Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 19.06.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 5Z: 17. JÚNÍ Grindavík Góðviðri á 17. júní Grindavík - Það var blíðskapar- veður sem Grindvíkingar fengu á þjóðhátíðardaginn. Fjölbreytni var í skemmtun og veitingum að venju en það var þjóðhátíðar- nefnd Grindavíkur sem sá um dagskrána. Jón Gunnar Stefáns- son flutti stutta ræðu og fram kom í máli hans að þetta væri sennilega síðasta 17. júní ræðan hans. Jón Gunnar hefur verið bæjarstjóri síðastliðin 16 ár og því erfitt fyrir marga að átta sig á því að nýtt andlit geti orðið í ræðustól að ári. Annars hófst dagurinn með hefðbundnum hætti, þ.e. fánar dregnir að húni, hátíðarmessu, kara- melluregni, fallhlífarstökki og skrúðgöngu. Skemmtidagskrá var síðan um daginn og um kvöldið meiri skemmtun og dansleikur. „ Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson GRINDVIKINGAR söfnuðust saman við Festi á þjóðhátíðardaginn. Þjóðhátíð í fallegu veðri Mývatnssveit- Mývetningar héldu þjóðhátíð í fögru skóg- arrjóðri í Höfða 17. júní. Veðrið var eins og best verð- ur á kosið; logn og sólskin og Höfðinn skartaði sínu allra fegursta. Hófst hátíðin kl. 14 með helgistund séra Örnólfs Ólafssonar sóknarprests. Sigbjörn Gunnarsson flutti þjóðhátíðarræðu, Bríet Frið- björnsdóttir las ávarp fjall- konunnar, siðan var almenn- ur söngur sem Jón Arni Sig- fússon stjórnaði. Síðast var farið í leiki og fleira sér til gamans gert með ungu kynslóðinni, sem fjölmennti á samkomuna. Stjórnandi og kynnir var Þórdís G. Jónsdóttir. Fjöl- menni var. Morgunblaðið/Björn Gíslason ÞESSI ungi maður hafði lagst í grasið á Menntaskólavellinum, þar sem mikið var um að vera yfir daginn en hann sá þó ástæðu til að halda íslenska fánanum á lofti í tilefni dagsins. Akureyri Hátíðahöld fóru vel fram HÁTÍÐAHÖLD á Akureyri á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, fóru vel fram í blíðskaparveðri og mikill fjöldi bæjarbúa tók þátt í fjölbreyttri dagskrá víða um bæinn. Skátafélagið Klakkur hafði veg og vanda af dagskránni fyrir hönd bæjarins. Þj ó ðhátí ðardagurinn í Borgarnesi Morgunblaðið/Ingimundur THEODÓR Kr. Þórðarson flutti fullveldis- ræðuna í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. ERLA Björk Atladóttir flutti ávarp fjallkonunnar í Borgarnesi 17. júní. Borgarnesi - Dagskrá þjóðhátíð- ardagsins í Borgarnesi fyrir íbúa Borgarbyggðar hófst með sund- móti snemma morguns. Nokkru síðar fór fram 17. júní hlaup á íþróttavellinum. Keppt var í knattspyrnu og sýnt fallhlífar- stökk. Sér Brynjólfur Gislason, Stafholti, predikaði við hátíðar- messu í Borgarneskirkju. Að messu lokinni var gengin skrúð- ganga frá félagsmiðstöðinni og niður í Skallagrímsgarð en þar fór fram hátíðardagskrá. Fullveldisræðuna flutti að þessu sinni Theodór Kr. Þórðarson og ávarp fjallkonunnar Erla Björk Atladóttir og karlakórinn Söng- bræður söng. Leikhúsið 10 fingur og Leikdeild Skallagríms höfðu ofan af fyrir yngstu kynslóðinni. Einnig var hoppkastali í garðin- um, sem var vel sóttur. Kvenfélag Borgarness var með kaffisölu að vanda og hljómsveitin „8 villt“ lék niður við íþróttamiðstöð. Fjöl- mennt var í Skallagrímsgarði og veðrið lék við samkomugesti, að- eins nokkrir regndropar féllu meðan á samkomunni stóð. 17. júní hátíðahöld á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði -17. júní var hald- inn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði og var það Sunddeild ungmannafé- lagsins Leiknis sem sá um dag- skrána. Dagskráin hófst að kvöldi 16. júní með víðavangs- hlaupi barna. Að morgni 17. júní var farið í göngu og gengið á fjallið Sandfell í sunnanverðum fírðinum og tóku 60 manns þátt í göngunni. Eftir hádegið voru ýmsar uppákomur í miðbænum og hátíðarræða flutt af formanni Leiknis, Jónu Björgu Jónsdóttur. Fjallkonan ávarpaði fólkið. Leik- skólabörn komu marserandi frá leikskólanum ásamt götuleikhús- inu og kór leikskólabarna söng við góðar undirtektir. Hesta- menn voru á svæðinu og leyfðu börnunum að sitja hesta sína. Ymsar fleiri uppákomur voru. Heldur kalt var í veðri. Morgunblaðið/Albert Kemp \ LEIKSKÓLABÖRN gengu í skrúðgöngu um Fáskrúðsfjörð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.