Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 29
28 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NAM OG SKOP- UNARKRAFTUR OFT HEFUR VERIÐ bent á mikilvægi þess hér í Morg- unblaðinu og annars staðar að virkja sköpunarkraft nemenda í skólastarfi, að kennarar líti ekki á nemendur sína sem tóm ker sem þurfi einungis að fylla af staðreyndum heldur að þeir séu hugsandi einstaklingar sem þurfi að virkja til sköpunar á einhverju nýju, sem þurfi að þroska og gera víðsýnni. Eins og bent hefur verið á er ein leið til að gera þetta að leggja meiri áherslu á listmenntun í skólum en hingað til hefur verið gert. Bandaríski kennslufræðingurinn Elliot W. Eisner sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að gildi listkennslu og raunar verkgreinakennslu einnig fælist í því að hún þroskaði ýmis hugsanaferli, yki skynjunarnæmi og gæfi aukna möguleika á breytilegum upplifunum sem ekki væru mögulegar að öðrum kosti. Eisner hefur einnig lagt áherslu á að efla listræna sýn á skólastarf í heiminum en í því felst meðal annars að litið sé á kennslu sem list, eða jafnvel listsýningu. Með þessu vill Eisner vinna gegn þeirri hugmynd að einhverjar kennslu- uppskriftir séu til og að kennsla verði að vana; kennarar þurfa umfram allt að vera sveigjanlegir og skapandi í kennslu sinni. Trúin á utanbókarlærdómi og ýmiskonar ítroðslu hefur verið mikil í íslenskum skólum og kemur ekki aðeins fram í stærðfræði-, stafsetningar-, landafræði- og sagnfræði- kennslu heldur einnig í bókmenntakennslu. Vert væri að taka þessar aðferðir til gagngerrar endurskoðunar í ljósi nýrra hugmynda. BEIZLA ÞARF GÓÐÆRIÐ GÓÐÆRISBYLGJAN er að ná hámarki og ýmis viðvör- unarljós eru tekin að blikka. Viðskiptahallinn eykst með auknu góðæri og til þess að minnka hann verða stjórnvöld að grípa til ráðstafana, sem vinna gegn hallanum. Að mati for- stjóra Þjóðhagsstofnunar þarf að grípa til sparnaðaraðgerða bæði í rekstri hins opinbera og eins í einkaneyzlu. Með því er unnt að koma í veg fyrir að verðbólga aukist og hagvöxtur minnki. Brýnast af öllu er að takist að auka þjóðhagslegan sparn- að, m.a. með því að draga úr útgjöldum hins opinbera, greiða niður skuldir ríkis og sveitarfélaga og hraða einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Ríkisvaldið verður og að forðast allar þær aðgerðir, sem auka peningamagn í umferð. Þetta er nauð- synlegt, þegar sjávarafurðaverð á erlendum mörkuðum hækkar gífurlega samhliða auknum veiðiheimildum, sem verða til þess að mun meiri verðmæti koma inn í hagkerfið. Það er einnig umhugsunarefni fyrir ríkisvaldið hvort end- urreisa eigi hvetjandi kerfi til sparnaðar meðal almennings, sem sett var á fót fyrir nokkrum árum. Þá var stofnað til af- sláttarhvata í skattakerfinu, styddu menn við íslenzka at- vinnuvegi og keyptu hlutabréf í íslenzkum fyrirtækjum. Ennfremur með sparnaði til húsnæðiskaupa og kaupum á ríkisskuldabréfum. Slíkur frádráttur hefur farið dvínandi undanfarið, þar sem ákvörðun var tekin fyrir nokkrum árum um að honum skyldi hætt stig af stigi. Það kann hins vegar að vera tilefni til að auka hann á ný, þótt með öðrum hætti væri. OPNUN í KÍNA ATHYGLISVERT hefur verið að fylgjast með heimsókn Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna, til