Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 37

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Porvaldur hjá E. Ragnari Jónssyni, kenndum við smjörlíkisgerðina Smára, sem bílstjóri og síðar um tíma hjá Afgreiðslu smjörlíkisgerð- anna. A fyrstu árum hjúskaparins bjuggu þau við lítil efni, en með ráð- deild og fyrirhyggju óx þeim fiskur um hrygg og urðu þokkalega vel efn- um búin eftir því sem alþýðufólk get- ur orðið á vinnu sinni einni saman. Skömmu eftir að þau hófu búskap hóf Þorvaldur nám í rafvirkjun hjá Segli hf. og lauk því á tilskildum tíma við góðan orstír. Er það Jór- unni mildð að þakka að þeim tókst að koma heimilinu gegnum þá erfið- leika sem því fylgja að hefja fjögurra ára nám, því að ekki var námslaun- um fyrir að fara á þeim tíma og kaup iðnnema í lágmarki. Kom vel fram á þessum árum hvílík húsmóðir Jór- unn var og kunni að gera mikið úr litlu, því að á þeim árum stækkaði fjölskyldan sem eðlilegt var. Að námi loknu starfaði Porvaldur hjá Segli um tíma jafnframt því sem hann sá um allar raflagnir hjá Afgreiðslu smjörlíldsgerðanna. Meðan Porvald- ur starfaði hjá Ragnari í Smára eign- aðist hann, eflaust með aðstoð Ragn- ars, hektara í landi hans við Alfta- vatn í Grímsnesi. Þar byggðu þau sér sumarhús er nefnt var Skógarsel í samvinnu við hjónin Póru, sem nú er látin fyrir nokkrum misserum, og Karl Maack húsgagnasmið, en Jór- unn og Þóra voru miklar vinkonur frá bamæsku og fylgdu þeir Þor- valdur og Karl með í kaupunum er þær völdu sér maka. Voru þær báðai- ósviknar af þeim gjömingi. Ríkti alla tíð mikil vinátta milli fjölskyldna þeirra og átti Póra eftir að sýna vin- konu sinni sanna vináttu er heilsu Jórunnar fór að hnigna. Sumarhúsið byggðu félagarnir í frístundum sín- um og var það í alla staði hið mynd- arlegasta hús. í Skógarseli dvöldu þær vinkonumar saman í mörg sum- ur með bömum sínum er þau vom ung. Okkur hjónunum og öðmm í fjölskyldu okkar þótti alltaf gott að koma í Skógarsel, því að þar ríkti gleði og mikil gestrisni. Upp úr 1950 réðust þau hjónin í að koma sér upp eigin húsnæði og byggðu sér einbýl- ishús í Nökkvavogi 19. Vann Þor- valdur við byggingu þess í frístund- um. Var húsið að mestu byggt upp úr buddunni eins og títt var um marga á þeim áram, því að öll lána- fyrirgreiðsla var mjög torsótt, auk þess sem stíll þeirra hjóna var að skulda ekki meira en öraggt væri að vera borgunarmaður fyrir. Sumarið sem unnið var við að innrétta húsið var gott að eiga sumarhúsið við Álftavatn. Um haustið var húsið full- boðlegt til að flytja í, þó að margt vantaði sem nú þykir sjálfsagt. Ekki er mér granlaust um að Karl hafi átt þama mörg handtök, slík var vinátta þessara manna. Svona var gangurinn hjá mörgum •UIjÓMBÁVEXITH Austurveri, sími 588 2017 á þessum áram við að koma sér upp húsnæði, þrældómur og basl. Þetta mættu þeir vita er nú hrópa hæst um að kynslóð Jórunnar og Þorvaldar hafi verið gefnar íbúðir sínar vegna verðbólgu þess tíma. Það var ekld svo, þær vora sannarlega greiddar fullu verði. Ég tengdist fjölskyldu Jórannar 1952, er ég kvongaðist systur hennar Gunnhildi Ástu. Er skemmst frá því að segja, að öll mín kynni af þeim hjónum hafi verið mér til mikillar ánægju og uppörvunar, ekki síst þegar okkur hjónum lá mikið við. Jórunn, sem að minni hyggju var ágætlega vel greind og prýðilega vel menntuð til starfa eftir mati þess tíma, valdi sér húsmóðurstarfið, sem títt var um stúlkur þá. Þau Þorvald- ur eignuðust fjögur böm, sem öll era hið mesta myndarfólk, því naut hún þess auðs, sem flestir meta mest, og nefnist það bamalán. Einhvem veginn var það nú svo, að við hjónin litum á þau Þorvald og Jórunni sem höfuð stórfjölskyldunn- ar. Kom margt til. Hjálpsemi þeirra var við bragðið, aldrei fór maður bónleiður frá þeim væri til þeirra leitað. Þau hjón höfðu mikla gleði af að bjóða ættmennum og vinum til fagn- aðar á heimili sínu. Voru þar hinar mestu afmælisveislur og jólaboð þar sem ekkert var til sparað í mat og drykk (þó aldrei áfengi). Er okkur sem áttum þess kost að sitja mann- fagnað á slíku menningarheimili sú minning sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Nokkram