Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tekst Vieri að skora gegn Frökkum? ÍTALSKI framherjinn Christian Vieri er eiiui tólf leikmanna, sem hafa skorað í fyrstu fjórum leikjum liðs sins á HM. Skori hann i leiknum gegn Frökkum á föstudag mun hann bætast í fríðan flokk framheija, sem skorað hafa í fimin leikjum í röð á HM. Þeir Just Fontaine frá Frakklandi, Brasilíuinaður- inn Jairzinho og Vestur- Þjóðverjinn Gerd Miiller eru einu mennirnir sem hafa gert fimm mörk í finnn leikjum i röð á HM. Miiller gerði fimm mörk á HM 1970 áður en vestur-þjska liðið var slegið út af Itöium í undanúrslitum, en Fontaine og Jairzinho náðu að bæta einu marki við og eiga því metið - sex mörk í sex leikj- um. Vieri, sem gerði garðinn frægan með Atletico Ma- drid í vetur og varð marka- hæstur á Spáni, segist him- inlifandi yfir öllum mörk- unum. „Þetta er frábær til- fínning en skiptir auðvitað ekki öllu máli. Gengi liðsins er miklu mikilvægara en frammistaða einstakra leik- manna.“ ■ ARRIGO Sachhi þjálfari Atlet- ico Madrid hefur óskað eftir því að úrugvæski framherjinn Fernando Correa komi til liðsins á nýjan leik. Hann var lánaður til Racing Sant- ander fyrir tveimur árum og náði sér vel á strik á síðasta tímbili er hann gerði 15 mörk við Santander og var á meðal markahæstu manna spænsku deildarinnar. ■ ROBERT Zmelik tugþrautar- kappi frá Tékklandi og Olympíu- meistari í tugþraut í Barcelona ár- ið 1992 keppir ekkert á þessu ári. Hann hefur verið meiddur mest allt þetta ár og sér hann þá eina leið færa til að jafna sig að taka kvíld frá æfíngum og keppni um tíma. ■ ELLEN van Langen ólympíu- meistari í 800 m hlaupi kvenna á leikunum 1992 hefur ákveðið að leggja skóna hilluna eftir að hafa átt við þrálát meiðsli í hæl allt frá Ólympíuleikunum í Barcelona. ■ ROGER Black tvöfaldur Evr- ópumeistari í 400 m hlaupi karla frá Bretlandi og silfurverðlauna- hafí í greininni á síðustu Ólympíu- leikum hefur ákveðið að leggja keppnisskólna á hilluna í haust. ■ FYRST hyggst Black freista þess að verða Evrópumeistari í þriðja sinn á EM í Búdapest í ágúst. Fari svo verður hann fyrsti maðurinn í sögunni til þess að verða Evrópumeisari í 400 m hlaupi í þrígang, en Black vann 1986 og 1990 en varð annar 1994. ■ TVAR Hauksson, kylfíngur úr GKG, jafnaði vallarmet Tryggva Péturssonar á golfvellinum að Kiðjabergi í Grímsnesi á laugar- dag. ívar lék völlinn á 69 höggum er hann sigraði í Opna Kumho- mótinu. HM í KNATTSPYRNU SIGURMARK ÞJÓÐVERJA Á SÍÐUSTU STUNDU Júrgen Klinsmann 75. minúta Luis Hernandez 47. mínúta Oliver Bierhoff 86. mínúta '•;& Mexíkó missti unninn leik á móti Þýskalandi niður í tap Uppgjöf óþekkt í herbúðum Reuters OLIVER Bierhoff tekur Júrgen Klinsmann á bakið eftir sigur Þýskalands á Mexíkó í 16 liða úrslitum HM f gær, en félagarnir skoruðu undir lokin og tryggðu leik við Rúmena eða Króata. Klinsmann sagði að keppnisskapið hefði haft mikið að segja. „Mark Mexíkó var sem köld vatnsgusa framan í okkur en við sýndum ótrú- legt keppnisskap. Það er mikill keppnishugur í þessu liði.“ Hernandez var ánægður þrátt fyr- ir tapið. „Við erum mjög ánægðir. Við áttum möguleika og jafnvel þeir sem ekki trúðu á okkur gátu séð það. Við reyndum, vildum að gleði Mexík- ómanna yrði eins mikil og mögulegt væri, en okkur tókst ekki ætlunar- verkið. Það er sárt en við verðum að halda höfði því svona er knattspym- an. Ég vil biðja alla sem ekki trúðu á okkur að biðja okkur afsökunar og viðurkenna að við erum Mexíkanar og erum hreyknir af því.“ Manuel Lapuente, þjálfari Mexíkó, tók í sama streng. „Þetta var mjög erfitt en ég er mjög hreyk- inn af mínum mönnum því þeir gerðu allt sem þeir gátu. Um stund hélt ég að við myndum sigra en við töpuðum. Hins vegar töpuðum við eftir að hafa gefið allt í leikinn og ég sagði leikmönnum hug minn. Ég er hreykinn af frammistöðu þeirra." Þjóðveija Oliver Bierhoff tryggði Þjóðveij- um 2:l-sigur á Mexíkó í 16 liða úrslitum HM í gær þegar hann skall- aði boltann í net mótherjanna fjórum mínútum áður en flautað var til leiksloka. Luis Hernandez skoraði fyrir Mexíkó í byrjun seinni hálf- leiks, fjórða mark hans í keppninni, og um miðjan hálfleikinn máttu Þjóðverjar þakka fyrir að vera ekki tveimur mörkum undir. Þess í stað jafnaði Júrgen Klinsmann eftir