Kína. Með beinni sjónvarpsútsendingu frá umræðum á blaðamanna- fundi Clintons og Jiangs Zemins, forseta Kína, og frá ávarpi Clintons í Pekingháskóla hefur það gerzt í fyrsta sinn að mannréttindamál hafa verið rædd með opinskáum hætti í landinu. Þótt ekki væri nema vegna þessara atburða hefur heimsókn Clintons skilað árangri. Hins vegar má spyrja hvað búi að baki þeirri ákvörðun kínverskra stjórnvalda að leyfa almenningi að hlýða á boð- skap Clintons. Hún kann að bera vott um aukið sjálfstraust stjórnarinnar í Peking, sem telur sig halda styrkri hendi um stjórnvölinn. Sömuleiðis kann að vera úthugsað af hálfu Kín- verja að stuðla að því að Clinton styrki stöðu sína heima fyr- ir og eigi þar af leiðandi auðveldara með að fá þingið til að samþykkja beztu viðskiptakjör til handa Kína. En hvernig sem á málið er litið hljóta sjónvarpssendingarnar nú að stuðla að opnari umræðum í Kína og vera hluti af þeirri hægfara lýðræðisþróun, sem átt hefur sér stað í þessu fjöl- mennasta ríki heims. Ný dómstólalög, sem taka gildi í dag, marka hluta lokaáfanga endurskoðunar íslensks réttarfars Megintilgangur að auka sjálfstæði dómstólanna Ný lög um dómstóla voru samþykkt á Alþingi í vetur og taka þau gildi í dag. Lögin hafa að geyma í einum bálki samfelldar reglur um skipan dómstóla, skilyrði fyrir veitingu dómaraembætta, réttindi og skyldur dómenda og fleira. Gréta Ingþórsdóttir kynnti sér helstu breyt- ingar sem gildistaka lag- anna hefur í för með sér. ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra flutti frum- varp til dómstólalaga sl. vet- ur. Frumvarpið var samið að tilhlutan hans en unnið að því í nánu samstarfi við réttarfarsnefnd og í samráði við Dómarafélag Islands og Lögmannafélag Islands. Lögin koma í stað reglna um dómstóla og dómendur sem voru annars vegar í lögum um Hæstarétt nr. 75/1973, sem falla niður í heild, og I. kafla laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989 en sá kafli fellur einnig niður. Við samningu laganna var sérstaklega stefnt að því að styrkja stöðu og sjálf- stæði dómstóla gagnvart öðrum stoð- um ríkisvaldsins og ákvörðunarvald þeirra um innri málefni. I þeirri vinnu var hugað að þróun sambærilegrar löggjafar í öðrum ríkjum Evrópu, en sú viðmiðun er í sumum tilvikum óhjá- kvæmileg, einkum á þeim sviðum er taka til viðskipta og mannréttinda. Morgunblaðið/Kristinn STARFSAÐSTAÐA dómara hefur batnað til muna á síðustu árum og hefur það haft góð áhrif, t.d. á málahraða. „Sérstakir dómsalir og dómhús og önnur ytri aðstaða stuðlar að betri og skilvirkari vinnubrögðum," segir Garðar Gíslason, formaður Dómarafélags íslands. Aðstaða starfsfólks Hæstaréttar hefur gjörbreyst með nýju húsi. Aflvaki nýbreytni Til að ná þessum markmiðum eru gerðar þær breytingar helstar að innri stjórnsýsla héraðsdómstólanna er að verulegu leyti falin dómstólai’áði. Því er ætlað að vera aflvaki hvers kyns nýbreytni í starfsemi héraðsdómstól- anna, eins og segir í athugasemdum með þessu frumvarpi til laga. Að öðru leyti er gerð grein fyi'ir hlutverki dómstólaráðs í samtali við formann þess, Sigurð Tómas Magnússon hér- aðsdómslögmann. Önnur meginbreyting með lögunum felst í skipan nefndar um dómarastörf. Valdsvið hennar