Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Enn skal áréttað
ISLENSK þjóð
þekkir gjörla það fá-
dæma örlæti sem stór-
menni í glerhúsi gjaf-
mildinnar stunda nú á
dögum, þótt fæstir
hafí gjöfunum hamp-
að. Þjóðin veit að gjöf-
ulir öðlingarnir hafa
með klækjum og
slægð búið svo um
hnútana, að eigur al-
þýðunnar fari á sem
fæstar hendur. Eins
veit þjóðin að sá tak-
markaði fjöldi manna
sem í gegnum laga-
setningar og önnur til-
tæk ráð nýtur gjaf-
mildinnar getur nú andað léttar en
nokkra sinni fyrr, því nú hefur fá-
menninu verið tryggður einkaað-
gangur að öllum auðlindum lands-
ins. Nú hefur hálendi Islands með
gjafabréfí hlotið þau örlög sem
fískimiðin hlutu hér í eina tíð.
Ekki hefur þessi tilfærsla frá
mörgum til fárra einvörðungu verið
samþykkt af gjaffúsum alþingis-
mönnum, því samkvæmt fískisög-
um hafa einhverjir embættismenn
eða handhafar forsetavalds góðfús-
lega sett stafí sína undir þann lág-
kúrulega gjörning sem hálendis-
frumvarpið er. Það vildi nefnilega
svo óheppilega til að forseti vor,
herra Olafur Ragnar Grímsson, var
í útlöndum á því örlagaríka augna-
bliki er forsetavaldið fékk þessi
umdeildu lög til undirritunar. Og
þarmeð varð forsetinn af tækifæri
til að skjóta málinu til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Maðurinn sem
sagðist (ef mér skjöplast ekki) ætla
að verða forseti þjóðar írekar en
forseti þings hefur nú fyrir tilstilli
svonefndra ófyrirsjáanlegra að-
stæðna neyðst til að ganga á bak
sinna fógru fyrirheita.
í stað þess að veita þjóðinni aðiid
að ákvarðanatökunni hefur forseta-
valdið látið örfáum og misvitrum
einstaklingum eftir að fastráða
skiptingu þeirrar auðlindaköku
sem til skamms tíma var talin sam-
eign vorrar ágætu þjóðar.
Þegar fyrirspurnir um afskriftir
og töpuð útlán Landsbankans tóku
að hljóma á Alþingi, þá talaði Davíð
Oddsson um gjaldþrot Þjóðviljans.
Þetta sögðu sumir gert af gáleysi,
aðrir sögðu manninn vera að ræða
Kristján
Hreinsson
það sem í leikreglum
svikamyllunnar er kall-
að bankaleynd, og enn
aðrir kölluðu þetta
kænsku.
Ekki átti undirritað-
ur von á því að hann
ætti nokkru sinni eftir
að væna Davíð Odds-
son, textahöfund og
forsætisráðherra, um
kænsku. En lengi má
manninn reyna. Og það
sem fékk þann sem hér
skrifar til að efast um
dómgreindarskort Da-
víðs var þetta áður-
nefnda atvik, þegar Da-
víð hugðist þvo hendur
vina sinna með því að sýna þjóðinni
að spennitreyjur spillingarinnar sé
víða að fínna.
Hvort sem það var nú af kænsku
eða heimsku, þá opnaði Davíð nær
ótakmarkaðan fjölda víðra gátta
um leið og hann reyndi að loka
svosem einni slíkri.
Það var svo í framhaldi af téðum
fyrirspurnum að þjóðinni var opin-
beraður sá hroði sem garðyrkju-
menn stjórnsýslunnar höfðu sópað
útí horn í gróðrarstíu peningaveld-
isins.
Þegar Sverrir Hermannsson
hafði fengið þau fyrirmæli frá yfir-
boðara sínum og þáverandi flokks-
bróður, að bankastjórastöðum yrði
að fórna fyrir gæðinga og góða fola,
þá sá Sverrir það best í stöðunni að
opna svaðið almenningi.
Þessi ákvörðun Sverris var tíma-
mótagjörningur, því fram til þessa
hafði samtrygging eðalmenna ís-
lenskrar stjórnsýslu verið allsráð-
andi.
Ekki verður annað sagt en atlaga
Sverris að fílabeinsturni hvít-
flibbanna hafí verið breyting til
batnaðar. En það sem breyttist
ekki var sofandaháttur þjóðarinnar,
þessi doði sem mun gera íslenska
alþýðu að samviskulausum svefn-
genglum ef fer sem horfir.
