð ÍSÍ árið 1990 og
var þá haldið í Garðabæ og á sjö
öðrum stöðum um landið.
Kvennahlaupið hefur vaxið hratt.
Árið 1993 var ÍÞRÓTTUM
FYRIR ALLA falin framkvæmd
Kvennahlaupsins og var lagður
metnaður í að auka þátttöku
landsbyggðarkvenna og Iét ár-
angurinn ekki á sér standa. Á
síðasta ári tóku 20.900 konur
þátt í Kvennahlaupinu um allt
land. Lítur allt út fyrir að ekki
verði minni þátttaka í ár. Þessi
mikla þátttaka sýnir að fyrir-
komulag þetta á vel við stóran
hóp kvenna.
Miðað við þátttökuskráningar
á sama tíma í fyrra er útlit fyrir
að u.þ.b. 21-23.000 konur verði
með í ár. Þetta er ótrúlegur
Qöldi og sýnir kannski bjartsýni
okkar sem að hlaupinu stöndum.
Hópar kvenna sem ekki verða
á landinu á Kvennahlaupsdaginn
láta ekki sitt eftir liggja og taka
með sér boli og verðlaunapen-
inga og halda sitt Kvennahlaup
hvar sem þær eru staddar á
Kvennahlaupsdaginn. Þannig er
t.d. haldið Kvennahlaup á tveim-
ur stöðum í Danmörku, í Noregi,
Svíþjóð og Færeyjum. Selkórinn
verður á söngferðalagi á Italíu
og ætla konumar í hópnum að
halda sitt hlaup þar. Yfir 50 kon-
ur í Namibíu ætla að hiaupa
Kvennahlaup og eru það nær all-
ar íslensku konurnar sem þar
eru. Með þeim fara nokkrar inn-
fæddar konur sem „eru alveg
heillaðar af uppátæki þeirra ís-
lensku,“ segir í fréttatilkynningu
Biskupsvísi-
tasía í Viðey
BISKUPSVÍSITASÍAN setur svip
sinn á helgardagskrána í Viðey, en
gönguferð verður þó á sínum stað
kl. 14.15. Þann dag verður einnig
opnuð Ijósmyndasýning, sem hefur
verið undanfarin sumur í Viðeyjar-
skóla. Hún verður opin um helgar
kl. 13.30-17.10, en virka daga kl.
13.30-16.10.
Á sunnudag kl. 14 verður vísi-
tasíumessa. Biskup Islands herra
Karl Sigurbjömssön prédikar og
lýsir blessun, en sr. Þórir Stephen-
sen staðarhaldari þjónar fyrir alt-
ari ásamt dómkirkjuprestunum, sr.
Hjalta Guðmundssyni og sr. Jakobi
Ág. Hjálmarssyni. Dómkórinn
syngur og Marteinn H. Friðriks-
son dómorganisti verður við hljóð-
færið. Fluttir verða hátíðasöngvar
sr. Bjarna Þorsteinssonar. f
kirkjukaffi, sem verður í Viðeyjar-
stofu eftir messu, flytur sr. Þórir
stutt erindi, er hann nefnir Viðeyj-
arklaustm- í nýju ljósi. Af þessum
ástæðum fellur staðarskoðun niður
þennan dag. Sérstök bátsferð verð-
ur með kirkjugesti kl. 13.30.
Grillskálinn er opinn síðdegis
alla daga, veitingahúsið, hjólaleiga
og hestaleigan einnig. Bátsferð úr
Sundahöfn verður á klukkutíma
fresti kl. 13-17 og á hálfa tímanum
í land aftur. Þess utan eru kvöld-
ferðir, og hægt er að panta auka-
ferðir eftir þörfum.
Heiðraðir
á þjóðhátíðar-
daginn
VIÐ hátíðlega athöfn á Bessastöð-
um tilkynnti forseti íslands á þjóð-
hátíðardaginn að eftirtaldir Islend-
ingar hefðu verið sæmdir heiðurs-
frá fþróttum fyrir alla.
Ennfremur segir: „Markmið
Kvennahlaups ÍSÍ er að leggja
áherslu á aukna íþróttaþátttöku
kvenna og holla lífshætti sem
þær öðlast m.a. með markvissri
og reglubundinni hreyfingu.