tekur bæði til hæsta- réttardómara og héraðsdómara. Hún á að vera algjörlega óháð í störfum sínum og vera æðsta stjórnvald í þeim málum sem henni eru falin. Hún setur almennar reglur um hvers konar aukastörf geti samrýmst embættis- störfum dómara og reglur um að hvaða marki samrýmanlegt sé emb- ætti dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Nefndin tekm' við kvörtunum þeirra, sem telja að dómari hafi gert á hlut þeirra með störfum sínum, og taki nefndin slíka kvörfun til meðferðar skilar hún rök- studdu áliti um málið. Nefndin getur fundið að störfum viðkomandi dómara eða veitt honum áminningu. I nefndinni sitja Gunnlaugur Claes- sen hæstaréttardómari, tilnefndur af ráðheira, formaður, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, tilnefndur af Dómara- félagi íslands, og Sigurður Líndal pró- fessor, tilnefndur af lagadeild Háskóla íslands. Sú breyting verður með lögunum að héraðsdómarar verða ekki lengur skipaðir til starfa við tiltekinn dóm- stól, heldur geta þeir færst á milli þein-a samkvæmt ákvörðun dómstóla- ráðs og skipt þannig um starfsvett- vang. I framsöguræðu dómsmálaráð- heiTa, þegai' hann mælti með frum- varpinu, kom fram að með þessu fyrir- komulagi yrði unnt að koma við breyt- ingum á starfsvettvangi dómara í styttri eða lengri tíma. Hægt væri að bregðast við auknu álagi á einstaka dómstóla, auk þess sem unnt væri að styrkja stöðu minni dómstóla með því að manna þá með reyndum dómurum. Stöður dómarafulltrúa eru lagðar niður með lögunum og í þeirra stað teknai' upp stöður löglærðra aðstoðar- manna. Þeir eiga að vera héraðsdóm- urum til aðstoðar við undh'búning og framkvæmd þinghalda og meðferð ein- stakra mála. Staifssvið dómstjóra breytist nokk- uð frá því sem verið hefur. Sum störf þeirra færast til dómstólaráðs, t.d. um- sjón með fjárreiðum dómstólanna, en önnur ný verða til, svo sem öll sam- skipti við dómstólaráð. Þeir hafa með höndum stjórn héraðsdómstóla, bera ábyrgð á störfum þeirra og koma fram fyrir hönd þeÚTa út á við. Þeir skipta verkum á milli dómara og annarra starfsmanna og úthluta málum. Þeh' ráða og reka starfsmenn við dómstól- ana, aðra en héraðsdómai'a, og þeim ber að fylgjast með störfum dómara og annarra starfsmanna og gæta aga gagnvart þeim svo nokkuð sé nefnt. Embættisskilyrðum hæstaréttardómara breytt Ekki verða miklar breytingar á starfsemi Hæstaréttar með nýju lög- unum. Helstar má nefna þær að staða hæstaréttarritara er lögð niður og í staðinn tekin upp staða skrifstofu- stjóra Hæstaréttar. Þá er breytt nokkuð þeim skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla til að þá megi skipa í embætti hæstaréttardómara. Nú er t.d. lágmarksaldur hæstaréttardóm- ara 35 ár í stað 30 ára áður. Þess er að auki krafist að bú umsækjanda megi ekki hafa verið tekið til gjaldþrota- skipta. Umsækjandi má ekki hafa gerst sekur um refsivert athæfi sem telja megi svívirðilegt að almennings- áliti eða sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði al- mennt að njóta. I athugasemdum með frumvarpinu segir að þessum fyrirmælum sé ætlað að koma í stað skilyi'ðis, sem gildir um héraðsdómara og umsækjendur um embætti hæstaréttardómara þurftu að uppfylla, um að þeir hafi óflekkað mannorð. „Áskilnaður