Þegar fullveðja karlmaður kastar
grjóti í glerhúsi, þá finnst fólki sem
glerið hafí einfaldlega verið of brot-
hætt. Og þegar maðurinn byrjar að
benda á ýmsa sökudólga og segir
þá hafa stundað lóðabrask, fjár-
plógsstarfsemi, ærumeiðingar og
svívirðilegt ráðabrugg, þá hafa þau
orð minni áhrif en ónýt vekjara-
100 mg hylki innihalda 30% Gingsenosið
1 hylki á dag
Unnið úr
kóresku
panex
ginseng-
rótinni.
Viðurkennt
sem besta
fáanlega
ginsengið
œS'ái
GX 2500♦
Korean Ginscng Extraet
30% Glnsenosides
Svpcr Poient
Ginsenosið er hið virka efni ginseng-
rótarinnar. Power Ginseng inniheldur
30% ginsenosið sem gerir það að
virkasta ginsenginu á markaðinum.
„Ef ginseng-afurðir eru ósviknar innihalda þær ginsen-
osið. Því meira þeim mun betra. Mönnum er því ráðlagt
að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu ginsenosíð-
innihaldi". (Úr bókinni Lækningamáttur líkamans, með
leyfi útgefanda).
Innfl. Cetus, sími 551 7733
klukka. Og þegar sami maður út-
hrópar nafngreinda einstaklinga og
segir þá hafa haft í frammi upp-
lognar sakir, yfirhylmingar og til-
raunir til mannorðsþjófnaðar, þá
duga slíkar upphrópanir vart til að
láta þjóðina rumska.
Eg neita að taka þátt í deyfðinni
sem þjóðin hefur áunnið sér með
tiltrú á stjórnmálamenn. Mér þykh'
það vænt um þessa þjóð, að ég vil
ekki láta það viðgangast að hún fái
frið til að kúra í skrúðgarði spilling-
arinnar og tilbiðja uppstrílaða leið-
toga, einsog börn sem tigna teikni-
myndafígúrur.
Þrátt fyrir að ekki sé það ætlun
mín að boða til byltingar, þá bið ég
alþjóð að ígrunda hvort ekki sé
kominn tími til að láta í sér heyra.
Ef menn eru sáttir við það, að
fulltrúar stjómsýslunnar ösli á aur-
ugum stígvélum yfir hvað sem fyrir
er, þá er spurning hvort þessi þjóð
er á réttri leið. En hafí þjóðin feng-
ið nóg af yfirgangi ráðamanna, þá
má ætla að tími hreingerningar fari
brátt í hönd. Og ef íslensk þjóð
deyfðinni sem þjóðin
hefur áunnið sér með
tiltrú á stjórnmála-
menn, segir Kristján
Hreinsson og biður al-
þjóð að ígrunda hvort
ekki sé kominn tími til
að láta í sér heyra.
Ég neita að taka þátt í taka skreytnina frammí rauðan
dauðann.
Ef framtíðarsýnin er Mtuð spill-
ingu, þá sé ég fyrir mér alfriðað
embættismannakerfi sem hossar
sér á undirstöðum þjóðarinnar. Ég
sé hvar vellauðug klíka ríður þjóð-
inni að fullu og skilur hana eftir
gjörsneydda allri virðingu. Ég sé
hvar meðhjálparar hinna siðlausu
dansa um gullkálfinn í samkomu-
húsi spillingarinnar. Og ég sé að
mitt á meðal þeirra situr Finnur
Ingólfsson einsog kórdrengur við
háaltari siðblindunnar. Með brotinn
samskotabauk í annarri hendi en
hamar í hinni grætur þessi öðlingur
og reynir með tárum í engilbjörtu
augnaráði og grátstöfum í gegn-
þurrum kverkum að sýna og sanna
að samviska hans sé skjannahvít.
Með fómum og tilbeiðslu Mammoni
til dýrðar gefur hann efanum byr
undir báða vængi. Og ef geisla-
baugurinn væri ekta, þá gæti hinn
íslenski meðaljón e.t.v. haldið að
þarna væri heiðarlegur maður að
finna köllun sinni útrás.
íslendingar, breytum martröð
siðblindu í draum um betri tíð með
blóm í haga, því þá verður ljúft að
vakna af værum blundi.
Höfundur er skáld.
vaknar til vitundar um mátt sinn og
megin, þá er víst best fyrir garð-
ræktendur auðmagnsins að dratt-
halast uppúr moldarbeðunum.
