Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 39 MINNINGAR ekkert nema með því að bera vinnulúnar hendur til nátta. Þá var happatíð í útvegi hans. Kreppu köllum við það þegar kýrin er blóðmjólkuð. Ekkert er eftir í henni sem til afurða getur talist. Mis- tækir menn á valdastóli raða saman kvörnunum í höfði sér til úrlausnar. En ekki tókst betur til en svo í þeim efnum, að ýmsum var stjakað af grunni með léttan mal í poka þegar mikilvæg atvinnutæki og verðmæti urðu verðlaus. Þá varð Bergur eng- inn séra Jón. Það var glappatíðin í út- vegi hans. Bergur Hallgrímsson var ekki þeirrar gerðar að gefast upp þótt vindar blésu illyi-mislega að honum. Ef til vill var það ekki hann sem hóf sóknina á ný, heldur hans trausta og sterka eiginkona, Helga Bjamadótt- ir, sem stóð þétt að baki honum alla tíð. Hún var þannig sjálfri sér sam- kvæm í því sem hún hafði lofað á stórri stund fyrir augliti Guðdómsins að standa með honum „í blíðu og stríðu". Hún stóð að baki honum á gróskumikilli tíð með miklu álagi á eigin örmum. Ef til vill var það hún sem gaukaði því að manni sínum: „Nú skulum við verka síld og selja hana í Kolaport- inu.“ Það gerðu þau með góðum ár- angri. Þannig gerðist það að hetjan Bergur Hallgrímsson ók um héruð og seldi síld. Hann kom svo víða við á landinu í þeim erindagjörðum og þró- unin á þessum ferli hans varð sú að hann viðaði að sér alls konar flskmeti og seldi, svo að ætla mætti að Hall- dór Kiljan hefði gælt við það að gefa honum nafnið „trosberi" í eftirminni- legri frásögn eða sögu. Hvað sem því líður hefur Bergur nú fleygt sínum tréskóm, eins og það er orðað þegar menn staulast til eigin grafar, misjafnlega sárfættm. - Flestir myndu kjósa sér dauðdaga með sama hætti og hann fékk. Hann, eins og allir aðrir á mikil- væga fór fyrir höndum í tilefni af þvi. Við hin, sem stöndum enn um stund í veraldarinnar blámóðu, lítum í himin- blámann og biðjum honum velfarnað- ar. Þjóðin öll stendur í þakkarskuld við hann, sem mætan og dugmikinn athafnamann. Við, sem áttum samleið með hon- um í Kolaportinu, fljdjum honum og fjölskyldu hans hugheila þökk fyrir kynninguna og drengilegt samstarf. Guð veri með honum. - Kær kveðja. Skarphéðinn Ossurarson. Bergur Hallgrímsson var orðinn þjóðsagnapersóna sem fi’amleiðandi og seljandi síldar í Kolaportinu til margra ára. Hann varð landsfrægur á sínum tíma fyrir að keyra með vör- una á markaðinn í Kolaportinu aust- an af fjörðum um hverja helgi og á seinni árum fyrir að hafa lagt grunn að byltingu á síldarneyslu hér á landi. Hann var sífellt að prófa nýjar aðferðir við verkun og vinnslu á síld- inni og var kominn með ótrúlegt úr- val með hinum ýmsu bragðtegundum sem slegið höfðu í gegn. Sumir Islendingar standa svo upp úr fjöldanum að tekið er eftir og hægt er að flokka Berg Hallgrímsson í hóp landsfrægustu athafnamanna á þess- ari öld. Kominn að sjötugsaldri var hann enn að keyra um landið og selja framleiðsluvöru sína og var að setja upp söluaðstöðu á Selfossi þegar hinsta kallið kom. Bergur þurfti alla tíð að hafa mikið fyrir lífinu, en með Helgu konuna sína sem styrka stoð óð hann í gegnum hverja eldraunina á fætur annarri. Þau upplifðu saman að vera með stærstu síldarverkendum á landinu þegar rússasíldin svokallaða var og hét, en seinni árin hafa þau unnið mest að framleiðslu