Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Linda Tripp ber vitni fyrir rannsóknarkviðdómi í Bandaríkjunum „Mjög í mun að segja sannleikann“ LINDA Tripp, eitt lykilvitnið í rannsókn Kenneths Starrs, sak- sóknara, á meintu misferli Bills Clintons Bandaríkjaforseta, byrj- aði í gær vitnisburð sinn frammi fyrir rannsóknarkviðdómi í Was- hington. Tripp er fyrrverandi sam- starfskona Monicu Lewinsky og það var Tripp sem afhenti Starr um 20 klukkustunda langar segul- bandsupptökur af samtölum sínum við Lewinsky um meint ástarsam- band Lewinsky og forsetans. Tripp segir í viðtali við The Was- hington Post, sem birt var í gær, að hún hafi ekki verið látin njóta sannmælis. „Mér er mikið í mun að koma fyrir rannsóknarkviðdóminn og segja sannleikann," sagði hún við blaðið. Tripp er fyrrverandi að- stoðarmaður Bemards Nuss- baums, ráðgjafa Clintons forseta. Hún starfar nú í varnarmálaráðu- neytinu. Segir Lewinsky veraldarvana, hún hafi kennt sér Segulbandsupptökumar sem Tripp afhenti Starr fyrir rúmlega hálfu ári urðu til þess að rannsókn var hafin á því hvort forsetinn hefði gerst sekur um meinsæri og tilraun til að hindra framgang rétt- vísinnar. í viðtalinu við The Was- hington Post segir Tripp að það sé ekki rétt að hún hafi notfært sér vankunnáttu Lewinsky til að koma höggi á forsetann. „Það var ekki ég sem lagði mig eftir kunningsskap við Monicu - hún leitaði til mín,“ segir Tripp. „Monica er ákaflega veraldarvön kona. Hún kenndi mér.“ Tripp ræddi við fréttamann The Was- hington Post í síma í 20 mínútur sl. sunnudag. Lögfræðingur hennar hlustaði á og veitti henni ráð um hvaða spurningum hún skyldi svara og hverjum ekki. Hún vildi ekkert segja um rannsókn Starrs. Búist er við að Tripp muni koma fyrir kviðdóminn nokkmm sinnum. Hún vildi í samtalinu við The Was- hington Post ekkert segja um það hvað hún myndi segja þar. Hins vegar var hún ómyrk í máli um það sem sagt hefur verið um hana í fjölmiðlum vegna þessa máls. Frá því hún afhenti segulbandsupptök- umar hefur hún að mestu haldið sig á heimili sínu í úthverfi Was- hington. Margir telja Tripp illmennið og aðeins 10% líkar við hana Ólíkt öðmm þátttakendum í þessu máli hefur hún aðeins sent frá sér eina fréttatilkynningu og lögmenn hennar hafa að mestu haldið sig frá spjallþáttum sjón- varpsstöðvanna. En nú hefur vinur hennar, Philip Coughter, verið kallaður til vegna væntanlegrar ásóknar fjölmiðla í tengslum við vitnisburð Tripp. Margir hafa orðið til þess að segja að Tripp sé illmennið í sög- unni um Lewinsky og forsetann. Spjallrásir á netinu era fullar af hörðum dómum um hana og skoð- anakannanir hafa sýnt að einungis tíu prósent Bandaríkjamanna kunna vel við hana. Hinn stórvaxni leikari Johmn Goodman kom fram í gervi hennar í skemmtiþættinum Saturday Night Life nýverið. Harðasta gagnrýnin hefur komið frá stuðningsfólki Clintons og Lewinsky. Lanny J. Davis, fyrr- verandi ráðgjafi forsetans, sagði að Tripp væri í lykilhlutverld í til- raunum Starrs og lögmanna Paulu Reuters TRIPP leggur af stað frá heimili sínu til að bera vitni fyrir rannsókn- arkviðdómi í gærmorgun. í fylgd með henni var sonur hennar og fleiri Jones til að