um óflekkað mannorð hefur reynst mjög vandmeð- farið í framkvæmd, enda er inntak þess hugtaks nokkuð á reiki,“ segir í athugasemdunum. Þá gera nýju lögin ekki áskilnað um að dómari við Hæsta- rétt hafi lokið lögfræðiprófi með fyrstu einkunn. Gert er ráð fyrir að rýmka nokkuð reglur um hvers konar starfs- reynslu dómaraefni við Hæstarétt þurfi að hafa öðlast til að fullnægja skilyrðum til að fá skipun í embætti. I eldri lögum var tæmandi upptalning á þeim störfum sem dómarar þurftu að hafa gegnt. Þetta taldist óheppilegt með tillití til þess að það kynni að úti- loka umsækjendur sem hafa haldgóða starfsreynslu á öðrum sviðum en greind eru í upptalningunni. Getur verið fyrirmynd Þorsteinn Pálsson Með þeim á skipan ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að með þeirri endm’skoð- un réttarfarslöggjafar sem staðið hefur í nær áratug og nú er að ljúka standist gildandi lög um réttarfar fyllilega saman- burð við hliðstæða löggjöf þeh’ra landa sem við eig- um helst samleið með og geti verið öðrum þjóðum til fyrh’myndar. Þorsteinn byrjar á að rekja upphaf þess að lög- um um réttarfar var breytt hér á landi. „Hinn 1. júlí 1992 tóku gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. varð gi'undvallarbreyting dómstóla á lægra dómstigi, en kjarni þeirra breytinga var sá að algerlega var skilið á milli starfa sem handhafar framkvæmdavalds og dómsvalds hafa með höndum. I kjölfar þessarar laga- setningar fór fram heildarendurskoð- un á réttarfarslögum og við umræddan aðskilnað dómsvalds og framkvæmda- valds tóku gildi lög um aðfór; lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl.; lög um meðferð opinberra mála; lög um opin- ber skipti á dánarbúum o.fl.; lög um gjaldþrotaskipti og lög um meðferð einkamála,“ segh’ hann. Samræmdist ekki mannréttindaviðhorfum „Fram að aðskilnaði dómsvalds og framkvæmdavalds höfðu sýslumenn og bæjarfógetar utan Reykjavíkur farið með dómsvald og umboðsvald ríkisins í héraði. Þannig má nefna að í gildistíð eldri réttarfarslaga hafði sami emb- ættismaður bæði afskipti af sakamál- um sem lögreglustjóri og dómari og jafnframt dæmdi hann um réttmæti opinberra gjalda samhliða því að inn- heimta þan. Að baki þessu fyrirkomu- lagi bjuggu eldri sjónarmið um hag- kvæmni vegna fámennis. Á hinn bóg- inn samrýmdist þessi skipan dóms- valds engan veginn seinni tíma við- horfum um mannréttindi og afdráttai’- lausri ki’öfu um að mönnum væri tryggð réttlát málsmeðferð fyrir hlut- lausum dómara. Einnig braut hún gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum landsins. Aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds hafði það megin- markmið að ráða bót á þessum ann- mörkum eldri réttar- farslaga." ísland stendur við al- þjóðaskuldbindingar Þorsteinn segist ekki telja vafa undiroi-pið að þessu markmiði nýrra réttarfarslaga hafí _ verið náð þannig að ísland standi að fullu við skuld- bindingar landsins á al- þjóðavettvangi um að tryggja réttaröryggi fyrir dómstólum. „Einnig hef- ur reynslan af nýjum réttarfarslögum orðið sú að rekstur dómsmála gengur mun hraðar fyrir sig en áður en skilvirkni við meðferð dómsmála er einnig nauðsynlegur liður í því að tryggja réttaröryggi. Þá tel ég það hafa styrkt stöðu