Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HM í KNATTSPYRNU H-RIÐILL Argentína - Króatía 1:0 Bordeaux: Mark Argnetínu: Hector Pineda 36. Markskot: Argentína 6 - Króatía 3. Skot framhjá: Argentína 7 - Króatía 8. Horn: Argentína 3 - Króatía 3. Rangstaða: Argentína 4 - Króatía 0. Gult spjald: Argentínumennimir Ariel Ortega 23., Roberto Ayala 35., og Nelson Vivas 69. Króatíumennimir Slaven Biiie 21., Zvonimir Soldo 44., Zvonimir Boban 46., og Robert Jarni 59. Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Marokkómaðurinn Said Belqola. Áhorfendur: 36.500. Argentfna: Carios Roa; Nelson Vivas, Roberto Ayala, Pablo Paz; Javier Zanetti (Diego Simeone 68.), Matias Almeyda, Juan Veron, Marcelo Gallardo (Sergio Berti 81.), Hector Pineda; Ariel Ortega (Claudio Lopez 53.), Gabriel Batistuta (fyrirliði). Krðatía: Drazen Ladic; Slaven Bilic, Zvonimir Soldo, Dario Simic; Silvio Marie (Goran Vlaovic 46.), Robert Prosinecki (Igor Stimac 68.), Zvonimir Boban (fyrirliði), Aijosa Asanovic, Robert Jami; Mario Stanic, Davor Suker. Japan - Jamaíka 1:2 Lyon: Mark Japans: Masashi Nakayama 75. Mörk Jamaíku: Theodore Whitmore 39., 54. Markskot: Japan 7 - Jamaíka 7. Skot framiyá: Japan 22 - Jamaíka 5. Horn: Japan 8 - Jamaíka 5. Ragnstaða: Japan 3 - Jamaíka 8. Gult spjald: Motohiro Yamaguchi, Japan, 4, og Jamaíkumennimir Stephen Malcolm 78., Christopher Dawes 88. Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Gunter Benkoe frá Austurríki. Áhorfendur: 44.000. Japan: Yoshikatsu Kawaguchi; Akira Narahashi; Masami Ihara (fyrirliði); Norio Omura (Takashi Hirano 58.); Yutaka Akita; Naoki Soma; Hiroshi Nanami (Shipji Ono 78.); Hidetoshi Nakata; Motohiro Yamaguchi; Shoji Jo (Wagner Lopes 58.); Masashi Nakayama. Jamafka: Aaron Lawrence; Ian Goodison (fyrirliði); Ricardo Gardener; Frank Sinclair; Stephen Malcolm; Onandi Lowe; Fitzroy Simpson (Robbie Earle 90.); Theodore Whitmore; Christopher Dawes; Marcus Gayie (Deon Burton 79.); Paul Hall (Walter Boyd 72.). Lokastaðan: Argentína.................3 3 0 0 7:0 9 Krótatía .................3 2 0 1 4:2 6 Jamaíka ..................3 1 0 2 3:9 3 Japan ....................3 0 0 3 1:4 0 ■ Argentína og Króatía komast í 16-liða úrslit. G-RIÐILL Rúmenía - Túnis 1:1 París: Mark Rúmenfu: Viorel Moldovan 72. Mark Túnis: Skander Souayah 10., vítaspyma. Markskot: Rúmenía 6 - Túnis 7. Skot framhjá: Rúmenía 8 - Túnis 3. Hom: Rúmenía 6 - Túnis 2. Rangstaða: Rúmenía 8 - Túnis 5. Gult spjald: Túnismennimir Zubeir Beya 28. og Skander Souayah 57. Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Edward Lennie frá Ástralíu. Áhorfendur: 80.000. Rúmenía: Bogdan Stelea; Dan Petrescu, Christian Dulca (Gheorghe Popescu 30.), Anton Dobos, Liviu Ciobotariu, Constantin Galca, Dorinel Munteanu, Lucian Marinescu, Gheorghe Hagi, Ilie Dumitrescu (Viorel Moldovan 67.), Marius Lacatus (Adrian Ilie 46.). Túnis: Chokri El-Ouaer; Ferid Chouchane, Sami Trabelsi, Mounir Boukadida, Zubeir Beya, Kais Ghodhbane (Tarek Thabet 83.), Riadh Bouazizi, Sirajeddine Chihi, Skander Souayah (Imed Ben Younes 90.), Adel Sellimi, Mehdi Ben Slimane (Riadh