veiða forsetann í gildra. Jones hefur sakað forset- ann um kynferðislega áreitni. Fyrrverandi lögfræðingur Lewinsky sagði að Tripp hefði „illt í hyggju" og hefði stýrt samtölunum við Lewinsky og ætlað að nota þau gegn henni. Faðir Lewinsky sagði að Tripp væri „ömurleg mann- og vimr. eskja“, og hann fengi eklri skilið hvemig hún gæti „sofið vært“. Tripp hefur neitað því staðfast- lega að hún hafi tekið upp samtöl sín við Lewinsky í þeim tilgangi að eiga auðveldara með að ná samn- ingi við útgáfufyrirtæki um bók um lífið í Hvíta húsinu í stjórnartíð Clintons. Gengur á olíulindir á Norð- urhveli Morgunblaðið. NOREGUR er í hópi þeirra landa, sem gengið hafa hvað næst olíu- birgðum sínum. Haldi Norðmenn áfram að vinna olíu úr sjó með sama hraða og nú þrýtur olíubirgðirnar líklega á níu árum, finnist ekki meiri olía. Framleiðslan 8 milljónir fata á sólarhring Framleiðsla Norðmanna í fyrra nam um þremur milljónum fata á sólarhring en hvert fat er 159 lítrar. Það eru um 4% af heimsframleiðsl- unni en í lok ársins 1997 námu olíu- birgðir Noregs hins vegar aðeins 1% af samanlögðum olíubirgðum heims- ins. Er þá átt við olíu sem borgar sig að vinna. Sérfræðingar í olíuframleiðslu telja afar ólíklegt að ekki finnist meiri olía á norsku hafsvæði en töL urnar tala engu að síður sínu máli. I nýjum tölum frá BP-olíufélaginu breska kemur t.d. fram að Sádi-Ara- bar, sem eru mestu olíuframleiðend- ur heims, teljast nú eiga um 80 ára birgðir af olíu. Olíulindir Kúveita ættu að endast í ríflega eina öld og lindirnar í Venesúela í sextíu ár. Birgðir Breta uppumar eftir fimm ár Ástandið á norðurhveli jarðar er hins vegar mun verra. Olíubirgðir Rússa eru til 22 ára, Dana til tíu ára og Breta aðeins fimm. Á heildina lit- ið ættu olíuþjóðir heims að geta haldið uppi óbreyttri framleiðslu í fjörutíu ár, samkvæmt útreikningum BP. Norðmenn eru uggandi vegna þessa og hefur töluverð umræða ver- ið um hvort rétt sé að halda uppi jafnmikilli ohuframleiðslu og nú er, í ljósi þess að mjög gengur á birgðim- ar. Þeir geta hins vegar huggað sig við að jafnvel þótt olíulindimar reyn- ist uppumar að áratug liðnum hefur fundist nóg gas á hafsbotni til að halda sömu framleiðslu áfram næstu þrjátíu árin. Beaujolais Hágæða rauðvínsþrúgur 30 flöskur 5.190 kr. Nóatún 17 ■ Faxafen 12 Kringlan ■ Háholt 24, Mosfellsbær |1 Indónesía Habibie hreinsar til Jakarta, Dili. Reuters. JUSUF Habibie, forseti Indónesíu, tilneftidi í gær full- trúa á ráðgjafarþing landsins og var fjörutíu og einum full- trúa skipt út en margir þeirra höfðu gegnt veigamiklum emb- ættum í ríkisstjóm Suhartos, fyrrverandi forseta. Eitt þús- und fulltrúar sitja á ráðgjafar- þinginu, helmingur tilnefndur af forseta og hinn af þjóðþingi landsins, sem hefur það verk- efni að kjósa forseta landsins og marka stefnu fyrir stjóm- völd. Þrír evrópskir sendifulltrú- ar styttu dvöl sína í Austur- Tímor í gær og héldu heim á leið eftir að minnst einn maður féll í skotárás óeirðalögreglu að fólki sem safnast hafði sam- an til að krefjast sjálfstæðis frá Indónesíu. Fólkið hafði safnast saman fyrir framan dómkirkjuna í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, og gert