dómsvaldsins að við umræddan aðskilnað vai’ komið á fót sérstökum héraðsdómstólum í hverju umdæmi landsins og þeim falið það verkefni að fara eingöngu með dómsvald. Við þetta hafa dómstólar orð- ið almenningi sýnilegri og má ráða af aukinni umfjöllun um dómsmál að áhugi á störfum þeirra hafi aukist. Þannig má gera ráð fyi-h’ að dómstólar búi nú við virkara aðhald með aukinni réttarviL und almennings," segir Þorsteinn. Margar ástæður liggja að baki þess- um góða árangri af nýjum réttarfars- lögum, að sögn Þorsteins. „Ég vil þó helst nefna að lögin eru afar vel úr garði gerð, enda áttu hlut að máli fær- ustu sérfræðingar landsins á þessu sviði. Einnig er mikilvægt að allir þættir réttarfars voru endurskoðaðir samhliða, þannig að innbyrðis sam- ræmis var gætt í lagasetningu. Þá skipth’ máli að allur aðbúnaður dóm- stóla hefur verið stórlega bættur. Loks vil ég nefna að þessi árangur verður að miklu leyti þakkaður dómurum og lög- mönnum sem hafa lagst á eitt um að tryggja að framkvæmdin gangi vel og snurðulaust fyrir sig.“ í kjölfar breytinga á skipan lægra dómstigs frá árinu 1992 var ráðist í endurskoðun á löggjöf um æðra dóm- stig. Var svo komið undir lok þess árs að mikill fjöldi mála beið dóms Hæsta- réttar. Einkum var um að ræða einka- mál og gátu liðið allt að þrjú til fjögur ár frá því máli var áfrýjað þar til end- anlegur dómur gekk. Þorsteinn segir að reynslan af þessari endurskoðun á lögum um æðra dómstig hafi orðið sú að málsmeðferðin fyi-h’ Hæstarétti sé mun hraðari. „Ég vil einnig minna á að 1. júlí 1997 var skipulagi og stjórn lögreglu breytt í veigamiklum ati’iðum en þá tók th starfa nýtt embætti ríkislögreglu- stjóra, sem fer með æðstu stjórn lög- reglu í landinu í umboði dómsmálaráð- heiTa. Á sama tíma tóku einnig gildi breyttai’ reglur um meðferð ákæru- valds, þar sem ákæruvald lögi’eglu- stjóra í hverju umdæmi var rýmkað, þannig að allur þorri sakamála er nú rannsakaður undir stjórn þess lög- reglustjóra, sem semur ákæru í máli og sækir það fýrir héraðsdómi. Mark- mið þessara breytinga er að einfalda feril mála á rannsóknar- og ákæru- stigi, svo meðferð þeirra veðri einfald- ari og skilvirkari." Þorsteinn minnir á að tilgangm-inn með dómstólalögunum sé að ti’yggja enn frekar réttaröryggi með því að dómstólai’ verði í ríkum mæli sjálf- stæðir um stjórn innri málefna sinna. Það sé m.a. gert með dómstólaráði. „Ekki er nægjanlegt að sjálfstæði dómstólanna sé tryggt í raun, heldur verður sjálfstæðið og trúverðugleikinn sem því fylgir að vera öllum sýnilegur. Þá miða dómstólalögin einnig að því að koma í veg fyrir að sú aðstaða skapist að trúverðugleiki dómai’a verði al- mennt dreginn í efa.“ Endurskoðun löngu tímabær „í vor voru einnig afgi-eidd frá Al- þingi ný lög um lögmenn en þau lög eru einnig hluti af réttarfarslöggjöf- inni. Fyrri lög voru frá árinu 1942 og var því endurskoðun þeirra orðin löngu tímabær. Með þessum lögum er leitast við að setja ítarlegri reglur um réttindi og skyldur og tryggja að sanngjarnai’ reglur giltu gagnvart þeim og almenningi sem þarf að eiga viðskipti við lögmenn. Segja má að ný lög um dómstóla og lögmenn marki lokaáfanga í heildar- endurskoðun réttarfarslaga hér á landi. Sú endm-skoðun hefur nú staðið í