sinni fýrir innanlandsmarkað. Það veit enginn fyrr en á reynir hvað það er sárt að missa góða vini. Þetta máttu vinir og samstarfsaðilar Bergs Hallgrímssonar í Kolaportinu upplifa þegar hann féll frá laugar- daginn 19. júní sl. Það er samhentur hópur sem starfar saman og selur vöru sína á matvælamarkaði Kola- portsins og flestir hafa verið þar til margra ára. Samstöðuna í þessum hópi má sjá á því að félagar og vinir Bergs og Helgu tóku strax við söl- unni fyrir þau þegar kallið kom og verða með hana þar til Helga og börnin koma aftur til starfa. Það eru menn eins og Bergur sem hafa gert Kolaportið að því sem það er og lagt grunn að því hve vel það hefur dafnað og vaxið í gegnum árin. Kolaportið átti hug hans allan og trúnaður hans við það var svo mikill að hann hafnaði því ítrekað að selja vöru sína í verslunum og stórmörkuð- um. Bergur kom einnig með ákveðn- um hætti að rekstri Kolaportsins þeg- ar flutt var á nýjan stað í Tollhúsinu og skipti sá stuðningur sköpum fyidr Kolaportið á þeim tíma. Við sem störfuðum með Bergi Hall- grímssyni í Kolaportinu sendum hon- um okkar hinstu kveðju með þakklæti fyrir að hafa fengið að vera honum samferða á lífsleiðinni. Elsku Helga, megi Guð styrkja þig og börnin til að takast á við þessa erfíðu tíma. F.h. samstarfsfélaga í Kolaportinu, Guðmundur G. Kristinsson. ATVIMNU AUGLÝSIIMGA NUH — Norræna þróunarmiðstöðin fyrir hjálpartæki fatlaðra vinnurað samnorrænni þróun háþróaðra hjálpartækja fyrir fatlaða. Aðalmarkmiðið með norrænu samstarfi er að styðja góð rannsóknar- og þróunarverkefni innan sviðsins. Þróunarmiðstöðin heyrir undir Norrænu sam- starfsnefndina um málefni fatlaðra (NSH), sem er stofnun undir Norrænu ráðherranefndinni. Þróunarmiðstöðin flytur í október 1998 frá Tammerfors til Helsingfors og fær þá tvo fasta starfsmenn. NUH óskar eftir, frá 1. október, að ráða framkvæmdastjóra sem staðsettur verður í STAKES í Helsingfors, sem er spennandi alþjóðlegt þróunarumhverfi innan starfssvæðis NUH. Við leitum að: Sjálfstæðum einstaklingi með gottfrumkvæði og hæfileika til að byggja upp samstarf og vinna í hópi. Á auðvelt með að aðlagast nýju starfsumhverfi og lítur á norr- æna og alþjóðlega samvinnu sem spennandi áskorun. Æskilegir eiginleikar: Reynsla af verkefnis- stjórnun og sjálfstæði til að geta stjórnað og þróað reksturfyrirtækis. Háskólamenntun, grundvallarþekking og reynsla á málefnum fatlaðra. Auk eins Norðurlandamáls er góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli áskilin. Aðrar upplýsingar: Staðan er veitt til 4ra ára. Opinberir starfsmenn eiga rétt á fríi frá opin- berri þjónustu á ráðningartímanum. Fyrir umsækjendurfrá öðru norrænu landi en Finnlandi, eru ákvæði um uppbót og flutnings- styrk auk annars. Nánari upplýsingarfást hjá Finn Petrén, skrif- stofustjóra NSH, sími +46 8 620 18 90 eða hjá Björk Pálsdóttur, stjórnarmanni hjá NUH, í síma 557 4250. Umsóknir, með upplýsingum um nám og fyrri störf, aukannarra upplýsinga sem umsækjandi vill koma á framfæri, sendist fyrir 15. ágúst 1998 til: NSH, Box 510, S-162 15 Vállingby, Svíþjóð. Haukeland sjúkrahús Lyfjadeild 5021 Bergen, Noregi, www.haukaland.no Hjúkrunarfræðinga vantar strax Haukeland sjúkrahús er aðalspítali fyrir Bergen og nágrenni og svæðissjúkrahús fyrir allan vest- urhluta Noregs. Um 20 íslenskir