Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
TERRY Gilliam gefur Johnny Depp nokkur hollráð við gerð myndarinnar.
Leikstjórinn Terry
Gilliam hefur gert nýja
mynd eftir bók
rithöfundarins Hunter
S. Thompsons, segir
í grein Arnaldar
Indriðasonar. Þetta er
fyrsta mynd Gilliams
frá því hann sendi
frá sér Tólf apa
og fer Johnny Depp
með aðalhlutverkið.
I EIKSTJÓRINN Terry Gilliam
I er galdrakai-1 í kvikmyndagerð.
^LEnginn gerii- myndir eins og
-xJBwann. Samstarf hans með Monty
Python hópnum er annálað og sprakk
ærlega út í einhverri skemmtilegustu
tímaflakksmynd sem gerð hefur verið,
Tímaþjófunum eða „Time Bandits".
Eftir það gerði hann myndir eins og
Brazil og Bilun í beinni eða „The Fis-
her King“ og nú síðast Tólf apa,
„Twelve Monkeys“. Allar eru þær
myndrænar með afbrigðum og fjalla
hver á sinn hátt um fólk sem er utan-
veltu í tilverunni hvort sem það er í
gegnum tímaferðalög eða fyrir sakir
harmleiks eða vegna þess að það hef-
ur brugðist kerfinu. Nýjasta mynd
hans er af sama meiði en hún er um
sýruferðalag tveggja manna til Las
Vegas.
„Flöskuskeyti"
Margir halda að Gilliam sé Breti
vegna þess hve lengi hann hefur
starfað í Bretlandi en hann er Band-
arílgamaður, fæddur í Minnesota, og
segir að myndir sínar hafi verið
„flöskuskeyti" til sinna gömlu heim-
kynna. Hann starfar nær eingöngu í
Bandaríkjunum nú orðið og fljótlega
verður frumsýnd nýjasta myndin
hans vestra, sem kannski má kalla
Ótta og andstyggð í Las Vegas en
heitir á frummálinu „Fear and Loat-
hing in Las Vegas“. Hún er byggð á
—frægri bók blaðamannsins og
„esseyistans" Hunters S. Thompsons
frá 1971, sem löngu er orðin „cult“-
klassík og segir af dópkenndu ferða:
lagi um eyðimörkina í Nevada. I
fyrstu átti leikstjórinn Alex Cox að
stjóma gerð myndarinnar en hann er
þekktur fyrir myndimar „Repo Man“
og Sid og Nancy. Cox var rekinn
RITHÖFUNDURINN Hunter S.
Thompson, sem skrifaði söguna
Ótta og andstyggð í Los Angeles.
hvemig eigi að filma hana og það
skiptir ekki máli hvað ég geri, það
verður allt mjög öðravísi en þeir vildu
hafa það. Annars kemst maður
auðvitað ekki að því fyrr en farið verð-
ur að sýna myndina og fólk tekur að
henda múrsteinum inn um gluggann
hjá mér.“
Langaði að vinna með Depp
Gilliam segist hafa verið heillaður
af bókinni frá fyrstu stundu og segir
að á einhvem undarlegan hátt hefði
kvikmyndagerðin verið að þvælast
fyrir honum í meira en áratug. „Ég
fékk send kvikmyndahandrit uppúr
bólánni en neitaði að blanda mér í
málið. Ralph Steadman, sem gerði
teikningamar í bókina, er vinur minn
og hann nauðaði í mér að gera mynd-
ina. Það sem fékk mig á endanum til
þess að slá til var leikarinn Johnny
Depp. Mig hafði lengi langað til þess
að vinna með honum og nú var komið
tilvalið tækfæri.“
Gilliam, sem unnið hefur með
mörgum fremstu leikurum kvikmynd-
anna, segir að Depp eigi engan sinn
líkan. „Hann er hreint stórkostlegur
leikari. Enginn af hans kynslóð kemst
með tæmar þar sem hann hefur hæl-
ana. Hann gerir ekkert sem búast má
við af honum. Það er eitthvað sakleys-
islegt við hann þótt hann sé langt frá
því að vera saklaus."
Þegar Hunter S. Thompson er
spurður að því í einhverju kviíanynda-
tímaritinu hvort yfirleitt sé hægt að
kvikmynda bókina hans með viðeig-
andi hætti, segir hann: „Brandarinn
er sá, og hann er lélegur, að ég var að
reyna að læra að skrifa fyrir kvik-
myndimar þegar ég samdi þessa bók
og notaði heilmikið af samtölum í
frásögninni. Ég hugsaði með mér að
það væri eins gott og hvað annað að
kunna að skrifa fyrir kvikmyndimar.
Ég hætti að hugsa um muninn sem er
á samtölum milli manna og innri ein-
ræðum persónanna, það sem fer fram
í höfðinu á þeim.“
aðeins fjórum mánuðum áður en tök-
m- áttu að hefjast. „Honum tókst að
gera alla sem komu að gerð myndar-
innar andsnúna sér,“ er haft eftir
Gilliam. „Svo þeir hentu honum fyrir
borð og fóru að leita að nýjum
hákarli." Gilliam tók glaður við stjóm-
inni og Johnny Depp og Benicio Del
Toro hrepptu aðalhlutverkin. Depp
leikur blaðamanninn Raoul Duke en
Del Toro er ferðafélagi hans, Óskar
„Dr. Gonzo“ Acosta. Þessir tveir aka
frá Los Angeles til Las Vegas að
fylgjast með mótorhjólakeppni.
