Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Araaldur Skiptar skoðanir FJÖLMENNI var á fundi hjdkrunarfræðinga á Landspítalanum í gærkvöldi og skiptar skoðanir um samninginn sem Hjúkrunarfélagið gerði við ríkið og Reykjavíkurborg. Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ekki varð gengið lengra ÁSTA Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur félagsins, eftir fundinn í gærkvöldi. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Landspítalanum virtust ekki ánægðir með samning þann sem undirritaður var í gær milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ann- ars vegar og ríkis og Reykjavíkur- borgar hins vegar og var kynntur á löngum vinnustaðafundi sem lauk seint í gærkvöldi. Óánægjan er mest hjá ungum hjúkrunarfræðing- um og hjúkrunarfræðingum í sér- hæfðum störfum. Margir segjast vera orðnir lang- þreyttir á kjörum sínum og kom það fram í samtali við blaðamann Morgunblaðsins á fundarstað að þegar væru margir hjúkrunarfræð- ingar ákveðnir í að hætta störfum og margir búnir að ráða sig annað. Menn voru á ýmsu máli en óá- nægjuraddir voru margar og há- værar og slæmt hljóð í mönnum al- mennt, sagði einn hjúkrunarfræð- ingur við blaðamann. Asta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, og Vig- dís Jónsdóttir, hagfræðingur félags- ins, voru þreyttar að fundi loknum og sögðu hann hafa verið erfíðan. „Pað er alveg ljóst að fólk er ekki nógu ánægt, en við áttum nú alveg von á því,“ segir Ásta. „Þegar fólk er með launakröfur upp á 50-70% er viðbúið að menn verði fyrir von- brigðum," bætti Vigdís við. „Ég held að hjúkrunarfræðing- um sé verulega misboðið og ég fínn að þeir hafa tekið launamisréttið mjög nærri sér. Ég held að þetta séu ákveðin vonbrigði meðal hjúkr- unarfræðinga almennt sem birtast í því að ástandið er svona alvarlegt núna. Þegar fólk hefur miklar væntingar eru það vonbrigði að fá ekki það sem stefnt var að,“ sagði Ásta. Hún og Vigdís sögðust líka fínna að margir skynji að ekki varð náð lengra, en ekki hafi heyrst eins hátt í þeim á fundinum. Sneitt að sjálfsvirðingu hjúkrunarfræðinga „Það er alveg ljóst að það eru mjög margir sem munu ekki koma til starfa aftur. Þessi óánægja er svo djúpstæð," segir Ásta. „Við höf- um aldrei upplifað þetta svona sterkt. Þegar þeir sjá launin sín í samanburði við aðra hópa og þegar sneitt er jafn nálægt sjálfsvirðingu fólks, þá er gengið mjög nærri því.“ Kom það mjög sterkt fram á fundinum í kvöld? „Já, og það hefur komið mjög sterkt fram allan þennan tíma. Þetta er spurning um virðingu fyrir starfínu, virðingu fyrir stéttinni og virðingu fyrir sjálfum sér. Það vill svo til að oft er þessi peningalega merking í gildi starfa mjög rík. Þarna kom í ljós að þjóðfélagið og stofnanirnar hafa ekki virt hjúkrun- arfræðinga. Þetta snýst um virð- ingu. Þeim finnst að þjóðfélagið eigi að meta störf þeirra, sem eru svo mikilvæg að þjóðfélagið fer á hvolf þegar þeir ætla að ganga út,“ segir Ásta. Hefði haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir stéttina „Þessi niðurstaða er samþykkt af stjórn og þeim hópi hjúkrunarfræð- inga sem hefur verið í þessum við- ræðunefndum hér innan sjúkrahús- anna, sem valdar eru af hjúkrunar- fræðingum á sjúkrahúsinu, og var líka samþykkt af meirihluta trúnað- armanna. Allir þessir fulltrúar átt- uðu sig á að ekki varð gengið lengra. Ef gengið hefði verið út á miðnætti hefði það haft svo alvar- legar afleiðingar að það er ekki fyr- irséð, bæði fyrir sjúklinga og fyrir stéttina sjálfa,“ segir Ásta. „Það er samt alveg ljóst að það er ákveðinn hluti hjúkrunarfræðinga sem hefði verið tilbúinn að standa við upp- sagnirnar og ganga út,“ segir Vig- dís. „Þú sérð hvernig fólkið er hérna niðri,“ bætir Ásta við og á við háværar umræður á göngum fund- arhúsnæðis. Um nýtt hvetjandi launakerfi sem gefur kost á einstaklings- bundnum launahækkunum segja þær að það sé allt annað en núgild- andi launaþi’epakerfi. í nýju kerfí er tekið tillit til hæfni einstaklinga með skiptingu fólks í A-, B- og C-launaramma, sem ganga út á ábyrgð, segir Ásta. Snýst um peninga Flestir ungir hjúkrunarfræðingar lenda í A-flokki, en þeir segja sjálfír að A lýsi ekki þeirri ábyrgð sem í störfum þeirra er fólgin. „Við tökum líka undir það. Eina ástæðan fyrir því að þessi hluti hjúkrunarfræð- inga er ennþá í A-launarammma er fjárhagsleg. Það virðast ekki vera til peningar til að setja þá í B-laun- aramma.