Morgunblaðið - 01.07.1998, Page 6

Morgunblaðið - 01.07.1998, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gerir við myndavélar á HM í fótbolta Hasarinn víðar en á fótboltavöllunum Reuters BALDVIN Einarsson myndavélasmiður gerir við 300 mm linsu í París. BALDVIN Einarsson mynda- vélasmiður starfaði mitt í hring- iðu örvæntingarfullra ljósmynd- ara á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi. Ljós- myndarar með bilaðar, vanstillt- ar eða skítugar vélar komu til hans á verkstæðið í „World Cup Main Press Centre" og vildu láta gera við þær. Viðgerðin þurfti að ganga hratt fyrir sig og oft biðu þeir meðan gert var við. „Þessu starfí fylgir rosalegur hasar. Ég gerði við vélar og linsur og allt sem tilheyrir ljós- myndageiranum. Síðan dreifum við líka varahlutum á útstöðvarn- ar okkar sem eru í Bordeaux, Nantes, Lyon, Montpellier, Marseille og Lens.“ Baldvin var einn af tólf viðgerðarmönnum sem störfuðu víðs vegar um Frakkland fyrir Canon. Um 880 ljósmyndarar eru við- staddir heimsmeistarakeppnina í fótbolta og er Canon með um 60% markaðshlutfall. Á útstöðv- unum fer viðgerðarþjónustan fram innan leikvangs svo að Ijós- myndararnir eigi greiðari að- gang að henni. FRAKKLAND var það aðildarríki Evrópusambandsins, sem kom í veg fyrir endanlega samþykkt um- boðs til samninga við ísland og Noreg um aðild ríkjanna að breyttu Schengen-vegabréfasam- starfí á fundi ráðherraráðs ESB í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja Frakkar enn að þau áhrif íslands og Noregs á ákvarðanatöku ESB um vegabréfa- samstarfíð, sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að samn- ingsumboði, séu of víðtæk og feli í sér „útvötnun" á stofnunum sam- bandsins. Með samþykkt Amsterdam-sátt- mála ESB færist Schengen-sam- starfið, sem áður var hefðbundið milliríkjasamstarf, inn í sjálft Evr- Tíu viðgerðir á hálftíma „Við erum með 80 myndavélar og 350 Iinsur til að lána í neyðar- tilfellum, til dæmis ef eitthvað bil- ar og við náum ekki að gera við það á tilsettum tíma. Þessu starfi fylgir mikil vinna og mikið álag. Unnið er allan daginn og stundum koma kannski tíu vélar inn á borð í einu og allar þurfa þær að vera til- búnar eftir hálftíma. Það er nokkuð mikið um skemmdir á vélunum hjá Ijósmynd- urunum, þar sem þeir þurfa oft að troða sér í gegnum mikla mann- þröng. Svo þurfa þeir að sjálf- sögðu alltaf að vera að láta stilla, prófa og kanna vélarnar til þess að myndirnar komi sem best út.“ Baldvin er ekki ókunnugur starfinu og veit út á hvað það gengur. Hann hefur áður sinnt þessu starfí á Ólympíuleikunum í Barcelona, Lillehammer og víðar. Hann er hluti af alþjóðlegu starfs- liði Canon sem safnað er saman á svona stórviðburðum, en heima rekur hann fyrirtækið Beco sem selur Canon vélar og sér um við- gerðir á þeim. I síðustu viku kvaddi Baldvin heimsmeistarakeppnina, kom heim ópusambandið og stofnanir ESB munu taka ákvarðanir um mál, sem varða vegabréfasamstarfið. Þess vegna þaif að semja upp á nýtt við ísland og Noreg um aðild þeirra að samstarfinu. I núverandi samstarfssamningi íslands og Noregs við Schengen- ríkin er gert