læknar vinna þar. Á lyfjadeild er mikill skortur á hjukrunar- fræðingum á öllum deildum í júlí og ágúst í sumar. Góðir möguleikar eru á framlengingu á mörgum deildum. í eftirfarandi stöðurvantar34 hjúkrunarfræð- inga í sumar: Á meltingarfæradeild 2, nýrna- deild 1 —2, sýkingadeild 3 hjúkrunarfræðinga og 2 með sérmenntun, blóðdeild 5, lungnadeild 8, hjartadeild 10 hjúkrunarfræðinga og 10 með sérmenntun, gigtardeild 1 og húðdeild 1. Mánaðarlaun eru samkvæmt samningumfrá 14.775 norskum krónum fyrir hjúkrunarfræð- inga án reynslu til 17.208 kr. fyrir þá, sem hafa a.m.k. 10 ára reynslu í hjúkrun eða öðru opin- beru starfi. Að auki greiðist 10,2% orlof. Nýbúið er að semja um enn hærri laun en ekki er enn vitað hve miklu það nemur. Ókeypis húsnæði er í boði í sumar. Flugfarfram og til baka verður greitt fyrir þá sem geta unnið í a.m.k. 2 mánuði. Þeir, sem áhuga hafa á þessu tilboði, eru beðnir að hafa strax samband við annan hvorn hjúkr- unarforstjóra lyfjadeildar: Rannveig Myhr Er- ichsen, sími 00 47 55 97 29 87, netfang: rannveig.m.erichsen@med.haukaland.no eða Solveig Hansen, sími 00 47 55 97 29 85, netfang: solveig.hansen@haukeland.no Fax 00 47 55 97 29 59. Einnig eru lausar stöður á flestum öðrum deild- um spítalans í sumar og geta ofangreindir hjúkrunarforstjórar komið óskum um það til skila til réttra aðila sé þess óskað. Ertu góður sölumaður? Óskum að ráða vantfólktil sölustarfa hálfan eða allan daginn. Góð vinnuaðstaða og miklir tekjumöguleikarfyrir skipulagða og vinnusama einstaklinga. Áhugasamir leggi inn umsókn á afgreiðslu Mbl., merkta: „Sölufólk — 5201", fyrir 15. júlí. Öllum umsóknum verður svarað. FISKVINNSLUSKÓLINN HAFNARFIRÐI Lausar kennarastöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður: Staða kennara í fiskvinnslufræðum Um er að ræða fullt starf. Starfið felst bæði í verklegri og bóklegri kennslu. Krafist er veru- legrar reynslu úrfiskiðnaði. Menntunarkröfur eru háskólapróf í sjávarútvegsgreinum eða hliðstæð menntun. Staða kennara í rekstrarhagfræði Um hlutastarf er að ræða. Krafist er háskóla- menntunar í rekstrarfræðum, og/eða verulegr- ar reynslu í rekstrarbókhaldi fiskvinnslufyrir- tækja. Ráðning í störfin er frá 1. ágúst nk. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður skól- ans í síma 565 2099 eða 892 0030. A Heilsugæslan í Kópavogi Afleysingastöður lækna Læknir óskast til afleysinga frá 1. september 1998 í eitt ár. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í heimilislækningum. Starfskjör eru samkvæmt gildandi ákvæðum um launakjör heilsugæslu- lækna. Einnfremur er óskað eftir tveimur læknum til afleysingastarfa strax í júlí, ágúst og september. Umsóknareyðublöð eru fáanleg í afgreiðslu stöðvarinnar. Umsóknarfresturertil 15. júlí nk. Umsóknum ber að skila til framkvæmda- stjóra Heilsugæslunnar í Kópavogi, Birnu Bjarnadóttur, sem jafnframt veitir upplýsingar um störf og kjör í símum 554 0400 og 895 6500. Öllum umsóknum verðursvarað skriflega eftir að um þær hefurverið fjallað og ráðning staðfest. Við Heilsugæsluna í Kópavogi starfa nú um 50 manns í 35 stöðum, en síðar á árinu verður tekin í notkun nýstöðvið Hagasmára. Heilsu- gæslan í Kópavogi er reyklaus vinnustaður. Heiisugæsla í Kópavogi, Fannborg 7—9, pósthólf 140, 200 Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.