Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 11
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra um aðlögunarsamning við hjúkrunarfræðinga
Kostar ríkis-
sjóð 300 millj-
ónir króna
Morgunblaðið/Arnaldur
Rýnt í pappíra
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Landspítalanum bera saman bækur sínar og fara yfir pappíra sem dreift var á
fjölmenruim fundi hjúkrunarfræðinga á sjúkraliúsinu í gærkvöldi.
GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra,
og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðheira, segja að kostnaðarauki
ríkissjóðs vegna aðlögunarsamn-
ingsins sem forsvarsmenn sjúkra-
húsanna í Reykjavík og Félag ís-
lenski-a hjúkrunarfræðinga undirrit-
uðu í gær, sé um 300 milljónir króna.
Samningurinn var kynntur
hjúkrunarfræðingum á vinnustaða-
fundum Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga í gærkvöldi og var von-
ast til að samningurinn mundi leiða
til þess að hjúkrunarfræðingar
drægju uppsagnir sínar til baka áð-
ur en þær kæmu til framkvæmda á
miðnætti.
Samkomulag náðist í deilunni
skömmu fyrir hádegi í gær og var
svonefndur aðlögunarsamningur
undiiTÍtaður í húsakynnum Hag-
stofu Islands klukkan 15.30 í gær
en Hallgrímur Snorrason, hag-
stofustjóri, var forrnaður ráðuneyt-
isstjóranefndar sem kom að við-
ræðunum fyrir hönd stjórnvalda.
Samninginn undirrituðu Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga annars
vegar og forsvarsmenn sjúkrahús-
anna í Reykjavík hins vegar.
Vandræðum afstýrt
„Pað sem er mesti léttirinn ef
þessi lausn næst, er að þá tekst að
afstýra miklum vandræðum sem
annars hefðu orðið og bitnað illa á
sjúklingum," sagði Ingibjörg
Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra í
samtali síðdegis í gær.
Hún sagði að lengi hefði verið
unnið að gerð aðlögunarsamninga
þegar loksins gekk saman með aðil-
unum. Staðan hefði verið mjög erfið
og flókin vegna þess að ekki var um
verkfall að ræða heldur einstak-
lingsbundnar uppsagnir.
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
heiTa, sagði að með aðlögunar-
samningnum væri verið að reka
smiðshöggið á samningagerð frá í
fyrra, milli fulltrúa hjúkrunarfræð-
inga, og sjúkrastofnananna.
Um 62% hjúkranarfræðinga á
sjúki-ahúsunum í Reykjavík sögðu
upp þann 1. apríl sl vegna óánægju
með að ekki hefði verið staðið við
ákvæði kjarasamnings þeirra frá
því í júní 1997 um röðun í launara-
mma. Aðlögunarsamningurinn frá í
gær felur í sér að sú deila er til
lykta leidd milli stofnananna og fé-
lagsins og að í stað þess að úr-
skurðarnefnd sé falið að fella úr-
skurð um málið komast aðilar að
samkomulagi um það.
„Ég held að það hafi gert
gæfumuninn að menn fóru að skoða
þennan svokallaða klíníska fram-
gangsmáta, þar sem mönnum er
umbunað fyrir hæfni, menntun og
starfsreynslu. Það eru hlutir sem
heilbrigðisstarfsfólk hefur k\'artað
yfir að væru ekki til staðar í kerf-
inu,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttii',
heilbrigðisráðherra, aðspurð um
það hvað hefði orðið til þess að
leysa þann hnút sem deilan virtist í
eftir að formlegum viðræðum lauk
um helgina.
Klínískt
framgangsmat
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
klínísku framgangsmati, sem felur í
sér að stjómendum er falið að
leggja mat á vinnuaðstæður hjúkr-
unarfræðinga, hæfni þeirra og álag,
muni fylgja kostnaðarauki. A móti
komi væntanlega breytingar 1 hag-
ræðingarátt með breyttu vinnu-
skipulagi og slíku. Ætlunin sé að sá
ávinningur komi hjúkrunarfræð-
ingum til góða.
Geir sagði að auk þessa gerði að-
lögunarsamningurinn ráð fyrir því
að komið yrði til móts við óskir
hjúkrunarfræðinga um að flytja
stærri hluta þeirra í svofelldan b-
ramma í kjarasamningi.
Samkvæmt samningi var hjúkr-
unarfræðingum skipað niður í þrjá
hópa, a, b og e, eftir menntun,
starfsaldri, ábyrgð og fleiru. Æðstu
stjórnendur lentu í c hóp, milli-
stjórnendui' í b en þorri almennra
hjúki-unarfræðinga í a. Með samn-
ingnum frá í gær er stærri hluti
hjúkrunarfræðinga fluttur í b-hóp.
Geir sagði að auk þess sem þessi
breyting þýddi bætt kjör fyrir
hluta hjúkrunarfræðinga fæli hún í
sér vissa viðurkenningu á starfi
þeirra.
Framgangsmatið
þjóni hagmunum allra
f samtölum Morgunblaðsins við
Ingibjörgu Pálmadóttur og Geir H.
Haarde, kom fram að ríkisstjórnin
hefði ekki bætt neinu við tilboð sitt
frá því sem var fyrir helgi, að öðru
leyti en því að fallist hefði verið á
klínískt framgangsmat. „Ég tel að
framgangsmatið geti þjónað hags-
munum alh'a aðila, hjúkrunarfræð-
inga, stofnananna og ríkisins,“
sagði Geir H. Haarde.
