Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 33
I I 1 i 5 i ! I 3 í i 1 < i í 4 I < d I « 'ií* * H MORGUNBLAÐIÐ * Tt'TT r <TTT^,,THWr„TT„ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 33 AÐSENDAR GREINAR Samstaða gegn sundrungu ALKUNNA er að það hendir allt of marga stjórnmálamenn að þekkja ekki sinn vitjunartíma þegar líð- ur að starfslokum á hinum pólitíska vett- vangi. Löngu eftir að fyrrum fylgismenn hafa snúist gegn þeim í viðamiklum málum halda þeir fast við það sem þeir telja lýðnum fyrir bestu og neyta allra bragða til að koma vitinu fyrir fjöldann. Margir af núverandi forystumönnum Al- þýðubandalagsins, þar á meðal nokkrir þingmenn og fyrr- verandi ráðherrar, eru því miður þessu marki brenndir. Er raun að þegar litið er til þess að á sínum pólitíska ferli hafa þeir allir unnið fjölmargt þakkai’vert í þágu ís- lenskrar alþýðu og eiga því annað og betra skilið en þann viðskilnað sem blasir við. Hlýtur maður að spyrja sig hverju það sætir að vel gefíð fólk með víðtæka pólitíska reynslu skuli ekki átta sig betur á staðreyndum lífsins en raun ber vitni. Það er til dæmis engu líkara en Hjörleifur Guttormsson og hans fáu fylgismenn innan Alþýðubandalags- ins hafí ekki enn áttað sig á þvi að fyrir síðustu byggðakosningar tókst að koma á sameiginlegu framboði félagshyggjuaflanna um nær land allt. Ekki einasta tókst afar vel að samræma sjónarmið og gleyma fornum væringum heldur einnig að skapa nýtt stjórnmála- afl með að jafnaði 35-40% fylgi. Hlýtur það að teljast glæsileg- ur árangur í fyrstu at- rennu. Og gleymum því ekki að í kjördæmi Hjörleifs vann sameig- inlegt framboð mesta kosningasigur á land- inu öllu. í ljósi viðbragða kjósenda við þessu ný- afstaðna sameiginlega framboði er vandséð hvernig forystumenn í einstökum byggðarlög- um og kjördæmum landsins eiga nú, í að- draganda kosninga til Alþingis á næsta ári, að snúa við blaðinu og hrökkva á ný inn í fortíðina og gömlu skotgrafir flokkanna. Eða hvers vegna ætti t.d. Alþýðubanda- lagsfólk í Kópavogi að binda enda á samfylkinguna eftir frábært og gef- andi samstarf á liðnum vikum og mánuðum við einstaklinga úr Al- þýðuflokki og Kvennalista? Félagar okkar í öllum kjördæmum landsins spyrja sig sömu spurningar og svara henni að sjálfsögðu neitandi, hvort sem einstaka þingmönnum líkar betur eða verr. I grein fyiir skömmu í Morgun- blaðinu dró Hjörleifur Guttormsson fram nokkur atriði sem hann taldi til vitnis um djúpstæðan pólitískan ágreining á milli Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Þarna notaði Hjörleifur sömu aðferð og þeir sem bera ábyrgð á stríði og hörmungum Þeir sem stefna að sameiginlegu framboði, segir Valþór Hlöðvers- son, eiga meira sameig- inlegt en það sem hefur skipt þeim í aðskildar stj órnmálahreyfíngar. almennings um heim allan: Að ala á sundrungu og neikvæðni en forðast að nefna það sem í raun sameinar okkur öll og gerir okkur að mann- eskjum. Sannleikurinn er auðvitað sá að þeir stuðningsmenn Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks sem ótrauðir stefna að sameiginlegu framboði fé- lagshyggjuaflanna fyrir næstu Al- þingiskosningar, eiga miklu meira sameiginlegt en það sem hefur skipt þeim í aðskildar stjórnmálahreyf- ingar á liðnum áratugum. • Við viljum sameiginlega standa vörð um velferðarkerfið á Islandi. • Við viljum í snöggu átaki með verkalýðshreyfingunni bæta kjör al- mennings í þessu landi og útrýma fátæktinni. • Við viljum efla og styrkja mennt- un barnanna okkar og möguleika þeirra til að etja kappi í vaxandi samkeppni við umheiminn. • Við viljum í samræmi við þjóðar- vilja koma á réttlátri nýtingu auð- linda hafsins og stöðva þær gegnd- arlausu eignatilfærslur sem nú eiga sér stað. Valþór Hlöðversson • Við viljum strax koma á jöfnu vægi atkvæða í kosningum til Al- þingis. • Við viljum stöðva skattsvik og tryggja þær tekjur til samneyslunn- ar sem upp á vantar. 011 þessi atriði, og fjölmörg önnur er að finna I stefnuskrám bæði Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks. Hins vegar hefur ekki tekist að ná þeim nægjanlega fram vegna þess að liðsmönnum flokkanna hefur ver- ið skipt í fylkingar og þeir sótt fram úr mismunandi áttum að sameigin- legum óvini. Stjórnmálaflokkar eru tæki til að ná fram tilteknum markmiðum. Þeir sem ekki nýta sér nýjustu tækni dragast aftur úr og gildir þá einu hvort við erum að ræða um þá sem fást við handverk eða stjóm- mál. Stjómmál snúast annars vegar um hugsjónir, hins vegar um að finna leiðir til að sjá þær rætast. Við eigum nægar hugsjónir og þær munu síst dofna þótt við ákveðum að nýta það sterkasta vopn sem við eigum til að ná þeim fram. Það vopn er samstaða gegn sundrungu meðal þeirra sem vilja etja kappi við sér- gæskuöflin af fullum þrótti - og hafa sigur. Höfundur er fyrrverandi bæjarfull- trúi i Kópavogi. SMivWMta Stndssi <050 R«ykl»flt. Vönduð - ryðfrí HÚSASKILTI Parqcolor býður uppá nýja vídd í klæðningu á stigum jvjÝTT Á ÍSLANDl ABET GROUP HPL PARKET VALHNOTA HPL PARKET BEIKI HPL PARKET EIK HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA HPL TRÖPPUNEF BEIKI HPL TRÖPPUNEF EIK 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mi BYGGINGAVÖRUR . Þ. ÞORGRÍMSSON & CO I ÁRMÚIA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100 — til framtiðar Ármúla 13 • Sfmi 575-1220 - 575 1200 Fax 568 3818 • bl@bl.is • www.bl.is A EINST0KU TILB0ÐI I N0KKRA DAGA Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; svipsterkur og glæsilegur bíll á góðu verðf. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur í akstri. Tveir líknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - S0NATA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.