Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 6

Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞARNA situr hún yfírveguð og sýpur rólyndislega á svörtu kaffínu þegar ég þyrlast inn í rauðmálaðan, gulli bryddaðan salinn aðeins of sein að íslenskum hætti. Hún var stundvís, hafði hjólað niður í bæ í blíðviðrinu. Sólgleraugun halda rennisléttu hárinu, sem nær langt niður á bak, frá ljósbrúnu andlit- inu. Hún er hraustleg en nettari en ég hafði dæmt með sjálfri mér af stórri röddinni. Tónlistin henn- ar og sérstakur söngur hljómar í eyrum mér frá því um morguninn þegar blaðamaður tók forskot á sæluna og hlustaði á diskinn sem von er á með haustinu. Við erum staddar á Hótel Borg. Borgarstarfsmenn nota blíðuna vel og framleiða drunur og dynki fyrir utan svo við verð- um að brýna raustina á köflum. „Við eyddum brúðkaupsnóttinni okkar hér,“ segir hún og þar með er skýringin á því hvers vegna hún valdi þennan virðulega stað til stefnumótsins komin. Eigin- maður Móu er, eins og flestir vita, Eyþór Arnalds, tónlistar- maður og framkvæmdastjóri þró- unarsviðs fyrirtækisins OZ. „Það var svo skrítið að vakna á hóteli í sinni eigin borg,“ heldur hún áfram og brosir með öllu andlit- inu. „Ég kem oft hingað því það er svo rólegt hér,“ bætir hún við og lætur skarkalann utandyra ekkert á sig fá. Kommúnistavalsar og My Fair Lady Móa er ekki sú eina í fjölskyldu sinni sem hefur lagt tónlistina fyrir sig. Systir hennar, Ásgerð- ur, er að læra óperusöng og ætlar innan tíðar að gefa út geisladisk með klassískri tónlist tileinkaðan kventónsmiðum. „Hún bað mig að semja fyrir sig eitt lag, sem ég auðvitað gerði. Ég samdi það við ljóð eftir mömmu,“ segir hún og er greinilega stolt af þeim mæðg- unum. Tveir bræður hennar eru einnig í tónlistinni og er annar þeirra, Kristinn, einmitt í band- inu hennar, þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Systir ömmu hennar er Guðmunda Elíasdóttir en hún „kenndi mér að öskra ekki úr mér röddina," segir Móa, og öndun og allt það.“ Guðmunda var sem sé fyrsti söngkennarinn hennar en síðar fór hún til ann- arra kennara í Tónlistarskólanum í Reykjavík. „En ég áttaði mig fljótt á að ég vildi ekki eingöngu syngja. Ég vildi líka semja,“ segir hún. Maður skyldi ætla að tónlist hafí verið höfð fyrir þeim systkin- unum en það er öðru nær að sögn Móu. „Mamma er auðvitað mjög söngelsk en tónlistinni var alls ekki otað að mér. Það voru ekki til margar plötur heima og ég man hverjar það voru: kommún- istavalsar og plata með My Fair Lady. Ég var strax hrifín af henni,“ segir hún og skemmtir sér við minningarnar. Það var svo ekki fyrr en að eldri systir Móu eignaðist segul- band að til tíðinda dró og tónlist fór að hljóma fyrir alvöru í hús- inu. „Það er skrítið að hugsa til baka því það eru ekki nema 15 ár síðan bara ein útvarpsstöð var hér. Þá þurfti maður að leggja sig eftir tónlistarþáttunum sem voru á dagskrá útvarpsins." Hún er við píanóið Móa var sex ára þegar hún fór að spila á píanó og þar varð fjótt hennar samastaður. „Ef einhver spurði hvar ég væri var bara bent á píanóið og sagt, hún er þarna!“ að sé, „ef út í það sé farið, dramatískur sópran, svolítið dekkri en sá sópran sem við þekkjum best.“ Þeim kapítula lauk þegar hún gaf síðan út plöt- una Móa syngur lögin við vinn- una, en þá var hún um tvítugt. „Hún er nokkurs konar minn- ingaplata um þennan tíma og ég hefði ekki viljað sleppa því að taka hana upp. Við tókum hana upp á fjórum tímum og endurtók- um ekkert. Það var minn besti skóli,“ Þá tók við samstarf þeirra hjóna, Eyþórs og hennar, undir merkjum Bong. Þau gáfu út smá- skífu í samstarfi við breskt út- gáfufyrirtæki, Mega Records, með lögum sem mest voru spiluð í dansklúbbum. „Við stungum okkur bara út í laugina og ég vissi lítið út í hvað ég var að fara. Ég rak mig á og lærði mikið á þessum tíma.