Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Rax RAGNHILDUR Gísladóttir notar hrífu við heyskapinn á Smjörflötinni. KRISTINN Haukur Friðriksson hefur gott útsýni til Vestmannaeyja og inn til fjalla við heyskapinn. Heyjað í brakandi þerri BÆNDUR víða á Suðurlandi hafa notað þurrkinn síðustu daga í heyskap þótt enn sé í það fyrsta að slá. Fóðrið þykir hins vegar þeim mun betra. Blaðamaður og ljósmyndari stöldruðu við undir Eyjaíjöllum og við Vík í Mýrdal í gærdag. Vinnumaðurinn á Dalsseli und- ir Eyjafjöllum, Kristinn Haukur Friðriksson, var að snúa á göml- um Massey Ferguson í brakandi þurrki.“Menn eru að fá 15 rúllur á hektara af túnum sem geta gef- ið allt upp í 20 rúllur en það verð- ur hægt að slá eitthvað af túnun- um aftur seinna í sumar“, segir Kristinn. Hann segir aðallega bú- ið að slá minni bletti á Dalsseli sem síðan eru notaðir í beit fyrir kýrnar. Rakað á Smjörflöt Rétt utan við Vík í Mýrdal voru hjónin Guðbergur Sigurðsson og Ragnhildur Gísladóttir að heyja í gær. Þau búa á Lækjarbakka í Reynishverfí en heyja á Smjör- flöt. Við heyskapinn blandast saman nýjar og gamlar heyskap- araðferðir. Heyið er sett í plast- rúllur en raka þarf í kringum stóra steina sem eru á túninu. Ragnhildur segir gaman að raka í svona fallegu umhverfí en hún vildi ekki dvelja þarna lang- dvölum vegna hættu á grjóthruni. „Það er ekki hægt að standast þurrkinn og það er gott fóður sem maður fær úr þessu, flestir bændur í nágrenninu fóru að slá um síðustu helgi,“ segir Ragn- hildur og rakar dreifínni rösk- lega. GUÐBERGUR Sigurðsson bóndi á Lækjarbakka plastar heyrúllu. Qljdst hvað forysta Alþýðubandalagsins leggur til á landsfundi Gagnrýni á að tillagan sé ekki lögð fram strax Ap*í H' Bi<lrnasc”‘ r-__ Ptlunm Laugavegl 18 Sími 2500 518 STEINGRÍMUR J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson, alþingis- menn Alþýðubandalagsins, gagn- BÚKJL MMiia 2,780.- Lærðuað bekkja íslenskar plöntur Með bókinni fylgir stór veggmynd með myndum af íslenskum plöntum © FORLAGÍÐ Siðumúla 7 • Sími 510 2500 rýna að tillaga um nánara samstarf við Alþýðuflokk og Kvennalista skuli ekki vera lögð fram fyrir landsfund flokksins, sem hefst um næstu helgi. Þeir segja að nauðsynlegt hafi verið fyrir flokksmenn að fá þessa tillögu fyrir fundinn og helst að tækifæri hefði gefist til að ræða hana á fund- um í einstökum flokksfélögum. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, mun leggja fram tillöguna við upphaf landsfund- arins. Hún sagði að öllum flokks- mönnum væri ljóst að til landsfund- arins væri boðað til að taka afstöðu til hugmynda um nánara samstarf við aðra félagshyggjuflokka. í tillögu sinni yrði lagt til að Alþýðubandalag- ið tæki upp nánara samstarf við Al- þýðuflokk og Kvennalista, en hún vildi hins vegar ekki greina frá því í gær hvaða leið yrði farin að þessu markmið. Hún sagði að Hjörleifur og Steingrímur hefðu ekki komið þeim skilaboðum til sín að nauðsynlegt væri að tillagan yrði lögð fram fyrir fundinn. Hún sagðist einnig reikna með að það kæmu fram fleiri en ein tillaga á fundinum. Steingrímur sagði að það væri erfitt fyrir flokksmenn að undirbúa sig fyrir fundinn þegar þeim væri meinað að sjá það sem forysta flokksins legði til hvað varðar sam- starf við aðra félagshyggjuflokka. Þetta gerði einnig þeim sem vildu leggja fram aðrar tillögur á fundin- um erfitt fyrir. Tillaga formannsins væri grundvallargagn sem flokks- menn hefðu átt að hafa í höndum þegar flokksfélögin voru að velja fulltrúa á landsfundinn. Hjörleifur tók undir þetta og kall- aði það óhæfu hvernig flokksforyst- an stæði að málum. Hann gagnrýndi einnig þau tímamörk sem fulltrúum flokksins í viðræðunefndum við Al- þýðuflokk og Kvennalista voru sett- ar. Ráðrúm hefði varla gefist til að hefja málefnalega umræðu vegna tímaskorts. Utanríkismálahópur skilar áliti Hópur sem fjallað hefur um utan- ríkismál skilaði áliti síðdegis í gær. Steingrímur J. Sigfússon stendur ekki að áliti hópsins, en skilaði sérá- liti þar sem hann setur fram fýrir- vara við einstök efnisatriði. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði tekið þátt í að móta tillög- ur hópsins og þá málamiðlun sem í þeim fælust. Hann sagðist hins vegar vera afar ósáttur við að þurfa að vinna að þessu verkefni í svo mikilli tíma- þröng. Starfshópurinn hefði hafið störf 22. júní og lokið störfum í gær. Breytingar á starfsemi lífeyrissjóða • • Ollum skylt að greiða af öllum launum NÝ LÖG um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða taka gildi í dag en þau voru samþykkt á Alþingi í desember síð- astliðnum. Samkvæmt lögunum skal lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs vera a.m.k. 10% af iðgjaldastofni sem eru allar tegundir launa eða þóknana fyrir störf sem eru skatt- skyld samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt. Lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir skal vera 56% lífeyrir miðað við núverandi laun og miðað við 40 ára inngreiðslutíma ið- gjalds. Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með að- ild að lífeyrissjóði frá og með 16-70 ára aldurs. Eftirlit í höndum ríkisskattstjóra Eftirlit með lögunum verður í höndum ríkisskattstjóra. Garðar Valdimarssonar ríkisskattstjóri segir, að fylgst verði með þessum greiðslum í samvinnu við lífeyris- sjóði. Lífeyrissjóðir hafa skilafrest til 15. apríl á næsta ári að senda rík- isskattstjóra upplýsingar um ið- gjaldagreiðslur launagreiðenda. Þessar upplýsingar verða bornar saman við upplýsingar á framtölum en hvort tveggja verður á tölvutæku formi. Ef enginn lífeyrissjóður er til- greindur á framtölum eða skila- greinum launagreiðanda og lífeyris- sjóða skal senda yfírlitið til Söfnun- arsjóðs lífeyrisréttinda sem þá skal innheimta iðgjaldið, skv. ákvæðum laganna. Að sögn Garðars er unnið að samningu reglugerðar um fram- kvæmd eftirlitsins í fjármálaráðu- neytinu um þessar mundir og því ekki komin nákvæmari útfærsla á því hvemig staðið verður að eftirlit- inu. Mikið spurt um lífeyrissj óðsmál Að sögn Brynhildar Sverrisdótt- ur framkvæmdastjóra Frjálsa líf- eyrissjóðsins hafa starfsmenn sjóðsins svarað mörgum fyrir- spurnum um lífeyrissjóðsmál und- anfarið. „Það er greinilega mikil vakning í þessum málum og fólk vill kynna sér þessi mál.“ Brynhild- ur segir ekki mikilla breytinga að vænta næsta árið hjá Frjálsa líf- eyrissjóðnum vegna þess að lífeyr- issjóðir hafi heilt ár til að breyta reglugerðum um sjóði. „Við höld- um okkar heimildum í ár um að fólk greiði allt í séreignasjóði og búumst við því að fólk nýti sér þær. En við erum að undirbúa reglugerð um stofnun sameignarsjóðs sem verður sennilega lögð fram í haust.“ Brynhildur segir fleiri nýja aðila að Frjálsa lífeyrissjóðnum komna nú í ár en allt síðasta ár. „Það koma miklu fleiri hópar inn núna, t.d. verktakar vegna þess að ef fólk ætlar ekki að láta aðra ákveða í hvaða sjóð er greitt þá þarf það að huga að þessum málum.“ Aukið valfrelsi Brynhildur segir lögin gefa ákveðið svigrúm til vals, „þeir sem ekki eru bundnir af kjarasamning- um geta valið lífeyrissjóði og þannig geta hópar sem hafa verið að greiða í stéttarfélagssjóði nú valið, þetta er líka oft spuming um áherslur hjá fólki og hvað hentar," sagði hún. 1- t I I I I í t í | | L 1 1 t .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.