misseram áður en Þor- valdur lést árið 1982, tæplega sjö- tugur, höfðu þau selt hús sitt og flutt í hentuga íbúð í Espigerði 20. Eftir lát Þorvaldar bjó Jórann ein. Síðustu árin bjó hún í Hæðargarði 35 í þjón- ustuíbúð, er hentaði henni vel. Fyrir nokkram áram bilaði heilsan og vora tvö síðustu árin henni erfið. Naut hún þá mjög góðrar hjúkranar á Landakoti. Nú þegar Jórann er öll ber að þakka samfylgdina heils hugar. Grétar Eiríksson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNNUR ÓLAFSDÓTTIR, Kirkjuteigi 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 2. júlí kl. 13.30. Valdís Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristleífur Guðbjörnsson, Guðmundur R. Ólafsson, Sigríður Hlöðversdóttir, barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, EMILÍA DAGNÝ SVEINBJÖRNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri laugar- daginn 27. júní. Hörður Hafsteinsson, Ingveldur Sigurðardóttir, Ólína Leonharðsdóttir, Sveinn Eggertsson, Sveinbjörn Björnsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Filippía Björnsdóttir, Valur Ingvarsson, Aðalbjörg Björnsdóttir, Lýður Sigurðsson, Einar Björnsson, Rannveig Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, afi okkar, langafi og langalangafi, EIRÍKUR GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 9. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. María Guðmundsdóttir, Halldóra G. Ragnarsdóttir, María Lillý Ragnarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Kristín Ragnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Frímann Gústafsson, Einar Júiíusson, Haukur Jónsson, Herdís Sæmundardóttir, Jón Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri WH blómaverkstæði IÍINNA Skólaviirðiistíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Vogaseli 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild K-2 Landakoti fyrir einstaklega góða umönnun. Sigrún Guðmundsdóttir, Böðvar Magnússon, Gunnar Pétursson, Magnús Böðvarsson, Ingibjörg Böðvarsdóttir. 37^ t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS KRISTÓFERSDÓTTIR, Háaleitisbraut 57, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt 30. júní. Út- förin auglýst síðar. Ragnar Hansen, Jósefína Ragnarsdóttir Hansen, Helga Ragnarsdóttir Hansen, Friðrik Ragnarsson Hansen, Hulda Ragnarsdóttir Hansen, Kristín Edda Ragnarsd. Hansen, Kristófer E. Ragnarsson Hansen, Sólveig Björg Ragnarsd. Hansen, Ragnar Stefán Ragnarss. Hansen, Birgir Smári Karisson, Katrín Ingadóttir, Kristinn Morthens, Hermann Þ. Guðmundsson, Ruth Elfarsdóttir, Finnjón Ásgeirsson, Anna Sigríður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn og afi okkar, HÖRÐUR SIGURÐSSON fyrrum starfsmaður hjá Vitamálum, Háaleitisbraut 101, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. júní. Sigurður Harðarson og börn. Hjartkær sonur okkar, JOSEPH GEORG ADESSA, lést fimmtudaginn 18. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum af alúð auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför hans. Katrín Bragadóttir, Joseph Adessa. + Okkar ástkaera KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Grenigrund 28, Akranesi, er lést fimmtudaginn 25. júní sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á nýstofnaðan Minningarsjóð fermingar- systkina og samstúdenta Kristbjargar Sigurðardóttur ávnr. 530 í Lands- banka Islands, Akranesi, eða félagið Einstök börn, reiknnr. 0324-13-19000 í Búnaðarbankanum, Grafarvogi. Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir, Guðmundur Þórir Sigurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir, Pálína Sigurðardóttir, Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBJÖRN FINNBJÖRNSSON málarameistari, Mjóstræti 2B, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 2. júlí nk. kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, BJARGEYJAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Bjarnadóttir, Guðjón Hilmarsson, Lára Böðvarsdóttir, Hafdís Hilmarsdóttir, Bjarni Einarsson, Brynjúifur Hilmarsson, Ragnhild Berglund og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.