Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA \ m: Alls 126 mörk skoruð 1998 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ BLAD KNATTSPYRNA / HM I FRAKKLANDI SEXTÁN liða úrslit á HM heíjast í dag með tveimur leiiyum, Brasilía og Chile eigast við ann- ars vegar og hins vegar mætast Ítalía og Noreg- ur. Nú verða jafntefli ekki látin gilda heldur skal leikið til þrautar. Verði jafnt eftir 90 mfn- útna leik tekur við fram- lenging í 2x15 mínútur. í fyrsta skipti á heims- meistaramóti getur leik hins vegar lokið fyrr í framlengingu ef annað liðið nær að skora. Þá verður ieikurinn flautað- ur af um leið og markið hefur verið dæmt gilt líkt og gerðist í úrslita- leik Evrópukeppninnar í Englandi 1996 þegar Þjóðveijar unnu Tékka í úrslitum á marki. Þessi mörk gerð í framleng- ingu eru kölluð gull- mörk. Verði gullmark ekki gert í framlengingu tekur við hefðbundin vítaspyrnukeppni. „Gull- marka“ reglan I DAG hefst önnur umferð heimsmeistarakeppn- innar, úrslit tveggja efstu liða hvers riðils uin sig, alls sextán talsins. Því er ekki úr vegi að velta fyrir sér ýmsum tölulcgum upplýsingum, sem liggja fyrir að lokinni riðlakeppninni. Alls voru skoruð 126 mörk, sem eru að meðal- tali 2,625 í leik. FVakkland og Argentína unnu alla þijá leiki sína - voru einu liðin sem hlutu fullt hús stiga. Frakkar gerðu einnig flest mörk allra liða, nfu talsins. Argentína var eina liðið sem ekki fékk á sig mark í riðlakeppninni. Jafnteflakóngar að þessu sinni urðu Belgía og Chile, en bæði Iið gerðu jafntefli í öllum leikjum sínum. Það dugði þó Belgum ekki til áframhald- andi þátttöku. Bandaríkin og Japan urðu hins vegar þess vafasama heiðurs aðnjótandi að tapa öllum þremur leikj- um sínum. Búlgarir, Bandaríkjamenn, Kólumbíumenn, Japanir og Túnisbúar gerðu aðeins eitt mark í þremur leikjum. Suður-Kórea og Jamaíka fengu níu mörk á sig, mest allra liða. Markahæstir í riðlakeppn- inni urðu þeir Gabriel Oraar Batistuta frá Argentfnu og Christian Vieri frá ítalfu með fjögur mörk hvor. Brottvísanir urðu alls 16, en það jafnar fyrra met HM. Kamerún fékk flestar brottvísanir, þijár talsins. Áminningar urðu 174. ChQeménn voru iðnastir í þeim efnum með 11 gul spjöld. Hollendingar fengu fæst, aðeins tvö. Reuters DAVID Beckham innsiglaði 2:0 sigur Englands á Kolumbíu í Lens f gær með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu af 30 m færi. Það þýðir að Englendingar mæta Argentínu í 16-liða úrslitum. Hér fagn- ar Beckham marki sínu ásamt Alan Shearer, Gary Neville og Sol Campbell. AC Milan ekki í Evr- ópukeppni VONIR AC Milan um að fá sæti í Evrópukeppni félagsliða urðu að engu í gær þegar stjóm Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, ákvað að nota ekki þá heimild sem hún hefur til þess að veita þremur félög- um heimild til þess að taka þátt í keppninni án þess að hafa unnið sér keppnisrétt. For- ráðamenn AC Milan höfðu gert sér vonir um að UEFA myndi nýta sér heimildina og þeir yrðu eitt þriggja liða sem fengju boð um að keppa. AC Milan hefur sl. fimm ár verið með í einhverju af Evrópumót- unum og varð m.a. Evrópu- meistari meistaraliða 1994. Vid eigum eflir að gera enn betur „Ég verð að viðurkenna að við mætt- um ofjörlum okkar að þessu sinni,“ sagði Hernan Gomez, þjálfari Kól- umbíu, eftir 2:0 ósigur fyrir Eng- lendingum í Lens í gær. Þar með komust Englendingar í 16-liða úrslit þar sem þeir mæta Argentínu, en Kólumbíumenn verða að sætta sig við að fara heim. „I heildina lékum við mjög vel,“ sagði Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, glað- beittur í leikslok enda þungu fargi af honum létt með sigiánum. „Leik- menn voru vel einbeittir og jákvæðir fyrir leikinn og þvl átti ég aldrei von á öðrum úrslitum en þeim að við ynnum. Við erum að bæta okkur en við eigum eftir að gera enn betur.“ Hoddle sagði ennfremur að eng- inn leikmaður fengi minna en átta í einkunn hjá sér fyrir leikinn og nokki-ir fengju níu, en enginn tíu sem er það sem hann gefur hæst. „Það sýnir að við eigum ýmislegt inni.“ Mikill þrýstingur var á Hoddle að tefla hinum unga Michael Owen, 18 ára, fram í byrjunarliði sínu og lét Hoddle undan. Owen lét lítið fara fyrir sér í upphafí en náði sér vel á strik er á leið og stóð vörn Kólumbíu stöðug ógn af honum. „Þetta er vafa- laust stærsta stund á ferlinum til þessa,“ sagði Owen eftir leikinn, en hann var í fyrsta sinn í byrjunarlið- inu í keppninni. KNATTSPYRNA: ÓLAFUR ÞÓR OG STEINGRÍMUR EFSTIR í EINKUNNARGJÖF / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.