Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 HM I FRAKKLANDI MORGUNB LAÐIÐ DANMÖRK BO JOHANSSON, sænskur landsliðsþjálfari Dana sem eitt sinn þjálf- aði islenska liðið, var kampakátur eftir glæstan sigur á Nígeríu. „Við lékum góða, gamaldags, danska knattspyrnu í þessum leik. Allir leik- mennirnir skemmtu sér á vellinum. Þetta var eitthvað í líkingu við það sem við sýndum á síðasta áratug,“ sagði Svíinn Bo Johansson, en „danska dýnamítið“ Iék feikivel í heimsmeistarakeppninni árið 1986 - sigraði Úrúg- væ 6:1 og Vestur- Þýskaland 2:0 í riðlakeppn- inni. Johansson Ávallt vitað að við get- um vel leikið svona vel Danmörk kom heimsbyggðinni á óvart með 4:1 sigri á Nígeríu í sextán liða úrsfitum heimsmeistarakeppninnar í París á sunnu- dagskvöld. Fyrir vikið mæta Danir heimsmeisturum Brasilíu á föstudag og ef marka má frammistöðu þeirra dönsku gegn Ní- geríu, geta þeir rauðu og hvítu skotið sambadrengjunum skelk í bringu. Danimir sýndu engin merki taugaspennu í upphafi leiks, heldur létu þeir hendur standa fram úr ermum og komu andstæðingum sínum, sem íyrirfram voru taldir sigurstranglegri, verulega á óvart með marki strax á þriðju mínútu. Það gerði framherjinn sterki, Peter Möller, með glæsilegu utanfótar- skoti eftir vel útfært upphlaup danska Iiðsins. Leikmenn Nígeríu, sem eru ungir og lítt reyndir í stórmótum, virtust slegnir út af laginu. Þeir áttu þó ekki von á öðru marki frá Dönum svo fljótt sem raun varð á, en mark- vörður þeirra, Peter Rufai, gat ekki haldið boltanum eftir langskot Möll- ers. Brian Laudrup varð á undan grænklæddum varnarmönnum og fylgdi vel á eftir - staðan orðin 2:0 eftir ellefu mínútur. Það tók Nígeríumenn dágóða stund að jafna sig á öðru áfalli, en um miðjan hálfleikinn sóttu þeir í sig veðrið. Þó tókst þeim ekki að skapa sér hættuleg færi og gripu síðar til langra sendinga, sem er ekki aðalsmerki nígeríska landsliðs- ins. Nwanko Kanu fékk þó óvænt færi á 17. mínútu, en hann tók sér of langan tíma innan teigs og varnar- menn Dana sáu við honum. Danska liðið hélt sig aftar á vellinum og beitti áhrifaríkum skyndisóknum. Þegar stundarfjórðungur var lið- inn af síðari hálfleik kom framherj- inn Ebbe Sand inn á sem varamað- ur og skoraði í fyrstu sókn sinni - lék á varnarmenn Nígeríu er lagði boltann fyrir sig með höfðinu og skaut örugglega neðst í vinstra hornið. Nígeríumenn örvæntu og ekki stóð steinn yfir steini í vörn þeirra. Þegar að því kom að skapa marktækifæri fóru sendingar þeirra forgörðum, hver á fætur annarri. Thomas Helveg gerði fjórða mark Dana eftir skyndisókn á 76. mínútu, en Tijani Babangida svar- aði jafnharðan fyrir Afríkumennina - staðan skyndilega orðin 4:1 fyrir Dani, en svar varamannsins Ba- bangidas kom of seint. Danir höfðu þegar nánast tryggt sér óvæntan sigur á sannfærandi hátt. Þeir verða því að teljast verðugir and- stæðingar Brasilíumanna á föstu- dag. „Við lékum mjög vel. Slíkan leik sýndum við oft í undankeppninni og við höfum ávallt vitað að við getum vel leikið svona vel,“ sagði Peter Schmeichel, markvörður Dana. Um andstæðingana, iandslið Nígeríu, sagði hann: „Þeir töldu eflaust að þeir væru sigurstranglegri og þeir hafa hlustað á getgátur fjölmiðla um