Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 38
-^38 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bergur Hall-
grímsson fædd-
ist í Hafnarnesi við
Fáskrúðsfjörð 4.
október 1929. Hann
andaðist á Selfossi
20. júní siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Bergsson, f. 4.5.
1904, d. 23.3. 1975,
og Vaigerður Sig-
urðardóttir, f. 1.10.
1912, en hún lifir
son sinn. Bergur
var elstur sex systk-
ina sem auk hans
eru Svava, Jóhanna, Guðmund-
ur, Már og Jóna.
Bergur kvæntist Helgu Bjarna-
dóttur frá Birkihlið í Fáskrúðs-
firði hinn 6.12. 1958. Foreldrar
hennar eru Bjarni Sigurðsson, f.
4.1. 1913, og Jóhanna Þorsteins-
dóttir, f. 11.7. 1914, d. 2.1. 1997.
Börn Bergs og Helgu eru: 1)
Bergur (1976). 2) Salome (1965),
sonur hennar er Kári Isleifur. 3)
Bjarni Sigurður (1963), kvæntur
Fjólu Hreinsdóttur, böm þeirra
em Helga, Hreinn Gauti og Há-
jh kon. 4) Hallgrímur (1958),
Eg minnist þess er ég sex ára
gamall sat fyrir aftan stýrishúsið á
litlu trillunni og horfði á þig þar sem
þú stóðst á þóftunni og spymtir í
borðstokkinn, þú varst að reyna að
ná upp síðasta netinu en allt sat fast.
Það var orðið áliðið og allir aðrir
famir í land. Skyndilega gerðist eitt-
hvað, þú varst horfinn, hafið hafði
gleypt þig, en þegar ég loksins áttaði
mig komstu syndandi upp að bátnum
og hífðir þig aftur um borð. Blautur
>og kvalinn í öxl eftir byltuna hófstu
aftur handa við að draga netið sem
hafði losnað.
Elsku pabbi, þetta atvik lýsir þér
og lífi þínu svo vel, það var alveg
sama hversu oft þú lentir útbyrðis,
alltaf kiifraðirðu um borð aftur og
hófst að draga netin.
Bjarni.
Margar minningar vöknuðu er ég
frétti lát Bergs bróður míns, því ævi-
ferill okkar hefur verið meira og
minna samofinn allt til fullorðinsára,
bæði í störfum og leik. Bergur var
mikill íþróttamaður og kynntist frjáls-
um íþróttum þegar hann fór fyrst til
Vestmannaeyja á vertíð yfir vetrar-
"»rmánuðina, sem títt var á þeim árum.
Frjálsar íþróttir vom stundaðar og
vom þar margir góðir íþróttamenn.
Bergur kveikti íþróttaáhugann heima
á „Nesinu“ og alls konai- íþróttaáhöld
vora keypt og sá hann til þess. A
íþróttasviðinu var hann fyrst og
fremst langhlaupari og fór maður
strax að hlaupa á eftir honum við æf-
ingar heima. Honum þótti ég efnilegur
sem hlaupari, en sagt hefur það verið
um suma menn, að þeir verði alltaf
efnilegir. Mér er það sérstaklega
minnisstætt um fermingu þegar hann
kom af vertíð að hann færði mér upp-
háa strigaskó og vom það mikil við-
brigði frá gúmmískónum og þá var
gaman að sparka og hiaupa. Síðar
t „meir áttum við eftir að keppa á mörg-
úm mótum og má þar nefna Víða-
vangshlaup ÍR, sem alltaf var hlaupið
á sumardaginn fyrsta og þá kepptu
sex frændur af „Nesinu“ af 18-20
mönnum sem tóku þátt í hlaupinu, og
þótti það athyglisvert að svo margir
hlauparargætu komið frá svo fámenn-
um stað. I Egilsstaðaskógi var haldið
árlega víðavangshiaup 17. júní og
kepptum við Guðmundur bróðir þar í
mörg skipti ásamt honum, en þrjá
sigra þurfti til að vinna til eignar for-
kunnarfagran gi-ip sem smíðaður var
af Halidóri Sigurðssyni, sem þá var
handavir.nukennari á Eiðum. Bergi
"cókst þetta og þótti honum sérlega
vænt um þennan grip. Það em ótalin
þau Landsmót UMFI sem frændumir
af „Nesinu" tóku þátt í. Þá skal nefnt,
að Bergur keppti með landsliðinu í
frjálsum íþróttum og fór a.m.k. í nokk-
ur skipti til útlanda í keppnisferðir og
keppti þá í 5 og 10 km hlaupi. Það er
—Janghlaupuram ljóst og fleiram, að ef
rarangur á að nást næst hann ekki
kvæntur Ástu
Mikkaelsdóttur,
börn þeirra eru
Bergur, Hlynur,
Heiður og Ingibjörg
Andrea. Bergur og
Helga bjuggu á
Stöðvarfirði
1958-1962. Á árun-
um 1963-1968 héldu
þau heimili bæði í
Kópavogi og á Fá-
skrúðsfirði en þá
fluttu þau alveg til
Fáskrúðsljarðar þar
sem þau bjuggu til
1994 er þau fluttu
aftur í Kópavog. Bergur og
Helga ráku útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækið Pólarsíld hf.
