Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 15
FRÉTTIR
Bognefurinn í Sandgerði
Lán úr Byggingarsjóði verkamanna
Fyrirheit um
lán til 180
íbúða árið 1997
Á SÍÐASTA ári voru samþykkt
fyrirheit um framkvæmdalán úr
Byggingarsjóði verkamanna
vegna 180 íbúða en það er 36% af
fyrirheitum sem samþykkt voru
árið 1994. Samþykkt vora lán til
13 sveitarfélaga og til sjö félaga-
samtaka. Fjöldi lána til sveitarfé-
laga er nær óbreyttur frá síðasta
ári en félagasamtök fengu 25% af
úthlutun ársins 1996. Um síðustu
áramót var heildarfjöldi félags-
legi-a íbúða 10.600, þar af voru
6.527 félagslegar eignaríbúðir.
Auðar íbúðir eru 124 eða 1,2% af
félagslegum íbúðum og tæplega
2% af félagslegum eignaríbúðum.
I frétt frá húsnæðismálastjórn
kemur einnig fram að hlutfall
keyptra notaðra íbúða er svipað
og á síðasta ári eða 20% en árið
1996 voru það 23% og árið 1995
um 11%. Lokauppgjör fór fram
vegna 351 fullkláraðrar íbúðar á
síðasta ári, þar af vora 39 íbúðir
eða 11% keyptar notaðar á al-
mennum markaði en árið 1996 var
lokauppgjör vegna 425 íbúða og
þar af voru 84 íbúðir eða 20%
keyptar notaðar.
Minni íbúðir og lægri lán
Bent er á að stærð félagslegra
íbúða hafi farið minnkandi undan-
farin ár, íbúðimar lækkað í verði,
lán úr sjónum lækkað og að hönn-
un íbúðanna sé hagkvæmari. Fram
til ársins 1993 var meðalstærð fé-
lagslegra íbúða í fjölbýlishúsi yfir
100 fermetrar. Það ár er meðal-
stærð íbúðanna 87,2 fermetrar en
hefur verið 90 fermetrar síðustu ár
nema árið 1996 þegar meðalstærð
er 83 fermetrar að meðaltali. Frá
árinu 1992 hefur stærð félagslegra
íbúða minnkað um nær 10% og
verð þeirra lækkað samsvarandi
og þar með greiðslubyrði eigenda
og leigjenda. Á árinu 1997 var
unnið við 1.402 íbúðir hjá félagsí-
búðardeild og er þá átt við eldri
íbúðir sem komu til innlausnar og
endursölu, ný framkvæmdalán og
lokauppgjör.
Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofn-
unar ríkisins hefur tekið að sér að
greiðslumeta og veita ráðgjöf
þeim sem sækja um 10% lán
vegna útborgunar við kaup á fé-
lagslegri eignaríbúð. Árið 1997
bárust 217 umsóknir og af þeim
vora 204 umsóknir afgreiddar en
13 bíða afgi-eiðslu. Um 62% um-
sækjenda era einstæðir foreldrar
og kemur fram að sá hópur sé
jafnframt tekju- og eignalægsti
hópurinn sem sæki um félagslegar
íbúðir.
HINN nýi íbúi ijamarinnar í
Sandgerði, fuglinn bognefur,
þykir ekki kærkominn gestur
meðal hinna fiðuríbúanna. Kríur
hafa verið þar fremstar í flokki
en þær hafa gert aðsúg að fugl-
inum. Telja fuglaáhugamenn að
líkleg skýring á því sé sú að á
flugi líkist hann ránfugli og þar
sem kríurnar viti ekki betur þá
telja þær ógn stafa af honum.
Það var árið 1824 sem bognef-
ur sást siðast á Islandi sam-
kvæmt fuglabók Bjarna Sæ-
mundssonar:“Vorið 1824 bar
mikið á bognefjum um norðvest-
an Evrópu, t.d. í Færeyjum og 10
til 12 fuglar náðu hingað til Suð-
urlands; voru 5 þeirra skotnir og
hamir af þeim sendir til Kaup-
mannahafnar."
Heildartala fuglanna hefur
verið eitthvað á reiki, en seinni
Kríur
ósáttar við
sambýlið
tíma fræðimenn telja þá hafa
verið eitthvað.færri en kom fram
í bók Bjarna. Tveir af hömunum
fimm eru enn til í Dýrafræð-
isafninu í Kaupmannahöfn.
Bognefur verpur stijált í Suð-
austur-Evrópu, V-Asíu, S-Afríku,
austanverðri N-Ameríku og
Ástralíu. Honum hefur fækkað í
Evrópu, en hann varp áður eitt-
hvað á Spáni, Frakklandi, ftalíu
og Ungverjalandi, en er nú horf-
inn þaðan. Hann er nú aðeins
reglulegur á Balkanskaga og við
Svartahaf, t.d. á ósasvæði Dónár.
Bognefur verpur einnig með
austurströnd Bandaríkjanna
norður til Massachusetts og
Maine, en talið er líklegt að það-
an hafi fuglinn í Sandgerði kom-
ið þar sem óvenjumikið hefur
borið á sjaldgæfum amerískum
hrakningsfuglum á Suðurnesj-
um.
Bognefur verpur helst í
fijósömu votlendi nálægt byggð,
hann gerir sér hreiður í þakreyr,
trjám og runnum, oft innan um
hegra. Bognefur tilheyrir
stórnefjaætt eða íbisaætt innan
storkaættbálksins. Stórnefjaætt
tilheyra 14 tegundir nefja eða
íbisa og 4 tegundir fiatnefja.
Fugl í sumarbúningi er nvjög
glansandi á fiður og flýgur, ólíkt
hegrum, með framréttan háls.
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson
BOGNEFUR verpir helst í frjósömu votlendi nálægt
byggð og gerir oft hreiður í þakreyr, tijám og runnum.
FUGLINUM hefur fækkað í Evrópu og er hann
helst þekktur á Balkanskaga og við Svartahaf.
afsláttur
1.-8. júlí
Skeifan • Smáratorg • Akureyri • Njarðvík • Kringlan
HAGKAUP
Alltaf betri kaup
__ ..... ■