“ En er meiri óánægja hjá þeim yngstu en þeim sem eru eldri og orðnar langþreyttar á viðvarandi lágum launum? „Þeir hópar þarna inni sem eru óánægðastir eru sérhæfðustu hóp- arnir og sá yngsti." Þær Ásta og Vigdís skora á hjúkrunarfræðinga að berjast áfram í kjaramálum og láta ekki deigan síga á samningstímanum. Þær segja hjúkrunarfræðinga nú mun meðvitaðri um kjör sín en var áður og telja að í framtíðinni muni kjör hjúkrunarfræðinga batna með breyttu hugarfari. „Við verðum að horfa á söguna í þessu samhengi. Það eru ekki alltaf aðgerðirnar sem hafa skilað mest- um árangri. Það er kannski ekki auðvelt að leiðrétta í einu vetfangi launamisrétti sem staðið hefur í áratugi. Kjarabarátta er nokkuð sem alltaf verður að vera virkt og aldrei má slaka á. Það er vakning hjá hjúknmarfræðingum og nú veit hver einasti hjúkrunarfræðingur hvaða kjör hann hefur og það mun ekki koðna niður, þetta er bara fyrsta skrefið.“ Fyrir framan ski-ifstofu hjúkrunar- forstjóra eftir fundinn var mættur hópur hjúkrunarfræðinga, ekki til að draga uppsagnir til baka, heldur til að fá nánari skýringu á því hvað hverjum og einum stæði til boða. Greinilegt er að nýtt kerfi um „klínískan framgang" vafðist fyrir hjúkrunarfræðingum. Nýtt kerfi á eftir að koma hjúkrunarfræðingum til góða Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfor- stjóri var mjög áhyggjufull þegar blaðamaður hitti hana klukkustund áður en uppsagnir um 400 hjúkrun- arfræðinga á Landspítalanum áttu að taka gildi. Hún sagði neyðará- ætlun ekki taka gildi á sjúkrahúsinu nema 250 eða fleiri hjúkrunarfræð- ingar legðu niður vinnu, en brugðist verður við öllu innan þein'a marka með lokunum deilda og öðrum að- gerðum að hennar sögn. „Fólk er búið að gera sér miklar væntingar og jafnvel óraunhæfar. Búið er að gera ansi mikið núna en lengra varð ekki komist í þetta sinn. Þetta nýja kerfi á eftir að koma hjúkrunarfræðingum til góða, það er sannfæring mín. Ég hef séð þetta skila hjúkrunarfræðingum í öðrum löndum töluverðum kjarabótum. Það er viss tilhlökkun hjá mér að sjá hverju þetta mun skila,“ sagði Ánna Stefánsdóttir hjúkranarfor- stjóri. Vil virð- mínu starfi ANNA Björg Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjarta- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að sú skilgreining á störf- um hjúkrunarfræðinga sem lenda í A-ramma launasamnings- ins, að þeir beri ekki ábyrgð á eigin starfi, sé hvorki í samræmi við lög né eigin skilning liennar eða reynslu af starfinu. I A- ramma lenda einkum ungir hjúkrunarfræðingar, þeir sem hafa starfað skemur en fimm ár. „Ég sagði upp á sínum tíma meðal annars til að fá virðingu fyrir mínu starfi. Samkvæmt samningnum tekur það mig fimm ár að fara að bera ábyrgð á því sem ég geri. Ég get nefnt það að í kvöld erum við þi'jár í lijúkrun- arfræðistöðum á vakt á hjarta- deildinni, einn þriðja árs nemi, ein nýútskrifuð og svo ég, sem er þar af leiðandi reynslumest á vaktinni. Þetta er að vísu frekar auðveld vakt, en það getur engu að síður ailt gerst á þessari deild.“ Tilboð rík- isins lítils- virðing HELGA Ottósdóttir, hjúkrunar- fræðingur á öldrunarlækninga- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að tilboð ríkisins til hjúki - unarfræðinga sé lítilsvirðing og sagðist í gærkvöldi alvarlega vera að hugsa um að finna sér aðra vinnu. „Mig langar ekki til að hætta að vinna hér, því ég er ánægð í starfinu, en ég vil líka geta lifað af launum mínum.“ Helga hóf fyrst störf á Sjúkra- húsi Reykjavíkur árið 1984 og hefur unnið þar með nokkrum hléum síðan. „Ég útskrifaðist á sínum tíma sem lijúkrunarkona en bætti nýlega við mig B.S.- prófi og eyddi löngum tíma í það nám. Mér finnst mikil vonbrigði að fá ekki laun í samræmi við það,“ segir Helga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.