Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
»36 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
SKOÐUN
SVAR VIÐ BREFI
STEINGRÍMS J.
SIGFUSSONAR
HEILL og sæll, fé-
lagi Steingrímur!
Eg vil byrja á því að
_ , þakka þér fyrir bréfið
til mín sem blasti við
lesendum Morgun-
blaðsins sl. miðviku-
dag. Eg vil í leiðinni
þakka þér fyrir all-
mörg bréf sem ég hef
fengið frá þér í hefð-
bundnum pósti í gegn-
um tíðina en reyndar
ekki hugkvæmst að
koma efni þeirra á
framfæri opinberlega.
Biðst ég velvirðingar á
því.
Fyrst af öllu vil ég
segja að það kemur ekki á óvart
þótt þú hafir ekki séð mig á um-
Vræddum miðstjómarfundi Alþýðu-
bandalagsins þar sem ég hafði ekki
tök á að sækja hann - lét reyndar
skím bamabams hafa forgang.
En þá að efni bréfsins. Það er
rétt að undirstrika strax að ég
skrifa undir umrætt bréf um sam-
fylkingu félagshyggjuflokkanna,
ásamt fleiri flokksfélögum, sem fé-
lagi í Alþýðubandalaginu, enda bú-
inn að vera þar félagi allt frá stofn-
un þeirra stjórnmálasamtaka. Eg
leyfi mér sumsé að hafa mínar póli-
-*tísku skoðanir og koma þeim á
framfæri ef mér sýnist svo, Jsótt ég
sé þessa dagana forseti ASI. Sama
frelsi hafa að sjálfsögðu allir félag-
ar mínir í hreyfingunni.
I bréfi okkar er vikið að helm-
ingaskiptastjórnum Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks og reynslu
samtaka launafólks af þeim. Sú
málsgrein bréfsins sem þú vitnar
til svarar í raun spumingu þinni en
ég get ítrekað nokkur nýleg dæmi.
Núverandi ríkisstjóm hefur knú-
ið fram nokkur stór mál í algerri
andstöðu við hreyfinguna: Ný
vinnulöggjöf var lögfest. Hún var
að vísu verulega skárri en frum-
varp ríkisstjómarinnar gerði ráð
Vfyrir í upphafi og hví skyldi það
hafa verið? Jú, félagi Steingrímur,
vegna mótmæla og baráttu nánast
allra samtaka launafólks í landinu
og stjórnarandstöðunnar á þingi.
Ný löggjöf um húsnæðismál var
sett, þar sem félagslega kerfið er
lagt af í núverandi mynd og alger
óvissa ríkir um það hvað tekur við
fyrir lágtekjufólk sem ekki á í önn-
ur hús að venda. Þetta gerðist
þrátt fyrir hörð mótmæli ASÍ,
BSRB og fjölda annarra samtaka
sem málið varðar, auk stjórnarand-
stöðunnar. Sett vom ný lög um at-
vinnuleysistryggingar sem em að
ýmsu leyti gölluð.
I byrjun síðasta árs kom fram
’frumvarp sem miðaði að því að
rústa almenna lífeyrissjóðakerfíð.
Sem betur fer tókst að afstýra því
slysi, fyrst og fremst vegna órofa
samstöðu innan verkalýðshreyfing-
arinnar, samstöðu með samtökum
atvinnurekenda og stjómarand-
stöðunni.
Fleira mætti nefna en ég læt
þetta nægja.
Aðeins um texta og stíl: Eg skal
viðurkenna að í málsgreininni um
frammistöðu helmingaskipta-
stjómanna em ekki spörað há-
x'stemmd lýsingarorð, sem ég tel nú
að öðm jöfnu að geri meira ógagn
en gagn. Um það getum við verið
sammála, en ég vil vekja athygli
þína á því að í þeim stóm málum,
sem ég hef nefnt og gmndvallará-
greiningur hefur ríkt um milli
verkalýðshreyfingarinnar og ríkis-
-Ketjómarinnar, hefur hreyfingin öll,
ekki aðeins ASÍ, gert
flest það sem í hennar
valdi stendur til að
koma í veg fyrir að
fyrirætlanir stjóm-
valda næðu fram að
ganga.