Hunter S. Thompson fýlgdist ekki
grannt með kvikmyndagerðinni m.a.
vegna þess að myndin var tekin í
steikjandi hitanum í Las Vegas, sem
hann þolir illa. Hann var þó í stöðugu
símasambandi við leikarana og Gilli-
am og gaf ráð um hvemig persónum-
ar ættu að klæðast og hvemig ætti að
leika mann sem væri fullur af eter.
Hann segir að það sé reyndar fremur
erfitt að gera það trúverðuglega. „Ég
sagði Depp að setja tvo ísmola í
munninn á sér svo hann talaði skringi-
lega.“
Gilliam segist hafa reynt að halda
Thompson eins mildð utan við mynd-
ina og unnt var. „Mín afstaða var sú
að sýna bókinni og Hunter þá
óvirðingu sem hann á skilið. Ég er
hræddastur við að þeir sem þekkja
bókina og hafa lesið hana verði fyrir
sáram vonbrigðum með myndina
vegna þess að þeir hafa sjálfsagt
mótað sínar eigin hugmyndir um
Gilliam skrifaði handritið ásamt
Tony Grisoni og notaði eins og hann
gat eigið orðalag Thompsons og brúk-
ar sögumann til þess að koma orðum
höfundarins almennilega til skila.
„Maður verður að nota tungumál
Hunters. Næstum því öll orðin í hand-
ritinu era fengin frá honum. Þeim er
endurraðað sumstaðar eða stplið úr
öðrum hlutum bókarinnar. Ég hef
verið á tauginni út af þessu því ég hef
aldrei áður unnið kvikmynd eftir verld
höfundar, sem enn er á lífi og í fullu
fjöri.“
Teiknarinn, leikai-inn, leikstjórinn
og handritshöfundurinn Terry Gilliam
er fæddm’ í Minneapolis árið 1940.
Hann kynntist grínistanum John
Cleese þegar þeir unnu saman við
tímaritið „Help!“ á sjöunda áratugn-
um og gerðist í fyrstu teiknari fyrir
Fljúgandi sirkus Monty Python hóps-
ins og lék í og leikstýrði myndum
hans. Fyrsta myndin sem hann
leikstýrði var „Jabberwocky" árið
1976, sem er byggð á Ijóði eftir Lewis
Carroll, og fylgdi henni eftir með
þeirri óborganlegu mynd Tímaþjófun-
um, ævintýri fyrir böm á aldrinum
níu til níutíu ára. Þriðja myndin vai'
Brazil, nokkurs konar einræðis-
martröð sem átti margt skylt með
veraldarsýn George Orwells. Hann
lenti í útistöðum við framleiðanda
myndarinnar, Universal kvikmynda-
verið, um réttinn á lokaklippingunni
en loksins þegar myndin fékkst sýnd
var henni tekið fagnandi af gagn-
rýnendum; gengu jafnvel sumir svo
langt að segja hana eina bestu mynd
níunda áratugarins.
Næsta mynd hans var Ævintýri
Munchausens, feikilega íburðarmikil
og litrík og rándýr ævintýramynd
sem skilaði litlu sem engu í kassann.
Bilun í beinni gekk betur en það var
samtímasaga sem þó hafði tilvísanir í
miðaldimar og loks gerði hann einn
besta trylli síðustu ára, Tólf apa, þai'
sem nutu sín allir helstu kostir Gilli-
ams sem leikstjóra í hugmyndaríkri
myndrænni útfærslu, fjai’ska áhuga-
verðum raglingi með tímahugtakið og
spumingum sem hann velti upp um líf
og dauða.
Hann er nú 58 ára gamall og segir
að ein af ástæðum þess að hann tók
að sér með litlum fyrirvara að
leikstýra Ótta og andstyggð í Las
Vegas væri að hann vildi sanna fyrir
sjálfum sér að hann væri ekki
miðaldra heldur sprellfjörugur leik-
stjóri fullur af æskuþrótti sem gæti
unnið hratt. Eiturlyf spila stóra rullu
í sögu Thompsons. Aðalpersónurnar
nota þau mikið og misnota en Gilliam
lítur ekki svo á að myndin sé um eit-
urlyfjaneyslu. „Ekki frekar en að aka
bíl sé um bensín. Það má vera að þeir
gleypi, sjúgi uppí sig eða drekki allt
sem hönd á festir til þess að komast í
vímu en myndin er í rauninni ekki
um það. Hún er um karaktera. Hún
er um skuggahliðar Ameríku. Mér
hefur alltaf fundist Hunter vera eins
konar stríðsfréttaritari sem ekki fór
til Víetnams heldur varð eftir í
Ameríku og í stað þess að nota B-52
sprengjuflugvélar notaði hann eitur-
lyf til þess að sprengja upp sálarlíf
sitt. Þess vegna era skrif hans eins
og fréttir frá víglínunni nema þau
fjalla um blákaldan raunveruleikann
í kringum hann.“