varn- armistök stundarfjórðungi fyrir leikslok og Bierhoff sá til þess að Þýskaland er í átta liða úrslitum, þar sem mótherjinn verður Rúmenía eða Króatía. Lánið lék við Þjóðverja þegar þeir unnu upp tveggja marka forskot Jú- góslava í leik þjóðanna í riðlakeppn- inni og aftur kom til kasta þýsku seiglunnar í gær. Vörn Þýskalands var illa á verði þegar Hemandez skoraði og hann var óheppinn að skjóta beint á Köpke skömmu síðar, eftir að þýski mai'kvörðurinn hafði varið frá varamanninum Jesus Arellano í stöng eftir að boltinn hafði breytt um stefnu af Lothar Matt- haus. Hins vegar varði Jorge Campos glæsilega frá Michael Tamat skömmu fyrir hlé og tveimur mínútum síðar skallaði Bierhoff bolt- ann í slá. „Mexíkó á hrós skilið en samt sigruðum við,“ sagði Bierhoff. „Það var frábært að gera sigurmark- ið en Klinsmann átti líka hlut að máli. Við hefðum sigrað með meiri mun ef við hefðum nýtt færin en eins og sást í leik Frakka skapast vanda- mál þegar þau em ekki nýtt. Mexík- ómenn voru hættulegir í sókninni en við áttum skilið að sigra. Við vildum bæta leik okkar og gerðum það að einhverju leyti en vonandi gengur betur í átta liða úrslitum.“ Berti Vogts, þjálfari Þýskalands, sagði að hitinn hefði haft neikvæð áhrif á sína menn og ekki hefði bætt úr skák að Jurgen Kohler meiddist í upphitun, en lengi vel hefði verið út- lit fyrir að Þýskaland dytti úr keppni í 2. umferð eins og í Argent- ínu 1978. „Hlaupin fram og aftur í þessum hita þreyttu mína menn. Við urðum að bregðast við markinu og breyta hraðanum. Júrgen Kohler er einn af mikilvægustu mönnum liðs- ins. Hann skipuleggur hlutina, leið- beinir félögunum og er stöðugt kallandi. Markus Babbel fékk það erfíða hlutverk að hlaupa í skarðið en gerði það mjög vel. Hins vegar er hann öðruvísi leikmaður og við vor- um of daufir í vörninni. Við gáfum Mexíkómönnum tækifæri eða tvö en Andreas Köpke sá við þeim með heimsklassamarkvörslu. Þetta var besta frammistaða okkar og við ætl- um að halda áfram að bæta okkur. Við vorum ekki tilbúnir að fara heim, strákarnir vildu vera áfram á frábæru hóteli og gerðu því allt sem þeir gátu til þess. Ég verð að óska þeim til hamingju með frammistöð- una, hvernig þeir börðust í vonlítilli stöðu og breyttu líklegri brottför í áframhaldandi þátttöku. Ótrúlegt var að sjá hvernig þeir unnu og börðust fyrir sigrinum í 90 mínútur því hitinn var óbærilegur, meira að segja í skugganum." Franz Beckenbauer segir knattspyrnuna í heimsmeistarakeppninni slaka margir flækjufætur Allt of IFRANZ Beckenbauer hefur ekki mikið álit á knattspyrnunni, sem leikin hefur verið hingað til í heimsmeistarakeppninni. í viku- legum dálki sínum í þýska blað- inu Bild sagði hann allt of marga leikmenn hálfgerða „flækjufæt- ur“. „Ekkert lið eða leikur hefur mér þótt sannfærandi. Diego Maradona sagði við mig að sér þætti of margir „flækjufætur" í keppninni. Ég er því hjartanlega sammála," stóð í pistli Becken- bauers. „Siðasti góði leikurinn sem ég sá var úrslitaleikur Juventus og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu," segir Beckenbauer, sem vinnur fyrir þýska sjón- varpsstöð á meðan heimsmeist- arakeppnin stendur yfir. Þjóð- verjanum þótti einnig tilgangs- laust að leyfa 32 liðum að taka þátt í lokakeppninni. „FIFA þótti þetta góð hugmynd, eins konar góðverk - að leyfa „smærri" þjóðum að vera með. En hvað kemur það heimsmeist- arakeppninni við?“ I dálki Beckenbauers stóð ennfremur: „Hvernig geta betri liðið leikið á sannfærandi hátt þegar „Iitlu“ þjóðirnar leika að- eins varnarleik og eyðileggja leikinn vegna þess að frá þeim kemur ekkert frumkvæði? Yegna þessa er erfitt að meta getu liðanna eftir riðlakeppnina eingöngu. Hvaða lið hefur í raun og veru sýnt það sem í því býr? Hvert þeirra er að leika eins og það getur best og hvaða lið á enn tromp uppi í erminni? Við sjáum það ekki fyrr en tvö sterk lið mætast.“ Beckenbauer var fyrirliði þýska liðsins, sem varð heims- meistari árið 1974 og þjálfaði Iiðið er það hampaði bikarnum árið 1990. „f minum huga byrjar heimsmeistarakeppnin ekki fyrr en í sextán liða úrslitum, í út- sláttarkeppni með framlenging- um, „gullmörkum" og víta- spyrnukeppni," segir Becken- bauer. 1 h t ! f i > Í \ i l w i \ I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.