frá 1964 í hartnær þijátíu ár.
Sérsvið þess var síldarvinnsla
og fyrirtækið var um árabil einn
stærsti síldarsaltandi landsins.
Siðastliðin sex ár unnu þau sfld í
neytendapakkningar sem Berg-
ur seldi víða um land, meðal
annars í Kolaportinu og í
göngugötunni á Akureyri.
títför Bergs fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
nema með ósérhlífni og seiglu. Það
gekk ekki að slá slöku við eftir 5 km
þegar hlaupa átti 10 km og átti sú
seigla sem þá þurfti til eftir að koma
að góðum notum á lífsleiðinni.
Bergur stundaði nám við Sam-
vinnuskólann. Eftir nám réðst hann
sem aðstoðarmaður kaupfélagsstjór-
ans á Stöðvarfirði en þá ók ég vörabif-
reið sem við áttum og vann jafnframt
hjá kaupfélaginu. Þar hófst hans
fyrsta útgerð með skektu um eitt
tonn. Hann hafði róið lengi með pabba
á uppvaxtaráranum og jainframt því
að fara á vertíðir höfðaði sjórinn til
hans. Ég var hjá þeim hjónum á
Stöðvarfirði og við fóram að gera út á
skektunni. Einhverju sinni kom hann
til mín, og sagði að Denni hefði fengið
mjög góðan afla af ýsu innst í firðinum
á línu. Það vora því í hendingskasti
beittar tvær h'nur sem leggja átti
seinnipart dags. Það kom enginn fisk-
ur á h'nurnar og það varð því að ráði
að beita aftur og leggja um kvöldið frá
bryggjustúfnum og út fjörðinn. Við
fóram snemma morguns að draga og
þá var ýsa á hverjum krók svo skekt-
an rétt flaut upp í fjörana klukkan níu
um morguninn. Síðan stunduðum við
þorskveiðar um veturinn. Eitt sinn
var kalsaveður og honum fannst ég
ekki nógu vel búinn miðað við aðstæð-
ur. Það var rétt og lærði ég þá hvem-
ig menn komust af á erfiðum vetram
áður fyrr. Við fóram út í búð og þar
keypti ég eitt stykki „föðuriand" sem
ég fór ekki úr fyrr en á miðju sumri.
Síðan áttu leiðir eftir að liggja enn
frekar saman.
Við stofnuðum ásamt Sverri Júlíus-
syni og Jóhanni Antoníussyni söltun-
arstöðina Hilmi hf. árið 1963. Árið eft-
ir keyptu þeir okkar hlut og við stofn-
uðum Pólarsíld hf. ásamt Þórhalli
Þorlákssyni í Marco og síðar Stefáni
Péturssyni útgerðarmanni frá Húsa-
vík. Keypt var frystihúsið Fram hf. og
hafist handa við uppbyggingu síldar-
söltunarstöðvar með byggingu við-
legukants fyrir framan stöðina. Þetta
tókst fyrir sfldarvertíð og það má
segja að h'f og fjör hafi færst í bæinn
þar sem þrjár sfldarsöltunarstöðvar
voru nú á staðnum. Síðar meir keypti
Bergur allt fyrirtækið og rak það
einn. Hjá Pólarsíld var mikil söltun ár
hvert og var stöðin oft sú hæsta á
Austurlandi. Þá var það oft að Bergur
þurfti að nota gömlu seigluna frá tíma
langhlaupanna. Það að gera út þrjá
báta, reka frystihús og söltunarstöðv-
ar útheimti auðvitað mikla vinnu.