Jelassi 54). England - Kolombía 2:0 Lens: Mörk Englands: Darren Anderton 20., David Beckham 30. Markskot: England 16 - Kolombía 10. Skot framhjá: England 8 - Kolombía 3. Hom: England 5 - Túnis 1. Rangstaða: England 4 - Kolombía 2. Gult spjald: Englendingamir Paul Scholes 22., Alan Shearer 90. Kolombíumennimir Maurizio Sema 20., Victor Aristizabal 87., Jorge Mermudez 89. Dómari: Arturo Brizio Carter frá Mexíkó. Áhorfendur: 41.275. David Seaman; Gary Neville, Tony Adams, Sol Campbell, Darren Anderton (Robert Lee 79.), David Beckham, Paul Ince (David Batty 83.), Graeme Le Saux, Paul Scholes (Steve McManaman 74.); Michael Owen, Alan Shearer (fyrirliði). Kolombía; Farid Mondragon; Wilmer Cabrera, Jorge Bermudez, Everth Palacios, Antonio Moreno, Maurizio Sema (Victor Aristizabal 46.), Harold Lozano, Freddy Rincon, Carlos Valderrama (fyrirliði), Leider Preciado (Adolfo Valencia 46.), Anthony De Avila (Hamilton Ricard 46.). Lokastaðan: Rúmenía..................3 2 1 0 4:2 7 England .................3 2 0 1 5:2 6 Kolombía ................3 1 0 2 1:3 3 Túnis....................3 0 1 2 1:4 1 1. deild KVA - HK............................2:0 Veigur Sveinsson (32.), Sigurjón Rúnarsson (89.). ■ Heimamenn unnu verðskuldaðann sigur í leik ekki var neitt sérstakur einkum í fyrri hálfleik þegar vindurinn réði mestu um gang hans og leikmenn áttu fullt f fangi með að halda stjóm á knettinum. Veigur Sveinsson skoraði eina mark fyrri hálfleik með skalla úr vítateingum eftir sendingu fá Sigurbimi Bjömssyni. Heldur gekk leikmönnum betur að ráða við knöttinn í síðari hálfleik en þá vora heimamenn mun betri en það var ekki fyrr en í blálokin að þeim tókst að bæta við öðru marki. Maður leiksins: Veigur Sveinsson, KVA. - Benedikt Jdhannesson, Eskifirði. Fj. leikja U J T Mörk Stig VtKINGUR 6 4 1 1 9: 5 13 BREIÐABLIK 6 4 0 2 10: 6 12 FYLKIR 6 3 2 1 7: 5 11 STJARNAN 6 2 4 0 5: 3 10 SKALLAGR. 6 2 2 2 11: 8 8 KA 6 2 2 2 6: 7 8 KVA 6 2 1 3 8: 7 7 FH 6 2 1 3 5: 6 7 ÞORAk. 6 1 1 4 7: 10 4 HK 6 1 0 5 6: 17 3 2. deild Völsungur - KVA..................3.5 Reynir S - Dalvík ...............2:2 Fj. leikja U J T Mörk Stig VÍÐIR 6 6 0 0 15:4 18 TINDAST. 6 4 1 1 15: 7 13 DALVÍK 6 4 1 1 10: 6 13 KS 6 3 2 1 11: 10 11 LEIKNIRR. 6 3 0 3 10: 8 9 SELFOSS 6 2 0 4 15: 14 6 ÆGIR 6 2 O 4 9: 11 6 VÖLSUNGUR 6 1 1 4 10: 15 4 REYNIRS. 6 1 1 4 10: 17 4 FJÖLNIR 6 1 0 5 7: 20 3 3. deild: UMFA - KFR......................... .5:0 Björgvin Friðriksson 2, Jón Grétar Ólafs- son, Jón Ottósson, Haukur Björnsson. Skotfimi Islandsmeistaramótið í loftskammbyssu- skotfími var haldið í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði á dögunum. Alls kepptu 16 manns í mótinu og var keppt í flokki karla og kvenna en samhliða einstaklingskeppni fór fram sveitakeppni. Hannes Tómasson, margfaldur íslands- meistari úr Skotfélagi Kópavogs, bar sigur úr býtum í karlaflokki með 651,3 stig, í öðru sæti var Scott Thomas úr Skotíþróttadeild Keflavíkur með 648,4 stig, í þriðja sæti varð Jónas Hafsteinsson með 644,9 stig en hann er úr Skotfélagi Kópavogs og í fjórða sæti varð Anton Konráðsson úr Skotfélagi