að þeir gætu orðið fyrstu Af- ríkumennirnir sem verða heims- Reuters MARTIN Jörgensen og Brian Laudrup fallast í faðma eftir að Danir voru búnir að senda Nígeríumenn heim. meistarar. Ég held að þeir hafi komið til leiks með hugann við leik- inn við Brasilíu [næstkomandi föstudag] og það er erfitt að vinna upp tveggja marka forskot," sagði markvörðurinn. Finidi George, útherji Nígeríu, var ekki að gera einfalt mál flókið. „Svona er knattspyrnan. Danir sóttu vel og nýttu færin, en við feng- um fá færi. Þetta eru auðvitað von- brigði, en svona er knattpyman." viðurkenndi þó að hann hefði orðið undrandi á liversu af- slappaðir og yfirvegaðir dönsku leik- mennirnir voru þegar á hólminn var komið. „Við vorum með leikstjórn- anda í þess- um leik, Michael Laudrup, sem lék stórkost- lega,“ sagði þjálfarinn. West Peter Molter Brian Laudrup Ebbe Sand Thomas Helveg 3. mt'n. Tijani Babangida 12. mín. 60. mín. 76. mín. EBBE Sand hleypur frá marki fagnandi - knötturinn liggur í neti Nígeríumanna. Efvið hefðum hlustað á þjálf- arann okkar... BORA Milutinovic, hinn júgóslavneski þjálfari Níger- íumánna, kenndi einbeiting- arleysi um tapið fyrir Dön- um. „Við fengum tvö mörk á okkur í upphafi leiks vegna þess að við náðum ekki að einbeita okkur að leiknum. Eftir þessa slöku byijun var einfaldlega of erfitt að jafna. Ég er mjög óánægður með að þurfa að ljúka þessari keppni svona,“ sagði Milutinovic sem hefur komið liðum fjögurra þjóða í sextán liða úrslit heimsmeistara- keppninnar. Framherjinn Victor Ik- peba segir leikmennina hafa átt að treysta margreyndum þjálfaranum betur. „Ef við hefðum hlustað á þjálfara okkar, hefðum við ef til vill ekki lent í þessu. Það er synd að nýta ekki alla þá hæfi- Ieika sem við höfum til að ná lengra í keppninni. Það er sárt að tapa með þessum hætti. Við höfúm beðið lengi eftir að ná langt, en við eig- um í erfiðleikum,“ sagði Ik- peba, sem leikur með Mónakó. + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 B 7 Reuters Danskur polka stenst samba Bras- ilíu snúning GDANSKIR prentmiðlar fóru undur- fögrum orðum um danska landsliðið í knattspyrnu og frammistöðu þess gegn sterku liði Nígeríu. Dönskum sigrinum ;; var líkt við afrek liðsins árið 1992, þeg- ar það varð Evrópumeistari. Hér að iiineðan gefur að líta helstu umsagnir dönsku blaðanna í gær og vangaveltur þeirra um leik Danmerkur og Brasilíu næstkomandi föstudag. „Hörðustu bjartsýnismenn hafði ekki einu sinni dreymt um að danska liðið mmyndi binda enda á vonir Afríku og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum í yfyrsta sinn.“ „Eftir þrjá dapra leiki sem líkja mætti við martröð, tókst hinu vanmetna danska landsliði að framkvæma hið ómögulega í yndislegum heimi knatt- spyrnunnar. Draumurinn rættist." „Brasilía, bíddu bara. Eftir þessa frammistöðu í París er allt mögulegt." „Við berum virðingu fyrir fjórföldum heimsmeisturum, knattspyrnuþjóðinni sem allir dást að. En erum við hræddir? Nei! Ekki eftir byltuna sem nígerísku listamennirnir hlutu.