Sjálfur vil ég ekki hugsa þá hugs-
un til enda, að hér verði áfram
stunduð siðblinda undir styrkri
stjórn gírugra glópa. Því ef spill-
ingaröflin fá að traðka á þjóðinni,
þá verður hinni íslensku framtíðar-
sýn haldið uppi af hrokafullum og
slóttugum embættismönnum, sem
allir munu hamast við að sverja af
sér sakir. Og með velhærðan hala
og lengra nef en Gosi gat hugsan-
lega fengið mun hver og einn þess-
ara prúðbúnu spjátrunga endur-
Görótt gildistaka
MÖRGUM er eflaust
í fersku minni, að frum-
varp til nýrra sveitar-
stjórnarlaga, er félags-
málaráðherra hafði lagt
fyrir Alþingi, var sam-
þykkt þar sem lög und-
ir lok maímánaðar sl.,
eftir að miklar deilur
höfðu orðið um frum-
varpið jafnt á Alþingi
sem utan þings. Éink-
um voru það tiltekin
ákvæði í frumvarpinu
um fyrirhugaða stjórn-
sýslu á hálendi Islands,
sem harðast var barist
um, þ.e. ákvæði um að
öllu hálendinu - þ. á m.
söndum, hraunum og
skyldi skipt í ræmur
(„tertusneiðar") milli
mörgu sveitarfélaga,
Páll
Sigurösson
jöklum -
og skika
þeirra fjöl-
er að því
liggja, þannig að almenn stjórn-
sýsla hálendissvæðanna, um fjöru-
tíu hundraðshluta fósturjarðar okk-
ar, verði á höndum þessara sveitar-
félaga, með þeim hætti að hvert
þeirra ráði sinni „tertusneið". Fjöl-
miðlar gerðu málinu ítarleg skil og
skoðanakannanir sýndu, að mjög
mikill meirihluti þjóðarinnar var
andvígur þessari hugmynd um ný-
skipan stjórnsýslunnar yfir „hinni
vængjuðu auðn.“ Frumvarpið var
þó samþykkt í þinginu með eftir-
minnilegum hætti, enda lagði ríkis-
stjórnin bersýnilega mjög mikla
áherslu á að svo yrði gert, þrátt
fyrir mikla og almenna andstöðu
ýmissa þingmanna sem og í
gjörvöllu þjóðfélaginu.
Við formlega lögtöku, eftir sam-
þykkt frumvarpsins á Alþingi, urðu
hins vegar augljós og afdrifarík
mistök, sem telja verður að valdi
því, að gildistaka laganna frestist
um allnokkra mánuði - en þau mis-
tök hefði auðveldlega mátt forðast
ef meiri stillingar hefði verið gætt.
Samkvæmt 19. gr. stjórnarskrár
okkar öðlast lög, er Alþingi hefur
samþykkt, þá fyrst gildi, eftir að
forseti Islands staðfestir þau með
undirritun sinni, en hlutaðeigandi
ráðherra ritar einnig undir lögin
með honum. I 27. gr. stjórnar-
skrárinnar er síðan kveðið á um, að
birta skuli lög, og er það að sjálf-
sögðu jafnframt gildisskilyrði. Um
birtingu laga og stjórnvaldaerinda
gilda lög nr. 64/1943. Samkvæmt 7.
gr., sjá og 1. gr., þeirra laga er
meginreglan sú, að fyrirmælum, er
felast í lögum um hvaða efni sem
er, megi ekki beita fyrr en þau hafa
verið birt með formlegum hætti,
þ.e. í A-deild Stjórnartíðinda.
Verða lögin fyrst
bindandi fyrir alla „frá
og með 1. degi þess
mánaðar, er liðnir eru
3 almanaksmánuðir
hið skemmsta frá út-
gáfudegi þess blaðs
Stjómartíðinda, er
fyrirmælin voru birt“,
nema lögin geymi aðr-
ar ákvarðanir um gild-
istöku sína - sem
reyndar er algengt að
mælt sé fyrir um í
hlutaðeigandi laga-
bálkum.
I 1. mgr. 105. gr.
hinna nýju og um-
deildu sveitarstjórnar-
laga er að vísu tekið fram, skýrum
stöfum, að þau öðlist gildi 1. júní
1998. Sú dagsetning fær hins vegar
bersýnilega ekki staðist, því að for-
seti Islands og félagsmálaráðherra
undirrituðu lögin fyrst 3. júní 1998,
Líklegt er að sveitar-
stjórnarlögin taki ekki
gildi sökum mistaka,
segir Páll Sigurðsson,
fyrr en 1. október
næstkomandi.