Arangurinn hefur
verið misjafn enda
þekkjum við báðir, og
þú væntanlega mun
betur en ég af þínum
vinnustað, að núver-
andi stjórnarflokkar
hafa mjög rúman
meirihluta á þingi eða
39 þingmenn af 63 ef
ég man rétt. I mínum
huga em áhöld um
hversu hollt það er ríkisstjóm að
vera með svo ríkan meirihluta en
það er önnur saga.
*
Eg leyfí mér að hafa
mínar pólitísku
skoðanir og koma
þeim á framfæri ef
mér sýnist svo, segir
Grétar Þorsteinsson,
þótt ég sé þessa
>
dagana forseti ASI.
Hvað varðar síðustu kjarasamn-
inga er rétt að rifja upp að sum
landssambönd ASI vom með hug-
myndir um samning til þriggja ára
ef innihald hans yrði að öðra leyti
viðunandi en önnur sambönd vora
með hugmyndir um styttri tíma.
Þetta þekkir þú auðvitað. Niður-
staðan í kjarasamningum, sem eru
fyrst og síðast gerðir við atvinnu-
rekendur, varð samningur til
þriggja ára eins og þú bendir á.
Kjarasamningamir vom að mestu
á hendi einstakra landssambanda
ASI auk nokkurra félaga sem kusu
að halda á sínum málum sjálf. Ekk-
ert bendir til annars en þessir
samningar aðila vinnumarkaðarins
séu að skila launafólki umtalsverðri
aukningu kaupmáttar og að for-
sendur þeirra haldi. Að slíku hlýtur
hreyfingin að keppa og tryggja
þannig öryggi sinna félagsmanna.
Hin beinu samskipti ASÍ við rík-
isstjórnina snerast íyrst og fremst
um skattkerfið og reyndar á enda-
sprettinum um lífeyrissjóðafmm-
varpið. Kröfur verkalýðshreyfing-
arinnar á hendur stjórnvöldum í
skattamálum voru annars vegar
krafa um lækkun skattbyrði fólks
með lágar tekjur og meðal tekjur.
Ríkisstjórnin kaus hins vegar að
fara aðra leið og láta skattalækk-
anirnar ná líka til hátekjuhópanna.
I okkar kröfum gerðum við ráð fyr-
ir nýju og lægra tekjuskattsþrepi
sem er að okkar viti nauðsyn ef við
ætlum að ná meiri jöfnuði í tekju-
skiptingu þjóðfélagsins. Á þetta
var ekki hlustað.
Það verður hins vegar að segjast
eins og er að reynsla verkalýðs-
hreyfingarinnar af samskiptum við
stjórnvöld í tengslum við kjara-
samninga, bæði fyrr og síðar, hefur
venð ærið misjöfn.
I bréfi þínu víkur þú að umfjöll-
un um mennta- og heilbrigðismál í
títtnefndu bréfi. Eg get í aðalatrið-
um verið þér sammála um að það
er bita munur en ekki fjár þegar
núverandi og íyrrverandi ríkis-
stjórn em bomar saman hvað
frammistöðu í þeim málaflokkum
varðar. En við skulum ekki gleyma
því að núverandi ríkisstjóm hefur
t.d. ekki séð ástæða til að hverfa
frá einstaklingsbundinni gjaldtöku
í þessum málaflokkum, sem flestir
í þessu samfélagi hafa hingað til
talið sjálfsagt og rétt að séu
greiddir af sameiginlegu aflafé.
Ríkisstjómin er ekki að nota batn-
andi árferði í efnahagsmálum og
auknar tekjur ríkissjóðs til að bæta
ástandið í þeim efnum.