Bergur var ósérhlífinn og þurfti því
alltaf að vera þar sem mest var vinn-
an. Allt vildi hann gera fyrir viðskipta-
vinina til þess að bátar þeirra kæmust
sem fyrst út aftur. Manni fannst hann
stundum ganga of langt í því þegar
planið var fullt af ótilslegnum tunnum
og ennþá var bátur á leiðinni inn, en
alltaf tókst honum að koma öllu í verk.
Síðar meir fór ég á nokkrar sfldarver-
tíðir hjá fyrirtækinu og mig undraði
oft hvemig Bergur gat haldið það út
að fylgja því eftir sem þurfti að gera,
jafnvel þótt hann hefði afbragðs fólk
með sér. Hann tók við landfestum frá
skipinu á hvaða tíma sólarhrings sem
komið var að landi og þá var hann
jafnvel búinn, um miðja nótt, að und-
irbúa stöðina fyrir söltun. Enginn veit
hversu erfitt það var fyrir hann, þegar
hann missti fyrirtækið sem hann hafði
helgað alla sína krafta í um 30 ár. Það
hlýtur að hafa verið sárt, en hann flík-
aði því ekki. Alla tíð hafði hann mikla
trú á sfldinni og vildi gefa mönnum
kost á að vita hversu góð matvara hún
væri. Hann fór því að selja síld í Kola-
portinu, því enn var dugnaðurinn og
eljan til staðar. Ok hann um hverja
helgi frá Fáskrúðsfirði og suður og
má öllum vera það ljóst hversu á hann
hefur reynt, þó sérstaklega í slæmum
veðram. Eftir að hann fluttist suður
seldi hann einnig sfld á Akureyri og
daginn sem hann varð bráðkvaddur
var hann að leggja drög að sfldarsölu
á Selfossi.
Allt það sem Bergur gerði um dag-
ana í fyrirtækinu og víðar hefði hann
aldrei getað gert, nema af því að
Helga Bjarnadóttir, kona hans,
studdi hann í öllum hans gerðum.
Hún bar hitann og þungann af mötu-
neyti Pólarsíldar, en fyrirtækið rak
báta, frystihús og söltunarstöð. Til
þeirra hjóna var afskaplega gott að
koma og var því oft mikið skrafað á
heimili þeirra í Garðsá á Fáskrúðs-
firði.
Áður fyrr hafði Bergur minnst á að
gott væri að kallið kæmi skyndilega
og honum varð að þeirri ósk sinni. Eg
vil þakka Bergi bróður mínum fyrir
allt það sem við höfum átt saman að
sælda um dagana. Ég sendi innileg-
ustu samúðarkveðjur til eiginkonu
hans, móður og allra venslamanna.
Már Hallgrímsson.
Þegar við fengum fréttina til
Manchester, um skyndilegt fráfall afa,
var það okkur mikið reiðarslag. Það
var svo erfitt að komast ekki strax af
stað til Islands og því hrönnuðust upp
minningarnar um afa, sem alltaf var
svo hress og kátur þegar við voram
saman. Hann virtist alltaf geta séð
björtu og skemmtilegu hliðarnar á
málunum. Þótt minningamar um afa
séu margar era efst í huga okkar ferð-
imar út í Hafnames og allar sögumar
sem hann sagði okkur þaðan. Sam-
skipti krakkanna þar við bresku her-
mennina á stríðsáranum vora upp-
spretta margra ævintýrasagna sem
urðu ljóslifandi í endursögn hans, ekki
síst þegar hann sýndi okkur staðina
og minjarnar þar sem atburðirnir
höfðu gerst. Ekki vora síðri sögumar
af því þegar hann var að klifra í klett-
unum í Nesinu eða af keppni og ferða-
lögum í tengslum við Landsmót
UMFÍ með Rabba, Gumma og fleiri
vinum frá þeim tíma.
