Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND
Sumarást
Sumarið í Goulette
(Un été á la Goulette)________
G a in a n in v n d
★★★
Framleiðendur: Marie-Fran?oise
Mascaro. Leikstjóri: Férid Boug-
hedir. Handritshöfundar: Férid
Boughedir. Kvikmyndataka: Ro-
bert Alazraki. Tónlist: Jean-Marie
Sénia. Aðalhlutverk: Sonia
Mankai, Ava Cohen-Jonathan,
Sarah Paritene, Mustapha Adoun-
ani, Claudia Cardinale. 100 mín.
Frakkland/ Túnis. Myndform
1998. Myndin er öllum leyfð.
KVIKMYND þessi gerist árið
1967 í bænum Goulette, sem er
staðsettur í Túnis. í bænum búa
þrjár 17 ára stúlkur: Gigi, sem er
frá Sikiley og er kaþólsk; Meriem,
frá Túnis og er múslimatrúar og
Tina, sem er frönsk og af gyðinga-
ættum. Stúlkunai’ strengja þess
heit að missa meydóminn þetta
sumar og ögi-a með því fjölskyldum
sínum. Feður stúlknanna verða
tortryggnir í garð hvers annars og
liggur við að áralöng vinátta þeiixa
verði að engu. Allt gerist þetta rétt
fyrir upptök 6 daga stríðsins.
Sögur stúlknanna eru ekki einu
sögurnar sem kvikmynd Boughed-
ir gefur okkur innsýnn inn í því
bæjarlífið er mjög litskrúðugt og
mörgum kostulegum persónum
bregður þar fyrir. Þótt að alvarleg-
ur undirtónn sé á myndinni er
gamanið aldrei
langt undan og
björt myndatakan
og lífleg tónlistin
sjá til þess að
frískleikinn svífi
alltaf yfir mynd-
inni. Ef ætti að
líkja myndinni við
einhverja aðra
kæmi fyrst upp í hugann „Cinema
Paradiso" því báðar myndimar
reyna að gera bæjarlífið stóran
hluta af sögunni og tekst það vel.
Sumarið í Goulette fjallar um tíma
þar sem kristnir, múslimar og gyð-
ingar bjuggu saman í sátt og sam-
lyndi og einu áhyggjumar voru í
tengslum við hversdagslega hluti
eins og ungviðið, ástina og veður-
farið.
Ottó Geir Borg
fimmtudag 2. júlí föstudag 3. júlí föstudag 10. júlí
örfá sæti laus kl. 20.00 kl. 20.00
kl. 20.00 laugardag 4. júll laugardag 11. júlí
kl. 20.00 kl. 20.00
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miöasala sfmi 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar.
m
CfSLENSKA ÓPEItAN
="jl Mióasala 551 1475
Þjónn í súpunni
Mið. 15/7 forsýn.
Fim. 16/7 frum. uppselt
Lau. 18/7 2. sýn. uppselt
Sun. 19/7 3. sýn. örfá sæti
Fös. 24/7 4. syn örfá
sæti
Miðasalan opin 12—18.
Sími í miðasölu 530 30 30
LEIKSKÓLINN Sýnir ÞÆTTI ÚR
SUMARGESTUM
e. Maxím Gorkí
FYRIRHUGAÐAR
SÝNINGAR:
2. júlí 8. sýning uppselt
Sýningar hefjast kl. 2CÉ00
Sýnterí LEIKHUSINU Ægisgötu 7.
Miðaverðkr. 500,-
Miðapantanir (síma: 561-6677 & 898-0207
milli kl. 16-19.
LEIKSKÓLINN
Sumartónleikar
„Konu sína enginn kyssti betur né
kvað um hana líkt og ég“
Ragnheiður Ólafsdónir og Þórarinn
Hjartarson með dagskrá og tónleika
helgaða Páli Ólafssyni
fim. 2/7 kl. 21.00 laus sæti
„Örtónleikar“
með Möggu Stínu
lau. 4/7 kl. 22—2 laus sæti
r Matseðill sumartónleika N
Indverskur grænmetisréttur að hætti
Lindu, borinn fram með fersku salati og
ristuðum furuhnetum.