Þér er sýnilega mjög umhugað
um viðhorfin til núverandi ríkis-
stjórnar, eðlilega, en það verð ég
að segja þér í allri einlægni, að á
stundum þegar okkar flokkur hef-
ur átt aðild að ríkisstjómum hef ég
undrast matarlystina.
Þú spyrð hvort vænta megi
beinna flokkslegra tengsla ASI við
stjórnmálasamtök félagshyggju-
fólks. Því er fljótsvarað: Nei.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að
starfa sjálfstætt en ekki með
flokksleg tengsl við stjómmála-
flokka. Persónulega vil ég hins
vegar gjaman sjá sameinuð stjóm-
málasamtök félagshyggjufólks
enda hefur það verið stefna okkar
flokks og forvera hans allt frá upp-
hafi. Ég á von á, að slík stjómmála-
samtök gætu átt samleið með
verkalýðshreyfingunni um flest
meiriháttar mál og hefðu mun
meiri áhrif og burði til að koma
málum fram en núverandi aðstæð-
ur á vinstri væng stjómmálanna
bjóða upp á. Þú spyrð að hverjum
sé sneitt í umræddu bréfi vegna
þess að þar er fyrst og fremst talað
um ríkan vilja margra aðila innan
ASI til sameiningar en minna rætt
um önnur samtök launafólks. Því
er til að svara að þeir mörgu for-
ystumenn ASÍ, sem jafnframt em
félagar í Alþýðubandalaginu og
undirrita bréfið, þekkja best til í
eigin samtökum. Vilji einhver
skilja það sem sneið er sá hinn
sami að deila út því brauði en ekki
bréfritarar. Þér er auðvitað full-
ljóst að ég er þeirrar skoðunar að
A-flokkarnir, Kvennalistinn og
önnur stjómmálasamtök á vinstri
vængnum, þar með taldir óháðir,
eigi að bjóða fram sameiginlega við
næstu kosningar. Það er ekki verið
að tala um að leggja niður flokka
því slík ákvörðun verður aðeins
tekin í framtíðinni á gmndvelli
reynslunnar af sameiginlegu fram-
boði ef af verður.
Ymsum verður tíðrætt um mik-
inn málefnalegan ágreining milli
þessara flokka og ekki ætla ég að
gera lítið úr því að um ágreining sé
að ræða. En ég spyr, félagi Stein-
grímur, án þess að ég ætli að hefja
opinber bréfaskipti við þig: Er hér
um að ræða meiri eða djúpstæðari
málefnaágreining en er til staðar
innan flokksins okkar, svo ég tali
nú ekki um ástandið eins og það
var þar á bæ fyrir áratug eða svo?
Það hefði svo sem verið ástæða
til að víkja að fleira í þessu bréf-
korni, t.d. reynslunni af miklum
fjölbreytileika valkosta á vinstri
kanti stjórnmálanna á liðnum ámm
og hvaða árangri það hefur skilað.
En þar sem ég hygg ekki á frekari
landvinninga í opinberam bréfa-
skiptum við þig ætla ég að lokum
að rifja upp að það hendir af og til
að við hittumst, höfum bragðið
símanum fyrir okkur ef þörf hefur
krafið og síðast en ekki síst vil ég
benda þér á að undantekningarlítið
er rótsterkt og gott kaffi á könn-
unni á Brekkustígnum.
Höfundur er forseti ASÍ.
Grétar
Þorsteinsson
MINNINGAR
JÓRUNN S.
GRÖNDAL
+ Jórunn Ásta
Steingrímsdótt-
ir fæddist á Eyrar-
bakka 20. febrúar
1920. Hún lést 23.
júní síðastliðinn á
öldrunardeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur á Landakoti.
Foreldrar hennar
voru lijónin Stein-
grímur Gunnarsson
og Þuríður Guð-
jónsdóttir, sem bæði
eru látin. Jórunn
var næstelst sjö
systkina. Hin eru:
Guðjón, f. 2. des. 1917, d. 12.
apríl 1996, Gunnhildur Ásta, f.