Þar sem afi var einnig landsliðs-
maður í langhlaupum kenndi hann
okkur margt um heilbrigðan keppn-
isanda, heiðarleika og vináttu sem
fylgir íþróttaiðkun. Eitt minnisstæð-
asta heilræði hans er: „Gleymdu því
ekki þegar þú ert að hlaupa og ert
orðinn þreyttur að allir hinir eru
búnir að hlaupa jafnlangt og eru því
líka þreyttir."
Þótt samverastundirnar yrðu
færri eftir að við fluttum á Bifröst og
síðan til Manchester fylgdi hans
sterki persónuleiki okkur alltaf og
seint gleymast sendingar af góðgæti
þegar hann tók sig til og „bakaði"
konunglegt kex.
Um leið og við þökkum fyrir þau
forréttindi að hafa átt afa sem traust-
an vin sem hvatti, leiðbeindi og miðl-
aði af gífurlegri reynslu og visku
biðjum við Guð að blessa minningu
hans og styrkja hana ömmu, sem hef-
ur misst svo mikið alltof snemma.
Bergur, Hlynur, Heiður og
Ingibjörg Andrea.
Bergur Hallgrímsson frá Hafnar-
nesi í Fáskrúðsfirði er látinn. Maður
hrökk illa við þegar þessar fréttir
bárust til Fáskrúðsfjarðar og margt
flaug í gegnum huga minn af kynnum
mínum við þetta mikilmenni sem
Bergur sannarlega var. Bergur var
ákveðinn hluti af kjölfestu í lífi Fá-
skrúðsfirðinga í marga áratugi. Ég
átti í miklum samskiptum við hann
vegna starfa minna sem formaður í
Verkalýðs- og Sjómannafélagi Fá-
skrúðsfjarðar og þau samskipti vora
stundum hörð, því að Bergur var
mjög stór atvinnurekandi í sinni
heimabyggð. En það er allt í lagi og
raunar eðlilegt að það þurfi að takast
á um ólíka hagsmuni eins og við
Bergur gerðum stundum. Bergur var
hugsjónamaður og fórnaði öllu fyrir
fyrirtæki sitt og þetta vissu Fá-
skrúðsfirðingar, en alla tíð gátum við
átt eðlileg samskipti þótt á móti blési
annað slagið og segir það allt um
manninn Berg Hallgrímsson, að
aldrei lét hann það bitna á persónu
minni þótt við væram ekki alltaf sam-
mála. Þegar Bergur flutti frá heima-
byggð sinni og sá atvinnurekstur
sem hann hafði staðið fyrir í marga
áratugi lagðist niður hófst mikið
hnignunarskeið í bæjarfélaginu og ég
fullyrði að þar átti brotthvarf Bergs
og atvinnureksturs hans á Fáskrúðs-
firði stóran þátt í. Við Bergur rædd-
um mjög oft saman um bæinn okkar
og framtíðarsýn varðandi atvinnumál
og var Bergur harður á þeirri skoðun
sinni að ef aðeins yrði einn atvinnu-
rekandi ráðandi á Fáskrúðsfirði og
þar með einræði á sviði atvinnumála,
myndi bæjarsálin ekki bíða þess bæt-
ur, eða fólk sætta sig við það og nú
nokkram áram síðar vil ég segja:
Mikið hafði Bergur rétt fyrir sér.
Bergur var hugsjónamaður sem
lagði allt sitt þrek í fyrirtækið sem
hann rak í marga áratugi á Fáskrúðs-
firði en það er með hann eins og
marga aðra hugsjónarmenn, þeir era
lítils metnir fyrr en þeir eru farnir.
Þétt við bakið á Bergi stóð alla tíð
eiginkona hans, Helga Bjarnadóttir,
og oft sagði Bergur mér sögur af því
hversu erfið barátta þeirra Helgu var
fyrstu árin við að koma fyrirtæki
þeirra á legg. Bergur og Helga stóðu
saman í bh'ðu og stríðu og ávallt snera
þau bökum saman þegar á móti blés.
