Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B 9
VIÐ Saladinkastala var fjölskylda í útilegxi og bauð okkur auðvitað
umsvifalaust í te og sýrlenskan morgunverð
CRAC des Chevaliers
stefnum við að frægasta kastala
krossfaranna Crac des Chevaliers.
Þessi kastali er meðal þeirra best
varðveittu af mörgum krossfara-
köstulum og sá stærsti. Allir gestir
í Sýrlandi ættu að koma þar við og
skoða þessa gríðarlegu kastala-
borg.
Sýrlendingar hafa lagt sig í fram-
króka við að halda kastalnum vel og
dyggilega við og maður fékk á til-
finninguna að hann væri mikið til í
sams konar standi og þegar hann
var reistur fýrir 800 árum. Stendur
uppi á háum fjallstindi eins og allir
kastalamir og þegar upp er komið
er útsýni til allra átta og grillir í
fleiri kastala uppi á næstu
fjallatoppum.
Krossfaramir hófu að reisa hann
1170 og liðu mörg ár uns því verki
var lokið. Þarna bjuggu um fjögur
þúsund manns þegar best lét. Hann
er afar rammgerður enda stóðst
hann árásir í hundrað ár en þá
tókst Baybar súltan að leika á
krossfarana og þeir gáfust upp.
Súltaninn leyfði krossfórunum að
fara ferða sinna með því skilyrði að
þeir fæm úr landi. En margir
þeirra höfðu gengið að eiga arab-
ískar konur og fóra því ekki öllu
lengra en til hafnarborgarinnar
Tartous sem er önnur hafnarborg
landsins á eftir Lattakia sem ég
minntist fyrr á svo og til Tripoli í
Líbanon.
Arfleifð krossfaranna er því ekki
aðeins kastalar og kirkjur víðs veg-
ar um landið; enn hittir maður fyrir
á þessum slóðum rauðhærð eða
ljóshærð börn með blá augu svo
þeir hafa ekki haft hugann einvörð-
ungu við að verjast trúvillingunum.
I kastalanum era varðturnar,
vistarverur fyrir skepnur, einkum
Sem við fyrstu heyrn virðist geró-
líkt arabísku enda veit ég ekki til að
nein tengsl teljist þar á milli.
Mér var sagt að ritmál arameisk-
unnar væri glatað en talmálið lifði
kynslóð fram af kynslóð og stund-
um hitti ég Sýrlendinga sem sögðu
mér að þeirra móðurmál væri ara-
meiska. Þeir voru mjög hreyknir af
því og fóra ekki dult með að þeir
álitu sig dálítið sér á parti.
Viðmót Sýrlendinga kemur
mörgum útlendingum á óvart
A leiðinni frá Damaskus til Malulah
er land hrjóstragt og gróðurinn
ekki mikill. I stór flæmi hefur verið
plantað trjám og er það höfuðborg-
arbúum hið mesta metnaðarmál að
gera næsta umhverfi hennar vist-
legra en nú er, að sögn leiðsögu-
manns míns Mohammed Khalil.
Hann sagði mér líka að margir
útlendingar yrðu afar hissa á því
hvað Sýrlendingar væra vingjarn-
legir og var dapur og gramur yfir
því hvað Sýrlendingar hefðu nei-
kvæða ímynd út á við.
Við fórum ekki mikið út í póli-
tíska sálma - það segir sig nokkum
veginn sjálft að maður þarf að
þekkja viðkomandi persónulega til
að fara út í rökræður um stjómar-
farið - eða þá að vera á tali við op-
inbera embættismenn sem blaða-
maður. Og ég var þarna umfram
allt sem ferðamaður og lét pólitík-
ina að mestu lönd og leið.
Ég hef verið áður í Sýrlandi þó
ég hafi lítið ferðast um landið fyrr
en núna. Því kom vingjarnlegt við-
mót mér ekld í opna skjöldu en
gestrisnin og það hve fólk var áfjáð
í að gefa sig á tal við mann var
fjarska notalegt.
Ég hafði veitt því athygli fyrstu
STÚLKURNAR Roula og Hala komu til mín í Bosra og langaði afskap-
lega mikið til að tekin yrði mynd af okkur saman ásamt frænku þeirra.
f BOSRA í suðri er stærsta útileikhús í heimi frá tímum Rómveija og
rúmar 14 þúsund áhorfendur. Þar er árlega haldin vegleg listahátíð.