hartnær áratug sem er skammur tími þegar litið er til umfangs réttar- farslaga. Það er einnig mat mitt að gildandi lög um réttarfar standist fylli- lega samanburð við hliðstæða löggjöf þeirra landa sem við eigum helst sam- leið með og geti verið öðrum þjóðum til fyrirmvndar," segir Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra. GARÐAR GÍSLASON, FORMAÐUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Breytingarnar hafa skilað árangri GARÐAR Gíslason, formaður Dómarafé- lags Islands, segir breytingarnar frá 1992 hafa verið niiklar og góðar fyrir dómara og nefnir sérstaklega auk- ið sjálfstæði þeirra og dómstólanna. „Mikil breyting varð þegar dómarar hættu að rannsaka mál, dómstól- arnir voru teknir frá sýslumönnunum og til urðu 8 sjálfstæðir hér- aðsdómstólar í stað þeirra 29 sem voru áð- ur. Þá skipti líka miklu máli að sérstakir sak- sóknarar fóru að sækja opinber mál. Þetta varð til að efla sjálfstæði dómstólanna og dómaranna, sjálfs- vitund þeirra og starfsanda og hef- ur haft margt fleira gott í för með sér.“ Stóraukinn málahraði „Sérstaklega ber að nefna hrað- ari afgreiðslu mála en það er ekki síst að þakka því að eftir breyting- una gátu dómarar einbeitt sér að dómstörfum og þurftu ekki að sinna öðru. Þá hefur stórbætt starfsaðstaða haft sitt að segja, sér- stakir dómsalir og dómhús og önn- ur ytri aðstaða stuðlar að betri og skilvirkari vinnubrögðum," segir Garðar. Garðar Gfslason Hann segir dómara hafa fundið fyrir nei- kvæðu viðhorfi almenn- ings til stéttarinnar og oft sé talað um að mál gangi illa. Það sé hins vegar oftar á rannsókn- ar- og saksóknarstigi sem mál teíjist en ekki á dómstigi. „Það hefur ekki skilað sér nægi- lega vel hve málahrað- inn hefur aukist mikið. Fyrir héraðsdómi er nánast engin bið í opin- berum málutn og einka- málin klárast yfh’Ieitt á um það bil hálfu ári. Þessi tími var áður um eitt ár.“ Garðar bendir á að hér á landi séu aðeins tvö dómstig, þ.e. héraðs- dómar og eitt áfrýjunarstig í stað tveg-gja í flestum löndum. Hæsti- réttur taki við öllum áfrýjuðum málum sem þýði mikinn málafjölda. Samt sem áður hafi tekist að stytta málatíma í Hæstarétti verulega. Hann er kominn í einn til tvo mán- uði í opinberum málum og úr tveimur til þremur árum í þijá til fimm mánuði í einkamálum en Garðar segir svo stuttan tíma óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum. „Styttri málatími í Hæstarétti er líka því að þakka að dómurum var fjölgað og dómstólnum er skipt nið- ur í deildir, fimm og þriggja manna. Þannig næst betri nýting og skipulagðari vinna. Þá hefur í góðri samvinnu við lögmenn tekist að stytta ræðutíma auk þess sem þeir gefa upp ræðutíma sinn fyrirfram og skila inn gögnum. Þessi hnitmið- uðu vinnubrögð skila sér í hraðari málsmeðferð og dómarar leggja metnað sinn í að vinna betur og hraðar." Þriðja stoð ríkis- valdsins styrkt „Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þrískiptingu rfkisvaldsins en frá því aðskilnaðarlögin og nýju rétt- arfarslögin voru sett hefur ekkert sérstakt verið gert til að styrkja það vald sem dómstólarnir fara með, þar til nú. Nýju dómstólalög- in gera ráð fyrir að héraðsdóm- stólar fái stjórn sinna mála. Hún flyst með lögunum úr dómsmála- ráðuneytinu, þ.e. frá