Kvennahlaup ÍSÍ er haldið á 82
stöðum og má segja að það sé
alls staðar á landinu. Stærsta
hlaupið er í Garðabæ. Á síðasta
ári hlupu 8.500 konur þar. Til að
koma til móts við þann mikla
merki hinnar íslensku fálkaorðu:
Arngrímur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri, riddarakrossi fyrh’
uppbyggingu í alþjóðlegum flug-
rekstri; Guðmundur W. Vilhjálms-
son, lögfræðingur, riddarakrossi
fyrir störf í þágu tónlistar á Is-
landi; Ingvar Jónasson, víóluleik-
ari, riddarakrossi fyrir framlag til
tónlistar; Jón Jónsson, jarðfræð-
ingur, riddarakrossi fyrir jarðvís-
indastörf; Kristbjörg Kjeld, leik-
kona, riddarakrossi fyrir leiklistar-
störf; Kristján Davíðsson, listmál-
ari, riddaraki-ossi fyrir myndlist;
Olafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörð-
ur og skátahöfðingi, riddarakrossi
fyi’ir vörslu þjóðskjala og störf að
æskulýðsmálum; Ragna Bergmann
Guðmundsdóttir, fv. formaður
verkakvennafélagsins Framsókn-
ar, riddarakrossi fyrir störf að
verkalýðsmálum; sr. Ragnai’ Fjal-
ar Lárusson, fv. prófastur í
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
rannsóknir og störf í þágu kirkj-
unnar; Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðlu-
leikari, riddarakrossi fyrir tónlist,
og Þorvarður Elíasson, skólastjóri,
riddarakrossi fyrir störf að við-
skiptamenntun.
Þrír orðuhafar voru erlendis og
munu taka við orðunni síðar.
200.000 kr.
verðlaun fyrir
lokaverkefni
TÆKNIÞRÓUN hf. veitti í vikunni
nýsköpunarverðlaun fyrir loka-
verkefni nemenda við Háskóla Is-
lands. Verðlaunin hlutu að þessu
sinni Skúli Skúlason, nemandi í
lyfjafræði og leiðbeinendur hans,
prófessorarnir Peter Holbrook og
Þórdís Kristmundsdóttir. Verð-
launaféð er samtals 200.000 kr. og
skiptist jafnt milli nemanda og leið-
beinenda.
Lokaverkefnið sem verðlaunað
var heitir Hönnun og prófanir á
fjölda kvenna á höfuðborgar-
svæðinu sem áhuga hefur á
Kvennahlaupi verður einnig
lilaupið í Mosfellsbæ og er reikn-
að með u.þ.b. 1.500 konum þar.
Mikil aukning ætlar að verða á
Akureyri og er búist við 1.600
þátttakendum þar. Einnig verður
svipað Kvennahlaup á Suðurnesj-
um. Til gamans má geta þess að
á nokkrum stöðum á landsbyggð-
inni er þátttakan orðin rúmlega
100%.“
hlaupi við bólgusjúkdómum í
munni, en viðfangsefni þess var að
kanna mismunandi tegundir af
hlaupi sem hægt væri að nota til að
gefa sýklalyf við bólgusjúkdómum í
munni.
Tilgangur Tækniþróunar með
þessari árlegu verðlaunaveitingu er
að vekja athygli bæði innan Há-
skóla Islands og í samfélaginu á
fjölbreytileika þeirra verkefna sem
nemendur vinna að innan skólans
og hvetja til þess að rannsóknarnið-
urstöður þeirra verði nýttar í sam-
félaginu.
Dragsýning
á Ingólfstorgi
í FORVARNARVERKEFNINU
„20,02 hugmyndir um eiturlyf" er
16. hugmyndin „Dragshow“-sýning
fyrir gesti á Ingólfstorgi, sem tveir
ungir menn halda í dag kl. 17. Á
undan sýningunni spilar hljóm-
sveitin Ensími. Á eftir þeim leika
sigurvegarar músíktilrauna Tóna-
bæjar 1998, hljómsveitin Stæner, á w
vegum Síðdegistónleika Hins húss-
ins.
Blómaskreyt-
ingar í Garð-
yrkjuskólanum
NÁMSKEIÐ í almennum blóma-
skreytingum fyrir áhugafólk verð-
ur sunnudaginn 21. júní kl. 10.
Námskeiðið verður í Garðyrkju-
skóla ríkisins, Reykjum í Olfusi.
Leiðbeinandi verður Uffe Balslev
blómaskreytingameistari. Þátttak-
endur bútbúa blómvönd og tvær
mismunandi ski’eytingar, sem þeir
taka með sér heim. Einnig verður
fjallað um meðhöndlun afskorinna
blóma.
Skráning og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans t
alla virka daga.
SIGRIÐUR JONA
ALBERTSDÓTTIR