Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 5Z:
17. JÚNÍ
Grindavík
Góðviðri
á 17. júní
Grindavík - Það var blíðskapar-
veður sem Grindvíkingar fengu
á þjóðhátíðardaginn. Fjölbreytni
var í skemmtun og veitingum að
venju en það var þjóðhátíðar-
nefnd Grindavíkur sem sá um
dagskrána. Jón Gunnar Stefáns-
son flutti stutta ræðu og fram
kom í máli hans að þetta væri
sennilega síðasta 17. júní ræðan
hans. Jón Gunnar hefur verið
bæjarstjóri síðastliðin 16 ár og
því erfitt fyrir marga að átta sig
á því að nýtt andlit geti orðið í
ræðustól að ári. Annars hófst
dagurinn með hefðbundnum
hætti, þ.e. fánar dregnir að
húni, hátíðarmessu, kara-
melluregni, fallhlífarstökki og
skrúðgöngu. Skemmtidagskrá
var síðan um daginn og um
kvöldið meiri skemmtun og
dansleikur.
„ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
GRINDVIKINGAR söfnuðust saman við Festi á þjóðhátíðardaginn.
Þjóðhátíð
í fallegu
veðri
Mývatnssveit- Mývetningar
héldu þjóðhátíð í fögru skóg-
arrjóðri í Höfða 17. júní.
Veðrið var eins og best verð-
ur á kosið; logn og sólskin
og Höfðinn skartaði sínu
allra fegursta.
Hófst hátíðin kl. 14 með
helgistund séra Örnólfs
Ólafssonar sóknarprests.
Sigbjörn Gunnarsson flutti
þjóðhátíðarræðu, Bríet Frið-
björnsdóttir las ávarp fjall-
konunnar, siðan var almenn-
ur söngur sem Jón Arni Sig-
fússon stjórnaði.
Síðast var farið í leiki og
fleira sér til gamans gert
með ungu kynslóðinni, sem
fjölmennti á samkomuna.
Stjórnandi og kynnir var
Þórdís G. Jónsdóttir. Fjöl-
menni var.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
ÞESSI ungi maður hafði lagst í grasið á Menntaskólavellinum,
þar sem mikið var um að vera yfir daginn en hann sá þó ástæðu
til að halda íslenska fánanum á lofti í tilefni dagsins.
Akureyri
Hátíðahöld
fóru vel fram
HÁTÍÐAHÖLD á Akureyri á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, fóru vel
fram í blíðskaparveðri og mikill fjöldi bæjarbúa tók þátt í
fjölbreyttri dagskrá víða um bæinn. Skátafélagið Klakkur hafði
veg og vanda af dagskránni fyrir hönd bæjarins.
Þj ó ðhátí ðardagurinn
í Borgarnesi
Morgunblaðið/Ingimundur
THEODÓR Kr. Þórðarson flutti fullveldis-
ræðuna í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.
ERLA Björk Atladóttir flutti ávarp
fjallkonunnar í Borgarnesi 17. júní.
Borgarnesi - Dagskrá þjóðhátíð-
ardagsins í Borgarnesi fyrir íbúa
Borgarbyggðar hófst með sund-
móti snemma morguns. Nokkru
síðar fór fram 17. júní hlaup á
íþróttavellinum. Keppt var í
knattspyrnu og sýnt fallhlífar-
stökk. Sér Brynjólfur Gislason,
Stafholti, predikaði við hátíðar-
messu í Borgarneskirkju. Að
messu lokinni var gengin skrúð-
ganga frá félagsmiðstöðinni og
niður í Skallagrímsgarð en þar
fór fram hátíðardagskrá.
Fullveldisræðuna flutti að þessu
sinni Theodór Kr. Þórðarson og
ávarp fjallkonunnar Erla Björk
Atladóttir og karlakórinn Söng-
bræður söng. Leikhúsið 10 fingur
og Leikdeild Skallagríms höfðu
ofan af fyrir yngstu kynslóðinni.
Einnig var hoppkastali í garðin-
um, sem var vel sóttur. Kvenfélag
Borgarness var með kaffisölu að
vanda og hljómsveitin „8 villt“ lék
niður við íþróttamiðstöð. Fjöl-
mennt var í Skallagrímsgarði og
veðrið lék við samkomugesti, að-
eins nokkrir regndropar féllu
meðan á samkomunni stóð.
17. júní hátíðahöld
á Fáskrúðsfirði
Fáskrúðsfirði -17. júní var hald-
inn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði og
var það Sunddeild ungmannafé-
lagsins Leiknis sem sá um dag-
skrána. Dagskráin hófst að
kvöldi 16. júní með víðavangs-
hlaupi barna. Að morgni 17. júní
var farið í göngu og gengið á
fjallið Sandfell í sunnanverðum
fírðinum og tóku 60 manns þátt í
göngunni. Eftir hádegið voru
ýmsar uppákomur í miðbænum
og hátíðarræða flutt af formanni
Leiknis, Jónu Björgu Jónsdóttur.
Fjallkonan ávarpaði fólkið. Leik-
skólabörn komu marserandi frá
leikskólanum ásamt götuleikhús-
inu og kór leikskólabarna söng
við góðar undirtektir. Hesta-
menn voru á svæðinu og leyfðu
börnunum að sitja hesta sína.
Ymsar fleiri uppákomur voru.
Heldur kalt var í veðri.
Morgunblaðið/Albert Kemp \
LEIKSKÓLABÖRN gengu í skrúðgöngu um Fáskrúðsfjörð.