Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn Bjarnason menntamálaráðherra var mjög ánægður með framlag Islendinga BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra heilsar Torres Campos, ráðherra æðri menntunar í Portúgai og skálastjóri Portúgala. Morgunblaðið/Alexandre de Carvalho BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur lék við upphaf hátíðardagskrárinnar á sýningarsvæðinu á þjóðar- degi íslendinga í Lissabon. Ógleyman- legur dagur „ÉG ER sannfærður um að enginn sem tók þátt í þessari dagskrá mun nokkru sinni gleyma því. Þetta var einn af þessum ógleymanlegu dögum, sem menn kannski upplifa einu sinni á ævinni. Allt heppnaðist svo vel, skipulagningin, móttakan og heim- sóknin í íslenska skálann, sem hafði sterk áhrif á þá portúgölsku gesti sem voru með okkur. Það voru allir mjög hrifnir af andan- um sem ríkti þar og því sem er til sýnis,“ sagði Björn Bjamason menntamálaráð- herra í samtali við Morgunblaðið á heims- sýningunni í Portúgal, en þar var haldinn íslenskur dagur um helgina. Minntust saltfisksölunnar til Portúgals „Ég fékk síðan tækifæri til að hitta alla þá aðila sem standa að því að borga kostnaðinn við skálann ásamt með ríkisvaldinu. Hvíta- nes kom hingað og mér þótti það ákaflega góð hugmynd að fara þar um borð og minn- ast þannig saltfisksölunnar til Portúgals með öllum þessum kaupendum að íslenskum saltfiski hér. Eins var gaman að hitta okkar ræðismenn. í einu orði sagt fannst mér mjög vel að öllu þessu staðið,“ sagði Björn. Menntamálaráðherra sagði sýninguna hafa haft mjög langan aðdraganda og það hefði verið mjög ánægjulegt að sjá hvemig tekist hefði til við framkvæmdir og skipulagningu. „Við höfum staðið í undirbúningi í mennta- málaráðuneytinu með góðri samvinnu við listamennina með það fyrir augum, að nýta þær aðstæður sem heimssýningin hefur upp á að bjóða út í æsar. Því höfum við komið hingað með sjö hópa sem spanna mjög breitt svið. Ég sá ekki betur en það hafi gengið mjög vel eftir og ég tók eftir því, þegar við fórum á milli staðanna, að áhorfendur og áheyrendur kunnu mjög vel að meta þetta. Það var alls staðar troðfullt og mikil hrifning og mikil stemmning. Þetta gekk eins vel og best verður á kosið og heppnaðist allt ákaf- lega vel. Það eru fáar þjóðir sem hafa boðið upp á svona viðamikla og breiða dagskrá. Við höfðum nútímalega músík, þjóðdansa og nú- tíma ballett, kvartett, kvintett, alvörugefin verk eins og Ormstungu og verk sem slógu á léttari strengi. Þessi breidd gerði prógram- mið ennþá skemmtilegra," sagði hann. Tókst betur til en við þorðum að vona Björn sagði að undirtektir Portúgala hefðu verið mjög góðar og þeir mætu það mikils hvernig Islendingar hefðu nálgast þetta viðfangsefni. „Það var líka skemmti- legt að skoða sjávardýrasýninguna sem þeir eru hvað stoltastir af og sjá þar 60 fugla frá Islandi, bæði lunda og langvíur frá Vest- mannaeyjum, sem keppa þama við mör- gæsir frá Chile um athygli gesta. Það má því segja að við munum eiga hér varanlega fulltrúa á þessu sýningarsvæði. Ég er mjög ánægður með þetta framlag Islendinga, tel það hafa tekist mjög vel og jafnvel betur en við þorðum að vona. Þetta mikla átak við undirbúning og skipulagn- ingu hefur skilað árangri," sagði mennta- málaráðherra að lokum. Sjómanni dæmd- ar rúmar 3,4 milljónir í bætur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson NORÐRSUND í Vestmannaeyjum, öðru nafni Skvísusund, hefur fengið