Ólafs- fjarðar með 642,3 stig. í kvennakeppni voru aðeins tveir kepp- endur að þessu sinni. Kristína Sigurðardótt- ir bar sigurorð af Ingibjörgu Ásgeirsdóttur með 438,2 stig gegn 428,7 stigum Ingibjarg- ar. Báðar eru þær í íþróttafélagi lögreglu- manna. I sveitakeppni var sveit Skotfélags Kópa- vogs í 1. sæti, sveit Skotfélags Reykjavíkur í öðru sæti og sveit Skotfélags Ólafsfjarðar hafnaði í þriðja sæti. Að sögn Arna Sveinbjörnssonar, for- manns SKÓ, er þetta í fyrsta sinn sem ís- landsmót í þessari íþróttagrein er haldið úti á landsbyggðinni og sagði hann að keppend- ur hefðu verið mjög ánægðir með aðstöðuna. UM HELGINA Knattspyma LAUGARDAGUR: 3. deild: Armannsvöllur: Ármann - Bolungarvík . .14 Djúpavogur: Neisti D - Próttur N ..16 Seyðisfjörður: Huginn - Leiknir F..14 SUNNUDAGUR: Landssímadeildin, efsta deild karla: Akranes: ÍA - ÍBV..................17 3. deild: Grindavík - Bolungarvík ...........14 Helgafellsvöllur: KFS - Snæfell ...17 MANUDAGUR: 3. deild: Akranes: Brani - Víkingur Ó........20 Grýluvöllur: Hamar - Léttir .......20 Hofsós: Neisti H - HSÞ b ..........20 Sund Aldursflokkameistaramótið hófst í Kópa- vogslaug í gær og stendur einnig yfir í dag og á morgun. Nafnabrengl GYLFI Einarsson var einn besti leikmaður og markaskorari Fylkis í leiknum gegn Víkingi í fyrrakvöld. í frásögn blaðsins af leiknum í gær var tvívegis farið rangt með nafn hans og er beðist velvirðingar á mistökunum. SIGURMARK ARGENTÍNU FRAKKLAND 98 HEIMSMEISTARAKEPPNIN ■ DAVID Beckham varð í gær annar leikmaðurinn á HM til þess að skora beint úr aukaspymu er hann gerði annað mark Englands gegn Kólumbiu. ■ LEIKMENN rúmenska liðsins birtust gulhærðir til leiks við Tún- is í gær. Höfðu þeir allir tekið sig saman og látið lita hár sitt fyrir leikinn. ■ SKADER Souayah skoraði fyrsta mark Túnis á HM er hann gerði mark úr vítaspymu á 10. mínútu gegn Rúmeníu. ■ FORRAÐAMENN heimsmeist- arakeppninnar unnu sér inn nokk- ur stig í gær er þeir létu forráða- menn knattspyrnusambands Chile hafa eitt þúsund aðgöngumiða á leik Brasilíu og Chile í dag. Mið- arnir voru seldir til stuðnings- manna Chile-liðsins sem réðu vart við sig af gleði er þeir höfðu keypt miðana á S-Ameríkuslaginn. ■ „VIÐ gerðum okkar besta og ætlum að mæta að nýju eftir fjög- ur ár og gera enn betur,“ sagði Warren Barrett, markvörður Jamaíku eftir að liðið hafði unnið Japan 2:1 í gær og þar með lokið keppni sinni á HM. ■ THEODORE Whitmore sem skoraði bæði mörk Jamaíku gegn Japan vonast til þess að mörkin hafí opnað dyr íyrir sig að at- vinnumennsku í Evrópu. Þegar hafa félög í Þýskalandi sett sig í samband við hann en hann vonast eftir að Spánverjar og Englend- ingar renni til sín hýru auga. ■ FRAKKAR hafa aðeins einu sinni leikið við Paragvæ á heims- meistaramóti. Sá leikur fór fram í Svíþjóð 1958 og unnu Frakkar 7:3. í þeim leik skoraði Just Fontaine þrennu sem voru fýrstu mörkin hans í keppninni. Áður en yfir lauk á því heimsmeistaramóti hafði Fontaine gert 13 mörk og hefur enginn gert fleiri í loka- keppni HM. ■ „GÓÐIR landar, við eigum fjóra leiki eftir á heimsmeistaramót- inu,“ sagði Mario