Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 18

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Margmiðlun hf. færir út kvíarnar Alþýðubankinn tekur þátt í fjár- mögnun Betware „Útsölur aldarinnar“ Kjarakaup undanfari afturkipps í Bretlandi? London. Reuters. NÁÐST hafa samningar um áhættufjármögnun Betware Ltd., dótturfélags Margmiðlunar hf. Fjárfestarnir eru Eignarhaldsfélag- ið Alþýðubankinn hf. ásamt sænsku fyrirtækjunumm Kinnevik og Cherry föi'tagen. Hugbúnaðardeild Margmiðlunar hf. hefur um árabil unnið að þróun lausna á sviði veðmálastarfsemi á netinu, meðal annars fyrir Islensk- ar getraunir. Um er að ræða heild- arlausnir og þjónustu fyrir sérsmíð- aða hugbúnaðarvöndla sem inni- halda allt það sem fyrirtæki þurfa til að starfrækja slíka vefi. í frétta- tilkynningu frá Margmiðlun kemur fram að markaður fyrir slíkar lausnir er takmarkaður hér á landi og því hafi Margmiðlun hf. verið að svipast um eftir tækifærum til markaðssóknar á erlendri gnmd. í því skyni var Betware Ltd. stofnað. Umtalsverð viðskiptasambönd Samningar um áhættufjármögn- un Betware Ltd. eru raktir til þátt- töku Margmiðlunar í Ventura Mar- ket Iceland, verkefni á vegum Út- flutningsráðs íslands. Fram kemur að endapunktur verkefnisins, fjár- festingarráðstefna sem haldin var síðastliðið haustj hafi gefið af sér góða tengiliði. I framhaldinu var Margmiðlun hf. valin úr hópi þátt- tökufyrirtækjanna til að taka þátt í fjárfestingarráðstefnu á vegum Evrópusambandsins. „Betware Ltd. hefur nú þegar aflað sér umtals- verðra viðskiptasambanda á er- lendri grund, aðallega í Norður- og Mið-Evrópu, og veita nýgerðir samningar um áhættufjármögnun íyrirtækisins aukið afl í þá mark- aðssókn,“ segir í fréttatilkynningu. Sænsku fyrirtækin sem lagt hafa fé í Betware Ltd. starfa í fjölmiðlun og á veðmálamarkaðnum. Kinnevik er umsvifamikið fjölmiðlafyrirtæki og Cherry förtagen sérhæfir sig í starfsemi á sænska leikja- og veð- málamarkaðnum. MATVÆLAFYRIRTÆKIÐ New- man’s Own, sem er í eigu banda- ríska leikarans Pauls Newmans, gaf í gær tæplega 2 miltjónir króna til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Fjár- mununum verður varið til kaupa á öndunarvél fyrir nýbura. Ursula Hotchner, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, sem stödd er hér á landi, afhenti peningana form- lega í húsakynnum KK Kristjáns- sonar, umboðsaðila Newman’s vöru- merkisins á íslandi. Heildsalan af- henti við sama tækifæri flugmiða handa þremur börnum af þeim tíu sem boðið hefur verið að dvelja í sumarbúðum Newman’s Own á Ir- landi seinni partinn í ágúst. Haguaður frá upphafi Frá þvi að fyrirtækið hóf rekstur síðla árs 1982 hefur hagnaður þess aukist úr einni milljón dollara fyrsta heila rekstaraárið í 10 milljónir á síðasta ári. Rekstrartekjunum, eftir skatta, er öllum varið í ýmis góð- gerðarmálefni, listir, menntun o.fl. Stærstum hluta er þó varið til styrktar langsjúkum bömum auk þess sem fyrirtækið rekur 6 sumar- búðir í Bandaríkjunum og Evrópu sem taka á móti 900 veikum börnum á ári í boði Newman’s Own. BREZKAR verzlanir auglýsa „út- sölur aldarinnar". Birgðir af óseldri vöru hafa safnazt fyrir og frægar verzlanir á við Harrods og Selfridges keppast um að losa sig við allt frá fatnaði til búsáhalda með meira en 50% afslætti. Útsölur eru hafnar þremur vik- um á undan áætlun í fínum verzl- unum eins og Liberty við Regent Street í Mið-London og boðið er upp á allt að 75% afslátt. Útsölur hefjast í flestum öðrum verzlunum í þessari viku og auglýsingum rign- ir yfir neytendur. Verzlanimar kenna slæmu veðri um að sala á sumarklæðnaði sé dræm og HM í knattspyrnu um að fólk fari ekki í búðaferðir. Auk þess er lokið mikilli eyðslu, sem hófst þegar byggingarfélögum var breytt í banka í fyrra. Að sögn Ursulu var upphaflega ráðist í reksturinn meira í gamni en alvöru. Paul Newman hafði þann sið að gefa vinum og vandamönnum heimatilbúna salat-sósu (dressing) sem hann tappaði á flöskur. Ein- hverjum varð á orði að leikarinn ætti að fjöldaframleiða uppskriftina og markaðssetja hana. Gamanið varð að alvöru og Newman ákvað að reiða fram þá 500 þúsund dollara sem þurfti til að koma framleiðsl- Spurt er hvort afsláttur vegna sölutregðu bendi til þess að lokið sé hröðum vexti í viðskiptum eftir nokkrar vaxtahækkanir, eða hvort verzlanir hafi einfaldlega lagt rangt mat á eftirspurn eins og þær hafi áður gert. Sérfræðingar segja að þótt fólk eigi enn peninga aflögu dragi úr heildareftirspum. „Við búumst við minni söluaukn- ingu, en ekki samdrætti," sagði hagfræðingur DRI/McGraw-Hill. „Fólk eyðir enn peningum, en ekki ef verð er of hátt. Nú orðið er miklu meiri samkeppni í þessari grein.