Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur BERGLIND Bjarnadóttir hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um veggspjald fyrir Danska daga. Hlaut verð- laun fyrir bestu hug- myndina DANSKIR dagar eru orðnir árleg- ur viðburður í Stykkishólmi þriðju helgi í ágúst. Undirbúningur fyrir næstu danska daga er þegar haf- inn. Undirbúningsnefnd leitaði til grunnskólanema í Stykkishólmi og óskaði eftir tillögum frá þeim að plakati fyrir dönsku dagana. Mynd- listarkennari skólans, Gunnar Gunnarsson, tók þetta verkefni inn í myndlistarkennsluna hjá 6.-9. bekk og skiluðu um 90 nemendur tillögum. Úrslit í samkeppninni voru síðan tilkynnt við skólaslit grumiskólans. Kom fram að það var erfitt verk að velja bestu mynd- ina, en dómnefnd var sammála 1 niðurstöðu sinni og valdi hugmynd Berglindar Bjarnadóttur nemanda í 9. bekk og hlaut hún fyrstu verð- Iaun. 30 aðrir nemendur fengu við- urkenningu sem er í því fólgin að tillögur þeirra verða innrammaðar og settar upp á sýningu á dönskum dögum í ágúst. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson HEIMIR Ólason og Ármann Hall- dórsson gröfumaður feila staur- inn sem brunnið var ofan af. Endaslepp- ur línustaur Vaðbrekka, Jökuldal - Starfsmenn Rarik á Egilsstöðum skiptu um staur í raflínunni í Hrafnkelsdal en brunnið hafði ofan af honum. Vefja hafði losn- að af einangrara og línan dottið nið- ur, snert staurinn og kveikt í honum. Meira en þrír metrar höfðu brunn- ið ofan af staumum og lafði línan nið- ur undir það sem eftir var af honum. Þótt línan hafi snert staurinn og brennt ofan af honum sló rafmagninu samt ekki út af línunni. Að sögn Heimis Ólasonar gerist það stundum að h'nan nái ekki nógu góðu jarðsam- bandi til að línuna slái út. Greiðlega gekk að skipta um staur- inn enda nýjasta tækni notuð, sértök skófla með gripörmum sem taka ut- anum staurinn og flýtir þessi búnað- ur mjög mikið fyrir við staurareis- ingu. Að sögn Armanns Halldórssonar gröfumanns er þetta eina svona út- búna skóflan sem til er í landinu enn sem komið er en Armann flutti þenn- an búnað sjálfur inn þar sem hann fæst ekki á almennum markaði. Öræfajökull Hæsti tindur Islands er Hvannadalshnúkur í Oræfajökli, 2119 m hár. Fyrstur Islendinga til ad ganga á Öræfajökul var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufrædingur, árid I 794. Skipulagdar ferdir med þjálfuáum leidsögumönnum eru til dæmis frá Skaftafelli og tekur hvcr ferd fram og til baka 12 til 15 klukkustundir. Upp til fjalla, út til stranda, inn á jökla. Fyrstu skrefin ... Hvert sem ferðinni er - upp til fjalla, út til stranda, inn á jökla, í helgarútilegu eða eins í‘ l • V-i! ‘J’ltl-JÍIÍQ M0: « I* veitir það ákveðið öryggi að taka fyrs skrefm í Skátabúðinni. Stærri verslun, aukið vöruúrval, sérhæfð þjónusta! Við höfum stækkað búðina, aukið vöruvalið og bætt við þekktum merkjum og leggjum sífellt meiri áherslu á þjónustu starfsfólks með víðtæka reynslu af útivist. Sérstök ráðgjöf fyrir byrjendur. Segðu okkur hvað þig vantar - við aðstoðum þig við að finna það rétta. -3WMK HWMtíR Snorrabraut 60 • /05 Reykjavík SímiSII 2030 • Fax 511 2031 www. itn. is/skatabudin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.