Zagallo, þjálfari Brasilíu, í viðtali við brasilíska blaðamenn í gær, en hann er ekki í vafa um að hann leiði Brasilíu til sigurs á HM. ebdmXm (° 1 Hector Pineda 36. mín. 4 f Pineda Reuters HECTOR Pineda fagnar sig- urmarki sínu gegn Króatíu. Smiðshögg Penedas Þjálfari Japans íhugar afsögn FYRSTA landsliðsmark Hectors Pinedas rak smiðshöggið á l:0-sig- ur Argentínu á Króatíu í uppgjöri efstu liðanna í H-riðli. Sigurinn tryggði Argentínumönnum efsta sæti riðilsins og þýðir um leið að þeir fara ósigraðir inn í 16-liða úr- slitin með 9 stig og hafa ekki feng- ið á sig mark enn sem komið er. Argentína mætir því Englending- um í St Etienne í næstu umferð á þriðjudaginn og Króatar mæta Rúmenum í Brodeaux sama dag. Jafntefli Rúmeniu og Túnis 1:1 breytti engu um sigur Rúmena í G-riðli. Leikurinn Argentínu og Króatíu þótti frekar tilþrifalítill og fátt var um marktækifæri enda bæði liðin komin áfram áður en flautað var til leiks. Argentínumenn voru heldur ákveðnari framan af leiknum og voru líklegri til að skora. Neistann vantaði í leik Króatíu og leikmenn virtust bíða þess að leiknum lyki og sættu sig við orðinn hlut. Mark Pinedas kom á 36. mínútu er hann skaut föstu skoti úr vinstri hluta vítateigsins eftir fallega sendingu frá Ariel Ortega frá hægri kanti. Pindas, sem leikur með Udinese á Ítalíu, lék sinn 8. landsleik. Daniel Passarella var að sjálf- sögðu glaður í bragði eftir sigurinn sem hann sagði hafa verið verð- skuldaðan. „Við vildum vera áfram í St. Etienne þar sem vel fer um okkur. Til þess þurftum við á sigri að halda. Það tókst og ég er ánægður. Að vera áfram í St. Etienne er gott fyrir okkur jafnt sem stuðningsmenn. Passarella sagði ennfremur að það skipti sig engu máli hvaða liði hann mætti í næstu umferð. „Rúmenamir eru fljótir, Kólumbíumenn eru skipu- lagðir og Englendingar leika með hjartanu, mér er alveg sama hverj- um við mætum, allir andstæðing- arnir eru erfiðir þegar komið er í 16-liða úrslit.“ Miroslav Blazevic, þjálfari Króata, sagðist vera sáttur við leik liðs síns að þessu sinni. „Það var að leika gegn góðu og reyndu liði. Við misnotuðum nokkur færi, en við lékum mjög skipulagðan leik. Eg veit að við getum leikið mun betur enda mun þess gerast þörf í næstu leikjum og vonandi tekst okkur að sýna það.“ JAMAÍKA vann Japan 2:1 í slag neðstu liðanna í H-riðli, en hvorugt þeirra hafði unnið leik í keppninni þegar flautað var til leiks. Theodore Whitmore skoraði bæði mörk Jamaika, það fyrra á 39. mín. og síðara á 54. mín. Fimmtán mimítum fyrir leikslok minnkaði Masashi Naka- yama muninn. Taksehi Okada, þjálfari Japans, sagði eftir leikinn að frammistaða síns liðs væri vonbrigði og hann fliugaði afsögn. „Við unnum ekki leik, en það var takmark okkar fyrir keppnina,“ sagði Okada. „Ég ber ábyrgð á þessari niðurstöðu.“ KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 B ^ ÞAÐ er mikill hátíðarbragur á Ríó de Janeiro, minnir helst á karnivaltímann. Borgin, sem staðarmenn hafa dubbað upp á undanförnum vikum í hátíð- arbúning í litum brasilíska fán- ans, hélt fyrst upp á sigurinn 2:1 yfir Skotlandi á opnunar- leik Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta og síðan upp á 3:0 á móti Marokkó; leikinn sem gladdi mjög hug og hjarta landsmanna. Með leiknum á móti Marokkó tryggði brasilíska landsliðið þátttöku sína í næstu lotu heims- meistarakeppninnar. Sigríður Hulda Menn geng11 Því Ör- Geiríaugsdóttir uggir með sig inn á skrífar leikvöllinn á móti frá Brasiliu Norðmönnum á þriðjudaginn var. Hér í Ríó hófst leikurinn kl. 16:00 að staðartíma og varð til þess að verslunar- og þjón- ustustaðir lokuðu dyrum sínum og menn flykktust allir sem einn, ef ekki heim til sín, þá á einhvern stað þar sem var stillt upp sjónvarps- skermi þar sem bein útsending leiksins fór fram. En þar sem liðið hafði hvort sem er tryggt stöðu sína í næsta riðli var minni spenna í mönnum en í hinum tveim leikjun- um og skammarleg leikslok komu mönnum ekkert úr jafnvægi. Að vísu var rætt um tap Brasilíumanna fyrir Norðmönnum í síðustu heims- meistarkeppninni en ekki fannst mönnum líklegt að slíkt myndi end- urtaka sig, en sú varð raunin. Vík- ingarnir norsku hafa unnið sér inn virðingu manna hérlendis en menn einbeita sér nú að leik á móti Chile í dag. I leiknum á móti Marokkó sýndu brasilísku leikmennirnir hvað í þeim býr og unnu traust landsmanna sinna. Sá er vaninn hér á landi á undan heimsmeistarakeppnunum í fótbolta að hnussa og fussa og gagn- rýna landsliðið og sérstaklega þjálf- arann. Það var búið að hneykslast mikið yfir Zagalo, núverandi þjálf- ara liðsins, í blöðunum og umræður manna síðustu dagana fyrir keppn- ina snerust allar um þá ákvörðun hans að taka Romário úr liðinu Reuters STUÐNINGSMENN Brasilíumanna koma til með að syngja og dansa fram eftir nóttu í Frakklandi og Brasilíu, ef sigur vinnst á Chile. vegna meiðsla sem hann átti við að etja. En menn eru vonglaðir og búa sig undir að fylgjast með beinni útsend- ingu leiksins á móti Chile á morgun. Ronaldinho, Bebeto, Denílson, Ri- valdo...! Gleði Brasilíubúa, 150 milljóna manna, er í ykkar höndum. Með sigri liðsins verður hér veisla í kvöld - fram til morguns. Gul- græn-og-bláklæddur mannfjöldinn dansar, syngur og drekkur sér til yndis og gleðiauka því að ef eitthvað hressir upp á þjóðarstoltið hjá Brasilíubúum þá er það orðstír fót- boltans hér í landi. Vonin liggur í loftinu: vonin um fimmta heims- meistarabikarinn. Vonin liggur í loftinu í Ríó HM í FRAKKLANDI 1998 - ÚTSLÁTTARKEPPNIN Laugardaginn 27. júní ÍTALÍA - NOREGUR (Marseille, kl. 14.30) Laugardagur, 27. júní BRASILÍA - CHILE (Paris, kl. 19.00) Sunnudagur, 28. júní FRAKKLAND - PARAGUAY (Lens, kl. 14.30) Sunnudagur, 28. júní NÍGERÍA - DANMÖRK JParís, kl. 19.00) Mánudagur, 29. júní \ ÞÝSKALAND - MEXÍKÓ (Montpelller, kl. 14.30) Mánudagur, 29. júní HOLLAND - JÚGÓSLAVÍA (Toulouse, kl. 19.00) f. lí Þriðjudagur, 30. júní RÚMENÍA - KRÓATÍA (Bordeaux, kl. 14.30) Þriðjudagur, 30. júní ARGENTÍNA - ENGLAND (St Etienne, kl. 19.00) Föstudagur, 3. júlí (París, kl. 14.30) Föstudagur, 3. júlí (Nantes, kl. 19.00) ' malmmmHtmmm Laugardagur, 4. júlí (Lyon, kl. 19.00) Laugardagur, 4. júlí (Marseille, kl. 14.30) FRAKKLAND 98 Sunnudagur, 12. júli (París, kl. 