fram- kvæmdavaldinu, til sérstaks dóm- síójaráðs." Onnur nýjung sem gert er ráð fyrir í lögunum er sú að dómarar flytjist á milli héraðsdómstóla en Garðar segir slíkt fyrirkomulag vel þekkt í öðrum löndum. Hér sé slíkt ekki óeðlilegt, enda landið að minnka með tækniframförum og bættum samgöngum. Aðspurður um hvort þetta hafi mætt andstöðu dómara segir Garðar að þeir fáist við að setja niður deilur annarra og reyni að forðast þær sín í milli. FORMAÐUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS, JAKOB R. MÖLLER Lög’gjöfín meistaraverk JAKOB R. Möller, for- maður Lögmannafélags Islands, minnir á að setn- ing nýrra lögmannalaga sé, ásamt nýjum dóm- stólalögum, síðasti liður- inn í heildarendurskoðun réttarfarslöggjafar. Lög- mannalögin taka gildi um næstu áramót. „Lögin um málflytjendur eru að stofni til frá 1942 og eru orðin úrelt. Þeim vai' að vísu breytt árið 1995 til að bregðast við breyttum þörfum en þá var komið á skyldu til starfsábyrgð- artryggingar lögmanna og skyldu þeirra til að stofna fjárvörslureikninga íyrir um- bjóðendur sína,“ segir Jakob. I ferlinu við setningu lögmannalag- anna hafa verið uppi álitamál um það hvort skylda eigi alla lögmenn til að- ildar að Lögmannafélagi íslands og hvernig fara eigi með agavald yfir og eftirlit með lögmönnum. „Þessu var þannig háttað að stjórn lögmannafé- lagsins fór með hvort tveggja en við heildarendurskoðun réttarfarsins var þetta tekið til athugunar. Um tíma gerði frumvarpið ráð fyrir frjálsri að- ild og að dómsmálaráðuneytið skipaði sérstaka nefnd sem færi með aga- og eftirlitshlutverk. Margir lögmenn voru hlynntú’ því að félagsaðild væri ekki skylda en lítill stuðningur var við ráðu- neytisskipaða aga- og eftirlitsnefnd." Jakob R. Möller „Frumvarpið varð ekki útrætt í þeirri mynd og í meðförum síðasta þings tók það miklum breyting- um sem fólust m.a. í því að lögmenn eru skyldaðir til að vera í lögmannafé- laginu sem sinni ákveðn- um lögbundnum störfum. Aga- og eftirlitshlutverk verður í höndum fimm manna úrskurðarnefndar lögmanna sem verður í tengslum við lögmanna- félagið. Allsherjarnefnd gerði breytingarnar að frumkvæði lögmannafé- lagsins í samstarfí við réttarfarsnefnd og dóms- málaráðuneytið," segir Jakob. Fyrir utan ákvæði um skylduaðild og úrskurðarnefnd segir Jakob að mikilvægt nýmæli séu reglur um það hverjir geti átt félög sem eiga lög- mannsstofur en hingað til hafa engar sérstakar reglur um það gilt. Sam- kvæmt nýju lögunum geta aðeins lög- menn átt slíkar stofur. Undantekning- ar má þó veitta að uppfylltum sérstök- um skilyrðum. Lögmenn ánægðir með vandaða og heilsteypta löggjöf Lögin gera ráð fyrir breytingum á öflun málflutningsréttinda, aðallega fyrir héraðsdómi, en gert er ráð fyrir að prófmálakei’fið leggist af og efnt verði til sérstakra númskeiða. „Með setningu aðskilnaðarlaganna, nýrra laga um meðferð einkamála, meðferð opinberra mála, aðfarargerð- ir, nauðungarsölur og gjaldþrotaskipti var kominn nýr lagarammi fyrir dóm- stólana og þá sem önnuðust opinberar gerðir. Þá var þó enn eftir að setja heildarlög um dómstólana. Áður voru sérstök lög um Hæstarétt en eftir að lögum um meðferð einkamála var breytt árið 1994 voru flest ákvæði um málsmeðferð fyrir Hæstarétti færð inn í þau og þá var lítið eftir af þeim lögum. Nú eru þessi heildarlög komin, dómstólalög nr. 15/1998.