aðsúg að bifreiðum lögreglumann- anna og hóf lögreglan þá skot- hríð með fyrrgreindum afleið- ingum. Þá féll einn maður í bænum Blora á Jövu-eyju í átökum lögreglu og hóps óeirðaseggja sem gerðu sig líklega til að stela timbri úr ríkisverksmiðju. fsraelsforseti gagnrýnir forsætisráðherrann Segir Netanyahu veruleikafirrtan Jerúsalem. Reuters. EZER Weizman, forseti ísraels, sagði í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra landsins, væri „ekki í tengslum við raunveruleik- ann“ og hefði blekkt sig hvað eft- ir annað varðandi friðarumleitanir við Palestínumenn. Þetta kom fram í viðtali við Weizman er birtist í gær í Yedioth Ahronoth, útbreiddasta dag- blaði ísraels. Á mánudaginn skoraði Weizman á Netanyahu að leggja stefnu stjómarinnar í friðar- málum í dóm almennings og efna til kosninga fyrr en seinna. í viðtalinu í gær gekk Weizman skrefi lengra í gagnrýni sinni á forsætisráðherrann. „Bíbí lifir í algleymisástandi, í sínum eigin heimi, ekki í tengslum við raun- veruleikann,“ sagði Weizman um Netanyahu og nefndi hann með gælunafni. „Þjóðin veit ekki hvert forsætisráð- herrann er að leiða hana. Hann er [...] á villigötum." Weizman tók þátt í að koma á friðarsamningum ísraela og Egypta 1979. Hann þykir orðhvatur og hefur hvað eftir annað átt hvöss orðaskipti við Netanyahu vegna stefnunnar í friðarmálum. Netanyahu sagði í gær að ekki kæmi tál greina að flýta kosningum, hann hygðist sitja út kjörtímabilið til ársins 2000. Forsetaembættinu fylgja lítil völd. „Bíbí hefur blekkt mig ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar. Nú segi ég, hingað og ekki lengra,“ sagði Weizman. Hann brást við gagnrýni hægrimanna, þess efnis að hann væri kominn út fyrir valdsvið sitt, og sagði: „Þegar þeir báðu mig að taka að mér stjómarerindrekstur fyrir ríkisstjómina og forsætisráð- herrann héldu þeir að ég hefði engin sérstök viðhorf í pólitik." Weizman hefur átt fundi með Yasser Arafat, forseta heimastjórn- ar Palestínumanna, Hosni Mubarak, forseta Egyptalands og Hussein Jórdaníukonungi í því augnamiði að þoka friðaramleitunum af stað, en hvorki hefur gengið né rekið í þeim efnum frá þvi í mars í fyrra. Net- anyahu neitar að samþykkja þá til- lögu Bandaríkjamanna að ísraelar afhendi Palestínumönnum 13% lands á Vesturbakkanum til viðbótar og segir að slíkt myndi verða ógn við ör- yggi Ísraelsríkis. Arafat hefur fallist á tillögu Bandaríkjamanna. 50% vþja kosningar Netanyahu sagði á mánudag að ísraelar hefðu „tekið stór skref' í samkomulagsátt, en Palestínumenn hefðu ekki staðið við gefin fyrirheit um að stemma stigu við hryðju- verkastarfsemi. Weizman sagði hins vegar í gær að utanríkisstefna ísra- elsstjómar hefði einangrað landið enn frekar. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem Yedioth Ahronoth birti í gær, voru 50% aðspurðra fylgjandi því að kosningar yrðu fyrr en seinna, en 39% andvíg. Stjómarandstöðu- menn í Verkamannaflokknum hafa gagmýnt Weizman fyrir að hafa látið til sín heyra. Ritari flokksins sagði í gær að forsetinn ætti ekki að „taka þátt í þessum málum“, þótt hann hafi „tjáð tilfinningar þjóðarinnar“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.