andlitslyftingu í tilefni af goslokaaf- mæli og þar verður mikið um að vera um helgina. Skvísusund breytir um svip HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt Vestmannaeyjahöfn til að greiða háseta í skaða- og miskabætur rúmar 3,4 milljónir með vöxtum en hann missti fram- an af tveimur fingrum vinstri handar við vinnu sína um borð í Lóðsinum. Slysið átti sér stað í janúar árið 1990 þegar verið var að draga sandpramma út úr höfninni til los- unar austur af Klettsnefi. Kvika kom undir skipið þegar pramminn var losaður og við það slaknaði á tauginni. Hásetinn hugðist koma tauginni fyrir á ný en þá kom önn- ur kvika undir skipið og lenti hann með vinstri hönd í röra- beygju yfir klefanum. Þegar strekktist á tóginu klemmdist höndin og brotnaði illa. Skipstjóri varð ekki var við slysið fyrr en hásetinn komst í stýrishúsið, en þeir voru tveir einir um borð, og var þá stefnan tekin í land. í niðurstöðu dómsins segir að skipulagning um borð virðist hafa verið tiltölulega áhættusöm og varhugavert að einn maður ætti við dráttartóg á meðan verið væri að draga án þess að skipstjóri hefði hugmynd um það. Jafnframt hafi verið ákveðin hætta fólgin í að maður væri aftur á þilfari á meðan verið væri að draga. Bent er á að hásetinn hafi haft langa reynslu af starfi um borð við samskonar verkefni og að hann hefði átt að gera sér ljósa grein fyrir þeim hættum sem af gátu stafað. Þá segir í niðurstöðum Rannsóknarnefndar sjóslysa að óvarlegt hafi verið að eiga við taugina eins og veður og sjólag var, án þess að skipstjóri vissi. Þegar allt er virt er Vest- mannaeyjahöfn gert að bæta há- setanum 2/3 af tjóni hans sem metið er rúmar 5,2 millj. eða rúm- ar 3,4 millj. en hann krafðist 9,6 millj. með vöxtum. Bæturnar eru skertar um þriðjung vegna eigin sakar hásetans. Vextir dæmast eins og hásetinn krafðist og máls- kostnaður ákveðinn 500 þús. sem Vestmannaeyjahöfn greiðir. Dómari var Jón Finnbjörnsson héraðsdómari og meðdómendur Jón Þór Bjarnason og Víðir Sig- urðsson stýrimenn. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. UNDANFARIÐ hefur verið unnið að lagfæringum á göt- unni Norðursundi í Vestmanna- eyjum en sú gata þekkist ekki undir öðru nafni í Eyjum en Skvísusund. Við götu þessa, sem er þvergata til vesturs út frá Heiðarvegi, standa gömul burstahús sem flest þjóna því hlutverki að vera veiðarfæra- hús fyrir skip og báta eða þá beituskúrar trillukarla. Umhverfið í Skvísusundi hef- ur ekki alltaf verið augnayndi en nú síðustu daga hefur held- ur betur orðið breyting þar á. Búið er að malbika og hellu- leggja götuna og nú hafa burstahúsin flest verið máluð í öllum regnbogans litum. Tilefni þess að ráðist var í að mála húsin á þennan skemmti- lega hátt eru hátíðarhöld sem efna á til í Eyjum í tilefni þess að um næstu helgi eru 25 ár liðin frá því eldgosinu á Heimaey lauk formlega. I Skvísusundinu verður efnt til ýmissa uppákoma um helgina vegna þessa og má segja að hjarta hátíðarhaldanna verði þar. Gert er ráð fyrir að þar verði skemmtun bæði á föstudags- og laugardagskvöld þar sem tónlist verður flutt og hinni rómuðu Eyjastemmningu náð á flug. Veiðarfærahúsin verða flest op- in og til sýnis og í þeim verður efnt til myndlistar- og ljós- myndasýninga auk þess sem þar verður boðið upp á veitingar og fleira. Það má því búast við að líf og Ijör verði í skrautlegu Skvísusundi í Eyjum um helgina. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.