“ Þegar Mega Records lagði skyndilega upp laupana segist Móa hafa þurft að hugsa sinn gang. „Ég vissi að ég gæti gert betur. Ég var komin með mikla reynslu og vildi sýna hvað ég gæti,“ segir hún. Upp úr þessu fór hún að starfa sjálfstætt. „Tónlistarbransinn er harður heimur og maður þarf að hafa höfuðið í lagi. Maður verður að passa sig. En þegar öllu er á botninn hvolft snýst músíkbrans- inn um músfk og maður er í þessu því það er engin tilfinning eins góð og sú að hafa samið lag sem maður veit að virkar!" Eins og sjómannslíf Síðastliðin þrjú ár hefur hún svo verið að semja lögin og text- ana sem verða á nýja diskinum. Þá er hún og hljómsveitin hennar nýkomin frá New York þar sem þau tóku upp myndband við fyrstu smáskífuna en útgáfufyrir- tækið hennar, Tommy Boy, hefur höfuðaðsetur þar. í mars síðast- liðnum héldu þau tónleika á tón- listarhátíðinni South by South West í Texas og áður höfðu þau spilað í London, New York og Köln þar sem þau spiluðu saman í fyrsta skipti. „Það var mikil eld- skírn,“ segir Móa um Þýska- landstónleikana. Þegar sumri hallar hefst svo „vertíðin" að nýju en þá fara þau, hún og band- ið hennar, í tónleikaferð til meg- inlandsins og til Bandaríkjanna. „Þetta er eins og sjómannslíf,“ segir hún og áréttar að hún sé með góða áhöfn. „Þessi plata er ekki „egótripp“. Ég valdi menn með mér í bandið sem eru allir mjög færir og hver þeirra svarar til ákveðins hluta í mér, Þórhall- ur Bergmann er klassískur pí- anisti og Hjörleifur Jónsson er mjög góður djasstrommuleikari. Síðan eru það Kristinn bróðir minn, sem spilar á bassa, Bjarki Jónsson, sem er snillingur á tölv- ur og hljóðgerva, og stundum er Eyþór gestaspilari hjá okkur.“ - En er einhver á gítar, spyr blaðamaður sem heldur að allar hljómsveitir hafi að minnsta kosti tvo gítarleikara? „Enginn gítar,“ svarar Móa og hálfpartinn hrylíir sig, „gítar skrúfar alveg fyrir mig!“ -En hvað skyldi svo platan eiga að heita? vÉg leitaði lengi að nafni á hana. Ég er hrifin af orð- um og ég vildi fínna eitthvert eitt orð sem lýsti hugmyndinni á bak við plötuna. Loksins fann ég orð- ið Universal - það er opið og fal- legt hugtak. Tónlist hefur ekkert með staðsetningu að gera. Það á ekki að vera aðalatriði að hún sé íslensk eða frá Chile ... Það er fínt að vera frá Islandi en það er ekki það sem skiptir mestu máli,“ segir Móa ákveðin. Síðan segir hún: „Nú hefur platan öðlast sjálfstætt líf. Þetta er eins og að eignast barn; maður stendur við Morgunblaðið/Jim Smart ÉG VIL gera hlutina eins vel og ég framast get en ég reyni líka, þótt það sé erfítt, að fara að máltæki sem gömul kona kenndi mér: Ef maður ætlar að gera betur en vel, fer oft verr en illa! Ég hef oft upp- lifað að svona fari, segir Móa. Að gera vel en ekki betur Senn dregur til tíðinda í lífí Móeiðar Júníusdóttur en með haustinu kemur hugarfóstur hennar, ljóð og tónlist, til þríggja ára fyrir annarra augu og eyru. María Hrönn Gunnarsdóttir spjallaði við Móu um sjómennsku, máltæki og tónlistina sem hún hefur haft að viðurværi í um 10 ár - þrátt fyrir sinn unga aldur. Tveimur árum síðar hóf hún tón- listarnámið sem hún síðan stund- aði með grunn- og menntaskóla til tvítugs. „Ég samdi fyrsta lagið mitt þegar ég var sex ára. Svo uppgötvaði ég djassinn þegar ég var 11 ára og heyrði í Billie Holi- day fyrst. Það gerðist margt þá. Ég byrjaði líka að semja ljóð, segir hún hugsi. „Pabbi minn dó þegar ég var 11 ára. Þá áttaði ég mig á að tíminn var skammur,“ segir hún síðan þegar á hana er gengið. Móa hefur notalega nærveru, eins og stundum er sagt, og það er stutt í brosið. Hún er sjálfsör- ugg, svo ung sem hún er, enda á hún orðið langt og farsælt tónlist- arlíf. „Ég hef unnið fyrir mér með músík síðan ég var 16 ára,“ segir hún og það er eins og hún trúi því varla sjálf. „Það er sér- stakt við minn feril að ég hef aldrei spilað með bílskúrsbandi." Ferillinn hófst með því að hún fékk félaga sinn, Karl Olgeirsson píanóleikara, í lið með sér og bjó til dagskrá með gömlum og góð- um djasslögum og öðrum perlum. Síðan lagði hún leið sína á skemmtistaði og spurði hvort hún ætti ekki bara að byrja! Og það gerði hún og átti eftir að ylja mörgum um hjartarætur með sérstakri röddinni, sem hún segir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.