þannig að sá gildistökudagur, er
lögin sjálf mæltu fyrir um, var þá
orðinn markleysa. Við þessa undir-
ritun, eina saman, gátu lögin held-
ur ekki þegar öðlast gildi, enda
voru þau ekki birt í Stjórnartíðind-
um fyrr en 5. júní sl. Sumir myndu
e.t.v. mæla svo, að rétt sé að líta
hér einkum til löggjafarviljans - en
eindreginn vilji meirihluta þing-
manna til að frumvarpið yrði sem
fyrst að lögum er að sjálfsögðu haf-
inn yfir efa - þannig að umrædd
lög hafí, þrátt fyrir fyrrnefnd mis-
tök, öðlast gildi við birtingu sína 5.
júní. A hinn bóginn er það ljós og
viðurkennd lögfræðileg staðreynd,
að gildistaka laga er háð mjög
ströngum og lögbundnum form-
reglum og víst er, enda fordæmi
fyrir því, að dómstólar leggja
strangt mat á það, hvort gildis-
tökuskilyrðum hafí verið fullnægt
af nægilegri nákvæmni.
Sökum þess að gildistökutími sá,
er sveitarstjórnarlögin nýju mæltu
fyrir um, varð marklaus, eru öll lík-
indi til þess - og virðist reyndar
óhjákvæmilegt - að ákvæði þeirra
laga um hann verði metið sem
óskráð, ef á reynir fyrir dómstól-
um. Mistök þessi, er varða form-
lega hlið lögtökunnar, hljóta þá
jafnframt að leiða til þess, að beitt
verði þeim ákvæðum 7. gr. laga nr.
64/1943, sem fyrr voru rakin,
þannig að þrír almanaksmánuðir
„hið skemmsta" verði að líða fram
til gildistökunnar frá birtingu lag-
anna. Sú regla leiðir bersýnilega til
þess, að lögin geti ekki öðlast gildi,
og þeim verði þá heldur ekki beitt
gagnvart almenningi, fyrr en 1.
október 1998 (heilu almanaksmán-
uðirnir eru júlí, ágúst og septem-
ber). Nýlegur dómur Hæstaréttar í
máli nr. 136/1997, sem var kveðinn
upp 25. september 1997, gefur
mjög sterka ábendingu - í reynd
óyggjandi leiðbeiningu - um þessa
niðurstöðu. I þeim dómi var fjallað
um það, hvort unnt væri að beita
ákvæðum refsilaga, er birt höfðu
verið eftir að þau áttu að taka gildi
samkvæmt beinu ákvæði í hlutað-
eigandi lögum. Um þetta segir í
dóminum: „Með því að fyrirmælum
laganna um gildistöku verður ekki
fylgt verður lögunum beitt í máli
þessu svo sem þau kveði ekki sjálf
á um gildistöku þeirra. Fer þá um
gildistöku laganna eftir ákvæði 7.
gr. laga nr. 64/1943 um birtingu
laga og stjórnvaldaerinda, er hefur
að geyma almennan gildistökufrest
eftir birtingu laga.“ Verður að
telja, að hér hafí Hæstiréttur stað-
fest skýra stefnu á þessu sviði, og
gildir þá einu, þótt um refsimál
hafí verið að ræða í umrætt sinn -
meginreglan hlýtur að vera algild
og getur alls ekki verið bundin við
refsimál ein.
Niðurstaðan er þá þessi: Telja
verður, að sveitarstjórnarlögin
nýju, sem harðast var barist um í
þingsölum í vor, hafí enn ekki öðl-
ast gildi, og verður að una við þá
stöðu mála fram til 1. október nk.
Allar ákvarðanir stjórnvalda, sem
þegar hafa verið teknar eða sem
kynnu að verða teknar fram til
þess tíma með vísun til einstakra
ákvæða þessara laga, verða þar af
leiðandi ómerkar. Embættismenn
og aðrir opinberir trúnaðarmenn,
sem verður það á að beita lögunum
meðan þau hafa enn ekki öðlast
gildi, geta skapað stofnunum sín-
um ábyrgð, og hið sama getur, eftir
atvikum, átt við um þá sjálfa per-
sónulega. Þeir borgarar, sem telja
sig órétti beitta af þessum sökum,
skyldu ekki hika við að leita réttar
síns fyrir dómstólum.
Höfundur er prófessor i lögfræði
við Háskóla Islands.