ráð íyrir að ríkin tvö eigi seturétt og málfrelsi í öllum stofnunum samstarfsins, þar á með- al á fundum ráðherraráðsins, þótt þau eigi þar ekki atkvæðisrétt. Heimildir Morgunblaðsins herma að þau drög að samningsumboði, sem utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna fjölluðu um á mánudag, útiloki ekki að svo geti orðið áfram og hafí því verið viðunandi að mati ís- lenzkra og norskra stjórnvalda. til lslands og nýtt starfslið tók við. Hann sagði að óneitanlega fylgdi því ákveðinn tregi að yfirgefa þetta iðandi starf, hann myndi sakna alls fólksins sem hann hefði kynnst. Það hefði sýnt honum mik- Einkum ágreiningur um skil- greiningu Schengen-gerða Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa Frakkar hins vegar efasemdir um að rétt sé að viðhalda þessari skipan mála óbreyttri, eftir að Schengen verður hluti af ESB, vegna þess að með því séu ríkjum utan sambandsins veitt of mikil áhrif á ákvarðanatöku þess. Það atriði, sem einkum stóð styr um á ráðherraráðsfundinum í Lúx- emborg, varðar skilgreiningu Schengen-gerða, þ.e. hvað af þeim ákvörðunum, sem ráðherraráð ESB fjallar um, teljist varða vegabréfa- samstarfið. Frakkar vilja hafa skil- greininguna sem þrengsta til þess að fækka þeim málum, þar sem ís- ið þakklæti, enda væri þjónustan ljósmyndurunum að kostnaðar- lausu, og hann hefði undanfarið verið að taka á móti húfum, bókum og bolum frá ljósmyndurum hinna ýmsu þjóða. land og Noregur fá að taka þátt í ákvar ðanatökunni. Ráðherramir vísuðu þessum þætti málsins til nefndar fastafull- trúa sinna í Brussel (COREPER) og er miðað við að fastafulltrúamir leggi tillögur að lausn ágreiningsins fyrir ráðherraráðsfund, sem hald- inn verður 13. júlí. Takist að ná samkomulagi er engu að síður hæp- ið að viðræður hefjist í sumar eins og áformað var, því að sumarleyfí stofnana ESB hefjast í lok júlí og standa fram í byrjun september. Flest bendir því til að ekki verði rætt við ísland og Noreg fyrr en með haustinu. Áður hefur komið fram, bæði af hálfu ESB og EFTA- ríkjanna tveggja, að markmiðið sé að ljúka viðræðum á árinu. Hreinsunarstyrkir til bænda 318 kíló- metrar af girðingum fjarlægðir SAMÞYKKTAR hafa verið 150 beiðnir um styrki til bænda vegna umhverfisverkefna en það er gert á grundvelli búvörusamnings ríkis- stjórnarinnar og Bændasamtaka ís- lands um framleiðslu sauðfjárafurða frá árinu 1995. Tilgangur með styrkveitingunni er að skapa sauðfjárbændum atvinnu við tímabundin verkefni jafnhliða bú- rekstri en alls verða veittar 8,4 millj- ónir ki'óna í þetta verkefhi á þessu ári. 318 kílómetrar af girðingum Flestar umsóknirnar sem bárust landbúnaðarráðuneytinu voru til að fjarlægja ónýtar girðingar eða 95. Til þess verkefnis fara 3,8 milljónir króna en alls verða 318 kílómetrar af ónýtum girðingum fjarlægðir. Þá verða veittar 3,8 milljónir ki'óna til að fjarlægja eða jafna við jörðu 87 hús og byggingar og 21 jörð fær styrk til fjöruhreinsunar en samtals verða 90 kflómetrar af þeim hreinað- ir nú í sumar. Þá fengu 25 aðilar styrk til að fjar- lægja gamlar vélar og brotajárn. Það eru héraðsráðunautar sem taka út hverja