19.00) REUTERS > ■ ÞRÍR leikmenn bandaríska liðs- ins eiga yfir höfði sér sektir fyrir að gagnrýna landsliðsþjálfara sinn,-/ Steve Sampson, opinþerlega. Þetta eru Alexei Lalas, Tab Ramos og JefT Agoos. AUir hafa þeir opinber- lega neitað að leika með bandaríska liðinu og sagt leikaðferðir þess vera rangar. ■ EGIL Olsen þjálfari Noregs ætl- ar að gera eina breytingu á byrjun- arliði sínu sem mætir Italíu frá viðureigninni við Brasilíu. ■ ERIK Mykland kemur inn í byrj- unarliðið í stað Roar Strand, en Strand skipti við Mykland í síðari hálfleik gegn Brasilíu. ■ HINN hispurslausi landsliðsþjálf- ari S-Afríku, Philippe Troussier, hefur sagst vera tilbúinn að halda áfram sem þjálfari landsliðsins óski' stjóm knattspymusambands S-Af- ríku eftir því, en samningur hans er útmnnin. ■ TROUSSIER segir að sér standi einnig til boða að taka við landslið- um Sádi-Arabíu og Túnis. ■ Á HM í Frakklandi árið 1938 átt- ust Itaha og Noregur við og unnu Italir, 2:1. Þá eins og nú 60 árum síðar áttust liðin við í Marseille og em Italir að vonast til þess að geta endurtekið leikinn nú í dag. ■ PAOLO Maldini fyrirliði ítala, varð þrítugur í gær og er þetta í þriðja sinn sem hann heldur upp á afmæli sitt um leið og hann er þátt- takandi í HM. Maldini leikur sinn 91. landsleik í dag gegn Noregi. ■ DAGINN eftir að Maldini hélt upp á 22 ára afmælið með félögum sínum á HM 1990 var hann í sigur- liði er lagði Urúgvæ í 16-liða úrslit- um og fjórum ámm síðar var hann einnig í sigurliði, þá gegn Noregi, daginn eftir að hafa haldið upp á 26. afmælisdaginn. ■ THOMAS Hássler æfði ekkert með Þjóðverjum í gær vegna meiðsla í hásin, en þau em ekki sögð alvarieg og fastlega er búist við því að hann leiki með á mánu-_ daginn gegn Mexflcó. ■ NÍGERÍA mætir Dönum á morg- un og segjast Nígeríumenn vera að leika fyrir stolt Afríku, enda eina þjóðin úr þeirri heimsálfu sem er eftir í keppninni. „Danir eiga að búa sig undir tap,“ sagði Finidi George miðvallarleikmaður Nígeríu. „Við verðum að bæta stuðningsmönnum okkar í allri Afríku upp tapið fyrir Paragvæ. ■ NU em taldar hverfandi líkur á að Daniel Amokachi leiki ekkert meira með Nígeríu í keppninni. Að sögn læknis liðsins eru hnémeiðsli hans það alvarleg að litlar líkur em á því að hann jafni sig þó Nígeríu- menn komist alla leið í úrslit. ■ KENNY Dalglish knattspyrnu- stjóri Newcastle er sagður vera nærri því að tryggja sér Markus Babbel leikmann Bayern Miinchen og þýska landsliðsins. Talið er að kaupverðið verði um 600 milljónir króna verði af þessu. ■ BABBEL var kominn með annan fótinn til Newcastle sl. vetur en þá vildi Bayern ekki fyrir nokkurn mun sleppa honum vegna keppninn- ar í Meistaradeild Evrópu. Auk þess sem launakröfur hans, um 3,6 millj. króna, á viku vora meira en Newcastle var reiðubúið að greiða/ Nú mun hann hafa lækkað launa- kröfuna um þriðjung. ■ JESUS Ramirez leikmaður Mexíkó ,sem rekinn var af leikvelli undir lok leiksins við Hollendinga á fimmtudaginn, var úrskurðaður í tveggja leika bann í gær og missir því af leiknum við Þjóðverja á. mánudaginn. %-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.