“ Talsmaður British Retail Consortium sagði að smám saman hefði dregið úr söluaukningu í tæp- lega tvö ár og vextir hefðu ekki bætt úr skák. unni af stað. Sérfræðingar töldu lík- legt að eitthvert tap yrði á rekstrin- um í upphafi en raunin varð önnur því fyrirtækið skilaði 70 milljóna króna (ísl. kr.) hagnaði strax á fyrsta ári, aðstandendum og öðrum til mikillar undrunar. Newman markaði þá stefnu í framhaldinu að allar tekjur sem fyrirtækið aflaði í framtíðinni skyldu gefnar til líknar- mála. Á þeim sautján árum sem liðin Smásalar hafa átt í erfiðleikum á síðustu 12 mánuðum vegna þess að verðnæmi viðskiptavina hefur auk- izt og af því að þeir hafa aðeins komið í verzlanir til að kaupa ef boðið hefur verið upp á verulegar verðlækkanir. Verzlanir eins og Burberry, þar sem ferðamenn frá Asíu hafa keypt dýran lúxusvaming, hafa fengið að kenna á styrkleika pundsins og fjárhagskreppunni í Asíu. Hagfræðingar búast við að minni hagvöxtur vegna vaxtahækkana muni hægja á neyzlu á síðari árs- helmingi. Ekki er ljóst hvort sala minnkar nógu fljótt til að Englandsbanki verði ánægður. Hann hækkaði vexti í þessum mánuði um 0,25% í 7,50% af ótta við of mikla eftir- spurn og of mikla tekjuaukningu. eru frá því að framleiðslan hófst, hafa málin þróast með þeim hætti að vörulínurnar eru orðnar fimm, samanlagður hagnaður frá upphafi er 90 milljónir dollarar og vonir standa til að farið verði yfir 100 milljóna markið á þessu ári. Lítil yfirbygging Fyrstu tvö árin sá Ursula að mestu ein um rekstur fyrirtækisins en nú starfa þar tólf manns, auk Newmans sem sér um alla stefnu- mörkun. Tólf verksmiðjur sinna framleiðslunni, tíu í Bandaríkjun- um, ein í Bretlandi og ein í Ástralíu. Ursula segir Newman leggja mikla áherslu á að hafa yfirbygginguna sem minnsta og ódýrasta. Aðalskrif- stofan í West Port í Conneticut er t. a.m. prýdd gömlum afgangs garð- mublum af heimili leikarans. Að undanskildum nýjum sjón- varpsauglýsingum sem íslenski um- boðsaðilinn hefur hleypt af stokkun- um hefur aldrei verið greitt fyrir auglýsingu á framleiðslu Newman’s Own, að sögn Ursulu: „Vörurnar hafa einfaldlega selst út á nafnið sem þær bera og þá athygli sem það nýtur og Newman hefur verið óspar á að notfæra sér þá aðstöðu við að kynna framleiðsluna og málefnið sem þær standa fyrir við hvert tækifæri." Sem dæmi bendir Ursula á væntanlega afurð sem hefja á framleiðslu á í haust og kynnt verð- ur í þætti hjá hinni kunnu sjón- varpskonu Oprah Winfrey í októ- ber. Þar mun Paul Newman verða gestur og m.a. kynna henni nýju vöruna og jafnframt þeim milljón- um sjónvarpsáhorfenda sem fylgj- ast með. 26,5 milljónir til liknarmála á Islandi Af þeim 5.000 styrktarbeiðnum sem fyrirtækinu berast árlega kem- ur það í hlut Newmans að velja þá u. þ.b. 500 aðila sem fyrirtækið hef- ur bolmagn til að sinna á hverju ári með framlögum sem eru frá 350 þúsund íslenskum krónum til 140 m.kr. Newman’s Own hefur gefið til góðgerðarmála á íslandi árlega frá 1990. Samanlagt nema fjárframlög síðustu átta ára rúmlega 26 milljón- um króna sem dreifast á þrettán að- ila. Þar af hefur Barnaspítalasjóður Hringsins sjö sinnum fengið fram- lag. SIÐAN 1972 ÍSLENSKAR GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI I VIÚRVIÐGERÐAREFN ALLAR GERÐIR !i stei STANGARHYL 7, nprýð SÍMI 567 2777 i Timburhús i Hafnarfirði Til sölu húsið Hverfisgata 13 Hæð, kjallari og ris. Skráð 82 fm. 3ja herb. íbúð. Byggt 1913. Þarfnast endurbóta. Góður staður. Tilboð óskast. Ámi Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Newman’s Own styrkir Barnaspítalasjóð Hringsins Ondunarvél fyrir nýbura og lang- veik börn til sumardvalar á Irlandi Morgunblaðið/Golli URSULA Hotchner, framkvæmdastjóri Newman’s Own, afhenti Atla Dagbjartssyni, yfirlækni á vökudeild Landspitalans, tæplega tvær milljónir króna til kaupa á öndunarvél fyrir nýbura.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.