Fjármálaráðherra sagði að þar
sem um mjög breytilegar hækkanir
yi’ði að ræða hjá einstaklingum
samkvæmt framgangsmati væri
ekki hægt að tala um ákveðnar pró-
sentuhækkanir. Nái samningurinn
hins vegar til um 1.100 hjúkrunar-
fræðinga, eins og fram hefur kom-
ið, þýðir 300 milljóna útgjaldaauki á
ári til þess hóps rúmlega 270 þús-
und krónur á hvern hjúkrunarfræð-
inganna 1.100.
Beðið með afturköllun
neyðaráætlana fram yfir
fundi hjúkrunarfræðinga
STÓRU sjúkrahúsin í Reykjavík
biðu með að afturkalla neyðaráætl-
anir sínar eftir undirritun aðlögun-
arsamningsins í gær fram yfir
vinnustaðafundi hjúkrunarfræð-
inga í gærkvöldi.
„Aðlögunarsamningurinn er
stofnanasamningur, og þá hefur
stofnunin lokið við að ganga frá
stofnanasamningi. Hjúkrunarfræð-
ingarnir eru búnir að segja upp á
einstaklingsgrundvelli og verða svo
að taka ákvörðun sjálfir um hvort
þeir ætla að ráða sig sem hjúkrun-
arfræðinga á þessar stofnanir,"
sagði Erna Einarsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri Sjúki'ahúss Reykjavík-
ur, síðdegis í gær.
Erna sagði að í fyrradag hefðu
hjúkrunarframkvæmdastjórar
byrjað að tala við hjúkrunarfræð-
ingana hvern og einn um endur-
skoðun ráðningarsamnings. Flestar
hefðu tekið sér frest þar til í gær en
einhver hluti hópsins hefði fallist á
að draga uppsagnir sínar til baka.
Morgunblaðið ræddi við Ernu
um miðjan dag í gær, skömmu eftir
að samningurinn var undirritaður,
og sagðist hún þá ekki geta sagt til
um hvaða kostnaðarauka samning-
urinn hefði í för með sér.
Um það hvernig staðið yrði að
framkvæmd samningsins, miðað við
að hann leiddi til þess að hjúkrun-
arfræðingar afturkölluðu almennt
uppsagnir sínar, sagði hún að
stjórnendur á spítalanum mundu
raða fólki niður í þá launaflokka
sem samið hefur verið um.
Neyðaráætlanir sjúkrahúsanna
voru ekki afturkallaðar strax að lok-
inni undirritun heldur var beðið eft-
ir viðbrögðum hjúkrunarfræðinga á
vinnustaðafundum Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, sem haldnir
voru á sjúkrahúsunum í gærkvöldi.
Áþekk niðurstaða og
þegar upp úr slitnaði
Erna hefur tekið þátt í viðræðun-
um fyrir stofnanirnar og aðspurð
hvað hefði orðið til þess að þessi
niðurstaða fékkst sagði hún að
óformlegar þreifingar hefðu haldið
áfram þar til sameiginleg niður-
staða fékkst.
Morgunblaðið ræddi við Önnu
Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra
Ríkisspítala, skömmu eftir að hún
kom af fundi í framkvæmdastjórn
Ríkisspítala þar sem aðlögunar-
samningurinn og viðbrögð við
hugsanlegum uppsögnum voru til
umræðu. Hún sagði að neyðará-
ætlanir yrðu ekki afturkallaðar
strax. „Við gerum það ekki fyrr en
hjúkrunarfræðingar koma og
draga til baka uppsagnirnar sínar.
Sjúkrahúsið er svo til fullt því við
höfum verið að vonast til að það
mundi rætast úr þessu og fólk
mundi draga uppsagnir til baka.“
Um skýringar á því að samning-
ar tókust eftir að upp úr slitnaði
sagði Anna að svona gerðust hlut-
imir. „Þetta bara small undir há-
degi í dag. Hlutirnir geta gerst
hratt.“ Hún sagði að samningurinn
væri á þeim nótum sem rætt hefði
verið um og niðurstaðan væri
áþekk þeirri stöðu sem var þegar
slitnaði upp úr viðræðum á sunnu-
dag.
A mánudag ræddu hjúkrunar-
framkvæmdastjórar við einstaka
hjúkrunarfræðinga um afturköllun
uppsagna á grundvelli endurskoð-
aðra ráðningarkjara. Anna sagði að
undirtektir hefðu verið misjafnar.
„Margir kusu að taka sér um-
hugsunarfrest en afstaðan hefur
verið að mildast í dag og nokkrir
hafa dregið til baka uppsagnir í
dag,“ sagði Anna Stefánsdóttir og
átti von á að það skýrðist á ellefta
tímanum í gærkvöldi hver staðan á
Landspítalanum yrði eftir mið-
nætti.
QLí
TEENO
Bankastræti 10, 2. hæð,
sími 552 2201
I TJTPl
I Aii
í&ðs
heffst í báðum búðunum
samtimis i ffyrramálið kl. 9.00
Vönduð ogfallegfot á bömin frá
þekktum framleiðendum
á verulega Lekkuðu verði.
ENGtABÖRNÍN
Bankastræti 10, sími 552 2201
Gotimini