Að þessu sinni sáu óbreyttir Sýrlendingar um dans og söng.
er mjög ríkjandi litur. Nema þau
sem era allra næst fjöllunum. Þau
era grábrún eins og þau séu í felu-
leik. Ég stakk því stundum gæti-
lega að mönnum hvort þeim fyndist
ekki ástæða til að mála öll þessi
gráu hús. En fékk ekki undirtektir.
Flestir íbúa í Malulah eru grísk-
kaþólskir þó þar búi einnig múslim-
ar. Það sem gerir þetta þorp sér-
stætt er að það er annað tveggja
þorpa þar sem arameiska - mál
Jesú Krists - er enn talað.
Efst á fjallinu er lítil, falleg
býzantísk kirkja og í grenndinni
klaustur heilags Sergiusar. Saga er
til sem segir að ung tyrknesk
stúlka Tekla hafi gerst lærisveinn
Páls postula og vakti það reiði fóð-
ur hennar svo hún sá sér ekki ann-
an kost en flýja heimili sitt í Tyrk-
landi. Faðir hennar sendi leitar-
menn á eftir henni og þegar hún
kom að fjöllunum handan Malulah
opnuðust þau svo að hún gat falið
sig í hellum og fann skjól hjá
trúsystkinum í Malulah.
Presturinn í kirkju heilags Sergi-
usar tók mér vinalega. Hann bar
mér messuvínsglas og bað mig
neyta og setti á kasettu þar sem
munkar fluttu söng á arameisku.
dagana í Damaskus áður en við Mo-
hammed lögðum land undir fót
ásamt bílstjóranum okkar Wisam,
að borgin er hreinni en hún virkaði
þegar ég kom hér síðast, í ágúst
1990. Mohammed sagði að síðustu
þijú ár hefði verið mikið hreins-
unarátak í gangi, ekki bara í höfuð-
borginni heldur um allt landið og
það væri að skila sér hægt og bít-
andi þótt enn mætti gera betur.
Almennt talað er svo sannleikur-
inn sá, hvað sem brenglaðri ímynd
líður að Sýrland er með öraggari
ferðamannalöndum. Sagt hefur
verið að maður gæti þess vegna
skilið eftir fóggur sínar svona
uppundir það úti á miðri götu og
þær væra óhreyfðar á sama stað
þegar maður kæmi kannski daginn
eftir. Og árásir á útlendinga og
þjófnaðir era mjög sjaldgæft fyrir-
bæri en það á raunar við um vel-
flest Arabalönd.
Þeir sem hafa gróna andúð á
Aröbum og finna þeim flest til for-
áttu - langoftast af þekkingar og
skilningsskorti mundu væntanlega
hreyta út úr sér að það væri vegna
þess að þetta séu eintóm lögreglu-
ríki og menn óttist að útsendarar
leyniþjónusta séu á hverju strái.
Auðvitað er það ekki svarið en
stundum þýðir lítið að rökræða
þessi mál við fólk ef það hefur ekki
vilja til að hafa móttakarann í lagi.
f kastala krossfaranna
Þegar beygt er út af aðalveginum
nokkrum klukkutímum norðvestar
hesta þeirra, kapella og vitaskuld
hýbýli íbúanna. Hreinlátir hafa þeir
verið þvi nóg er af baðherbergjum
og vatn leitt upp í kastalann á hug-
vitsamlegan hátt auk þess sem þeir
söfnuðu regnvatni í þar til gerða
turna.
Umhverfið er einstaklega gróð-
ursælt og mikið ræktað hér af
tómötum og agúrkum í gróðurhús-
um, svo og öðram ávöxtum sem
vaxa úti og alls konar grænmeti.
Fólk er alls staðar að störfum en
alltaf gaf sér það tíma til að veifa og
ef við stoppuðum einhvers staðar
brást varla að við væram komin í
tepartí áður en við var litið.
Með sýrlenska landsliðinu
í Tartus
Á Grand hóteli - sem er byggt í
stíl Sovétmanna þegar hvað mestur
vinskapur var með þeim og Sýr-
lendingum - í Tartus var sýrlenska
landsliðið í æfingabúðum að undir-
búa sig fyrir vináttulandsleik við
Sáda. Menn vora bjartsýnir og
höfðu góðar vonir um að vinna. Þar
sem Sádar vora á leið á HM hefði
það verið meiriháttar skrautfjöður
fyrir Sýrlendinga.
Wisam bílstjóri fylgdist með
leiknum í beinni útsendingu
nokkram dögum síðar. Hann var
gersamlega eyðilagður maður að
honum loknum. Sádar höfðu unnið
mjög óverðskuldaðan sigur 2-0.