23. júlí 1925, Guðni, f. 13. júlí
1927, d. 5. júlí 1928, Ásdís, f. 29.
jan. 1931, Áslaug, f. 21. apríl
1932, og Margrét Unnur, f. 29.
apríl 1933.
Hinn 5. júní 1943 giftist Jór-
unn Þorvaldi B. Gröndal, f. 25.
sept. 1915, d. 3. ágúst 1982.
Foreldrar hans voru hjónin
Benedikt Þ. Gröndal og Sigur-
laug Guðmundsdóttir, sem bæði
Nú er hún amma mín dáin. Hún
fékk loksins að fara frá þjáningun-
um, sem hún varð að þola í rúmt ár,
og er nú á stað, þar sem henni líður
vel.
Ég á margar góðar minningar um
ömmu. Þegar ég var sex ára var ég í
pössun hjá henni á morgnana áður
en ég fór í skólann. Ég man hvað ég
var spennt að fá að vera hjá ömmu.
Hún keypti handa mér saumadót og
kenndi mér svo að sauma út, prjóna
og hekla um veturinn. Mér leiddist
aldrei hjá ömmu. Yfirleitt skreið ég
upp í rúm til hennar, þegar ég kom
á morgnana, og kúrði þar, þangað
til amma fór á fætur. Við dunduðum
okkur við ýmislegt saman, oft spil-
uðum við „Svarta Pétur“ og amma
kenndi mér að leggja kapal og spila-
galdur. Oft elti ég ömmu um alla
íbúð og fylgdist með, hvað hún var
að gera og talaði endalaust.
Þegar ég var orðin eldri fannst
mér alltaf gott að koma til ömmu og
sitja við eldhúsborðið hjá henni og
spjalla við hana. Þá sagði hún mér
oft frá því hvemig allt var í gamla
daga. Hún sagði mér líka oft frá því,
þegar hún var í sveit og þegar hún
fór í Kvennaskólann. Einstaka sinn-
um gisti ég hjá ömmu, og þá var
hún vön að vekja mig tvisvar eða
þrisvar á laugardagsmorgni og
spyrja mig, hvenær ég ætti að
mæta í skólann. Þegar ég gafst upp
á að segja ömmu, að það væri laug-
ardagur og það væri enginn skóli,
skreið ég upp í rúm til hennar og
kúrði eins og ég gerði þegar ég var
lítil.
Amma var orðin dálítið gleymin
og spurði mann oft um sömu hlut-
ina. Þegar hún vissi að hún var búin
að spyrja oftar en einu sinni um
sama hlutinn sagði hún alltaf: „Ég
veit ég hef spurt þig að þessu, en nú
spyr ég í síðasta sinn.“ Svo brosti
hún og spurði: „Ertu orðin voða
þreytt á ömmu?“ En ég varð aldrei
leið á að svara ömmu og ég ætla að
halda áfram að svara henni, þegar
ég hitti hana næst.
Unnur.
Elsku amma Jórunn. Nú er kallið
komið og þú færð hvíldina eilífu.
Eftir sitjum við með söknuð í
hjarta en einnig margar góðar
minningar um þær stundir sem við
áttum saman. Það var alltaf gaman
að koma í heimsókn til ömmu og
þótti manni óneitanlega allt svo
spennandi og öðruvísi sem þú gerð-
ir og áttir. Til dæmis voru leikföng-
in sem þú áttir handa okkur barna-
börnunum nokkuð sem var rosalega
sérstakt í okkar augum og miklu
flottara en aðrir áttu. I hvert skipti
sem komið var í heimsókn til þín
vomm við systkinin leyst út með
gotteríi í poka. Þú varst mikil
saumakona og saumaðir oft jólafót-
eru látin. Börn Jór-
unnar og Þorvaldar
eru: Sigurlaug, f.