“ Berlingske Tidende „Af frammistöðu danska liðsins í höf- ) uðborg Frakklands að dæma, geta allir leyft sér að halda að hinn danski polka geti staðist sambatakti Brasilíu snún- Ín^' Politiken „Þessi leikur er líklega sá besti í sögu danska landsliðsins." , EkstaBladet HM I FRAKKLANDI Þjálfarí Þýskalands vill breytingar á HM Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, vill að Evrópu- löndum verði fjölgað á heims- meistaramótinu en ríkjum frá Af- ríku og Asíu fækkað. Einnig vill hann að 16-liða úrslitum verði breytt þannig að keppt sé í riðlum en ekki með útsláttarfyrirkomu- lagi eins og nú er því þar með sé hætta á að margar góðar knatt- spyrnuþjóðir falli úr leik of snemma. Hugmyndir Vogts eru þær að helmingur 32 þátttökulanda komi frá Evrópu í stað þess eins og nú er að 14 komu í gegnum und- ankeppnina auk gestgjafanna Frakka sem eru 15. Evrópuþjóð- in. Alls komust 10 Evrópulið í 16- liða úrslit að þessu sinni, fimm frá S-Ameríku og eitt frá Afríku. „Evrópuþjóðirnar eru sterkari og því ætti Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, að fjölgað þeim þjóðum á HM í framtíðinni. Asíu- þjóðunum hefur ekki vegnað vel og Afríkuþjóðunum enn verr. Því tel ég að í framtíðinni eigi að fjölga Evrópuþjóðunum á HM á kostnað Asíu og Afríku.“ Evrópu- ríkjunum gekk einnig vel á HM fyrir fjóram áram og sjö af átta þjóðum í átta liða úrlsitum voru frá Evrópu. Vogts bendir á leik Argentínu og England sem dæmi um að stemmning í kringum keppnina yrði meiri ef keppt yrði í riðlum í 16-liða úrslitum í stað útsláttar- fyrirkomulags eins og nú er. Báð- ar þjóðirnar hafa ríka hefð en nú er víst að annað liðið fellur úr leik í dag og því minnki áhugi fyrir keppninni í landi þar sem áhugi er mikill og hefðin rík. „Þetta getur ekki verið rétt. Ég held að áhugi fyrir keppninni myndi aukast ef keppt yrði í fjórum fjögurra liða riðlum í sextán liða úrslitum og knattspyrnan yrði betri og lið þyrðu að taka áhættu. Að þessari riðlakeppni lokinni myndu sigur- vegarar hvers riðils fara í fjög- urra liða úrslit." Riðlakeppni í annarri umferð var síðast háð á HM á Spáni 1982. Þá vora fjórir riðlar og hver var skipaður þremur liðum, en þá vora þátttökuþjóðir 24 í stað 32 á HM að þessu sinni. Vogts var leikmaður í þýska liðinu á HM 1974 og 1978. Þá var keppt í tveimur fjögurra liða riðlum í annam umferð og sigurvegarar þeirra léku til úrslita. Fram til 1974 var keppt með útsláttarfyrir- komulagi strax að lokinni fyrstu umferð. Heimsmeistararnir ætla sér alla leið Ekki Miklir yffir- burðir Brasilíu TVÖ mörk frá Ronaldo og önn- ur tvö frá Cesar Sampaio voru meira en nóg tii að tryggja heimsmeisturum Brasilíu sigur gegn Chile og greiða leið í átta liða úrslitin. Viðureign liðanna á laugardag náði aldrei að verða verulega spennandi, til þess voru yfirburðir meistar- anna allt of miklir og Ijóst er að þeir ætla sér alla leið í keppninni. [rasilíumenn stigu fagran sam- badans í leiknum og léku við hvurn sinn fingur. Markvarðahrellir- inn Ronaldo fór mikinn í sókninni, enda kærastan að horfa á uppi í stúku og í leikhléi var staðan 3:0. í seinni hálfleik hefðu mörkin getað orðið mun fleiri hjá meisturunum, en þeir létu eitt duga. Voru þó duglegir að hamra á tréverkinu með skotum sínum og til að mynda kom slá Chilemarksins í veg fyrir þrennu Ronaldos. Hið magnaða framlínutvíeyki þeitra Chilemanna, „Sa-Za“ banda- lag þeirra Marcello Salas og og Ivans Zamorano, var að verki á 68. mínútu með eina marki liðsins þegar sá fyrr- nefndi skallaði knöttinn í netið og gerði fjórða mark sitt í keppninni. Eftir leikinn var Mario Zagallo, þjálfari liðsins, afar kátur. „í síðari hálfleik lékum við knattspyrnu eins og ég vil hafa hana. Þannig mun liðið leika það sem eftir lifii' keppninnar.