Tartus hefur ágætis strönd og
Sýrlendingar koma þangað í mestu
sumarhitunum þó Lattakia sé ofar
á vinsældalistanum. En ætli maður
að klifra upp í kastalann krossfar-
anna er hæfilegt að gera sér nætur-
stað í Tartus.
Um kvöldið sat ég fyrir utan hót-
elið og dreypti á sýrlenskum Bara-
dabjór. Þá var sýrlenska landsliðið
að spranga eftir strandveginum. Og
flissandi ungar stúlkur í hæfilegri
fjarlægð rejmdu óspart að vekja at-
hygli kappanna - með góðum ár-
angri að því er best varð séð.
Um ijöll og dali til Lattakia með
viðkomu í Saladdinkastala
Ég var nokkuð ánægð með mig
morguninn eftir að finna ekki fyrir
harðsperram eftir allt prílið upp í
Crac de Chevaliers daginn áður.
Svo Mohammed stakk upp á að við
breyttum áætluninni og skoðuðum
kastala Saladins sigurvegarans
mikla á leiðinni til Lattakia.
Þar stóð yfir smíðavinna vegna
þess að nota átti kastalann til að
taka kvikmynd í. Saladinkastalinn
er ekki eins fullkominn og veglegur
og Krossfarakastalinn en hann er
mun manneskjulegri og ég átti auð-
velt með að sjá fyrir mér mannlífið
þar í den tíð.
Svo keyrðum við um Homs og
drukkum te á Safirhóteli og síðan
var farið um djúpa, gróna dali til
Lattakia. Það þarf varla að taka
fram að okkur var ljúfmannlega
tekið á hótel Omar Khayam þar í
bæ.
Þegar við komum úr rannsóknar-
leiðangri í Ugarit sem ég minntist á
í upphafi og þar sem ég fékk hug-
ljómunina um framtíðarstarf mitt
var að hefjast brúðkaupsveisla á
hótelinu.
Það var ekkert eðlilegra en mér
væri boðið að taka þátt í gleðinni og
þá ég það með þökkum. Þetta var
kvennaveisla en brúðguminn og
bræður hans fengu þó að vera með.
Það þykir ekki nema sjálfsagt að
ókunnugir sem menn rekast á á leið
til veislunnar séu með.
Það vora spiluð fjörag lög, konur
á öllum aldri drukku vatn og appel-
sín og borðuðu kökur og sætindi.
Og dönsuðu hver við aðra af mikl-
um móð. Ég held það sé ekki of-
mælt að Sýriendingar hafa mikið
gaman að dansi og nota flest tæki-
færi til að svala þeirri þörf.
Brúðhjónin sátu ijóð og sæl á
upphækkuðum palli svo að við gæt-
um séð hvað þau væra lukkuleg.
Þegar á leið kvöldið var feimnin að
rjátlast af þeim og endaði með að
þau dönsuðu bæði eftir hasar-
rokklögum og músík sem hefði ver-
ið kölluð vangadanslög í mínu ung-
dæmi.
Foreldrar brúðarinnar
verða að borga allt
Það er misjafnt frá einu Ai-a-
balandi til annars hvar útgjöldin
lenda þegar brúðkaup er annars
vegar. I Egyptalandi skipta for-
eldrar brúðhjónanna með sér út-
gjöldum. Foreldrar brúðar kaupa
til dæmis fatnað á dótturina og all-
an húsbúnað en brúðgumi og for-
eldrar hans leggja til íbúð og
veislukostnaði er oft skipt svo að
foreldrar bráðguma borga trálof-
unarveisluna en bráðar giftingar-
veisluna.
Ég gaf mig á tal við móður bráð-
arinnar þarna í veislusalnum í
Lattakia og hún fræddi mig á því
að í Sýrlandi væra það foreldrar
bráðar sem sæju alfarið um þetta
allt. Að vísu væri bráðgumi yfirleitt
búinn að koma sér upp íbúð því
enginn karl er maður með mönnum
sem ætlar að biðja sér konu og get-
ur ekki boðið henni þak yfir höfúð-
ið.
Hún sagði að þetta væri ekki
mjög dýr bráðkaupsveisla, þau
hjónin hefðu ákveðið að láta efni
ráða og því væru veitingar í lág-
marki. Að vísu væri dýrt að kaupa
fatnað og leigja sal og hljómsveit en
vonandi giftist dóttir þeirra bara
einu sinni og næsta dóttir á eftir
væri ekki nærri komin á giftingar-
aldur svo þetta mundi örugglega
bjargast.
Svo bauð hún mér sætindi og síð-
an stigum við dans í kvennafansin-
um. Daginn eftir var stefnt til Ap-
hamia og Hama.