Bergur Hallgrímsson gekk aldrei um
fyrirtæki sitt í jakkafótum með bindi,
heldur stóð hann við hlið starfsmanna
sinna í vinnufótum eins og þeir og tók
til hendinni og starfsfólkið um-
genkkst Berg eins og jafningja sinn.
Bergur var ætíð verkamaður og
aldrei forstjóri. Enginn einstaklingur
hefur lagt annað eins af mörkum fyrir
Fáskrúðsfjörð og Bergur gerði í at-
vinnumálum og bærinn varð aldrei
samur eftir að hann ílutti búferium
og starfsemi hans lagðist niður.
Ég vil þó seint sé, kæri vinur, færa
þér hjartans þakkir fyrir þitt ómet-
anlega starf og þátt í mannlífi á Fá-
skrúðsfirði í áranna rás og í raun vil
ég biðjast afsökunar á því dóm-
greindarleysi sem bæði ég og aðrir
voram haldnir þegar þú áttir í erfið-
leikum í fyrirtæki þínu, og við skyld-
um ekki átta okkur á mikilvægi þess
fyrir bæinn og bjóða fram aðstoð
okkar. Við munum seint eða aldrei
bíta úr nálinni fyrir þau mistök.
Bergur Hallgrímsson var stór-
menni og sorglegt er að saga hans
skuli ekki vera skráð, hann var af-
burða íþróttamaður á yngri árum og
reglusamur alla tíð, stóratvinnurek-
andi og útgerðarmaður í marga ára-
tugi og á meðal stærstu sfldarkónga
á Islandi.
Ég vil færa öllum ættingjum Bergs
innilegar samúðarkveðjur mínar og
sérstaklega Helgu eiginkonu hans
sem fyi-irvaralaust missir góðan eig-
inmann, samferðafélaga og vin út úr
lífi sínu, en hún á góða og samheldna
fjölskyldu og munu þau styðja hvert
annað.
Eiríkur Stefánsson,
Fáskrúðsfirði.
I andrá snöggri, mitt í erli dagsins,
kom kallið mikla. Hinn dugmikli
drengskaparmaður er ekki meðal
okkar lengur. Fáein kveðjuorð fylgja
að leiðarlokum. Við Bergur Hall-
grímsson kynntumst fyrst á Eiða-
skóla og áttum þar ágæta samfylgd.
Hinir góðu eðliskostir voru þar í önd-
vegi sem alltaf síðan, viljakraftur og
hugdirfð héldust í hendur, glaðlyndi
og einlæg bjartsýni fóru saman við
góðar námsgáfur, hann var góður fé-
lagi.
Hann kom frá Hafnamesi, þar sem
þá var allfjölmenn byggð harðdug-
legs fólks, þar sem hvergi var eftir
gefið í lífsbaráttunni, þar sem samfé-
lag samhjálpar ríkti, þai' sem gott
mannlíf stóð með blóma með íþrótta-
iðkun ungs fólks sem eitt meginein-
kenna. Þar var sérstakt íþróttafélag
og ungir fullhugar þaðan settu ræki-
lega svip sinn á austfirskt íþróttalíf,
menn ágætra afreka á landsmæli-
kvarða. Þar átti Bergur sinn góða
BERGUR
HALLGRÍMSSON
hlut eins og annars staðar á allri
sinni lífsgöngu.
Síðar setti Bergur sinn ríka svip á
atvinnulíf Fáskrúðsfjarðar, rak þar
myndarlegt fyrirtæki þar sem sfldin
var uppistaða þó við fleira væri feng-
ist. Þegar komttið var við á Pólarsfld
þá var framkvæmdastjórann ekki að
finna inni á skrifstofu, heldur í
vinnugallanum mitt á meðal fólksins
og óspart tekið til hendi þar sem þess
var helst þörf. Bergur var hreinskil-
inn og hreinskiptinn og hann talaði
enga tæpitungu þegar þingmaðurinn,
skólabróðir hans, var að húsvitja. En
hann vakti mann sannarlega til um-
hugsunar um þessa undirstöðu at-
vinnulífsins og svo ótalmargt sem þar
mætti betur fara. Dugnaðurinn,
bjartsýnin og stórhugurinn vora á
sínum stað, hann Bergur lét hendur
standa fram úr ermum í þeirra orða
bestri merking. Enn síðar hitti ég
hann, hressan og glaðan, þar sem
hann seldi sína gæðavöru, slldina
margfrægu og fleira góðgæti úr sjáv-
arfangi. Þar við hlið hans eins og
ætíð hans ágæta, dugmikla kona, hún
Helga, sem var í hópi minna fyrstu
nemenda, hugþekk sem alltaf áður.