“ Jakob segir löggjöfina mikið þrek- virki. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyi-ir því að setning þessarar löggjafar krafðist mikillar samræm- ingarvinnu sem hefur tekist mjög vel. Ef við tökum t.d. einkamál þá er þetta ein samstæð hugsun frá því krafa verður til og þar til fullnustu hennar er lokið. Algjör samfella er í lagabúlk- unum og ekki hafa komið í ljós neinar misfellur. Lögmenn eru almennt sam- mála um að frá lagatæknilegu sjónar- miði sé þessi löggjöf meistaraverk." „Starfinu lýkur hins vegar aldrei og lögum um meðferð opinbeiTa mála hefur verið bi’eytt frá gildistöku þeirra 1991, m.a. með lögreglulögum frá síð- asta ári. Nú er verkið allt komið með dómstólalögum og frá sjónai-miði lög- manna er mikill kostur að lagarammi um starfsemi dómstóla skuli í fyrsta lagi vera orðinn til og svo að hann skuli nú allur vera á einum stað.“ 4- SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON, FORMADUR DÓMSTÓLARÁÐS Samræming og fyrirsvar DÓMSTÓLARÁÐ var skipað í vor fímm mönn- um og kom það fyrst saman 19. maí sl. Ráðið er skipað þeim Sigurði Tómasi Magnússyni for- manni, Frey Ófeigssyni varaformanni, Valtý Sigurðssyni, Friðgeir Björnssyni og Snjólaugu Olafsdóttur. Ráðið fjallar um starf- semi héraðsdómstól- anna. „Markmið lag- anna er klárlega að auka sjálfstæði dómstól- anna. Það er gert með því að færa verkefni að hluta til frá dómsmála- Sigurður Tómas Magnússon málshraða og skilvirku dómstólakerfi. Þegar lögin voni sett var ekki búið að tryggja fjárveitingu til dóm- stólaráðs þ.a. um næstu áramót fæst úr því skorið hvort fjár- veitingavaldið hefur skilning á þessari íjár- þörf. Verkefni ráðsins eru skilgreind í lögunum. Sigurður Tóinas segir þau helstu vera að gera tillögur um fjár- veitingar til héraðs- dómstólanna og skipta fé á milli þeirra, end- ráðuneyti og að hluta frá héraðs- dómstólunum sjálfum. Með dóm- stólaráði skapast tækifæri til að sinna betur verkefnum sem lítið vægi hafa haft eins og t.d. símennt- unarmálum. Sjálfstæði íslenskra dómstóla hefur í reynd verið mikið og vel virt af handhöfum annarra þátta ríkisvaldsins. Það sem helst hefur skort á er að gera þetta sjálf- stæði sýnilegt en það breytist með lögunum, m.a. með dómstólaráði," segir Sigurður Tómas Magnússon. Tryggja þarf fjái-veitingar Sigurður Tómas segir sjálfstæði dómstólanna að miklu leyti komið undir því að þeim verði tryggt hæfi- legt rekstrarfé til að halda uppi urmenntunarmál og önnur starfs- mannamál, m.a. hversu margir starfsmenn verði við hvern dóinstól og hvar héraðsdómarar skuli starfa. Þá á ráðið að hafa umsjón með upplýsingakerfum, sjá um samantekt tölulegra upplýsinga, eftirlit með skilvirkni og hraða við rekstur dómsmála, útgáfumál, fara ineð sameiginlegt fyrirsvar héraðs- dómstólanna, setja samræmdar reglur um vinnubrögð hjá dómstól- unum og fleira. Hann segir fjár- málin vera aðalverkefni ráðsins á næstunni og síðan starfsmannamál. Nú sé verið að ráða aðstoðarmenn í staðinn fyrir löglærða fulltrúa en þeirra stöður hafa verið lagðar niður með gildistöku laganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.