“ Tvö mörk Ronaldos færðu heildar- skorun hans upp í þrjú mörk í keppninni og þögguðu niður í þeim gagnrýnisröddum, sem töldu hann leika langt undir getu í fyrstu leikj- um liðsins. „Ronaldo lék betur í seinni hálfleik," sagði Zagallo. „Hann á samt meira inni en hefur fyllilega staðið undir væntingum. En Zagallo var ekki aðeins ánægður Reuetrs CESAR Sampaio brást í grát eftir að hann var búinn að skora fyrsta mark Brasilíu. Bebeto samfagnar honum. með Ronaldo. „Roberto Carlos átti sinn besta leik í keppninni. Ég var sáttur við Rivaldo og það var mikil- vægt fyrir hann að eiga góðan leik. Cesar Sampaio átti hins vegar full- kominn leik, ekki aðeins vegna markanna tveggja, heldur líka bar- áttu og staðsetningar. Hann er ein óvæntasta stjarna keppninnar." Nelson Acosta, stjóri Chile, var brattur þrátt fyrir tapið. „Chile komst á HM í fyrsta sinn í sextán ár, svo við erum að bæta okkur með hverjum leik. Því miður þurftum við að mæta heilsteyptu liði, sem ætlai- alla leið í úrslitaleikinn.“ vínbann í St. Etienne FRÖNSK yfirvöld hafa ákveð- ið að hafa ekki vínsölubann í St. Etienne þar sem leikur Englendinga og Argentínu- manna verður dag. Brugðið var á það ráð að banna sölu áfengis í Lens fyrir sl. helgi þegar stuðningsmenn Eng- Iendinga komu þangað vegna leiksins við Kolumbíu. Þótti reynslan af þvf vera upp og ofan, m.a. vegna þess að það var tilkynnt í tíma og margir komu því með gríðarlegt magn að bjór með sér til borgarinn- ar. Hins vegar verður algjört áfengisbann á leikvellinum, bæði á meðan Ieikurinn fer fram, áður og á eftii'. Hins veg- ar verður hægt að kaupa vín á bönnn og veitingahúsum til kl. 23 á leikdag Ukt og í Toulouse þar sem Englendmgar og Rúmenar áttust við fyrir viku. Lögreglumönnum hefur verið fjölgað um 600 f St. Etienne í dag frá því sem var á föstudaginn er Argentínu- menn og Króatía áttust þar við á föstudaginn. Alls verða því um 1.500 lögreglumenn á vakt á leikdegi, um kvöldið og nóttina eftir að leikurinn verður flautaður af. SMIÐSHÖGG RONALDOS Vogts saknar Sammers BERT Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segist sakna þess að liafa ekki Matthias Sanmier í landsliði sínu að þessu sinni, en liann hefur verið meiddur síðustu misseri og Iítið leikið. Sammer var að mati Vogts lykilinaður liðs síns sem varð Evrópuineistari í Englandi árið 1996. Bæði sé Saminer besti leikmaður í stöðu aftasta varnarmanns síðan Franz Beckenbauer vai' upp á sitt besta og þá sé hann ekki síður góður presónuleiki sem smiti bar- áttuanda og leikgleði út til félaga sinna. „Það er afar slæint að hafa Sammer ekki með í hópnum, hann hefur mikið innsæi í leik- inn og gerir ævinlega það eina rétta.“ CHILE Cesar Sampaio Cesar Sampaio Ronaldo Ronaldo 11. mín. 27. mín. 45. mín. (víti) 70. min. Marcelo Salas 68. mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.