27. feb. 1945, gift
Herði Arasyni;
Steingrímur, f. 9.
okt. 1946, kvæntur
Sigríði Ásgeirsdótt-
ur; Benedikt, f. 12.
apríl 1953, kvæntur
Drífu Björgvins-
dóttur; Ólafur, f. 19.
sept. 1958, kvæntur
Margréti Guð-
björnsdóttur.
Bamabörnin eru
átta og barnabarna-
börnin eru orðin þijú.
Jómnn lauk námi úr 3. bekk
Kvennaskólans í Reykjavík og
starfaði eftir það í Ingólfsapó-
teki þar til hún gekk í hjóna-
band. Eftir það voru húsmóður-
störf vettvangur hennar, en auk
þess stundaði hún saumaskap í
verksmiðjunni Dúki um nokk-
urra ára skeið.
Utför Jórunnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
in á okkur krakkana og eru þær
ófáar flíkurnar sem við eigum eftir
þig-
Þú íylgdist alltaf vel með okkur
krökkunum og vildir að okkur vegn-
aði vel í lífinu, hafðir áhuga á skóla-
göngu okkar og spurðir reglulega
hvernig gengi og hver plönin væru.
Eftir að þú fórst á spítalann komum
við oft við hjá þér og þótti þér þá
skemmtilegast þegar Sara kom
með, þá lifnaði yfir þér og öllum í
kring. Söm þótti gaman að hitta þig
og kyssti þig og kjassaði og þú á
móti reyndir að smella kossi á hana.
Henni þótti gaman að sýna þér dót-
ið sitt og vildi alltaf koma með eitt-
hvað nýtt til að sýna þér.
Elsku amma, nú ert þú komin til
afa Valda og þið fáið að vera saman
á ný. í hugum okkar lifir minningin
um þig og varðveitum við hana
hvert fyrir sig og biðjum þess að þú
sért nú komin á góðan stað og líði
vel.
Hvfl þú í friði, elsku amma Jór-
unn,
Þín
Brynja, Þorvaldur og Sara.
Minning
Hjálpa þú mér helg og væn
himnamóðirm bjarta
legðu mína bljúgu bæn
baminu þínu að hjarta
Þá munu ávalt grösin græn
í garðinum skarta
í garðinum mínum skarta
H.K.L.
I dag er til moldar borin mág-
kona mín frú Jórunn S. Gröndal.
Ævi Jómnnar var á flestan hátt
ekki frábmgðin lífi íslenskra
kvenna á þeim tíma er hún var í
blóma lífsins. Hún var af ágætlega
greindu og vönduðu alþýðufóki
komin og mótaðist hún sterklega af
því uppeldi er hún naut í foreldra-
húsum. Á þeim árum er Jórunn var
að alast upp voru kjör alþýðufólks
fremur bág, og heimili þeirra Stein-
gríms og Þuríðar engin undantekn-
ing, þó að þar ríkti aldrei sár fá-
tækt, sem á ýmsum heimilum á ár-
um heimskreppunnar miklu. Þrátt
fyrir lítil efni kappkostuðu þau hjón
að koma börnum sínum til nokkurra
mennta, sem ekki var lítið afrek á
þeim tíma.
Eftir bamaskólanám innritaðist
Jórunn í Kvennaskólann og lauk
prófi þaðan úr þriðja bekk. Auk
þess var hún við nám í hússtjóm á
Laugarvatni. Að loknu námi réðst
hún til starfa hjá Ingólfs Apóteki.
Var Mogensen, danskur maður, þá
lyfsali þar. Bar Jórann honum mjög
gott orð og minntist hans hlýjum
hug. Þar starfaði hún við afgreiðslu
þar til hún giftist Þorvaldi B. Grön-
dal, en á þeim tíma var ekki títt að
húsmæður störfuðu utan heimilis-
ins. Er þau hófu búskap starfaði