Samhent unnu þau hjón alla tíð, ekld
síst við þessa sameiginlegu iðju
þeirra síðustu ár sem sannarlega
varð víðfræg af gæðum. í einkalífi
sínu var Bergur gæfumaður og hon-
um ómetanlegur styrkur í öllu amstri
hans samheldni góðrar fjölskyldu.
Bergur var maður annarinnar, iðandi
erils, fyrirhöfn taldi hann aldrei eftir
sér. Og mitt í þessari gifturíku önn
var hann kallaður hér af heimi. Lífs-
saga hans er mörgum mætum verk-
um vörðuð.
Við hjónin sendum Helgu og böm-
um þeirra, aldraðri móður og öðram
aðstandendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góðar vættir vaka
yfir velferð þeirra allri. Genginn er
góður drengur sem með atorku sinni
og framtakssemi skflaði samfélagi sínu
svo miklu. Þökkuð er samfylgd öll um
æviveg og óskin sú að annir nægar
fylgi honum á óræðan veg eilífðar.
Blessuð sé minning Bergs.
Helgi Seljan.
Þegar hetjur aka um hérað eins og
Bergur Hallgrímsson átti vanda til
hin síðari ár og þegar kempur hvers-
dagsins eins og sami Bergur hneigir
höfuð sitt fyrir örlögum sínum á ör-
skotsstund og skiptir um veröld án
fyrirvara, þá bliknum við hin, hnípin
og starandi í þögulli spurn, með sárs-
aukann í farteskinu vegna þess að við
náðum að kynnast honum.
Við undrumst vegna þess að við
leitum ekki nægjanlega eftir því
hvert er hið eiginlega samband milli
Guðs og manna. En skrifað stendur:
„Ég lifi og þér munuð lifa.“ Hver sem
vefengir það ætti ekki að játa kristna
trú.
Sársaukinn er aftur á móti hið
mannlega í fari hvers manns, sem sér
því á bak sem hann ann. Við getum
kallað það eigingirni, eða við getum
kallað það eitthvað annað. En mann-
legur maður kemst ekkert hjá því að
finna til þegar ástríki hans, alúð og
vinfengi við einhvern er honum horf-
ið. Ekkert kemur í þess stað á
skammri stund. Hann á þá einu lausn
að fela sig Guði sínum.
Ég er illa í stakk búinn til að segja
frá þessum atorkumanni sem Bergur
Hallgrímsson var. En af afspurn veit
ég þó það að hann á óskráða sögu í
sinni heimabyggð Fáski-úðsfirði. Þar
átti hann útveg sem færði honum
möguleika til þess að gera þann stað
að gróskumikilli athafnabyggð, sem
aðrir mændu til í von um frama og
velgengni. Svitadroparnir og vinnu-
stundirnar hans á því tímabili era
heldur ekki skráðar.
En ungir menn sem fóra á vist
með honum á þeim árum fengu sína
lexíu að læra, sem mótuðu þá til mik-
illa afreka, þegar þeirra tími kom að
sýna manngildi sitt. Bergur var
kröfuharður til sinna manna, síns
fólks, þótt það væri smáræði á við
þær kröfur sem hann gerði til sín
sjálfs í vinnusemi og vinnuafköstum.
Sjávarútvegur á íslandi hefur
alltaf verið happa og glappa útvegur.
Bergur Hallgrímsson fór ekkert var-
hluta af því. Honum græddist fé og
hann færði þjóð sinni ómældar tekj-
ur. Heimabyggð hans reis úr öskustó
svo íbúarnir brostu út í annað á fórn-
um vegi og óku sér í herðum af vellíð-
an. En þeir þekktu það að það gerist