^ Eftirréttur: „Óvænt endalok'' J
Miðasalan opin alla virka daga
kl. 15-18. Miðap. allan sólarhringinn
í s. 551 9055.
Netfang: kaffileik@isholf.is
Stretehbuxtir
St. 38-50 - Frábært úrval
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
FÓLK í FRÉTTUM
SINEAD O’Connor hélt ekki aftur af sér á sviðinu í UPPHAFSKONAN að öllu saman, Sarah McLachl-
Pasadena frekar en annars staðar. an, söng sig inn í hjörtu aðdáenda sinna með sínum
failegu rómantísku iögum.
í KALIFORNÍU hinni hlýju og
góðu skein sólin glatt á fjöldann
sem safnaðist saman í Pasadena,
þar sem Lilith Fair-tónleikaranir
voru haldnir í annað sinn um
helgina. Þetta eru farandtónleik-
ar sem fara frá einum bæ til ann-
ars um öll Bandarikin og eru bara
konur sem koma fram, en það var
tónlistarkonan Sarah McLachlan
sem átti upptökin. Hún er ekki
mikið þekkt á Islandi en nýtur
mikilla vinsælda í Bandaríkjunum
þar sem tónlistin hennar er kán-
trýskotin popptónlist.
Stelpur í
stuði
Tíu söngkonur komu fram auk
Söruh og voru Erykah Badu og
Sinead O’Connor meðal þeirra.
Erykah sagði brandara og talaði
um nýfæddan son sinn milli
ryþma- og blúslaganna sinna. „Ég
er 360 gráður af lífí,“ sagði hún
heilluðum áheyrendum sínum.
Sinead liefur enn á ný rakað af
sér hárið og er alltaf sama Ieiftr-
andi og ögrandi írska steipan.
Ovæntur glaðningui' dagsins var
Natalie Merchant sem áður var
söngkona hljómsveitarinnar
10.000 Maniacs. Hún fékk óvart
stóran vönd af sólblómum framan
í sig sem æstur aðdáandi vildi
færa söngkonunni þegar hún stóð
á sviðinu. „Þetta var ansi sárt,“
sagði Natalie, „en blómin eru samt
mjög falleg.“ Svo hélt hún áfram
að syngja lög af nýja geisladiskin-
um sínum, „Ophelia".
Loftbrúnni
fagnað
ÞÝSKIR hermenn gengu fylktu liði
með kyndla fyrir framan C-54
„Candy Bomber“ flugvélina á
Tempelhof flugvellinum í Berlín í
tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því
loftbrúnni til borgarinnar var komið
á fót. Vélin flaug frá 1948 til 1949
með matvæli til íbúa Berlínar sem
bjuggu við hungur eftir að Sovétrík-
in lokuðu landleiðinni að borginni.
i
ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN HF.
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfúndur ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐSINS
verður haldinn miðvikudaginn 8. júlí 1998 kl. 17.00
í Sunnusal Hótel Sögu.
Dagskrá: □ Skýrsla stjórnar.
□ Staðfesting ársreikmngs.
□ Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
□ Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað
félagsins á liðnu reikningsári.
□ Tillaga um heimild til stjórnar um kaup
á eigin bréfúm félagsins.
□ Kosning stjórnar félagsins skv. 21. grein samþykkta.
□ Kosning endurskoðenda félagsins skv. 28. grein samþykkta.
□ Verðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
- Svanur Guðmundsson
□ Önnur mál.
m
, LANDSBREF HF.
ths — 7lh.
SUÐURLANDSBRAUT 24. 108 REYKJAVIK, SIMI 535 2000. BREFSIMI 535 2001, landsbref.is.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.