Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 19.06.1998, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ .,58 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ofvirkni og athyglisbrestur Ferdinand 5EE7THERE 5HE 15, CHARLIE 6R0WN.. wú THERE'5 THE LITTLE REP-HAIREP 6IRL JUST UIAITINS FOR VOU TO ASK HER TO PANCE... I LJISH I UERE 50PHISTICATEP LIKE 6UH5 YOU REAPABOUT IN 5T0RIE5.. HERE S THE 5COTT FITZ6ERALP HERO 5TANDIN6 BVTHEPUNCH B0U)L*TRYIN6 TO LOOK CA5UAL ANP UNINTERESTEP IN THE DANCER5" ''DON'T öIVE IT ANOTHER TH0U6HT, OLP 5PORT" B" Sjáðu, þarna er hún, Þarna er litla rauð- Ég vildi að ég Hérna stendur sögu- Kalli Bjarna. hærða stelpan og bíður væri veraldar- helja Scortt Fitzgerald eftir því að þú bjéðir vanur eins og við púnsskálina og henni upp. náungarnir sem „reynir að líta kæru- maður les um í leysislega út og án bókunum. áhuga án dönsurun- „Ekki leiða hug- ann að því, gamli minn.“ i um“. Vanrækt heilsufarsvandamál meðal barna og unglinga SÍÐUSTU áratugi hefur vaxandi athygli beinst að hegðunar- og að- lögunarerfiðleikum bama og ung- linga. Verulegur hluti þessara erf- iðleika á sér líffræðilegar rætur og tengist erfiðleikum við nám, skynúrvinnslu og samhæfingu hreyfinga. A íslensku hafa erfið- leikar af þessu taki verið nefndir „misþroski“ (ójafnvægi eða mis- ræmi milli þroskaþátta innan eðli- legs þroskaferlis). Hegðunarerfið- leikar bamanna einkennist af hreyfiókyiTð, skapsveiflum, hvat- vísi og erfiðleikum við aðlögun að nýjum aðstæðum. Þessi þáttur er oft nefndur ofvirkni, en samfara of- virkninni em oft einbeitingarörð- ugleikar, svo bamið á erfitt með að halda athyglinni óskertri að ein- stöku verkefni lengur en skamma stund í einu (athyglisbrestur). Of- virkni er oftast afleiðing mis- þroska, en ofvirkniseinkenni geta einnig komið fram af ytri ástæðum s.s. hjá börnum sem eiga í tilfínn- ingalegum eða félagslegum erfið- leikum. Við greiningu ofvirkni er stuðst við alþjóðlegar viðurkennd- ar skilgreiningar sem bæði er að finna í ICD 10 og DSM IV (grein- ingarhandbækur Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar WHO og bandarísku geðlæknasamtak- anna). Rannsóknir benda til að 2-5% bama eigi við ofvirkni að stríða og ýmislegt bendir til að athyglis- brestur með ofvirkni sé ein algeng- asta orsök hegðunar- og aðlögun- arerfiðleika og fíkniefnamisnotk- unar síðar á ævinni. Samkvæmt at- hugun hér á Islandi virðist tíðnin vera 1% meðal 6-12 ára bama. Fjórðungur af þeim virðist eiga foreldra sem em eða hafa verið of- virk. Undanfarið hefur hópur lækna sem mest afskipti hafa haft af ofannefndum vandamálum hist á vegum Landlæknisembættisins til að ræða málefni þessara barna. Rætt hefur verið um umfang vandamálsins, skipulag á greiningu og mikilvægi samvinnu heilbrigðis- kerfis, menntakerfis og félags- málakerfis við greiningu og með- ferð bamanna, en einnig um lækn- ismeðferð, þar á meðal um lyfja- meðferð. Helstu niðurstöður hópsins em eftirfarandi: Líklegt er að algengi ofvirkni með athyglisbresti sé svipað hér og í nágrannalöndunum og áhrif þess séu svipuð á íslensk börn og fjöl- skyldur og þar. Líklega er ofvirkni með athyglisbresti vangreint ástand á meðal íslenskra bama og unglinga. Stór hluti ofvirkra barna á við námsvanda að stríða, bæði vegna kjarnaeinkenna en einnig vegna aukinnar tíðni sértækra námsörð- ugleika („lesblindu, „skrifblindu" o.s.frv.) meðal ofvirkra baraa í samanburði við önnur börn. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að menntakerfið og sérfræðingar inn- an þess (sérkennarar og sálfræð- ingar) vinni náið með læknum og öðram fagaðilum að greiningu og meðferð þessara barna, en nokkur misbrestur hefur verið á að skóla- kerfið hafi sinnt skyldum sínum að þessu leyti. Það á ekki síst við eftir flutning gmnnskólans til sveitarfé- laganna. Lögð er rík áhersla á þörfina á miðlun upplýsinga um ofvirkni og önnur misþroskavandamál til yfír- valda og annarra stjómenda í heil- brigðis-, mennta- og félagsmála- kerfinu en ekki síður til starfs- manna heilsugæslunnar, kennara og félagsmálastarfsfólks. Starfs- hópur á vegum Landlæknisemb- ættisins vinnur nú að tillögum að því hvemig ungbamavemd og skólaheilsugæsla geti best komið að málefnum ofvirkra bama. Lögð er áhersla á mikilvægi læknisfræðilegrar hliðar málsins. Ofvirkni er í langflestum tilvikum afleiðing vefrænna traflana í heila- stöðvum, en getur einnig stafað af röskunum í ytra umhverfi bams- ins. Enn hefur ekki tekist að stað- setja eða skilgreina vefrænar for- sendur vandans en sýnt hefur verið fram á að erfðir eiga stærstan hlut að orsökunum. Lyf era mikilsverð- ur hluti meðferðarinnar og era oft forsenda þess að hægt sé að beita öðram meðferðaraðferðum. Al- gengast er að nota örvandi lyf svo sem ritalín, en önnur lyf koma einnig tO greina svo sem þunglynd- islyf. Þekking og reynsla af notkun þessara lyfja hjá börnum er orðin veruleg. Greining og meðferð barna með ofvirkni með athyglisbrest kallar á samvinnu margra fagstétta svo sem lækna, sálfræðinga, sérkenn- ara, félagsráðgjafa, sjúkra-, iðju- og talþjálfa, svo einhverjir séu nefndir. Landlæknisembættið vill hafa framkvæði að því að fá þessa aðila til samstarfs um úrlausn fyrir ofvirk böm. PÉTUR LÚÐVÍGSSON ÓLAFUR Ó. GUÐMUNDSSON HELGA HANNESDÓTTIR STEFÁN HREIÐARSSON PÁLL TRYGGVASON STEINGERÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.