framkvæmd og staðfesta að henni hafi verið lokið. Hringnum lokað Með hreinsun á ónýtum girðingum er lokið á ákveðinn hátt þeim hring sem hófst árið 1923 þegar byrjað var að veita bændum styrk til uppsetn- ingar á girðingum á heimalöndum sínum. Það var gert með jarðræktar- lögum en tilgangur þeirra var að að- stoða bændur við að girða heimalönd og úthaga til að auka ræktun og tryggja heyfeng. Arið 1988 var þeim styrkveiting- um hætt en á árunum 1968 til þess tíma voru alls 11.300 kflómetrar af girðingum lagðir með slíkri aðstoð. ------♦♦♦------ f 4.-5. sæti í evrópskri feg- urðarsamkeppni ÁSHILDUR Hlín Valtýsdóttir sem varð í 2. sæti í Fegurðarsamkeppni íslands 29. maí sl. hreppti 4.-5. sæti ásamt keppanda frá Spáni í keppnini Queen of Europe sem haldin var í París sl fóstudag. í 1. sæti varð stúlka frá Króatíu, í 2. sæti hollensk stúlka og keppandi frá Litháen í því þriðja. Frakkar komu í veg fyrir samþykkt samningsumboðs vegna Schengen Vilja minnka áhrif Islands og Noregs á ákvarðanir 24 punda úr Flekkunni - sá stærsti í sumar LEIGUTAKAR Flekkudalsár í Dölum opnuðu ána á mánudaginn, en settu sér þann kvóta að veiða að- eins fímm laxa, eða einn á mann. Það gerðu þeir þennan fyrsta dag og ekki nóg með það, einn laxanna var 24 punda hængur sem er stærsti lax sem veiðst hefur í ánni fyrr og síðar að sögn Ómars Blön- dal Siggeirssonar, eins leigutaka ár- innar. Ekki hefur frést af stærri laxi úr íslenskri á það sem af er sumri. „Það var ekki nóg með að við veiddum þennan stóra, heldur misstum við tvo í sama stærðar- flokki og sáum nokkra slíka. Ég þekki þessa á mjög vel og hef aldrei séð svona ferlíki, hvað þá svona mörg saman. Ég er alveg klár á því að þessir hefðu lent í úrtakinu í Hraunsfirði ef það dæmi væri enn í gangi,“ sagði Ómar. Það var félagi hans Hilmar Harð- arsson sem veiddi laxinn, í Forna- streng á maðk. „Við sáum talsvert af vænum laxi og þegar við vorum að fara sáum við til smálaxagöngu. Mér líst því vel á sumarið og reikna með því að næstu holl fái góða veiði. Vatnið er ekki svo lítið í Flekkunni. Hún heldur sér betur en margar ár á þessum slóðum og fær skúrir úr fjöllunum þótt ár sem renna um heiðarlönd þomi upp í sól og blíðu,“ bætti Ómar við. Glaðnar yfir Ásunum Þar kom að því að fyrsta „skotið“ kæmi í Laxá á Ásum. Jóhanna Kri- stjánsdóttir, veiðivörður við Laxá, sagði að menn sem hættu á mánu- dag hefðu fengið 28 laxa og hefðu þá verið komnir 87 laxar á land. „Þetta er að verða gott hjá okkur núna, menn sjá mikið af smálaxi koma inn. Þetta er mest 4 til 9 punda, en tveir þeir stærstu voru 17 pund,“ sagði Jóhanna. Ýmsar fréttir Álftá er enn físklítil og vatnslítil. Kunnugir á þeim bæ örvænta ekki, því það sé alvanalegt að lítið eða ekkert veiðist fyrstu dagana. Menn sem hættu á Brennunni síðast fengu 9 laxa, hollið á undan þeim fékk 6 stykki. Þetta er góður reytingur og greinilegt að eitthvað af laxi hangir í vatnaskilum við jök- ulvatn í stað þess að renna upp vatnslitlar þverámar, Þverá í þessu tilviki. HILMAR Harðarson með 24 punda hænginn úr Flekkudalsá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.